Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 41 að ef ég kem ótta inn hjá fólki þá breytist þankagangur þess. Og að því gefnu að hann breytist þá hef- ur það áhrif á stjórnmálaskoð- anirnar. Það er þetta millistig sem ég sýni fram á að eigi sér stað, sem hjálpar síðan til við að skilja hvers vegna stjórnmálaviðhorf fólks breytist þegar það verður óttaslegið. Ég færi rök fyrir því að ef þú ert óttasleginn og ert þar af leiðandi ekki eins viljugur til að hugsa mikið og vilt skýrar og aug- ljósar lausnir þá er íhaldssemi á hinn bandaríska mælikvarða aug- ljósari kostur. Hún einkennist meira af svart/hvítri hugsun, leið- togahylli og því að halda í það sem er eftir orðanna hljóðan.“ Hulda segir að rannsóknir henn- ar tengist öðru efni sem hafi verið henni hugleikið frá því í æsku, spurningunni um það hvers vegna fólk hneigist til hægri eða vinstri. „Við sjáum ítrekað birtast með ýmsum hætti mun á þeim sem hneigjast til hægri og vinstri. Yf- irleitt sýna rannsóknir að þörf fyr- ir að forðast óöryggi og óvissu ein- kennir íhaldssama. Þetta á sér ýmsar birtingarmyndir, meðal ann- ars þær að íhaldssamir segjast ótt- ast dauðann meira en aðrir, eru líklegri til að sjá hluti annaðhvort sem svarta eða hvíta og því lítið um grá svæði, og þeir eru meira að segja minna fyrir abstrakt málverk en þeir frjálslyndu. Loks eru þeir mun líklegri til þess að vera heittrúaðir. Ég bendi á að hér er ég fyrst og fremst að tala um íhaldsmenn í Bandaríkjunum. Ég hef einnig birt rannsókn þar sem ég bar saman hvað einkennir hægri- og vinstrisinnaða í Vestur- Evrópu annars vegar og Austur- Evrópu hins vegar. Þar fékk ég ólík mynstur fyrir austur og vest- ur, enda stendur íhaldssemi fyrir aðra hluti í fyrrum komm- únistaríkjum en hún gerir á Vest- urlöndum.“ En kollegar þínir í Bandaríkj- unum hafa talsvert fjallað um ótt- ann í kjölfarið á 11. september? „Jú, enda er það dagljóst að repúblikanar, sem voru við stjórn- völinn 11. september, áttuðu sig á því að óttinn er öflugt stjórntæki. Ég skal ekkert segja hvort demó- kratar hefðu brugðist eins við, það er allt eins líklegt. En fyrir kosn- ingarnar 2004 var stöðugt hamrað á því að það eina sem gæti bjargað þjóðinni frá aðsteðjandi ógn væru repúblikanar og George Bush. Mér er sérstaklega minnisstæð sjón- varpsauglýsing sem vakti reyndar mikið umtal. Þar var sýndur flokk- ur af úlfum á ferli að læðast um í myrkrinu og þulur sagði „Who’s out there to protect you?“ Skila- boðin voru mjög skýr. En demó- kratar hafa ekki hamrað eins mikið á slíku – hugsanlega vegna þess að það er ekki eins áhrifaríkt fyrir þá. Því eins og rannsóknir mínar sýna, þegar fólk er óttaslegið þá er það líklegt til að hallast að repúblikön- um.“ Önnur viðhorf hjá Íslend- ingum „Fjórar rannsóknanna voru gerðar meðal bandarískra há- skólanema, sem er langalgengasti hópurinn sem sálfræðingar nota vegna þess hvað hann er aðgengi- legur,“ segir Hulda. „En síðan fékk ég einn hóp hér heima til að svara spurningum. Það voru gestir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.“ Og hvernig komu landsfund- argestir Sjálfstæðisflokksins út úr könnuninni samanborið við banda- rísku háskólanemana? „Ég fékk áhugaverðar nið- urstöður en þær endurspegluðu ekki alveg sama mynstur. Fólk varð aðeins hægrisinnaðra í kjölfar þess að ég reyndi að laða fram ótta en landsfundargestir Sjálfstæð- isflokksins voru hreint ekki svo þröngsýnir. Þeir „skoruðu mjög lágt“ að því leytinu og voru að jafnaði meira til í að velta hlut- unum fyrir sér. Ég fékk þá yfir höfuð ekki til að stjórnast eins mikið af ótta. En þá veit maður auðvitað ekki hvað veldur. Var það vegna þess að aðferðin sem ég not- aði til að vekja óttaði virkaði ekki á þá? Ég lagði spurningarnar líka fyrir þá á Netinu og kannski er erfiðara að hafa áhrif á ótta fólks með sama hætti þannig. Ég held reyndar að allt pólitíska litrófið á Íslandi sé til vinstri miðað við bandarísk stjórnmál. Það eru nátt- úrlega einstaka menn í Sjálfstæð- isflokknum sem eru á línu með re- públikönum en að jafnaði á það ekki við. Það væri gaman að fá að leggja samskonar könnun fyrir aðra stjórnmálaflokka á Íslandi.