Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 237. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is MARGT má læra af ferlinu við deili- skipulag um Helgafellsveg í Mos- fellsbæ, að sögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur, skipulagsfræðings hjá Alta og aðjúnkts við HR, sem vann að umhverfismati fyrir deili- skipulag tengibrautarinnar. Deilurnar um hana endurspegla að mati Ásdísar mikilvægi þess að traust ríki á milli stjórnvalda og borgaranna í umræðu um skipulags- mál og þróun byggðar. Einnig að skipulagsákvarðanir eru teknar í þrepum og ein ákvörðun skapar for- sendur annarrar. Það þurfi að ríkja skilningur allra aðila á hverju stigi á því hvað er til ákvörðunar. „Þegar kemur að því að ræða deili- skipulag götustæðis Helgafellsvegar eru svo ótal margar forsendur orðn- ar bundnar hvað varðar ákvörðunina um að reisa íbúabyggð í Helga- fellslandi og allt gatnakerfi í aðal- skipulagi, þannig að mjög afmarkað viðfangsefni er til umfjöllunar á þessu stigi. En ekki er þar með sagt að ekki megi að taka upp skipulags- ákvarðanir og breyta um stefnu.“ Hún bendir á lykilhlutverk fjöl- miðla í þróun skipulagshugmynda. „Mikilvægt er að samræða náist milli hagsmunaaðila, íbúa og kjörinna stjórnvalda. Og hún næst ekki með upphrópunum, heldur þarf að eiga sér stað með málefnalegum hætti.“ Ágreiningur er óhjákvæmilegur, að sögn Ásdísar, því skipulags- ákvarðanir snerta nánasta umhverfi okkar, efnisleg og félagsleg verð- mæti. „Það eru ekki einir algildir al- mannahagsmunir sem ná til okkar allra í öllum ákvörðunum.“ Sýnir mikilvægi trausts Deilan um Helgafellsveg í Mosfellsbæ endurspeglar að skilningur þarf að ríkja milli stjórnvalda og borgaranna um ákvarðanir á hverju stigi Í HNOTSKURN »101 ár er síðan hjólin fóruað snúast í ullarverk- smiðju í Álafosskvosinni. »Fyrir 24 árum var ákveðiðað leggja Helgafellsveg og var kvosin þá í niðurníðslu. »Varmársamtökin vorustofnuð 2006 og hafa mót- mælt stæði tengivegar við Helgafellshverfið. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ÍTÖLSK stjórnvöld hafa valið Krist- ján Jóhannsson óperusöngvara til að kynna ítalska óperumenningu í Kína Um er að ræða tíu daga ferð í nóv- ember nk. á vegum ítalska menning- ar-, iðnaðar- og landbúnaðarráðu- neytisins, en forystu fyrir sendi- nefndinni mun utanríkisráðherra Ítalíu hafa. „Ég er eini óperusöngvarinn í hópnum og ég neita því ekki að ég er ákaflega stoltur yfir þeim heiðri sem mér finnst þetta vera,“ segir Krist- ján og hann segir Ítala líta á sig sem heimamann: „Já. Þeir líta á mig sem sinn mann. En þeir gleyma því ekki hvaðan ég er kominn. Þeir kalla mig bónda- durginn frá norðrinu en það er mikil væntumþykja í röddinni, þegar þeir segja þetta.“ Kristján Jóhannsson varð fyrstur óperusöngvara til að syngja í For- boðnu borginni í Peking, þar sem hann söng Calif í Turandot, sem ein- mitt gerist á kínverskum slóðum. Síðast söng hann fyrir Kínverja fyrir tveimur árum á Ólympíuleikvangin- um fyrir 30.000 manns. Það var í Aidu Verdis og þá hagaði svo til að hann söng sama hlutverkið í Peking og Seoul. Í Peking eru Kínverjar að byggja óperuhús, sem verður opnað á næsta ári og hafa þeir lýst áhuga á því að Kristján komi fram á opnun- arhátíðinni. | 32 Kynnir ítalska óperu í Kína Kristján Jóhannsson er eini söngvarinn í ítalskri sendinefnd – Kínverjar sýna áhuga á að fá hann til opnunar óperuhúss BANDARÍSKA leikkonan Danica Mc Kellar kom mörgum á óvart með því að senda frá sér bók um stærðfræði, sem ætluð er stelpum á grunnskólaaldri. Dæmi fyrir ungar stúlkur VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hefur tekið upp ágenga utan- ríkisstefnu. Rússar láta finna fyrir sér og nú er ekki lengur leitað sam- starfs heldur sóst eftir árekstrum. Nýtt hlutverk í heimsveldi VIKUSPEGILL Eftir Arnþór Helgason arnthorh@mbl.is „ENGINN grundvöllur er fyrir til- kalli Íslands til landgrunns í Norður- Íshafinu,“ segir Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðu- neytisins. „Forsenda þess að ríki eigi tilkall til landgrunnsréttinda á þessu hafsvæði er sú að það eigi land að svæðinu. Þetta skilyrði uppfylla fimm ríki: Bandaríkin (Alaska), Kanada, Danmörk (Grænland), Noregur og Rússland. Einu möguleikar Íslend- inga til nýtingar auðlinda á hafsbotn- inum á þessu hafsvæði felast í aðild okkar að samningnum um Svalbarða og rétti okkar til nýtingar auðlinda landgrunns hans sem þar af leiðir.“ Hann telur umræðuna í kjölfar leiðangurs Rússa á norðurpólinn um margt villandi og bendir á að hugs- anleg yfirráð og réttindi yfir hafs- botni Norður-Íshafsins og öðrum hlutum þess byggist á reglum þjóða- réttar sem sé að finna í hafréttar- samningi Sameinuðu þjóðanna. Kröfur Rússa Rússnesk stjórnvöld hafa gert til- kall til landgrunns sem er um 1,2 millj. ferkílómetra að stærð og nær að norðurpólnum. Í fréttaskýringu RI Novosti-fréttastofunnar kemur fram að Sovétríkin hafi slegið eign sinni á þessi svæði þegar á 3. áratug síðustu aldar. Rússar telja að vísindaleg rök styðji kröfurnar, en þeir álíta Lom- onosov-hrygginn beint framhald af landgrunni Síberíu. Hryggur þessi er um 1.800 km langur og liggur um norðurpólinn að ströndum Græn- lands. | 22 Auðlinda- kapphlaup Reuters Vel búið Akademík Fyodorov er fullkomnasta rannsóknarskip Rússa. ÞAÐ er unnið að kappi við hringtorgið á mótum Vest- urlandsvegar og Þingvallavegar í Mosfellsbæ þó að helgin sé gengin í garð. Eins og víðar þar sem fram- kvæmdir standa yfir eru það verkamenn frá Póllandi sem standa í fremstu víglínu. Þeir létu blautt veður ekkert á sig fá en klæddu sig einfaldlega í samræmi við veður. Nýja hringtorginu er ætlað að greiða fyrir um- ferð og auka öryggi vegfarenda. Morgunblaðið/Sverrir Keppast við hellulögnina í rigningunni Spennandi störf í boði www.IKEA.is SUNNUDAGUR SAGAN OG VÍNIÐ HÓFST Í ÍRAN FYR- IR 6-7.000 ÁRUM GERJUN >> 44 ÁSTIN ER ÍSLAND TILEFNI TIL AÐ SKRIFA HEILA BÓK HENRYK M. BRODER >> 34 FÁTÆKLEG FRAMTÍÐ PENINGAHYGGJAN EYÐILEGGUR ALLT BRÉF TIL MARÍU >> 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.