Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 72

Morgunblaðið - 12.08.2007, Síða 72
72 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er ÞAÐ ER viðtekin skoðunhér á landi að frændurokkar á hinum Norð-urlöndunum geti ekkert í rokkinu; kunni að vísu að gera grípandi stuðpopp, en þegar kemur að framsækninni og spennandi músík þá séu danskar, norskar eða sænskar hljómsveitir ekki á vetur setjandi, en sitt hvað skemmtilegt hafi þó borist frá Finnlandi. Við nánari skoðun sést að þetta er hrein della því meðal frændþjóð- anna leynast fjölmargar for- vitnilegar sveitir og óskiljanlegt hvers vegna ekki er meira sam- neyti milli norrænna listamanna. Tvö prýðileg dæmi um fram- úrskarandi og frumlegar norrænar rokksveitir eru danska sveitin The Kissaway Trail og norska sveitin Bræðurnir Ljónshjarta, The Lionheart Brothers, sem heita ein- mitt eftir bókinni góðu eftir Astrid Lindgren. Báðar sveitirnar sendu frá sér breiðskífur í vor og þær hafa báðar vakið nokkra athygli, verðskuldaða, utan heimalandsins. Þær fara ólíkar leiðir í tónlist sinni, fyrrnefnda sveitin stendur föstum fótum í amerísku tilrauna- menntamannarokki síðustu ára- tuga, minnir ekki svo lítið á Flam- ing Lips á köflum, en hin leitar lengra aftur og í lögum hennar heyrist bergmál frá Brian Wilson og sólbökuðu Kaliforníupoppi. The Kissaway Trail Kissaway Trail kemur frá Óðins- véum og er ekki svo ýkja gömul því grunnur var lagður að sveitinni 2004 þegar þrír félagar, Søren Corneliussen, Thomas Fagerlund og Rune Pedersen, stofnuðu hljóm- sveit sem þeir kölluðu Isles. Sú sendi frá sér plötu, We Have Deci- ded Not To Die, sem kom út 2005, en síðan breyttist sveitin svo mjög að ákveðið var að skipta um nafn. Helsta breytingin var sú að í henni urðu mannaskipti en einnig byrjaði Thomas Fagerlund að syngja og varð höfuðlagasmiður sveitarinnar með Søren Corneliussen sér til halds og trausts. Fyrsta breiðskífa endurreistrar sveitar kom svo út í apríl síðast- liðnum og fékk fína dóma heima fyrir og ekki síðri dóma ytra; til að mynda lýsti gagnrýnandi Indep- endent því yfir að hér væri komin besta frumraun ársins. Eins hefur sveitinni verið vel tekið á tónleikum og mat NME það svo að hún hefði verið ein af fimm bestu hljómsveit- unum á tónlistarkaupstefnunni miklu SXSW í Austin í Texas fyrr á árinu. Airwaves-stjórar taki eftir! Bræðurnir Ljónshjarta Ein af bestu hljómsveitum Norð- manna undanfarin ár er Serena Maneesh sem sendi frá sér frábæra skífu samnefnda fyrir hálfu öðru ári. Önnur skemmtileg hljómsveit þaðan er svo 120 Days sem hélt eftirminnilega tónleika á Airwaves á síðasta ári. Því eru þessar sveitir tíndar til sögunnar að þær tengjast að ýmsu leyti Bræðrunum Ljóns- hjarta, hafa deilt mannskap, en eiga þó fátt sameiginlegt þegar tónlistin er annars vegar. Bræðurnir Ljónshjarta urðu til sem samstarf þeirra Audun Storset hljómborðsleikara og Marcus Fors- gren gítarleikara og söngvara. Þeir sendi frá sér stuttskífu 2004, Cont- rast Context, sem var vel tekið í Noregi, en ákváðu síðan að breyta eilítið um stefnu og fjölga um leið mannskap. Þeir bættu við sig bassaleikara, Frantz Andreassen, trommuleikara, Peter Rudolfsen og öðrum gítarleikara og þannig skip- uð fór sveitin um Noreg endilang- an. Þegar þeir félagar voru búnir að spila sig vel saman fóru þeir í hljóðver á síðasta ári að taka upp breiðskífuna Dizzy Kiss sem kom svo út í vor eins og áður er getið. Þeim hefur ekki verið síður tekið en Kissaway Trail og skemmst að geta þess að gagnrýnandi The Gu- ardian sagði sveitina steypa saman Slowdive og Brian Wilson með einkar góðum árangri. Meira stuð Fjölmargar sveitir aðrar má nefna sem vert er að kynnast nán- ar. Danir eiga til að mynda Under byen, sem er ein skemmtilegasta hljómsveit Norðurlandanna í dag, Figurines og Mew. Frá Noregi kemur sú ágæta sveit Youth Pict- ures of Florence Henderson og eins 120 Days, Kings Of Conveni- ence-klíkan og Ralph Myerz & the Jack Herren Band. Svíar státa af fjölda hljómsveita og skemmst að minnast Loney Dear, sem er vænt- anlegur á Airwaves, José González, sem lék á Airwaves 2005, Jens Lekman, sem lék einnig Airwaves, 2006, en hann hljóp þá í skarðið fyrir annan fína sænskan lista- mann, Jenny Wilson, sem er vænt- anleg í ár. Dungen er líka sænskur og Love is All, The Knife, hin frá- bæra Meshuggah, Stina Nordens- tam og The Concretes. Ekki þarf að fjölyrða um Finnana, þeir kunna þetta. Frábærir frændur »Ein af bestu hljóm-sveitum Norð- manna undanfarin ár er Serena Maneesh sem sendi frá sér frá- bæra skífu samnefnda fyrir hálfu öðru ári. Efnileg Danska sveitin The Kissaway Trail. arnim@mbl.is TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Sólbakaðir Norska sveitin Bræðurnir Ljónshjarta. Fyrir einhverjar sakir eru Íslendingar ragir við að hlusta á tónlist frá hinum Norðurlönd- unum. Þar er þó að finna fjölmargar frá- bærar sveitir og gott ef þær eru ekki jafnbetri en það sem gerist í Bretlandi til að mynda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.