Morgunblaðið - 24.05.2007, Síða 11

Morgunblaðið - 24.05.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 11 FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is KLÁMVÆÐINGIN á síðustu miss- erum hefur alið af sér fleiri kynferð- isbrot. Þetta virðist samdómaálit þeirra fagmanna sem vinna með þol- endur kynferðisofbeldis. Að sögn Ey- rúnar Jónsdóttur, deildarstjóra á Neyðarmóttöku nauðgana, virðist sem ákveðin straumhvörf hafi orðið um og upp úr árinu 2000, en þá hafi aðgengi að klámi á Netinu aukist til muna á sama tíma og tölvur hafi orðið almenningseign í æ ríkara mæli. „Sumir ungir strákar allt niður í 14 ára og upp í rígfullorðna menn virðast vera að upplifa einhverjar fantasíur sem eru undir beinum áhrifum frá klámmyndum. Þeir halda að stúlkur og konur séu alltaf til- búnar að taka þátt í fantasíum þeirra algjörlega gagnrýnislaust, en það er auðvitað ofbeldi að þvinga aðra manneskju til að taka þátt í athöfnum sem hún vill ekki. Þegar konur koma til okkar þá er búið að meiða þær bæði andlega og líkamlega,“ segir Eyrún. Hópnauðganir undir beinum áhrifum frá klámvæðingu Að mati Eyrúnar þarf að auka fræðsluna til muna í samfélaginu og þurfi sú fræðsla að hefjast strax í frumbernsku. „Börn þurfa að læra hvað sé eðlileg snerting. Þau þurfa að læra að bera virðingu fyrir öðrum, innræta þarf þeim mannlega reisn og það þarf að ræða siðferði kynlífs við þau,“ segir Eyrún og tekur fram að hér þurfi að vera um sífræðslu að ræða sem byrji á heimilinu og haldist upp skólakerfið. Alls leituðu 146 einstaklingar til Neyðarmóttökunnar á síðasta ári, sem er fjölgun frá árinu á undan þeg- ar 130 einstaklingar leituðu til mót- tökunnar. Að sögn Eyrúnar var í 21 tilviki um fleiri en einn geranda að ræða og í sjö tilfellum var grunur um lyfjanauðgun. Áætla má að í um þriðjungi tilvika séu þolendur ýmist í áfengisdái eða í þannig ástandi að þeir eiga erfitt með að sporna við of- beldinu. „Í mörgum tilfellum vita þær aldrei allan sannleikann, af því að þær vita ekkert hvað var gert við þær, þó þær gruni að eitthvað hafi verið gert,“ segir Eyrún og bendir á að í sumum tilfellum staðfestist þessi grunur þegar þolendum er af hálfu geranda hótað myndbirtingu af at- burðunum. Bendir hún á að með nýrri tækni, t.a.m. myndavélum í flestum símum, sé slík hótun um myndbirtingu raunveruleg ógn. Að sögn Eyrúnar er fjölgun hóp- nauðgana á síðustu árum undir bein- um áhrifum frá klámmyndum. „Að taka þátt í þessu og ætla það að ungar stúlkur vilji taka þátt í svona athöfn- um og geri það gagnrýnislaust er af- skaplega skrýtið siðferði.“ Að mati hennar er sú þróun að „normalísera“ klámvæðinguna í þjóðfélagi afar var- hugaverð. „Klám er ekkert annað en ofbeldi og niðurlæging.“ Eyrún segir nær alla þolendur eiga það sameiginlegt að glíma við órök- rétta skömm og sektarkennd í kjölfar kynferðisofbeldis. „Sjálfsásakanir eru partur af því að finna leið til að lenda aldrei aftur í sömu aðstæðum. Yfirleitt geta slíkar sjálfsásakanir frekar leitt til hindrana og mann- eskjan fer að lifa í tilveru þar sem hún forðast allar aðstæður. Hún lend- ir í raun í kreppu með sjálfa sig, því fólk getur ekki lifað eins og eyland.“ Að mati Eyrúnar er afar mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar og vinni úr reynslu sinni á uppbyggilegan hátt. Reynslan sýni að þeir þolendur sem ekki geri það séu í mun meiri hættu á að verða fyrir barðinu á kynferðisofbeldi aftur. Ástæðuna segir hún þá að þolendur kynferðisofbeldis, sem ekki hafi unn- ið úr reynslu sinni, búi við lakari sjálfsmynd en ella, þá skorti sjálfs- virðingu og sjálfstraust sem þarf til þess að geta sett sjálfum sér og öðr- um eðlileg mörk. Karlar, látið í ykkur heyra! Eyrún segist mundu vilja sjá karl- menn mun virkari í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. „Í dag er það því miður þannig að baráttan gegn kyn- ferðisofbeldi virðist vera einkamál kvenna og lítils hóps meðvitaðra karla. En kynferðisofbeldi er ekki bara mál kvenna, því ofbeldið hefur ekki bara áhrif á þolandann heldur á alla fjölskylduna. Ég sakna þess að feður, bræður, eiginmenn og synir taki afstöðu gegn ofbeldinu og láti meira í sér heyra.