Morgunblaðið - 24.05.2007, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðni Að-alsteinn Ólafs-
son fæddist í
Reykjavík 28. júní
1922. Hann and-
aðist á Landspítala
– háskólasjúkrahúsi
í Fossvogi 16. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ólafur Guðnason,
kaupmaður í
Reykjavík, f. 15.7.
1894 á Signýj-
arstöðum í Borg-
arfirði, d. 2.5. 1977,
og Ingibjörg Gamalíelsdóttir, hús-
móðir, f. 13.7. 1892 á Grjóteyri í
Borgarfirði, d. 12.2. 1975. Ólafur
og Ingibjörg slitu samvistum
1929. Hálfbróðir Guðna, sam-
mæðra, var Guðmundur Kristinn
Kristmundsson, forstjóri Suð-
urleiða, f. 8.3. 1914, d. 2.3. 1981.
Hinn 14.12. 1946 kvæntist
Guðni eftirlifandi eiginkonu sinni,
Valgerði Sigríði Árnadóttur
Blandon, húsmóður í Reykjavík, f.
1.5. 1920 í Neðri-Lækjardal í
Austur-Húnavatnssýslu. For-
ander Máni. 3) Þorbjörg,
deildarstjóri, f. 22.5. 1954, maki
Helgi Svavar Reimarsson, raf-
virkjameistari og kennari, f. 31.3.
1955, börn þeirra eru a) Íris
Dögg, maki Kwaku Kuma Asare,
barn þeirra er Nathan Doku
Helgi, b) Birkir Freyr, c) Fjóla
Björk.
Guðni ólst upp í Reykjavík en
bjó erlendis árin 1941–1945. Hann
hóf störf hjá Flugmálastjórn Ís-
lands 1946 og hóf nám í flug-
umferðarstjórn 1950. Flug-
umferðarstjóri 1951–1954,
vaktstjóri 1954–1986, settur yf-
irflugumferðarstjóri í Reykjavík
1986–1988, vann við skýrslugerð-
ir flugumferðarþjónustu 1988–
1990. Guðni lét af störfum 1. jan-
úar 1991.
Námskeið erlendis: Framhalds-
nám í flugumferðarstjórn hjá
FAA í Oklahoma City 1954–1955
og verkleg þjálfun og staðarrétt-
indi í Rochester NY í framhaldi af
því. Ratsjárnámskeið hjá IAL í
London 1973.
Félags- og trúnaðarstörf: Guðni
sat í stjórn Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra um árabil og var
fulltrúi á IFACTA-þingum í Lond-
on, München, Lyon og Kýpur.
Útför Guðna verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag, fimmtu-
daginn 24. maí, og hefst athöfnin
klukkan 15.
eldrar hennar voru
Árni Erlendsson
Blandon, bóndi í
Neðri-Lækjardal í
Austur-Húnavatns-
sýslu og síðar skrif-
stofumaður á Skatt-
stofu Reykjavíkur, f.
17.12. 1891, d. 22.5.
1981, og Þorbjörg
Jóney Grímsdóttir
Blandon, f. 5.12.
1891, d. 22.7. 1983.
Dætur Guðna og
Valgerðar: 1) Ingi-
björg Unnur, hús-
móðir, f. 23.5. 1947, maki Ragnar
Sigurðsson, húsasmiður. Börn
þeirra eru a) Guðni Eiður, b) Sig-
urður Þröstur, c) Ragnar Valur.
2) Valgerður Selma, skólastjóri, f.
22.1. 1952, maki Guðbjörn Björg-
ólfsson, kennari, f. 5.9. 1952.
Börn þeirra eru a) Valgerður
Kristín, maki Sigurður Lúther
Gestsson, börn þeirra eru Val-
gerður Selma og Guðbjörn
Smári, b) Sonja Björg, c) Björg-
ólfur Guðni, maki Sigurbjörg Sig-
urðardóttir, barn þeirra er Alex-
Ó, ást, sem faðmar allt! Í þér
minn andi þreyttur hvílir sig,
þér fús ég offra öllu hér,
í undradjúp þitt varpa mér.
Þín miskunn lífgar mig.
