Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 34
íslandsvinur 34 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H enryk M. Broder blaðamanni og rithöf- undi voru nýlega veitt svokölluð Ludwig Börner-verðlaun, en þau eru kennd við hugsuðinn Ludwig Börner sem stundum hefur verið kallaður „faðir blaðamennskunnar“. Verðlaunin eru talin mesta við- urkenning sem blaðamanni getur hlotnast fyrir skrif sín í Þýskalandi. Broder hefur margoft komið til Ís- lands og skrifað fjölda greina um land og þjóð. Því liggur beinast við að spyrja hvenær og hvers vegna hann hafi fengið þennan áhuga á Íslandi? „Það sem kveikti áhuga minn á Ís- landi var skáldsagan „Leyndardómar Snæfellsjökuls“ eftir Jules Verne. Sem krakki las ég sögur Jules Verne beinlínis „upp til agna“ og sú hug- mynd að hægt væri að komast í gegn- um eldfjall niður í undirdjúp jarðar, fannst mér mögnuð. Suma krakka dreymir um að komast til Suðurhafs- eyja, mig langaði alltaf til Íslands, til þess að sjá með eigin augum eldfjallið þar sem ferðin hófst í iður jarðar. Einhvern tíma var ég svo gestur í umræðuþætti í þýska sjónvarpinu. Þar sagði ég frá því að ég óttaðist að ég færi að verða of gamall til að gera þennan Íslandsdraum minn að veru- leika. Þegar ég svo daginn eftir kom aftur heim í íbúðina mína í Berlín lá þar skeyti frá Ferðamálaráði Íslands í Frankfurt, þar sem mér var boðið í blaðamannaferð til Íslands. Mér fannst alveg ótrúlegt að einhver hefði slysast til að horfa á þennan umræðu- þátt og hugsað með sér „við verðum að bjóða þessum brjálæðingi til Ís- lands“ … Þetta var upphafið að „ást- arsambandi“ mínu við Ísland. Nú eru rúm 15 ár síðan þetta gerðist.“ Annar hugsunarháttur – En hvað hefur viðhaldið neist- anum í þessu ástarsambandi þínu við Ísland? „Það má segja að hrifning mín á Ís- landi eigi sér eina höfuðástæðu: sam- kvæmt öllum grundvallarreglum rök- fræði, stærðfræði, félagsfræði og sálfræði, er samfélag eins og Ísland ekki fræðilegur möguleiki! Þið Ís- lendingar eruð einfaldlega of fáir til að geta haldið úti samfélagi, með rík- isstjórn, löggjafarþingi, ráðuneytum, eftirlitsstofnunum, spillingu og öllu sem fylgir venjulegu nútíma- samfélagi. Til þess duga 300 þúsund manns alls ekki til! Í hvert sinn sem ég spyr íslenska vini mína og kunningja að því, hvern- ig þið farið að þessu fæ ég sömu við- brögðin. Viðkomandi horfir á mig stórum augum og segir svo: „Það er alveg rétt hjá þér. Ég hef aldrei velt þessu fyrir mér.“ Þessi einlæga, mér liggur við að segja barnslega afstaða, finnst mér hreint út sagt stórkostleg! Það frábærasta sem ég hef lent í að þessu leyti var samtal við konu sem rak humarveitingastað. Konan hafði áður verið í gjörólíku starfi. Ég spurði hana á ensku, hvernig mann- eskja eins og hún, sem hefði ekkert lært á þessu sviði og ekki einu sinni unnið við neitt svona lagað áður, færi að því að standa í svona rekstri. Hún svaraði: „You know, first we do it, then we like it.“ Þessi orð hafa setið í mér síðan. Mér finnst eins og þetta gætu verið kjörorð Íslendinga! „Fyrst gerum við hlutina, svo höfum við gaman af þeim.“ Þetta er allt ann- ar hugsunarháttur en sá sem tíðkast í Þýskalandi. Hér gilda þrenns konar kjörorð, sem menn klifa sífellt á: „Við höfum aldrei gert þetta áður,“ „Hvað myndi gerast, ef allir færu svona að?“ og: „Þetta gengur ekki, það kemur ekk- ert út úr þessu.“ Þannig hljóða þrjár mikilvægustu kennisetningar þýskar lífsspeki okkar tíma. Ég hef aldrei heyrt Íslending taka sér neitt þessu líkt í munn.“ Jákvæð sprenging – Finnst þér Ísland hafa breyst, frá því að þú komst í fyrsta sinn til lands- ins fyrir rúmum 15 árum? „Já, mér finnst Ísland hafa breyst töluvert á síðustu árum. Þegar ég kom til landsins í fyrsta sinn, var það ennþá notalegra en það er nú. Þegar ég sit á kaffihúsi í miðbænum við göt- una þar sem „Mál og menning“ er til húsa – og ég get enn ekki borið fram nafnið á (!) – eða fæ mér kaffi í Perl- unni og horfi yfir borgina í ljósaskipt- unum, fæ ég stundum á tilfinninguna að ég sé staddur í Los Angeles. Borg- in endar ekki lengur við sjóndeild- arhringinn. Það er ótrúlegt, hversu mikill fjöldi bygginga hefur risið í Reykjavík á síðustu árum. Mér finnst eins og það sé að verða sprenging í þessu samfélagi – í já- kvæðri merkingu orðsins. Og annað sem ég tek eftir er að helmingur þjóð- arinnar virðist sífellt vera á faralds- fæti. Það er ótrúleg hreyfing á fólk- inu. Það