Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 53 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ eru Amiina, Jakobínarína, Lay Low, Hafdís Huld, Benni Hemm Hemm, Seabear og Stórsveit Nix Nolte sem troða upp á The Great Es- cape sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í dag. Það er tónlistarbærinn Brighton sem hýsir tónlistarhátíðina sem er með svipuðu sniði og Iceland Airwaves eða danska SPOT-hátíðin, „showcase“ eða kynningarhátíð þar sem urmull af nýjum og spennandi sveitum kemur fram í bland við ráð- stefnur, kynningar og almennar ráðagerðir og skraf en hundruð blaðamanna sækja hátíðina. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÚTÓN (Útflutnings- skrifstofa íslenskrar tónlistar), segir að útsendarar Great Escape hafi ver- ið gestir á síðustu Iceland Airwaves- hátíð og hrifist af og talað um nýja bylgju af íslenskum sveitum. Þeir hafi þrýst á að fá Benna Hemm Hemm, Stórsveit Nix Noltes og Seabear til að spila og komu sveit- irnar fram á sérstöku Iceland Airwa- ves-kvöldi á hátíðinni sem er eins og jafnan rækilega stutt af Icelandair. Svo vatt þetta smátt og smátt upp á sig. Anna þrýsti á um að Lay Low spilaði en hún lék í febrúar á By:Larm-hátíðinni í Noregi, sem er stór tónlistarhátíð í svipuðum anda og þær hátíðir sem hér eru nefndar en þar kom hún fram á sérstöku Ice- land Airwaves-kvöldi. Aðstandendur Great Escape sáu Lay Low á By:L- arm og þannig helst þetta allt í hend- ur. Hafdís Huld hefur þá lengi haft bækistöðvar í Bretlandi og um þess- ar mundir er verið að vinna Jakobín- urínu og Amiinu brautargengi en breiðskífur með sveitunum eru vænt- anlegar á næstunni. „Ætli þetta sé ekki mesti fjöldi ís- lenskra listamanna á svona hátíð frá upphafi,“ segir Anna. „Það er mikil alda akkúrat núna og fólk erlendis hefur sjaldan verið spenntara fyrir íslenskum hljómveitum. Það er því um að gera að neyta lags.“ Flóttinn til Brighton Sjö íslenskir listamenn troða upp á tónlistarhátíðinni The Great Escape sem fram fer í Brighton nú um helgina Morgunblaðið/Eggert Jakobínarína Ein þeirra sveita sem spila í Brighton á tónlistarhátíðinni The Great Escape. smáauglýsingar mbl.is SparBíó* — 450kr ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA.... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU ! SparBíó* : 450 KR MIÐAVERÐ Á OFANTALDAR SÝNINGAR Laugardag og Sunnudag Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SPARbíó laugardag og sunnudag BLADES OF GLORY KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA OG KL. 2 Í KEFLAVÍK SPIDERMAN 3 KL. 12:20 Í ÁLFABAKKA, OG KL. 2 Í KEFLAVÍK MR BEAN KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA OG KLUKKAN 4 Á AKUREYRI MEET THE ROBINSONS KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA OG KLUKKAN 4 Á AKUREYRI THE REAPING kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára GOAL 2 kl. 6 - 8 B.i. 7 ára BLADES OF GLORY kl. 6 - 10:10 B.i. 12 ára MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ / AKUREYRI / KEFLAVÍK SPIDER MAN 3 kl. 2 - 5 - 8 B.i. 10 ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 - 8 LEYFÐ BLADES OF GLORY kl. 2 - 4 LEYFÐ THE MESSENGERS kl. 10:10 B.i. 16 ára WWW.SAMBIO.IS eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is STÓRSTJÖRNUR ÚR Hraðskreiðir bílar, súpermódel og partý... Þarf ekki eitthvað meira til að sanna að þú sért frábær leikmaður? REAL MADRID... 25.000 MANNS Á AÐEINS 10 DÖGUM! eee S.V. - MBL A.F.B - Blaðið eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee S.V. SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.