Ó, fagra lífsins ljós, er skín
og lýsir mér í gleði og þraut,
mitt veika skar það deyr og dvín,
ó, Drottinn minn, ég flý til þín,
í dagsins skæra skaut.
Ó, gleði’, er skín á götu manns
í gegnum lífsins sorgarský.
Hinn skúradimmi skýjafans
er skreyttur litum regnbogans
og sólin sést á ný.
Ó, ég vil elska Kristi kross,
er kraft og sigur veitir mér.
Að engu met ég heimsins hnoss,
því Herrann Jesús gefur oss
það líf, sem eilíft er.
(Sigurbjörn Sveinsson)
Elsku pabbi minn, mig langar til
að þakka þér fyrir allt sem þú varst
mér og kenndir mér í gegnum lífið.
Þú varst alltaf svo ljúfur, aldrei
heyrði ég þig segja neitt ljótt um
nokkurn mann. Þú og mamma voruð
eitt og urðuð æ samrýndari eftir því
sem árin liðu.
Ég var alltaf mikil pabbastelpa og
á ég margar minningar frá því að ég
var lítil. Ég man eftir ferðunum með
þér í rauða vörubílnum þegar þú
varst að flytja sand og möl þegar þú
varst að byggja á Laugarnesvegin-
um, þá var ég aðeins fimm ára. Þau
voru heldur ekki ófá skiptin sem ég
fékk að fara með þér í vinnuna í flug-
turninn, þar gat ég dundað mér allan
daginn og fylgst með litlu punktun-
um sem birtust á radarskjánum og
þú sagðir mér að þetta væru flug-
vélar að koma fljúgandi yfir Ísland
og fannst mér þú mjög klár að geta
stjórnað þessum flugvélum og talað
útlensku í talstöðina.
Þú ferðaðist mikið til útlanda
vegna vinnunnar og alltaf fórst þú
með lista með þér og keyptir föt á
alla fjölskylduna, þetta var á þeim
árum þegar úrvalið var ekki mikið
hér heima af tískuvarningi. Ég man
að þegar ég var unglingur þá sögðu
vinkonur mínar við mig: „Hvernig
getur pabbi þinn valið svona smart
föt?“ Mér eru minnisstæð öll ferða-
lögin sem ég fór með ykkur mömmu
alveg frá því að ég var lítil og síðan
eftir að ég eignaðist fjölskyldu sjálf.
Þegar ég var lítil og átti erfitt með að
sofna komst þú stundum inn og
spurðir hvort ég væri búin að fara
með bænirnar mínar. Við spjölluðum
oft saman og þú sagðir stundum við
mig: „Selma mín, ég vildi óska að þú
yrðir jafngóð og hún mamma þín, því
að hún er besta kona í heimi.“ Ég
fann hversu heitt þú elskaðir hana al-
veg fram á síðustu stundu. Þú kvart-
aðir aldrei þrátt fyrir að við vissum
að þér liði ekki vel eftir að sjúkdóm-
urinn fór að herja meira á þig og síð-
ustu vikurnar voru erfiðar. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að fylgj-
ast með þér alveg fram í andlátið og
sjá hversu mikill friður færðist yfir
þig og ég fann að þú varst alveg
tilbúinn að kveðja þennan heim. Þú
mátt vera viss um það að við syst-
urnar og fjölskyldur okkar munum
gæta mömmu fyrir þig.
Far þú í friði elsku pabbi minn og
megi Drottinn blessa mömmu og
gæta hennar.
Þín elskandi dóttir,
Selma.
Fallinn er frá tengdafaðir minn,
Guðni A. Ólafsson, fyrrverandi yfir-
flugumferðarstjóri í Flugstjórnar-
miðstöðinni í Reykjavík. Við kynnt-
umst fyrir 40 árum er ég kynntist
dóttur hans, Valgerði Selmu. Hann
tók mér strax mjög vel og sagði mér
frá ýmsu sem hann hafði reynt sem
unglingur. Hann fór ungur til sjós og
sigldi á dönskum skipum. Tvisvar
varð hann fyrir þeirri þungbæru
reynslu að skip hans var skotið niður
og komst hann af í bæði skiptin.