“ Morgunblaðið/ÞÖK Deildarstjóri Eyrún Jónsdóttir á Neyðarmóttökunni á Borgarspítala. Auka þarf fræðsluna í samfélaginu Sífellt fleiri þolendur kynferðisofbeldis leita til Neyðarmóttökunnar á ári hverju Í HNOTSKURN »Á árinu 2006 leituðu 146einstaklingar sér aðstoðar hjá Neyðarmóttöku nauðgana. »Yngsti þolandinn sem leit-aði til Neyðarmóttökunnar í fyrra var 14 ára og sá elsti á sjötugsaldri. Í 21 tilviki voru fleiri en einn gerandi. »Grunur reyndist um lyfja-nauðgun í sjö af þeim 146 tilvikum sem leitað var til Neyðarmóttökunnar í fyrra. VOLDUGAR ríkisstjórnir og vopn- aðir hópar magna af ásettu ráði upp ótta meðal almennings í því skyni að grafa undan mannréttindum og valda sundrungu manna á meðal, segir í nýrri ársskýrslu mannrétt- indasamtakanna Amnesty Interna- tional sem kynnt var í gær. Segja samtökin að stjórnmála- menn sem ali á ótta og fordómum beri ábyrgð á því að mannréttindi séu fótum troðin. Hið svonefnda stríð gegn hryðju- verkum og stríðið í Írak, þar sem brotið hafi verið gegn mannréttind- um í stórum stíl, hafi valdið sundr- ungu og torveldað lausn deilumála. Í skýrslunni segir að alþjóðasam- félagið hafi í fyrra einkennst af van- trausti og sundrungu. Tortryggnin hafi leitt til þess að ekki tókst að bregðast við neyðarástandi sem skapaðist í mannréttindamálum, svo sem í Tétsníu, Kólumbíu og á Srí Lanka sem og í átökunum í Mið- Austurlöndum. Um alla Evrópu hafi Roma-fólk- inu, öðru nafni sígaunum, verið mis- munað og því í reynd úthýst úr sam- félaginu. Í Afríku einni hafi hundruð þúsunda karla, kvenna og barna ver- ið borin út af heimilum sínum í nafni framfara og hagþróunar og stjórn- völd sjaldnast greitt fólkinu skaða- bætur eða veitt aðra aðstoð. Þá segir Amnesty að Darfur-hérað í Súdan hafi verið og sé eins og blæð- andi sár á samvisku heimsins. Sam- tökin segja að vopnaðir hópar víða um heim hafi gerst sekir um fjölda- mörg og alvarleg brot gegn mann- réttinda- og mannúðarlögum. Ríkis- stjórnir heims verði að axla ábyrgð sína og gera það sem í þeirra valdi standi til að hindra slíka hópa í að virða alþjóðlega viðurkennd mann- réttindi og mannúðarlög að vettugi. „Þarna er m.a. átt við Janjaweed- hópana í Darfur,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty. „Þetta geta verið hryðjuverkasamtök, þetta geta verið talíbanar, Skínandi stígur. Margir þessara hópa gera tilkall til ákveðins landsvæðis, vilja ná þar völdum. Og það er engin spurning að stjórnvöld í Súdan styðja Janjaweed- hópana, ef þau vildu gætu þau tekið í taumana og stöðvað þá.“ Ýtt undir óttann Amnesty segir alið á sundrungu Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Full búð af nýjum vörum Mikið af frábærum tilboðum Velkomin tilvonandi brúðhjón 16 gerðir af frábærum matar- og kaffistellum til sýnis á gjafadögum. Mikið af nýjum stellum frá Rosenthal Tilvonandi brúðhjón bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að skrá óskalista ykkar. Allir sem versla á gjafadögum lenda í lukkupotti dregið í lok maí. Vinningar eru falleg og mjúk sængurföt. Full búð af nýjum vörum á verði fyrir alla. Líttu á allt um GJAFADAGANA á www.tk.is KRINGLUNNI - Sími: 568 9955 hönnunar-vörur Útskriftargjafir í miklu úrvali Gjafadagar 17-26 maí Central park www.tk.is OPIÐ TIL 9 allt í garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 ÞÚ FÆRÐ RÉTTU SLÁTTUVÉLINA GARÐHEIMUM OG HÚN PASSAR BÆÐI FYRIR GRASFLÖTINA OG BUDDUNA Fyrir grasflöt yfir 1.200m2 5 hö B&S mótor með drifi 60 ltr. grasjafnari 51 cm sláttubreidd Vandaðar hjólalyftur Stillanlegt handfang 3,5 hö B&S mótor 55 ltr. grasjafnari 46 cm sláttubreidd Góðar hjólalyftur Þæginlegt handfang Fyrir allt að 1.200m2 grasflöt www.gardheimar.is VINSÆLASTA RAFMAGNSSLÁ TTUVÉLIN Fyrir allt að 400m2 grasflöt 1000W rafmótor 27 ltr. grassafnari 33 cm sláttubreidd Stillanleg sláttuhæð RASER R350 12.980kr TILBOÐ VINSÆLASTA BENSÍNSLÁTTU VÉLIN RASER R484-B 27.950kr TILBOÐ FYRIR HÚSFÉL ÖG OG STÓRAR LÓ ÐIR TREND 534 TR-B 54.950kr TILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.