Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is HÚSFYLLIR var á fundi lögregl- unnar í Reykjavík, borgaryfirvalda og veitinga- og skemmtistaðaeig- enda í miðbænum. Rætt var um menninguna í miðborginni og hvaða leiðir væru færar til þess að sporna við óæskilegum fylgifiskum skemmt- analífsins. „Við vitum það öll að í miðborginni er fjölbreytt mannlíf, blómleg starfsemi og fjöldi íbúa. Þangað koma menn á öllum tímum sólarhringsins til þess að sækja af- þreyingu, þjónustu og skemmtan. Það sem blasir við okkur núna í kjöl- far lengingar opnunartíma skemmti- staða í miðborginni er sú staðreynd að þar eru hagsmunir að rekast á. Kúnnar ykkar sem eru á ferðinni klukkan, sex, sjö eða átta á morgn- ana eru á staðnum þegar fólk kemur í bæinn til þess að gefa öndunum á Tjörninni og fara í búðir,“ sagði Stef- án Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins, í upphafi fundar. Stefán sagði að það væri kominn tími til þess að endurskoða af- greiðslutíma skemmtistaða í mið- borginni og færa þá staði sem talið er eðlilegt að opnir séu lengur eitt- hvað annað, í því skyni að fækka árekstrum við íbúa miðborgarinnar og aðra sem þangað koma. Nefndi Stefán í því samhengi að takmarka afgreiðslutíma skemmtistaða í mið- borginni, dreifa honum yfir langt tímabil milli eitt og fjögur og beina næturklúbbastarfsemi eitthvað ann- að. Skuldbindi sig til samvinnu Hugmyndir lögreglustjóra um að- gerðir gegn ofneyslu áfengis voru sennilega helsta nýmæli fundarins. „Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ástæða til þess að koma fyrir aðstöðu í miðborginni þar sem lögregla, skemmtistaðaeigendur og aðrir geti farið með einstaklinga sem eru áfengisdauðir. Þar geti þeir sofið úr sér, notið aðstoðar hjúkrunarfræð- ings ef svo ber undir og einhver frá félagsþjónustunni getur náð í að- standanda sem er með ráði og rænu,“ sagði Stefán. Ótrúlega mikill tími lögreglu færi í það að sækja of- urölvi fólk fyrir utan skemmtistaðina í miðbænum, aka því upp á lögreglu- stöðina á Hverfisgötu og færa það fyrir varðstjóra sem síðan reynir að hafa samband við aðstandendur eða leysa málið á annan hátt. Stefán viðraði að lokum hugmynd sína að samvinnuverkefni skemmti- staða, lögregluyfirvalda og borgar- yfirvalda. „Við getum skuldbundið okkur sameiginlega með því að segja: Lögreglan, borgaryfirvöld og eigendur tiltekinna veitingastaða eru sammála um að þeir eru á móti ofbeldi, eiturlyfjum og ofneyslu áfengis.“ Síðan verði skilgreint hvað felist í skuldbindingunni af hálfu hvers og eins. Afgreiðslutíma ekki breytt Lögregla skuldbindi sig til að standa fyrir öflugri og sýnilegri lög- gæslu, borgaryfirvöld til að skjóta skjólshúsi yfir ofurölvi einstaklinga og skemmtistaðaeigendur til að til- kynna lögbrot til lögreglu, halda þrifalegu í kringum skemmtistaði og sjá til þess að áfengi sé ekki borið út af skemmtistöðum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arstjóri tók það skýrt fram í ræðu sinni að hann hefði engar tillögur um breytingar á afgreiðslutíma skemmtistaða, en í dag skal stöðum lokað klukkan hálfsex. „Mér finnst eðlilegt að þetta sé rætt, en eitt er víst að breytingar verða ekki gerðar nema í nánu samráði við rekstrar- aðila, það þykir mér alveg einsýnt.“ Samstarfið mikilvægt Vilhjálmur kvað samstarf borgar- yfirvalda og lögreglu hafa verið mjög gott. „Ég er þeirrar skoðunar að sýnileikinn hafi gríðarlega mikið að segja í störfum lögreglu og borgar- yfirvöld eru reiðubúin til að leggja til mannafla í þetta eftirlit, ekki bara á nóttunni heldur líka að degi til,“ sagði Vilhjálmur og bætti við að borgaryfirvöld væru tilbúin til þess að kaupa fleiri eftirlitsmyndavélar, átta talsins, og koma þeim fyrir á Laugaveginum. Hins vegar ætti eftir að útfæra það nánar hvernig staðið yrði að rekstri myndavélanna, en hann væri mjög kostnaðarsamur. Vilhjálmur sagði að samstarfið við hagsmunaaðila hefði hins vegar hingað til ekki verið nægilega mikið, en með sameiginlegu átaki þessara aðila væri mögulegt að ráða bót á mörgu sem betur má fara í miðbæn- um. „Þessi fundur er því mjög góður og verður vonandi ekki sá síðasti. Lögregla og borg þurfa að vera með eina öfluga samráðsnefnd um þessi mál og sú nefnd þarf að eiga gott samstarf við rekstraraðila. Þannig náum við árangri saman og ég bind því vonir við að þessi fundur muni marka það samstarf sem er svo mik- ilvægt í þessu sambandi,“ sagði Vil- hjálmur að lokum. Kominn tími til þess að endurskoða afgreiðslutíma Morgunblaðið/Júlíus Lagt við hlustir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, viðraði hugmyndir sínar um betri miðbæj- armenningu. Mikill fjöldi veitingamanna sótti fundinn og kvaddi sér hljóðs og kom aðsóknin Stefáni á óvart. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir að borgarbúar vilji geta gengið um göturnar í hjarta borg- arinnar óáreittir virka daga og að næturlagi og afskipti hans af málum áfeng- isútsölunnar í Austurstræti markist af því og engu öðru. Síðan geti þeir sem þannig séu innrættir reynt að snúa út úr því, en í Morgunblaðinu í gær var frá því sagt að hætt væri að selja kældan bjór í áfengisútsölunni, en ekki væri hægt að hætta selja bjór í stykkjatali þar sem það væri brot á jafnræðisreglu að mati ÁTVR. „Ég vil bara að venjulegur Reykvíkingur og þeir sem heim- sækja borgina, erlendir og inn- lendir, geti gengið um í hjarta borgarinnar án þess að verða fyr- ir áreiti,“ sagði Vilhjálmur enn- fremur. Hann sagði að rangt væri að hann hefðu á einhverju stigi málsins óskað eftir því að áfeng- isútsölunni í Austurstræti yrði lokað. Hann hefði einungis sett fram tilmæli um að hætt yrði að selja bjór í stykkjatali vegna fjöl- margra ábendinga og umkvart- ana frá fólki sem legði leið sína um Austurstrætið eða væri með atvinnurekstur á svæðinu og hefði ekki frið fyrir kvabbi frá ógæfufólki. Vilhjálmur benti jafnframt á að borgin væri að leita að úrræðum og kaupa húsnæði fyrir fólk sem ekki ætti annars staðar höfði sínu að að halla og það væri ein- kennilegt ef ekki mætti reyna að stemma stigu við ónæði af ofan- greindu tagi. Í ljósi niðurstöðu ÁTVR hefði það hins vegar verið rætt við lögregluyfirvöld að þau ykju sýnilega löggæslu á þessu svæði. Borgarbúar vilja geta verið óáreittir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ÞYRLA Landhelgisgæslu Íslands og björgunarsveitir voru kallaðar út að Köldukvísl við Svarthöfða eftir hádegið í gær vegna tveggja ungra kvenna sem höfðu fest bíl sinn í ánni. Konurnar sluppu ómeiddar en voru að vonum nokkuð skelkaðar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Hvolsvelli komu ferða- félagar kvennanna þeim til bjargar, en þær höfðu farið upp á þak bif- reiðarinnar eftir að hún festist í vatnsmikilli ánni. Þyrla Gæslunnar var við leit í Skaftafelli þegar kallið barst en um 20 mínútna flug er frá Skaftafelli að Köldukvísl. Þyrlan var svo gott sem komin á vettvang þegar aðstoð hennar var afturköll- uð. Hjálparsveitin Dalbjörg, Flug- björgunarsveitin á Hellu og björg- unarsveitin Dagrenning voru einnig kallaðar út en aðstoð þeirra var einnig afþökkuð. Sátu fastar á þaki bifreiðar                                      AÐ loknum aðfaraorðum lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins og borgarstjóra hófust fjörugar umræður og fjölmargir skemmtistaðaeigendur hófu upp raust sína. Mjög skiptar skoðanir voru um ágæti reyk- ingabannsins. Rekstraraðilar Kaffibarsins og Barsins lögðu mikla áherslu á að frá banninu yrði horfið þar sem bannið væri nú, með lækkandi sólu og kólnandi veðurfari, farið að reyna á þolrif reykingafólks og aukins pirrings gætti í röðum þess. Aðrir sögðu bannið hina mestu guðsgjöf og viðskiptavinir væru í langflestum tilvikum hæstánægðir með að vera lausir við reykinn, jafnvel þótt aukinnar svitalyktar og tá- fýlu gætti á skemmtistöðum bæjarins. Rekstraraðili Glaumbars og Hverfisbarsins kvað það heillavænlegast að leyfa viðskiptavinum staðanna að taka áfengi með sér út af stöðunum, að því til- skildu að allt áfengi yrði fyrst sett í plastglös. Með þessu móti væri spornað gegn því að viðskiptavin- irnir læddust út með flöskur og glös og því dregið úr hættu á slysum og óþægindum sem fylgja gler- brotum. Skiptar skoðanir fundargesta TJÖRVI Freyr Freysson fæddist í Reykjavík 22. mars 2005. Hann lést í Reykjavík 21. ágúst síðastliðinn. Tjörvi er sonur Elfu Hrannar Valdimars- dóttur kennara og Freys Friðrikssonar, yfirmanns hjá Agli, þjónustuverkstæði BYKO. Bróðir Tjörva er Valdimar Freyr Freysson fæddur 16. október árið 2003. Tjörvi greindist með krabbamein sem kallast taugakímsæxli 1. sept- ember árið 2006, þá aðeins 17 mán- aða gamall. Í kjölfar greiningarinnar tók við mikil og ströng lyfjameðferð á Barnaspítala Hrings- ins. Eftir hana fór hann utan til Svíþjóð- ar í mikla aðgerð, há- skammtameðferð, fékk hreinan merg og þriggja vikna geisla- meðferð. Eftir að heim var komið í mars 2007 tók við vít- amínmeðferð. Í byrjun sumars kom í ljós að krabba- meinið var komið aft- ur í Tjörva og fljót- lega eftir það tók við hörð lyfjameðferð. Við endurkomu krabbameinsins í þessu tilviki er engin lækning enn fundin og því var ljóst í hvað stefndi. Útför Tjörva verður gerð frá Ár- bæjarkirkju miðvikudaginn 29. ágúst næstkomandi kl. 15. Andlát Tjörvi Freyr Freysson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.