Þessi áföll tóku toll af heilsunni og
fékk hann berkla í kjölfarið. Hann
dvaldi á sjúkrahúsi í Höfðaborg í
Suður-Afríku, en þeirri borg unni
hann mjög enda dvaldi hann þar í
fjögur ár og stundaði sölumanns-
störf. Það kom ætíð sérstakt blik í
augu hans er Höfðaborg bar á góma.
Það átti þó ekki fyrir honum að
liggja að búa þar lengur, þótt honum
liði vel þar.
Hann fór frá Íslandi á fjórða ára-
tug síðustu aldar því hér á landi var
lítið um atvinnu. Foreldrar hans slitu
samvistir svo það var fátt sem togaði
í hann heim. Eftir seinna stríð fannst
honum þó kominn tími til að líta ætt-
jörðina á ný. Hann fór til Íslands í
nokkurra vikna leyfi. Það átti þó ekki
fyrir honum að liggja að hverfa á vit
frekari ævintýra í Afríku, því hér
heima varð hann ástfanginn og þá
varð ekki aftur snúið. Hann hitti sína
heittelskuðu sem síðar varð eigin-
kona hans í 60 ár, elskulega tengda-
móður mína, Valgerði Á. Blandon.
Guðni var duglegur að bjarga sér
og lagði gjörva hönd á margt enda
mjög laghentur og útsjónarsamur.
Hann hóf störf hjá Flugmálastjórn
Íslands 1946 en hóf nám í flugum-
ferðarstjórn árið 1950. Flugmálin
áttu hug hans allan. Hann var um
tíma formaður Félags flugmála-
starfsmanna ríkisins og síðar í stjórn
Félags íslenskra flugumferðar-
stjóra. Síðustu starfsárin gegndi
hann stöðu yfirflugumferðarstjóra.
Hann hafði gaman af að ferðast og
starfinu fylgdu mikil ferðalög. Er
hann varð sjötugur lét hann loksins
drauminn rætast um að fara til
Höfðaborgar, sem hafði fóstrað hann
á yngri árum. Þetta var mikið ferða-
lag en tengdamóðir mín lét sig hafa
það að fara í þessa langferð til að sjá
hverju hann hafði fórnað til að setj-
ast að á mörkum hins byggilega
heims, en í Höfðaborg er milt loftslag
allt árið. Þessi ferð var strembin en
veitti þeim mikla ánægju. Tengda-
faðir minn hafði gaman af að ferðast
um landið og eftir að utanlandsferð-
um fækkaði fékk hann sér fellihýsi
sem hann dró á eftir sér vítt og breitt
um landið og undu þau hvergi betur
yfir sumartímann. Kom þá gjarnan
öll fjölskyldan í heimsókn til þeirra
og dvaldi með þeim, enda þau hjónin
gestrisin með afbrigðum og höfðu
svo góða nærveru. Guðni var mikið
ljúfmenni og reyndist mér ætíð ráða-
góður og alltaf var hann tilbúinn að
aðstoða ef á þurfti að halda. Einnig
var hann sérstakur afi og fyrir það
munu börnin mín og barnabörn
þakka af alúð og varðveita minn-
inguna um góðan afa og langafa.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég tengdaföður minn með
kærri þökk og trega og fullvissu um
að nú hefur hann öðlast hvíld og ró.
Fjölskyldunni bið ég Guðs blessun-
ar.
Guðbjörn Björgólfsson.
Þá er komið að því. Ekki átti ég
von á því að líf þitt fjaraði svo fljótt
út, þrátt fyrir að við vissum um æxli í
lunga sem við vonuðum að væri ekki
illkynja.
Þú barst þess ekki merki að neitt
væri að og um tíma var ég farinn að
vera bjartsýnn á að þetta stæði í
stað.
En svo kom að því að þér fór að
hraka og þá kom vissan um að þetta
væri staðreynd.
Eftir standa minningar um ljúfan
mann, tengdaföður og vin sem ég hef
haft ánægju af að þekkja og um-
gangast frá því að ég kom inn á
heimili ykkar Völlu á unglingsaldri.
Það hafa alltaf verið mikil sam-
skipti á milli ykkar Völlu og okkar
fjölskyldu og sérstaklega eftir að við
keyptum fellihjólhýsin og fórum að
ferðast saman.
