Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 47 NÍTJÁN heimildamyndir verða frumsýndar á Skjaldborgarhátíð- inni á Patreksfirði um helgina. Einnig verður forsýning á Öðru lífi Ástþórs, heimildamynd heið- ursgests hátíðarinnar, Þorsteins Jónssonar, og sex heimilda- myndar sýndar eftir hann frá áttunda áratugnum. „Sýningarnar verða ókeypis og öllum að kostnaðarlausu,“ segir Hálfdan Pedersen, skipu- leggjandi hátíðarinnar. „Það geta allir tekið þátt í þessari tveggja daga hátíð, sem stendur frá laug- ardegi til sunnudags.“ Auk þess verður boðið upp á sjávarfangskvöldverð bæði kvöldin. „Á sunnudagskvöld verður löðrandi steinbítsgrill- veisla með harmóníkuleik á bökkum gömlu sundlaug- arinnar,“ segir Hálfdan. „Einnig munum við bjóða gestum upp á sjóstangaveiði, sveitaball í félags- heimilinu og skoðunarferðir um svæðið, svo sem Rauðasand og Látrabjarg.“ Veitt verða áhorfendaverðlaun á sveitaballinu á sunnudagskvöld og þær myndir sem keppa um verðlaunagripinn eru: Arabískar nætur eftir Ara Alexander Ergis Magn- ússon. Bítlarnir eftir Bjarna massa, Hafstein Gunn- ar Sigurðsson og Henrik Linnet. Buy Nothing Day eftir Pál Grímsson. Frank og fjölskylda eftir Kristján Loðmfjörð. Franska rívíeran eftir Huldar Breiðfjörð. Gas Station - Iceland eftir Luc Vrydaghs. Hugleikir eftir Hugleik Dagsson. Íslenski herinn eftir Bjarna massa. Kolaportið eftir Arnar Jónasson og Bjarna Einarsson. Loðmundur syngur eftir Bjarna massa. Magnús Blöndal eftir Ara Alexander Ergis Magn- ússon. Norðureyrarjarlinn eftir Lýð Árnason. Okkar skoðun eftir Garðar Bachmann Þórðarson og Hákon U. Seljan Jóhannsson. Perfec T eftir Huldar Breiðfjörð. Sófakynslóðin eftir Áslaugu Einarsdóttur og Garðar Stefánsson. 19 frumsýningar, grill og sveitaball Bensínstöð Úr myndinni Gas Station Iceland sem frumsýnd verður á Skjaldborgarhátíðinni. TVÆR íslenskar heimildarmyndir og fimm íslenskar stuttmyndir verða frumsýndar á fimmtu Shorts & docs kvikmyndahátíðinni sem hefst á föstudag og lýkur á mánudag. Sýnd- ar verða yfir tuttugu stuttmyndir og heimildamyndir frá fjórtán mismun- andi löndum. Opnunarmyndin verður Fórn- arlömb pólfaranna eftir Staffan Ju- lén, en hún fjallar um feril Roberts E. Peary, sem dvaldist 23 ár á norð- urslóðum í tilraunum sínum til þess að verða fyrstur á Norðurpólinn. Stuðningsaðilar hans í New York þrýstu á um að hann færði þeim dýr- gripi úr norðrinu og brá hann á það ráð að flytja sex inúita til Nátt- úrugripasafns Bandaríkjanna í New York. Í myndinni rannsakar alnafni og barnabarn Pearys örlög þeirra. Þeir verða viðstaddir opnunarsýn- inguna og segja síðan frá gerð myndarinnar í Reykjavíkuraka- demíunni á laugardag kl. 15. Fund- urinn er liður í verkefninu Ímyndir norðursins og mun Sumarliði Ísleifs- son sagnfræðingur stýra umræðum. Á Reykjavík Shorts & Docs verða sýndar eftirfarandi heimildarmyndir og stuttmyndir: Brosað á bardagasvæðum eftir Simone Aaaberg Kaern og Magnus Bejmar. Fiðrildamaðurinn eftir Samönthu Rebillet. Andlit illskunnar eftir Ove Nyholm. Gleymdar eftir Agnieszka Lukasiak. Þær bjuggu til engla eftir Astrid Bussink. Sjanghæjað til sjós eftir Margréti Jónasdóttur og Magnús Viðar Sigurðsson. Bláar buxur frá Kína eftir Micha X. Peled. Fórnarlömb pólfaranna eftir Staffan Julén. Annað líf Ástþórs eftir Þorstein Jónsson. 7 alhliða leysiefni eftir Daniel Conrad. Alice eftir Sophie Schoukenes. Anna eftir Helenu Stefánsdóttur. Annar eftir René Vilbre og Helenu Stef- ánsdóttur. Góðir gestir eftir Ísold Uggadóttur. Kókosbollurnar eftir Charlotte Blom. Lokahnykkur eftir Sigtrygg Baldursson. Martraðir eftir Jan Forström. Ólögleg eftir Robert Cambrinus. Ragnarök eftir Elvar Örn Kjartansson. Sam eftir Önnu Maríu Jóakimsdóttur Hutri. Takk fyrir Hjálpið eftir Benedikt Erlingsson. Yfir tuttugu myndir frá fjórtán löndum Stuttmynd Úr Góðir gestir.  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 ÁRSALIR EHF - FASTEIGNAMIÐLUN ef þú þarft að selja, leigja eða kaupa fasteign, mundu 533 4200 eða senda okkur póst: arsalir@arsalir.is Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517 101 við hliðina á Bónus SUMARBÓKIN Í ÁR! 17 skemmtilegar og spennandi sakamálaþrautir sem þú spreytir þig á.        Nýr þáttur er kominn á mbl.is þar sem lands- liðskokkarnir Ragnar og Bjarni sækja í smiðju sigurvegaranna í matreiðslukeppni grunnskólanna 2007 og matreiða innbakaðan lax með matshuhisa dressingu og peru- og eplamauki. Þú sérð uppskriftirnar á Vefvarpi mbl.is Kvikmyndahátíðir í Reykjavík og á Patreksfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.