Morgunblaðið - 19.05.2007, Side 52
52 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÚMORISTAR eru til alls vísir, að
gera grín að blóðvibbanum Hostel er
langsótt en greinilega ekki útilokað.
Severance minnir á Shaun of the
Dead, en er suddalegri, fyndnin
groddalegri, atriðin ófélegri.
Hópur vopnasala er í helgarferð í
Ungverjalandi til að hressa upp á
móralinn. Ekki er um að ræða nein-
ar ofurhetjur heldur mismunandi
veiklundaðar og mannlegar skrif-
stofublækur af báðum kynjun. Fljót-
leg fer allt úrskeiðis, rútan er komin
með hópinn á afskekkt landssvæði
þegar óhugnanlegir hlutir fara að
gerast og blækurnar að týna sem
óðast tölunni á hinn hroðalegasta
hátt. Óvinurinn ósýnilegur, morð-
óðir mannskrattar.
Ástæðulaust að tíunda frekar þær
hremmingar sem áhorfandinn verð-
ur að ganga í gegnum áður en hann
kemst aftur út í sumarkvöldið. Höf-
undarnir blanda saman ónýtri
ádeilu, en þrælgóðum gálgahúmor,
fyndnum persónum og sláturtíð-
arstemningu, þannig að úr verður
nánast óbærilegur léttleiki viðbjóðs-
ins. Algeng viðbrögð hjá hræddum
manni eru móðursýkisleg hlátra-
sköll. Þegar svo handritið er jafn
stútfullt af óþverrafyndni er mikið
hlegið undir Severance.
Viðkvæmar sálir ættu að leita
annað en í Laugarásinn þessa dag-
ana til að kitla hláturtaugarnar, þeir
sem hafa þykkari skráp una hag sín-
um vel og venjulegt fólk þraukar.
Leikstjórinn kann vel til verka, hlut-
verkin eru skoplega saman sett og
undantekningarlaust vel leikin. Þó
þú hafir almennt skömm á blóði og
ofbeldi, áttu að geta haft gaman að
Severance, þó þú slakir ekki beinlín-
is á...
Meinfyndin „Viðkvæmar sálir ættu að leita annað en í Laugarásinn þessa
dagana til að kitla hláturtaugarnar,“ segir í dómi.
Hostel á léttu nótunum
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó
Leikstjóri: Christopher Smith. 90 mín.
Með Toby Stephens, Claudie Blakley,
Andy Nyman, Babou Ceesay. Þýskaland/
England. 2006.
Severance
Sæbjörn Valdimarsson
EINN FYNDNASTI óþokki kvikmyndasög-
unnar er trúlega Dr. Evil, hugarfóstur leik-
arans Mike Myers.
Í þremur myndum um njósnarann kven-
sama, Austin Powers, var hans helsti óvin-
ur Dr. Evil. Á blaðamannafundi nýlega
lýsti Myers því þó yfir að hann hefði mikinn
hug á að gera mynd frá sjónarhóli Dr. Evil.
Myers sagði málið samt enn vera á við-
ræðustigi og ekkert hefði verið ákveðið um
gerð myndarinnar þó svo að sagan væri
tilbúin í höfði hans.
Myers ljær hinum græna og góða Shrek
rödd sína en þriðja myndin um ævintýri
tröllsins verður frumsýnd hér á landi á
næstunni.
Meira um Dr. Evil
Snilld Dr. Evil og
hans smávavna
hliðarsjálf Mini-Me.
ZODIAC kl. 8:10 - 10 B.i. 16 ára
GOAL 2 kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára
BLADES OF GLORY kl. 2 - 4 - 6 - 8 B.i. 12 ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 - 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D
/ KRINGLUNNI
ZODIAC kl. 5:50 - 9 B.i.16.ára
ZODIAC VIP kl. 2 - 5:50 - 9
THE REAPING kl. 5:50 - 8 -10:10 B.i.16.ára
SPIDER MAN 3 kl. 12:20 - 3 - 6 - 9 B.i.10.ára
BLADES OF GLORY kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára
BREACH kl. 6 - 10:10 (Síðustu sýn.) B.i.12.ára
MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 2 - 3:30 - 4 LEYFÐ
WILD HOGS kl. 8 (Síðustu sýn.) B.i.7.ára
/ ÁLFABAKKA
eee
V.J.V. TOPP5.IS
WWW.SAMBIO.IS
FRÁ FRAMLEIÐANDA
MATRIX, DIE HARD OG
LETHAL WEAPON
HILARY SWANK
SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUM
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á
SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM
FRÁ D.FINCHER LEIKSTJÓRA
SE7EN & FIGHT CLUB.
“BESTA KVIKMYND
FINCHER TIL ÞESSA.”
David Ansen, Newsweek
“MÖGNUÐ KVIKMYND!”
Leonard Maltin, E.T.
“ÁN EFA BESTA MYND
ÁRSINS TIL ÞESSA”
Ó.F.
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
FORSALA HAFIN - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA !
„Bráðskemmtileg bók
fyrir ungar stúlkur,
skrifuð af miklu fjöri ...
hressileiki og húmor
sem gerir það að verkum
að fullorðnar konur
hafa sennilega alveg
jafngaman af að lesa
hana og ungar stúlkur.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Mannlíf
Komin
í kilju!