Upp frá því var alltaf verið að spá í
næsta ferðalag. Börnin okkar, og
sérstaklega Birkir Freyr og Fjóla
Björk, hafa svo sannarlega notið
góðs af því að ferðast með ömmu og
afa.
Frá því Birkir var lítill var það
ansi oft það fyrsta sem hann gerði á
morgnana í ferðalögum að fara út og
vappa í kringum vagninn ykkar og
bíða eftir einhverri hreyfingu svo
hægt væri að kíkja inn til ykkar og
spila eða spjalla. Og þegar hann var
vaxinn upp og hættur að ferðast með
okkur, þá tók Fjóla Björk við.
Þú hefur alltaf haft mjög gaman af
því að ferðast með vagninn ykkar og
það var alltaf spenningur í byrjun
maí að fara og sækja vagnana úr
geymslu. Þá var að gera þá klára, og
svo sagðir þú: „Og hvenær er svo
næsta ferðalag?“
Ég kalla það nú aldeilis ferðaþrek
að hafa fylgt okkur eftir í öll þessi ár
og á síðasta ári orðinn 84 ára og enn
á ferð með vagninn.
Það mun verða mér lengi minn-
isstætt þegar við fórum um daginn
að sækja vagninn þinn úr geymslu í
síðasta sinn þrátt fyrir veikindin og
þrekleysið.
En nú stendur vagninn kyrr og þú
munt ekki draga hann framar.
Ég vil þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar, og þó að þú kveðjir að
sinni, þá lifir þú áfram í minning-
unni.
Þú skalt ekki hafa áhyggjur af
Völlu því við munum hugsa vel um
hana.
Þinn tengdasonur,
Helgi.
Elsku besti afi minn, ég trúi vart
að þú sért farinn frá okkur. En við
minnumst þín í hjörtum okkar og
trúum því að nú sértu á betri stað og
líði vel.
Ég var alltaf svo mikið hjá ykkur
ömmu Völlu þegar ég var lítil stelpa,
ég man hvað var alltaf gott að koma
til ykkar og fá að gista hjá ykkur.
Þegar mamma og pabbi fóru til út-
landa var ég yfirleitt í pössun hjá
ykkur og leiddist mér það nú ekki
því allt var látið eftir mér, einnig leit-
aði ég mikið til ykkar þegar ég var
unglingur því það var svo rólegt og
gott að koma til ykkar.
Þú vannst alltaf mikið þegar þú
varst í flugumferðarstjórninni og ég
man hvað mér fannst merkilegt að
segja að afi minn væri flugumferð-
arstjóri og þegar við fórum að heim-
sækja þig í flugturninn. Þau voru ófá
ferðalögin sem við fórum í saman,
þið amma ferðuðust með fellihýsið
ykkar á hverju sumri og þú beiðst
alltaf eftir því á hverju vori að kom-
ast úr bænum. Þið fóruð síðustu ferð-
ina ykkar síðastliðið sumar, það er
ekki lengra síðan. Þú sast alltaf sömu
megin í fellihýsinu og lagðir kapal og
amma stjanaði í kringum okkur.
Þú hefur nú reynt margt um ævina
og fékk ég svolítið að vita af því. Ég
man þegar ég var að gera ritgerð í
skólanum þá tók ég viðtal við þig um
líf þitt í seinni heimsstyrjöldinni, það
var nú ekkert lítið sem þú upplifðir,
varst á millilandaskipi sem var skotið
niður og ekki einu sinni heldur aftur
og aftur. Þú bjóst í Afríku, fékkst
berkla en svo komstu aftur til Ís-
lands og kynntist ömmu. Þið amma
eruð alveg einstök og það voru alltaf
allir velkomnir til ykkar, við hittumst
alltaf öll á aðfangadagskvöld heima
hjá ykkur og líka á gamlárskvöld
þegar ég var lítil en svo fóru mamma
og systur hennar að hafa boð til
skiptis á gamlárskvöld. Ein jólin var
svo vont veður á aðfangadagskvöld
að mamma og pabbi ætluðu ekki að
fara með okkur systkinin heim til
ykkar ömmu, okkur fannst jólin
næstum ónýt en fengum svo okkar
fram, þá björguðust jólin.
