Morgunblaðið - 23.08.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 31
Séra Sigurður Haukur var óþreyt-
andi að hvetja samstarfsfólk sitt til
dáða við byggingu Langholtskirkju,
en fjárhagserfiðleikar voru miklir
við þá stóru framkvæmd og oft virt-
ust öll sund lokuð. En í þessu sem
öðru hafði hann traust og öflugt fólk
sér við hlið sem sameiginlega lyfti
því grettistaki að ljúka byggingu
kirkjunnar en hún var vígð í sept-
ember 1984. Séra Sigurður Haukur
studdi af krafti vaxandi kórastarf við
Langholtskirkju og stóð þétt við hlið
organistans og annarra sem hafa
unnið að því merka starfi undan-
farna áratugi.
Kennimaðurinn séra Sigurður
Haukur vakti fljótt eftirtekt fyrir
beinskeyttar ræður sínar og kröft-
ugan flutning. Umfang þjónustu
hans jókst mjög hratt eftir að hann
kom í Langholtskirkju enda voru
það ekki aðeins sóknarbörnin sem til
hans leituðu á stundum gleði sem
sorgar heldur sótti til hans fólk víða
að. Eiginkona séra Sigurðar Hauks,
frú Kristín Gunnlaugsdóttir, stóð
þétt við hlið manns síns í hans um-
fangsmiklu og krefjandi þjónustu.
Af virðingu og með innilegu þakk-
læti fyrir mikla og fórnfúsa þjónustu
í áratugi kveður Langholtssöfnuður
séra Sigurð Hauk Guðjónsson að
leiðarlokum og biður Drottin Guð að
helga minningu hans og varðveita
hann hjá sér um eilífð.
Söfnuðurinn sendi frú Kristínu
Gunnlaugsdóttur, börnum þeirra
hjóna og fjölskyldu innilegar samúð-
arkveðjur.
Jón Helgi Þórarinsson,
sóknarprestur
Langholtsprestakalls.
Ég skil ekki enn hvernig hann
þorði að láta líf sitt í mínar hend-
ur …
Fyrir tuttugu árum gekk ég á
fund séra Sigurðar Hauks, sem ég
uppgötvaði síðar að ávallt var kall-
aður Haukur, og spurði hvort ég
mætti skrá æviminningar hans.
Svona var maður kaldur í þá
daga … Hann var um sextugt, ann-
álaður fyrir kjarnyrtar stólræður og
beittan penna, lífsreyndur guðsmað-
ur og fyrrverandi forseti Sálarrann-
sóknarfélags Íslands. En ég bara
rúmlega þrítug, með tveggja ára
reynslu í blaðamennsku og hafði
aldrei skrifað bók.
Auðvitað hefði hann sjálfur farið
létt með að festa endurminningar
sínar á blað, án þess að ég kæmi þar
við sögu. Haukur sýndi mér hins
vegar það mikla traust að svara bón
minni játandi – og vikum saman átt-
um við morgunfundi á skrifstofu
hans í Langholtskirkju. Ég mætti
með segulband og spurningalista og
hann með alla sína miklu reynslu,
bæði úr einkalífi og starfi. Og þótt
það hljóti að hafa verið honum mik-
ilvægt að samstarf okkar skilaði
skammlausri bók lét hann mig aldrei
finna að hann vantreysti mér. Þvert
á móti. Hann leyfði mér algjörlega
að ráða ferðinni. Svaraði öllum
spurningum mínum – tæpitungu-
laust, eins og hans var von og vísa –
og gerði nánast engar athugasemdir
þegar hann fékk handritið til yfir-
lestrar. Hann amaðist ekki einu sinni
við titlinum, Guð almáttugur hjálpi
þér, sem ég hafði óttast að honum
þætti einum of flippaður.
Eftir að vinnslu bókarinnar lauk
vorum við Haukur aðeins í jólakorta-
sambandi. Þrátt fyrir það hélt hann
áfram að vera áhrifavaldur í lífi
mínu. Því kynnin af honum breyttu
mér. Ný vídd bættist við – og fyrir
það er ég honum eilíflega þakklát.
Hin hreina og beina afstaða Hauks
til trúarinnar var eins og ferskur
andblær og blés lífi í glæður minnar
gömlu og góðu barnatrúar. Og
óhagganleg fullvissa hans um fram-
haldslíf kveikti hjá mér löngun til að
öðlast svipaða sálarró og spíritism-
inn veitti honum. Þetta er veganestið
sem ég fékk frá honum og það hefur
auðgað tilveru mína síðastliðna tvo
áratugi.
