Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er ÞAÐ ER viðtekin skoðunhér á landi að frændurokkar á hinum Norð-urlöndunum geti ekkert í rokkinu; kunni að vísu að gera grípandi stuðpopp, en þegar kemur að framsækninni og spennandi músík þá séu danskar, norskar eða sænskar hljómsveitir ekki á vetur setjandi, en sitt hvað skemmtilegt hafi þó borist frá Finnlandi. Við nánari skoðun sést að þetta er hrein della því meðal frændþjóð- anna leynast fjölmargar for- vitnilegar sveitir og óskiljanlegt hvers vegna ekki er meira sam- neyti milli norrænna listamanna. Tvö prýðileg dæmi um fram- úrskarandi og frumlegar norrænar rokksveitir eru danska sveitin The Kissaway Trail og norska sveitin Bræðurnir Ljónshjarta, The Lionheart Brothers, sem heita ein- mitt eftir bókinni góðu eftir Astrid Lindgren. Báðar sveitirnar sendu frá sér breiðskífur í vor og þær hafa báðar vakið nokkra athygli, verðskuldaða, utan heimalandsins. Þær fara ólíkar leiðir í tónlist sinni, fyrrnefnda sveitin stendur föstum fótum í amerísku tilrauna- menntamannarokki síðustu ára- tuga, minnir ekki svo lítið á Flam- ing Lips á köflum, en hin leitar lengra aftur og í lögum hennar heyrist bergmál frá Brian Wilson og sólbökuðu Kaliforníupoppi. The Kissaway Trail Kissaway Trail kemur frá Óðins- véum og er ekki svo ýkja gömul því grunnur var lagður að sveitinni 2004 þegar þrír félagar, Søren Corneliussen, Thomas Fagerlund og Rune Pedersen, stofnuðu hljóm- sveit sem þeir kölluðu Isles. Sú sendi frá sér plötu, We Have Deci- ded Not To Die, sem kom út 2005, en síðan breyttist sveitin svo mjög að ákveðið var að skipta um nafn. Helsta breytingin var sú að í henni urðu mannaskipti en einnig byrjaði Thomas Fagerlund að syngja og varð höfuðlagasmiður sveitarinnar með Søren Corneliussen sér til halds og trausts. Fyrsta breiðskífa endurreistrar sveitar kom svo út í apríl síðast- liðnum og fékk fína dóma heima fyrir og ekki síðri dóma ytra; til að mynda lýsti gagnrýnandi Indep- endent því yfir að hér væri komin besta frumraun ársins. Eins hefur sveitinni verið vel tekið á tónleikum og mat NME það svo að hún hefði verið ein af fimm bestu hljómsveit- unum á tónlistarkaupstefnunni miklu SXSW í Austin í Texas fyrr á árinu. Airwaves-stjórar taki eftir! Bræðurnir Ljónshjarta Ein af bestu hljómsveitum Norð- manna undanfarin ár er Serena Maneesh sem sendi frá sér frábæra skífu samnefnda fyrir hálfu öðru ári. Önnur skemmtileg hljómsveit þaðan er svo 120 Days sem hélt eftirminnilega tónleika á Airwaves á síðasta ári. Því eru þessar sveitir tíndar til sögunnar að þær tengjast að ýmsu leyti Bræðrunum Ljóns- hjarta, hafa deilt mannskap, en eiga þó fátt sameiginlegt þegar tónlistin er annars vegar. Bræðurnir Ljónshjarta urðu til sem samstarf þeirra Audun Storset hljómborðsleikara og Marcus Fors- gren gítarleikara og söngvara. Þeir sendi frá sér stuttskífu 2004, Cont- rast Context, sem var vel tekið í Noregi, en ákváðu síðan að breyta eilítið um stefnu og fjölga um leið mannskap. Þeir bættu við sig bassaleikara, Frantz Andreassen, trommuleikara, Peter Rudolfsen og öðrum gítarleikara og þannig skip- uð fór sveitin um Noreg endilang- an. Þegar þeir félagar voru búnir að spila sig vel saman fóru þeir í hljóðver á síðasta ári að taka upp breiðskífuna Dizzy Kiss sem kom svo út í vor eins og áður er getið. Þeim hefur ekki verið síður tekið en Kissaway Trail og skemmst að geta þess að gagnrýnandi The Gu- ardian sagði sveitina steypa saman Slowdive og Brian Wilson með einkar góðum árangri. Meira stuð Fjölmargar sveitir aðrar má nefna sem vert er að kynnast nán- ar. Danir eiga til að mynda Under byen, sem er ein skemmtilegasta hljómsveit Norðurlandanna í dag, Figurines og Mew. Frá Noregi kemur sú ágæta sveit Youth Pict- ures of Florence Henderson og eins 120 Days, Kings Of Conveni- ence-klíkan og Ralph Myerz & the Jack Herren Band. Svíar státa af fjölda hljómsveita og skemmst að minnast Loney Dear, sem er vænt- anlegur á Airwaves, José González, sem lék á Airwaves 2005, Jens Lekman, sem lék einnig Airwaves, 2006, en hann hljóp þá í skarðið fyrir annan fína sænskan lista- mann, Jenny Wilson, sem er vænt- anleg í ár. Dungen er líka sænskur og Love is All, The Knife, hin frá- bæra Meshuggah, Stina Nordens- tam og The Concretes. Ekki þarf að fjölyrða um Finnana, þeir kunna þetta. Frábærir frændur »Ein af bestu hljóm-sveitum Norð- manna undanfarin ár er Serena Maneesh sem sendi frá sér frá- bæra skífu samnefnda fyrir hálfu öðru ári. Efnileg Danska sveitin The Kissaway Trail. arnim@mbl.is TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Sólbakaðir Norska sveitin Bræðurnir Ljónshjarta. Fyrir einhverjar sakir eru Íslendingar ragir við að hlusta á tónlist frá hinum Norðurlönd- unum. Þar er þó að finna fjölmargar frá- bærar sveitir og gott ef þær eru ekki jafnbetri en það sem gerist í Bretlandi til að mynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.