Morgunblaðið - 23.06.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 23.06.2007, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar OMX á Íslandi setti nýtt met þegar hún hækkaði um 0,55% í gær og var tæp 8.237 stig við lokun markaðar. Gengi Føroya Banka hækkaði mest, eða um 2,88%. Mest lækkun, eða 0,78%, varð á bréfum Icelandic Group. Heildarvelta dags- ins nam 14,5 milljörðum króna. Þar af var velta hlutabréfa tæpir 12 millj- arðar en velta skuldabréfa rúmir 2 milljarðar. Mest viðskipti voru með bréf Straums-Burðaráss, eða fyrir rúma 7 milljarða króna. Úrvalsvísitalan yfir 8.200 stigin í gær ● BRITISH Petrol- eum hefur sam- þykkt að selja meirihlutaeign sína í gasolíulind- um í Síberíu fyrir 700 til 900 millj- ónir dollara, sam- kvæmt BBC. Kaupandinn er rússneska ríkis- fyrirtækið Gaz- prom. Sagt er að kaupverðið, um 44 til 57 milljarðar króna, sé aðeins brot af virði hluta BP í Kovykta. Ráða- menn í Kreml séu einfaldlega að bola burt vestrænum fyrirtækjum. Stjórnvöld segja lindirnar í Kovykta vannýttar. BP segir meiri framleiðslu hafa verið ómögulega, því ríkið hafi neitað þeim um útflutningsleyfi. Á síðasta ári seldi Shell auðlindir sínar vegna svipað þrýstings. BP selur í kjölfar þrýstings Rússa Gasvinnslustöðin í Kovykta. sem þekki félagið mjög vel, skuli mæla með til- boðinu við hluthafa þess. Hann segist einn- ig ánægður með að samstaða skuli vera að myndast um hvernig framtiðarhagsmunum Actavis sé best borgið. Tilboð Björgúlfs nú er 9,7% hærra en til- boðið sem stjórn Acta- vis hafnaði fyrir um hálfum mánuði síðan. Það var upp á 0,98 evr- ur á hlut sem jafngilti rúmum 85 krónum á þáverandi gengi. Stjórnin taldi það tilboð hvorki endurspegla raunverulegt virði fé- lagsins né framtíðar- möguleika þess. Gengi bréfa Actavis hækkaði um 2,87% í kauphöllinni í gær og stóð í 88,50 krónum við lokun markaðar. Alls hef- ur gengi Actavis hækkað 13,2% í kauphöllinni, síðan Novator tilkynnti yfirtökuáform sín í maí. Þeir stjórnarmenn sem lögðu mat á tilboðið eru Sindri Sindrason, Magn- ús Þorsteinsson og Baldur Guðnason. Stjórn Actavis mælir með tilboði Novator Markaðsvirði Actavis yfir 303 milljarðar samkvæmt tilboðinu Morgunblaðið/Eyþór Yfirtaka Sindri Sindrason, stjórnarmaður í Actavis, rakti tilboðsferlið á fundi og kynnti nið- urstöðu stjórnarinnar varðandi tilboð Novators. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is SINDRI Sindrason, stjórnarmaður í Actavis kynnti á fundi í gær þá ákvörðun stjórnarinnar, að mæla með því við hluthafa að samþykkja nýtt til- boð frá Novator, sem er í eigu Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, stjórnar- formanns Actavis. Félög tengd honum eiga alls 38,5% af útgefnu hlutafé í A-flokki í Actavis Group. Nýja tilboðið er upp á 1,075 evrur eða 90,2 krónur á hlut, sem þýðir að Novator metur virði félagsins á yfir 303 milljarða íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í gær. Hér er því um að ræða stærstu yfirtöku sem gerð hefur verið á Íslandi. Ákveði Novator að selja 10% eða meira af hlut sínum í Actavis innan 12 mánaða eftir gildistíma tilboðsins fá þeir hluthafar sem samþykkja tilboð- ið aukagreiðslu. Tilboðið talið sanngjarnt Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan var fenginn sem óháður ráð- gjafi, til að meta tilboðið og var nið- urstaðan sú að tilboð Novator teldist áhugavert fyrir hluthafana. Að ráðum bankans ákvað stjórnin því að mæla með tilboðinu. Í yfirlýsingu sem Björgólfur Thor sendi frá sér segir hann yfirtökutil- boðið að sínum dómi sanngjarnt og endurspegla ríflega verðmæti félags- ins. Það sé jafnframt ánægjulegt að stjórn Actavis og ráðgjafar hennar, JP