Nú er Haukur farinn yfir á annað
tilverusvið og hefur hitt fyrir alla þá
sem farnir voru á undan. En sann-
færing um að hann sé á góðum stað
breytir því ekki að söknuður ríkir í
brjósti þeirra sem þótti vænt um
hann. Ég sendi Kristínu, börnum
Hauks og öðrum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur.
Jónína Leósdóttir.
Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson,
vinur minn, mentor og vígsluvottur,
og einn áhrifamesti kennimaður síð-
ari hluta 20. aldarinnar hér á landi,
er fallinn frá. Leiðir okkar lágu fyrst
saman þegar ég ungur maður var
nýbyrjaður í guðfræðinámi og bjó í
Álfheimum nærri Langholtskirkju.
Hluti af námi mínu við guðfræði-
deildina átti að tengjast starfi við
kirkju undir leiðsögn prests. Mér
datt því í hug að banka upp á hjá sr.
Sigurði til að forvitnast um hvort
hann myndi vilja hafa mig innan-
borðs í Langholtskirkju í barnastarf-
inu einn vetur. Þá þekkti ég sr. Sig-
urð Hauk ekkert nema af afspurn,
vissi að sjálfsögðu að hann var
þekktur maður með staðfastar skoð-
anir og umdeildur í kirkjunni. En ég
lét slag standa. Og skemmst er frá
því að segja að sr. Sigurður Haukur
tók mér opnum örmum og opnaði
kirkjuna sína upp á gátt fyrir mér.
Það sama gerði Jón Stefánsson kant-
or kirkjunnar og reyndar allt starfs-
fólk Langholtskirkju. Þetta var árið
1983. Árið eina varð að átta og urðu
þetta einhver bestu ár sem ég hef
upplifað í kirkjustarfi um ævina.
Starfsandinn í kirkjunni var frábær
og vináttan mikil. Sr. Sigurður
Haukur var ákaflega frjór og gef-
andi maður og átti án efa stóran hlut
í þeim góða anda sem ríkti í Lang-
holtskirkju. Ekkert þótti honum
betra en þegar einhver úr kirkju-
starfinu stóð sig vel og hlaut lof fyrir.
Og alltaf vildi hann láta þakka öðrum
en sjálfum sér.
Sem dæmi um starfsaðferðir hans
studdi hann við allar hugmyndir
unga guðfræðinemans í barna-,
fermingar- og æskulýðsstarfi, því
nýstárlegri því betra þótti honum.
Og ekki var ég búinn að vera lengi
við kirkjuna þegar ég var drifinn í
predikunarstólinn.
Sjálfur hafði sr. Sigurður Haukur
á sínum starfsferli farið ótroðnar
slóðir með miklum árangri. Hann
var í forystu fyrir Sálarrannsóknar-
félag Íslands um tíma og mikill vinur
Einars miðils frá Einarsstöðum.
Hann hafði líka forystu um popp-
messur á árunum kringum 1970 og
langar biðraðir voru fyrir framan
skrifstofu hans á viðtalstímum enda
vinsæll og farsæll prestur.
Við sr. Sigurður Haukur vorum
alls ekki alltaf á sama máli í guð-
fræðinni, en það var bara betra
fannst honum. Hann var alltaf tilbú-
inn að ræða málin við unga manninn,
hlusta á mín rök og taka þau alvar-
lega. Og við áttum margar frábærar
stundir saman spjallandi um eilífð-
armálin. Síðar tók hann mig með sér
í kistulagningar og jarðarfarir og
kenndi mér margt sem ég hef búið
að alla tíð síðan. Samstarfi okkar
lauk veturinn 1989-1990 er ég leysti
sr. Sigurð Hauk af í veikindaleyfi
hans. Magdalena Jórunn Búadóttir
Vígðist ég þá til prestsþjónustu og
var séra Sigurður Haukur einn af
vígsluvottum mínum.En vinátta okk-
ar hefur varað alla tíð síðan, hann
hefur hringt í strákinn með hvatn-
ingarorð og áminningar og ábend-
ingar og er ég honum ákaflega þakk-
látur fyrir það. Og þó að nú sé runnin
upp kveðjustund veit ég að við mun-
um finnast á ný undir eilífri upprisu-
sól hins hæsta.