sem m.a. heillar mig við Íslendinga er þessi sífellda athafna- þrá, þessi löngun til að gera eitthvað, koma einhverju nýju á koppinn, öll þessi mikla framkvæmdagleði – þetta er nokkuð sem mér finnst vera dæmi- gert fyrir Íslendinga. Mér er ljóst að þjóðin er svo fámenn að það getur enginn verið aðgerðarlaus og setið hjá. Það finnst mér einstaklega heillandi við Ísland. Ég hef hitt há- skólaprófessora sem nota fríin sín til að sinna leiðsögn erlendra ferða- manna. Á Ísafirði rakst ég t.d. á sjáv- arlíffræðing sem – meðfram sínu eig- in starfi – rekur lítinn veitingastað; mér finnst þetta alveg stórkostlegt. Kannski sýnir það okkur líka að það sé auðveldara að halda litlu sam- félagi gangandi en að halda millj- ónaþjóðum á réttum kili.“ Ber ekki af sér viðhaldið – Hvernig hafa vinir þínir, kollegar og kunningjar brugðist við þessum Íslandsáhuga? „Vinir mínir og samverkamenn, sem og eiginkona mín, hafa ekki fundið aðra skýringu á þessu dálæti mínu á Íslandi en þá, að ég hljóti að eiga viðhald á Íslandi! Í byrjun vísaði ég slíkum athugasemdum á bug og hélt því fram að það sem heillaði mig við Ísland væri landslagið, maturinn, loftslagið, fólkið o.s.frv. Nú er ég hins vegar hættur að bera þetta af mér. Sextugur maður sem fær að heyra að hann eigi pottþétt viðhald í einhverju landi og leggi á sig stöðugar flug- ferðir til að hitta viðhaldið sitt hefur enga ástæðu til að bera slíkt af sér! Nei, í alvöru talað, vinir mínir taka þessu misjafnlega. Nú rekst ég þó æ oftar á önnur „Íslands-freak“, fólk sem verður tárvott til augnanna þeg- ar ég byrja að tala um landið og segir í andaktugum tón: „þú líka!“ Svo eru aðrir sem yrðu sjálfsagt ekki jafn hissa þó að ég segðist búa í Timbúktú. Reykjavík er í augum margra spenn- andi staður. Og jafnvel þótt fólk viti ekkert um Ísland virðast flestir tengja Reykjavík við Halldór Lax- ness og misjafnt veðurfar. Það er svo sem ekki hægt að álasa fólki fyrir það en margir eiga mjög erfitt með að skilja hvað gerir Ísland svona sér- stakt. Stundum skil ég það heldur ekki sjálfur. Ég heimsæki landið aft- ur og aftur en þegar einhver spyr mig af hverju líður mér oft eins og ást- föngnum manni sem verður hvumsa og kemur ekki upp orði þegar hann er beðinn að skýra hvers vegna hann sé ástfanginn af einmitt þessari mann- eskju. Ég hef farið mjög víða og kynnst mörgum þjóðum en Ísland er í mín- um huga einstætt fyrirbæri í sögu- legum, menningarlegum og fé- lagslegum skilningi. Ég er staðráðinn í að skrifa heila bók um landið, þó ekki væri nema til þess eins að átta mig sjálfur á því. Ég get lýst hrifn- ingu minni á Ítalíu eða Ísrael með einni setningu. Þegar kemur að Ís- landi gengur það hins vegar ekki. Eitt af því sem heillar mig við Ís- land er þessi sérstæða blanda af sveitamennsku og heimsborg- arahætti. Þetta er nokkuð sem ég hef hvergi annars staðar fundið. Land- fræðilega er Ísland á hjara veraldar. Þó rekst ég sífellt á Íslendinga sem hafa búið lengi í útlöndum, tala nokk- ur tungumál og eru mjög vel upp- lýstir um framvindu heimsmálanna. Það er þessi sérstaka blanda af land- fræðilegri einangrun og hlutdeild í málefnum umheimsins sem mér finnst svo stórkostleg.“ Réttlætanlegt stórmennsku- brjálæði – Nú hefur þú sem gyðingur haldið því fram að það sé viss andlegur skyldleiki með gyðingum og Íslend- ingum. Í hverju er þessi skyldleiki fólginn? „Íslendingar og gyðingar eiga ým- islegt sameiginlegt. Þar má fyrst Í ástarsambandi við Ísland Henryk M. Broder er einn af þekktustu blaðamönnum Þýskalands. Hann er gyðingur af pólsku bergi brotinn og hefur um ára- bil verið einn helsti samfélagsrýnir tímaritsins Der Spiegel, auk þess sem hann hefur sent frá sér fjölda bóka um þjóðfélagsmál. Arthúr Björgvin Bollason hitti Broder í Frankfurt og spjallaði við hann um dálæti hans á Íslandi og nýjustu bók hans, „Hurra, wir kapitulieren“, sem olli miklu fjaðrafoki í Þýskalandi. Einstakt fyrirbæri Þótt Broder hafi farið víða og kynnst mörgum þjóðum er Ísland í hans huga einstakt fyrirbæri í margs konar skilningi. » Það má segja að hrifning mín á Ís- landi eigi sér eina höf- uðástæðu: samkvæmt öllum grundvallar- reglum rökfræði, stærð- fræði, félagsfræði og sálfræði er samfélag eins og Ísland ekki fræðilegur möguleiki! Með Berlínarbangsa Samfélagsrýninum Henryk M. Broder finnst Íslend- ingar hugsa allt öðru vísi heldur en Þjóðverjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.