Þú varst alltaf svo mikil barna-
gæla afi minn en þó meira eftir að þú
hættir að vinna og hafðir meiri tíma
til að sinna barnabörnunum. Elsta
langafabarnið þitt, hún Valgerður
Selma, elskaði að koma heim til ykk-
ar ömmu og svo fóruð þið í kitluleik-
inn, það var alveg ótrúlegt hvað
stelpurnar gátu fíflast í þér og þú í
þeim. Valgerður Selma sagði alltaf:
„Hann Guðni langafi er sko örugg-
lega skemmtilegasti langafinn í öll-
um heiminum því hann nennir alltaf
að leika við mig.“ Valgerður Selma
var svo lengi eina langafabarnið þitt
en svo bættist nú aldeilis við á síðast-
liðnu ári, þá komu hvorki meira né
minna en þrír langafadrengir. Þú
ljómaðir alltaf þegar við komum með
langafabörnin þín í heimsókn og vild-
ir alltaf fá að taka hann Guðbjörn
Smára, því miður fær hann aldrei að
fara í kitluleikinn með þér en við
munum segja honum frá besta afa og
langafa í öllum heiminum. Elsku afi
og langafi, við munum minnast þín í
bænum okkar og við vitum að þú
munt fylgjast með okkur hvar sem
þú ert staddur.
Drottinn blessi þig og varðveiti.
Valgerður K., Lúther,
Valgerður Selma og
Guðbjörn Smári.
Í bænum okkar, besti afi
biðjum fyrir þér
að guð sem yfir öllu ræður,
allt sem veit og sér
leiði þig að ljóssins vegi
lát’ þig finna að,
engin sorg og enginn kvilli
á þar samastað.
Við biðjum þess í bænum okkar
bakvið lítil tár,
að Guð sem lífið gaf og slökkti
græði sorgarsár.
Við þökkum Guði gjafir allar
gleði og vinarfund
og hve mörg var ávallt með þér
ánægjunnar stund.
(Sigurður Hansen)
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuði en þú verður alltaf í hjarta
okkar, við vitum að nú ert þú kominn
á góðan stað þar sem þér líður vel.
Við verðum dugleg að passa ömmu
Völlu fyrir þig.
Þín afabörn,
Íris.
Elsku afi minn er dáinn.
Afi Guðni eins og ég kallaði þig
alltaf, þú varst sá besti afi sem hægt
var að hugsa sér að eiga. Það voru
ekki fáar stundir sem ég átti hjá ykk-
ur ömmu í gegnum tíðina. Það var
alltaf svo gott að koma til ykkar og
ástin sem ríkti á ykkar heimili fór
ekki fram hjá neinum. Ég man eftir
öllum ferðalögunum sem við fórum í
saman öll stórfjölskyldan, þið amma
hélduð svo vel utan um börnin ykkar
og barnabörnin og sést það vel á því
hve mikil samheldni hefur verið í
fjölskyldunni.
Sérstaklega núna seinni árin, eftir
að þú hættir að vinna, þá fórstu að
hafa meiri tíma og þann tíma nýttir
Guðni Aðalsteinn
Ólafsson
Kæri Mummi, mig
langar svo til að
kveðja þig með
nokkrum orðum. Ég
minnist þess alltaf þegar pabbi ykk-
ar kom með ykkur Nonna á Kántrý-
hátíð á Skagaströnd og þið gistuð hjá
okkur Binnu. Ég dáðist að ykkur
hvað þið voruð duglegir að koma
með mér í Kántrýbæ á ball miðað við
Guðmundur Össur
Gunnarsson
✝ Guðmundur(Mummi) Össur
Gunnarsson fædd-
ist í Hafnarfirði 6.
júní 1957. Hann
lést á Borgarspít-
alanum 10. mars
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Grafarvogskirkju
30. mars.
ykkar veikindi. Við
skemmtum okkur vel
saman frændurnir. Eft-
ir að pabbi þinn dó
hringdirðu oft í mig og
ég í þig. Við skildum
hvor annan og höfðum
húmorinn í lagi þegar
við spjölluðum saman.
Ég votta systkinum
þínum og fjölskyldum
þeirra innilega samúð
vegna fráfalls þíns.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.)
Hafðu þökk fyrir allt.
Þinn frændi
Níels.