Ég bið algóðan Guð að blessa
Kristínu Gunnlaugsdóttur og fjöl-
skyldu þeirra hjóna og votta þeim
dýpstu samúð mína.
Þórhallur Heimisson.
Þegar ungur prestur kemur í stað
hins aldna verður mikil breyting í
söfnuðinum. Þegar sá ungi er auk-
inheldur afkastamikill og orðhepp-
inn og fellur vel að því umhverfi sem
hann er settur til að þjóna, er hlustað
þegar hann talar og tekið vel eftir.
Svo vildi til að séra Sigurður
Haukur, þá prestur á Hálsi í
Fnjóskadal, þjónaði Laufáspresta-
kalli um hálfs árs skeið veturinn og
vorið þegar ég skyldi ganga til
spurninga. Hann mælti fyrir um
fermingarkver sem við skyldum
læra heima um veturinn og um vorið
kom hann akandi frá Hálsi nokkrum
sinnum á græna jeppanum sínum og
hlýddi okkur yfir. Þar sem ég talaði
mest af okkur tólf fermingarsystk-
inunum áttum við mörg samtöl þetta
vorið. Hann var góður kennari og
nærfærinn leiðtogi. Hann hlýddi
ekki yfir með hefðbundnum hætti
heldur laðaði fram þá þekkingu sem
við höfðum aflað okkur í fræðunum.
Hann talaði við okkur eins og vinur
og jafningi. Jafnvel litlir kallar urðu
nokkuð stórir í návist hans, og sá
sem þetta ritar fékk drjúgt vega-
nesti til þeirra starfa sem hann vissi
ekki þá að biðu hans. Ég var alltaf
fermingarsonur hans. Hafi honum
mislíkað það sem ég sagði eða gerði
nefndi hann það aldrei. Frá honum
fékk ég aldrei nema uppörvun og
stuðning.
Leiðir okkar lágu saman að nýju
þegar ég varð félagi í Kirkjukór
Langholtskirkju og við hjónin bæði
um sex ára skeið. Við þann tíma allan
eru bundnar margar dýrmætar
minningar, ekki aðeins frá kórstarf-
inu. Sigurður Haukur leitaði stuðn-
ings og velferðar kórsins alla tíð,
vakinn og sofinn. Hann var ekki bara
sannur Haukur í horni, heldur einnig
vörður og verndari kórsins. Þau
Kristín og hann héldu utan um okk-
ur af einstakri elskusemi og um-
hyggju.
En eftirminnilegastur er hann í
predikunarstólnum. Þar var aldrei
nein lognmolla. Það sem hann sagði
var það sem á honum brann. Og það
brann í raun og veru. Á meitlaðri
kjarnyrtri íslensku flutti hann mál
sitt fram af myndugleik þess sem
kann að beita orðsins brandi. Mörg-
um þótti hann oft og tíðum ganga allt
of langt. Líkast til hlaut líka svo að
geta farið, því hann var fyrst og
fremst heiðarlegur og einlægur og
opinskár að auki. Hann unni kirkju
sinni og þjóð og vildi veg beggja sem
mestan. Þegar honum fannst við
vera svifasein og draga lappirnar í
nauðsynjamálum innan kirkju sem
utan þá duldist engum sem til hans
heyrði hver skoðun hans var.
Þær urðu margar stundirnar sem
ástæða var til að eyða í Langholts-
kirkju umfram hið venjulega kór-
starf. Þær strjáluðust eftir að kór-
tímanum linnti en lauk þó aldrei. Það
var afar lærdómsríkt að fylgjast með
prestinum í fjölbreyttu starfi hans.
Það var góður skóli sem aldrei verð-
ur fullþakkað fyrir.
Við hjónin kveðjum góðan vin og
leiðtoga og biðjum Guð að blessa
Kristínu og fjölskylduna.
Margrét og Kristján Valur.
Vinur minn, Haukur, er allur.
Það var veturinn, sem ég hirti
hrossin hans pabba, 1964, að í hest-
húsið til mín kom maður, spurull í
meira lagi, er tók þannig til orða:
„Meðan ég var fyrir norðan.“
Ég spurði hann hvar fyrir norðan
og hann svaraði sem svo: „Meðan ég
var á Hálsi.“ Ég vildi vita meira,
hvaða Hálsi. „Á Hálsi í Fnjóskadal.“
Ég hafði heyrt talað um prests-
kosningu í sókninni minni, og að
prestur, sem hefði verið á Hálsi,
hefði verið kosinn, svo að ég spurði:
„Varstu þar hjá prestinum?“
Ekki man ég hverju Haukur svar-
aði, en ég varð ærið skömmustuleg-
ur á svipinn.
