Morgunblaðið - 24.05.2007, Page 1

Morgunblaðið - 24.05.2007, Page 1
Í HNOTSKURN »17. maí. Geir Haarde og Jón Sigurðsson tilkynna að 12 árastjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sé lokið. Geir lýsir yfir vilja til stjórnarmyndunarviðræðna við Samfylkinguna. »18. maí. Forseti Íslands felurGeir Haarde umboð til stjórn- armyndunar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sama dag hefjast formlegar viðræður flokkanna og standa þær fram yfir helgi. »22. maí. Flokksstofnanir flokk-anna tveggja samþykkja mynd- un nýrrar ríkisstjórnar. »23. maí. Tilkynnt um myndunnýrrar ríkisstjórnar og stefnuyfirlýsing flokkanna birt. »24. maí. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingartekur við völdum kl. 14. RÍKISSTJÓRN Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tekur til starfa í dag. Ríkisráðsfundur fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefst á Bessa- stöðum klukkan 10.30 en að þeim fundi loknum býður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ráðherr- um og mökum þeirra til hádegis- verðar á Bessastöðum. Ríkisráðs- fundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefst síðan klukkan tvö. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu hinnar nýju rík- isstjórnar á Þingvöllum í gær- morgun. Fyrr um morguninn hafði Geir farið á fund forseta Íslands og kynnt honum nýja ráðherraskipan og stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Áhersla lögð á aukinn jöfnuð Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar kemur fram að flokkarnir hafi „ein- sett sér að mynda frjálslynda um- bótastjórn um kraftmikið efna- hagslíf, öfluga velferðarþjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins“. Í yfirlýsingunni segir að árangur og hagsæld undanfarinna ára hafi skapað tækifæri til enn frekari framfara og Ísland eigi að vera áfram í fararbroddi þeirra þjóða sem við best lífskjör búa. Málefni yngstu og elstu kynslóðanna verði forgangsmál ríkisstjórnarinnar sem leggja muni áherslu á aukinn jöfnuð með því að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélag- inu. | 4 og miðopna Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag  Málefni yngstu og elstu kynslóð- anna sett í forgang Morgunblaðið/Sverrir STOFNAÐ 1913 140. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Epli, gulrætur og enginn viðbættur sykur! Nýtt bragð! Aðeins 46 hitaeiningar í 100 g ANDLIT STÍNU KRISTÍN BIRGITTA SYNGUR LÖG JÓHANNS G. INN Á PLÖTU Í KANADA >> 46 FÁBROTNAR AÐSTÆÐUR ÆVINTÝRAMANNS HAMINGJAN VINDMYLLA&KAMÍNA >> 22 FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FLESTUM ber saman um að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylking- arinnar, hafi tekist vel upp við ráðherraval flokksins, þótt að sjálfsögðu sitji einhverjir eftir með sárt ennið og án ráðherradóms. Ingibjörg Sólrún þurfti að velja ráð- herraefnin með jafnræði kynjanna að leið- arljósi; hún þurfti að gæta þess að lands- byggðin fengi sína fulltrúa og hún sýndi ákveðið pólitískt þor þegar hún valdi Þór- unni Sveinbjarnardóttur, vegna sérfræði- þekkingar hennar á umhverfismálum, í stól umhverfisráðherra. Þórunn var í þriðja sæti Samfylkingarinnar í Kraganum en þar var Gunnar Svavarsson í fyrsta sæti og Katrín Júlíusdóttir í öðru sæti. Þau munu ekki vera mjög ánægð með niður- stöðuna. Gætur á bandamönnum Össur Skarphéðinsson hefur oft verið svilkonu sinni óþægur ljár í þúfu, frá því að hann beið lægri hlut fyrir henni í for- mannskjörinu. Nú verður hann iðnaðar- ráðherra. Sá sem hefur stutt hann með ráðum og dáð og verið hans nánasti vinur og samherji í þingflokki Samfylkingar er Björgvin G. Sigurðsson, sem vann góðan kosningasigur á Suðurlandi og verður nú viðskiptaráðherra. Það þykir klókt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að gera þessa banda- menn að ráðherrum, því í ríkisstjórn getur hún haft á þeim góðar gætur. Auk þess gætti formaðurinn þess að taka tvo landsbyggðarþingmenn inn í rík- isstjórnina, því Kristján L. Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, verður samgönguráðherra. Val formannsins á Jóhönnu Sigurðar- dóttur í velferðarmálin er nánast óumdeilt og margir samgleðjast Jóhönnu og segja hennar tíma kominn! Sárastur er líkast til varaformaður Sam- fylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem ekki hlaut ráðherrastól. Ugglaust er það búsetan ein sem gerði það að verkum að hann varð ekki fyrir valinu, því hann var í öðru sæti á lista Samfylkingar í Reykja- vík suður. Samfylkingin mátti ekki við því að bæta við enn einum ráðherranum af suðvesturhorninu. Ágúst Ólafur verður þó ekki verkefnalaus á kjörtímabilinu, því lík- ast til mun innra flokksstarf hvíla mjög á herðum hans þar sem formaðurinn sest í stól utanríkisráðherra. Morgunblaðið/Golli Glöð Össur og Þórunn voru ánægð með ráðherraval formannsins. Sýndi póli- tískt þor Ráðherraval Samfylk- ingar mælist vel fyrir ÞAU voru glaðbeitt á svip, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þegar þau höfðu und- irritað stefnuyfirlýsinguna í gær. Ingibjörg sagði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk nú hefja sögulegt samstarf í frjálslyndri umbóta- stjórn. Sögulegar sættir flokk- anna endurspegluðust í því að lögð yrði áhersla á sátt í þjóð- félaginu milli ólíkra sjónarmiða og hópa. Ný stjórn mundi leggja áherslu á jafnrétti í reynd og að Ísland yrði áfram í fararbroddi þeirra þjóða sem búa við mesta velferð og jöfnuð þjóðfélagshópa. Sögulegt samstarf Í ÁRSLOK 2006 var samanlagt tæplega helmingur heildareigna sam- stæðna viðskiptabankanna þriggja í erlendum dótturfélögum þeirra, eða um 45%. Þetta hlutfall var svipað í árslok 2005, enda einkenndist árið 2006 að stærstum hluta af samþættingu starfsemi bankanna hér á landi og erlendis eftir mikil kaup þeirra á erlendum fjármálastofn- unum, sérstaklega á árunum 2004 og 2005. Heildareignir erlendra dótturfyrirtækja Kaupþings banka námu liðlega 2.500 milljörðum króna á síðustu áramótum. Hjá Glitni námu eignir dótturfyrirtækj- anna um 800 milljörðum og rúmlega 500 milljörðum hjá Landsbank- anum. Samanlagt námu heildareignir erlendra dótturfyrirtækja við- skiptabankanna því um 3.800 milljörðum króna á síðustu áramótum. Í nýlegri skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika hér á landi er sérstaklega tekið fram að það sé jákvætt að bankarnir hafi fylgt ólíkri stefnu í útrásinni. Það hafa þeir einmitt gert, eins og fjallað er um í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. | Viðskipti 3.800 milljarða eignir erlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.