Morgan, telji tilboðið áhugavert og sanngjarnt og að þessi óháði aðili, FORMLEGT yfirtökutilboð hefur verið sent til kauphallar OMX á Ís- landi í Mosaic Fashions. Er tilboðið lagt fram af hópi hluthafa sem fara með alls 64,4% hlut í félaginu en hóp- urinn samanstendur af F-Capital, dótturfélagi Baugs, Kaupþingi, Gnúpi, Kevin Stanford, Karen Millen, The Millen Life Interest Settlement, Don M. Limited, Tess- era Holding ehf. og helstu stjórnend- um Mosaic Fashions, m.a. Derek John Lovelock. Býður hópurinn 17,5 krónur á hlut, sem er 7,4% yfir lokagengi bréfa félagsins hinn 3. maí sl. þegar tilkynnt var að Baugur Group ætti í viðræðum um kaup á félaginu. Þá er þetta 11,1% yfir meðallokagengi bréfa félagsins sex mánuðina þar á undan og 12% hærra en þremur mánuðum fyrir 3. maí. Frá því að Mosaic Fashions fór á markað fyrir tveimur árum er tilboðsgengið nærri 29% hærra og er haft eftir Gunnari Sigurðssyni, forstjóra Baugs, í til- kynningunni til kauphallar að þetta geti talist góð ávöxtun fyrir hluthafa Mosaic. Það sé félaginu fyrir bestu að fara í einkaeigu og taka sér stöðu fyrir næstu skref á smásölumark- aðnum. Bjóða í Mosaic 7,4% hærra en lokagengi bréfanna Morgunblaðið/Þorkell Mosaic Stjórnendur vilja nú koma félaginu af markaði í einkaeign. „FYRIR hluthafana eru tólf mán- uðirnir trygging fyrir því, að ef svo færi að Novator seldi fljótlega, fyrir mun hærra verð, þá fái þeir að njóta þess að hluta til,“ segir Sindri Sindrason, stjórnarmaður í Actavis þegar hann er spurður hvort stjórn- in hafi sett einhver skilyrði í samn- ingaviðræðunum við Novator. En selji Novator, 10% hlutafjár eða meira í Actavis frá sér á hærra verði en tilboðið hljóðar upp á, á næstu 12 mánuðum eftir að tilboðið verður óskilyrt, eiga hluthafar sem hafa samþykkt tilboðið fá aukagreiðslu. Novator tilkynnti tilboð sitt í gær og stuttu á eftir tilkynnti stjórn Actavis að hún mælti með tilboðinu. Segir Sindri stjórnina hafa talið mik- ilvægt að kynna sem fyrst að stuðn- ing sinn við tilboðið til að koma í veg fyrir getgátur á markaði líkt og gerðist þegar fyrra tilboðið var kynnt. Aðspurður sagðist Sindri hafa heyrt í nokkrum stórum hluthöfum í gær sem töldu tilboðið ásættanlegt. Sjálfur ætlar hann að selja og þarf því að leita að nýjum fjárfest- ingatækifærum þó hann gefi ekkert upp um hvað hann hefur í hyggju. Tólf mán- uðirnir eru baktrygging     ! "#!$%&!' ()*++,#-(.+//0 !" #$#   $"  !" # $ % !  " !  " &  $  &'( !$  # $ % ) # $ % ( # $ % #   *  + ,%  -    %. *   *  -   / /$" ($        (0  * 1 # !##  ,2 (   # $ % (3 $4   5"   # $ % +$  5"  " # $ % 67 0 8 4 8 4  ) 9  ) #%& ##'( :  4 !    + #   +%0 ) *+  #                                                       +       8 *$ ; $  %    => >>= =?  > > >@? ? > ?AA >A > ? >>> ?> ?= ? B? B A?=  >B  ?  A =A=  ? ?= ?A > A ? == @? A ?> >@ AA ?@B AB @A A> AB >B  A= @B ?A @@ B? A?? >?A A  ?? ?B =   ? =>  @@ B>  CA BBC C?> ??C BCA =C >=C >BC =C= ??C BC? BC ?CA >?C ?=C CA ?CB= >@BC >AC= C@ ?BC C =C @@C CA> B=C C? ??>C BC= AC >=CA >BC @C ??BC BC> BC@ ?AC >?C@ ??C CA ?C=? >C >AC= C@B ?=CA C= =C @C ?>C AC 9  !8+ E !   (0)    =   B ?> >@ ??? ? @ @ ?? ? B> ?= >  A@ ?> ?  B   @ ?  F       >?  >A >>  >A >?  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >>  >A >  >A >>  >A >>  >A >>  >A >?  >A >>  >A >  >A ??  >A >>  >A >>  >A >  >A G/H G/H  I G/H  H F$J K$  6      I I (8 , F!H      I I G/H .? G/H %@     I I Starfsfólk Vínbúðarinnar Holtagörðum hefur flutt í nýja vínbúð í Skeifunni 5. Verið velkomin! vinbud.is 9-20 MÁN-FÖS 11-18 LAU E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 3 4 6 ÞETTA HELST ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.