Þetta voru fyrstu kynni mín af
manninum, sem í dag er borinn til
moldar, en þetta var bara byrjunin.
Við áttum eftir að kenna saman
við Vogaskóla og þá fékk ég að heyra
hjá nemendum hans, að hann væri
fyrsta flokks móðurmálskennari og
listaskrifari var hann á einkunnablöð
nemenda.
Hann fermdi og skírði fyrir okkur
hjónakorn og síðan er hann afhald-
inn af öllum börnunum mínum.
Ég fór að sækja kirkjuna mína,
trúlaus maðurinn, en hann kveikti í
mér löngun til að trúa með fagurri
ræðumennsku, sem hann varð fræg-
ur af, enda spratt hún af vissu.
Ég man eftir biðröðinni við félags-
heimilið á páskadagsmorgun, hún
minnti mig á raðirnar á stríðsárun-
um, þegar frést hafði um vörusend-
ingar.
Og kirkjan var alltaf full.
En ég man líka fleira. Ég man eft-
ir flutningnum í Fellsmúlann á bú-
slóðinni okkar, eftir að langþráð sala
var í höfn á húsinu í Eikjuvogi, og
aftur á Langholtsveg, þegar ég var
búinn að fá í bakið. Það voru hraust-
leg átök við burð, m.a. á ísskáp, sem
Haukur tók einn í fangið. Mér fannst
það ótrúlegir kraftar í jafngrönnum
manni og hann hefur alltaf verið.
Og ég man og ég man, gamall
maðurinn, því að meiri eða betri vini
en þau hjónin bæði höfum við Anna
aldrei eignast.
Elsku Stína, orð eru fátækleg, en
hugurinn er þeim mun stærri. Við
biðjum Guð að blessa þig og afkom-
endur ykkar hjóna alla, að hann veiti
ykkur styrk í sorginni.
Þórður Sigurðsson.
Haukurinn er floginn.
Það hlýtur að vera gott að geta
svifið um frjáls, laus við þrautir og
ýmiss konar hamlanir, sérstaklega
fyrir mann sem vissi að hverju dró
og ekki þurfti að kvíða framtíðar-
landinu. Vissan um áframhaldandi líf
var honum í blóð borin.
Haukurinn er lýsandi fyrir per-
sónuleika vinar okkar, sr. Sigurðar
Hauks, fv. sóknarprests í Langholts-
kirkju, sem lést hinn 13. ágúst sl.
Haukurinn er hvass, djarfur og til-
komumikill. Hann á sér vini sem
andstæðinga. Haukur var einmitt
þeirrar gerðar. Penninn var hvass,
orðin hans gátu rist djúpt en þau
skildu jafnan eitthvað eftir og komu
stundum við opna kviku en líknuðu
líka og glæddu vonir og efldu bar-
áttuþor fyrir hinu góða í tilverunni.
Stundum fannst okkur hann ganga
of langt og út fyrir það sem sumir
þoldu, sérstaklega sumir sófaprelát-
ar. Oftast gerði hann þetta viljandi
en e.t.v. tróð hann óvart aðeins of
mörgum höglum í sum skotin. Sum-
um fannst stundum að hann væri
uppi á röngum tíma en nú er okkur
ljóst að hann var uppi á réttum tíma
en lognhattarnir langt á eftir sam-
tímanum. Nægir að nefna popp-
messur hans, það, fyrstur presta, að
bjóða AA-samtökunum inn í kirkj-
una með aðstöðu sína, stuðning við
spíritismann og djarfa hugsun hans
þegar kom að breyttum tónlistar-
flutningi við kirkjuna á áttunda ára-
tugnum. Þessi afstaða kostaði hann
mörg hnýfilyrði en þau beygðu hann
ekki af þeirri leið sem hann hafði
markað sér. Haukur var sannur for-
ystumaður, glaður, einbeittur, um-
fram allt heiðarlegur og lét alla finna
að þeir væru mikils virði og þess
vegna fylkti hann liði.
Haukur átti sterka trú og öll hans
barátta var köllun. Hann hafði
sterka köllun til þess að boða trú,
bætt siðgæði og vináttu manna með-
al. Hann átti og marga vini og undir
hans verndarvæng var gott að hvíla,
hlusta á fallegt mál, vel orðað og
skipað í setningar þannig að heilar
málsgreinar urðu að listaverki. Þeir
sem áttu sæti undir hans stóra og
umlykjandi verndarvæng bjuggu í
öryggi og umhyggju.