“ En hefurðu að öðru leyti prófað að heimfæra þessar niðurstöður varðandi óttann yfir á Ísland? Hef- urðu velt fyrir þér hvort þær kunni að vera með öðrum formerkjum hér en til að mynda í Bandaríkj- unum? „Sem sálfræðingur tel ég að þeg- ar öllu er á botninn hvolft þá hugs- um við öll með áþekkum hætti. Ég held til dæmis að þegar við erum óttaslegin þá ríghöldum við öll í það sem við þekkjum og setjum traust á leiðtoga og séum minna umburðarlynd gagnvart því óþekkta. Ég held að þetta gerist áreiðanlega á Íslandi líka. En sam- anborið við bandarískt samfélag er það íslenska laust við ótta um þessar mundir. Ég held að eftir 11. september og allt sem fylgt hefur í kjölfarið þurfi minna til að vekja ótta með Bandaríkjamönnum nú en með Íslendingum.“ Máttur fjölmiðlanna Nú hefur mikið verið rætt um það hvernig öflugustu fjölmiðlar vestanhafs ali stöðugt á ótta fólks. Hefurðu orðið mikið vör við það? „Mjög – og það var alger op- inberun fyrir mér. Ég flutti til New York þremur vikum fyrir 11. september 2001. Og það var mjög athyglisverð reynsla. Í kjölfarið varð ég auðvitað eins og aðrir al- gjörlega háð fréttum. Þá var ég ekki búin að búa nógu lengi í Bandaríkjunum til að átta mig á þeim hræðsluáróðri sem stundaður er á sjónvarpsstöðvum eins og CBS og NBC og FOX. Mánuði eft- ir árásina var ég hreinlega orðin skíthrædd og upp rann sá dagur að ég þorði ekki að taka neðanjarð- arlestina af ótta við efnavopnaárás. Þá hitti ég mér vitrari konu og hún spurði einfaldlega „Hefurðu verið að horfa mikið á sjónvarpsfréttir?“ „Já, á hverju kvöldi,“ svaraði ég. Þá sagði hún bara „Prófaðu að hætta því í viku.“ Og það var eins og við manninn mælt, hræðslan hvarf. Félags-, stjórnmála- og fjöl- miðlafræðingar hafa fjallað mikið um óttann síðustu ár. Samt hefur furðu lítið verið gert af því að reyna að skilja fyrirbrigðið út frá sálfræðilegu sjónarmiði. Það er meira fjallað um það hvernig fjöl- miðlar starfa, eins og í rannsókn- inni sem leiddi í ljós að alltaf þegar viðvörunarstig vegna hryðjuverka var hækkað í fjölmiðlum jókst stuðningur við Bush. Hitt hefur síður verið kannað hvernig óttinn verkar á okkur í raun.“ Þegar Hulda snýr aftur til Bandaríkjanna nú tekur hún við rannsóknarstöðu við Princeton- háskóla innan Woodrow Wilson School of Public and International Affairs. „Þar mun ég einkum vinna með fólki sem hefur mikinn áhuga á notagildi þess sem ég hef verið að rannsaka, segir Hulda. Ég hlakka til að hitta fólk þar sem mun geta hjálpað mér að finna flöt á að skoða þetta efni í hagnýtu ljósi. Al- best væri að geta haldið rann- sóknum mínum áfram og beint þeim jafnvel að stjórnmálamönn- unum sjálfum og þeim sem taka veigamiklar ákvarðanir, skoða hvaða áhrif óttinn hafi á það fólk. Og þá erum við virkilega farin að tala um afleiðingar óttans.“ Porsche 911 Carrera 4 Tiptronic Nýjar 19" felgur og dekk, 4x4, Xenon, Navigation, leður pakki, 6 diska magasín, topplúga, PSM stöðugleika kerfi, GSM búnaður og margt fl. Aðeins 2 eigendur. Eintstaklega gott eintak. Verð 5.890þús. Uppl. í síma 899 2991. Eykt ehf. / Lynghálsi 4 / 110 Reykjavík Sími: 595 4400 / Fax: 595 4499 Netfang: eykt@eykt.is / www.eykt.is Brjótum til að byggja upp! Sigtún 40 – Gamla Blómaval Eykt auglýsir eftir verktökum til að taka að sér niðurrif, eyðingu og förgun allra mannvirkja á lóðinni við Sigtún 40. Hús á lóðinni eru tæplega 3.500 m2 auk gróðurhúsa, hellulagna, gangstétta, girðinga og allra tengdra mannvirkja að bílaplani við Sigtún. Væntanlegur verktaki getur nýtt sér búnað og hús á lóðinni til endursölu samhliða niðurrifi. Verktaki skal afla sér nauðsynlegra leyfa og bera ábyrgð á öllu sem lýtur að því að rífa mannvirki, hreinsa af lóðinni og farga með viðeigandi hætti. Niðurrif fer fram í grónu íbúðahverfi og er mikilvægt að gera ráðstafanir til að valda sem minnstu ónæði. Tilboðum í verkefnið skal skila á skrifstofu Eyktar hf. eða á netfangið arngrimur@eykt.is í síðasta lagi 12. september 2007. Áhugasamir geta skoðað eignirnar og fengið frekari upplýsingar hjá Arngrími Blöndahl (arngrimur@eykt.is) í síma 595 4400 eða 822 4401.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.