Þau urðu þrjátíu og sjö árin sem
við áttum saman. Þar féll aldrei
skugga á, aldrei hnjóðs- eða styggð-
aryrði, heldur hrós og stundum fór
hann langt fram úr sér þegar tilfinn-
ingarnar gripu hann og hann jós
okkur samstarfsmenn sína slíku lofi
að ekki var undir því staðið.
Haukur var mikil tilfinningavera
sem ekkert mátti aumt sjá. Hann
elskaði íslenska náttúru, íslenska
tungu, íslenska hestinn, Stínu, börn-
in, banabörnin og okkur öll sem með
honum störfuðu. Haukur og Stína er
eitthvað sem á bara saman, þannig
var það og verður. Ljóst er að stund-
um hefur hún setið á honum þegar
Haukurinn fór á flug og hvessti
klærnar. Það var yndislegt að sjá
þau saman, þau einfaldlega áttu
saman og ég veit að með þeim var af-
ar sterkt samband alla tíð.
Haukurinn er floginn. Því fylgir
óhjákvæmilega söknuður og sorg en
það er líka full ástæða til að gleðjast
yfir langri, farsælli og árangursríkri
ævi góðs vinar. Nú um stund er vík
milli vina.
Fjölskylda mín þakkar áratuga
tryggð og vináttu og sendir öllum að-
standendum samúðarkveðjur.
Gunnlaugur og Auður.
Okkar kæri vinur Haukur er lát-
inn. Hann hefur verið hluti af lífi
okkar svo lengi að okkur fannst að
hann yrði með okkur að eilífu.
Haukur og Kristín kona hans urðu
vinir okkar og sú vinátta var og er
dýrmæt og ómetanleg . Þau urðu
hluti af lífsgöngu okkar í gleði og
sorg. Þess vegna eru engin orð sem
geta á þessari stundu tjáð þakklæti
okkar og fjölskyldu okkar fyrir þá
dýrmætu gjöf að fá að eignast slíkan
vin. Haukur var og verður einstakur.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér.
(Teri Fernandez)
Elsku Kristín og fjölskylda. Guð
vaki yfir ykkur og gefi ykkur styrk.
Árný, Stefán, Þórunn Elva, Jón,
Ragný Þóra, Jóhannes Kári
og fjölskyldur.
Ungur kynntist ég Hauki náið.
Leiðir okkar lágu víða saman.
Undir hans forystu leiddi ég
æskulýðsstarf í Langholtssöfnuði
um nokkurra ára skeið ásamt Vig-
fúsi Þór, núverandi sóknarpresti í
Grafarvogi. Æskulýðsstarfið í Lang-
holti var fjöldahreyfing. Þar braut
Haukur blað.
Við Haukur kenndum saman um
árabil í hverfisskólanum okkar,
gagnfræðadeild Vogaskóla. En
sterkasti snertiflöturinn var e.t.v.
hestaáhuginn - ósvikin ást Hauks á
þessari merkilegu skepnu var sterk
og smitandi. Við stýrðum t.d. saman
afmælisriti Fáks er Fákur fagnaði
50 ára afmæli sínu. Það var mér mik-
ill skóli. Haukur var afburða penni,
skrifaði af meiri list en nokkur annar
og atorkan var meiri en orð fá lýst.
Næmi hans og skynjun á hestinn og
hestamennsku var undraverð og
veitti honum mikla gleði og sálarró.
Fleira get ég nefnt. Ómetanlegur
var stuðningur Hauks og félaga hans
í Bræðrafélagi kirkjunnar okkar í
Saltvík við uppbyggingu þar fyrir
fjörutíu árum. Fyrir allt þetta og
margt fleira vil ég þakka af alhug.
Vináttu hans mat ég mikils og naut
hennar oft. Hugheilar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu hans og ást-
vina.
Far þú í friði, kæri vinur,
Kristján Guðmundsson.
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN JÓHANNSSON
frá Skjaldfönn,
andaðist föstudaginn 17. ágúst.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstu-
daginn 24. ágúst kl. 13.00.
Kristján Gaukur Kristjánsson, Maliwan Phumipraman,
Pathipan Kristjánsson,
Malín Agla Kristjánsdóttir,
Kristján Örn Kristjánsson,
Drengur Arnar Kristjánsson.