Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 30
starf 30 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H ún er fæddur Reykvíkingur; ólst upp á Tómasarhaganum og hélt upp á fimmtugsafmælið í þar- síðustu viku. Þá var hún nýorð- in forseti verkfræðideildar Há- skóla Íslands, fyrst kvenna. Þótt hún vilji ekki gera mikið úr því, þá er augljóst að henni þyk- ir það bónus. Eftir Melaskóla og Hagaskóla, sem hún seg- ir hafa verið hefðbundna rútu fyrir stelpu af Tómasarhaganum, lá leiðin í fornmáladeild Menntaskólans í Reykjavík. Það liggur hins vegar engan veginn beint við að fara úr forn- málum yfir í tölvuöldina. Hvar kom tölvan eig- inlega inn í líf hennar? Ebba Þóra tók aukaár í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Ég var enn leitandi, þegar ég fór í MH, en vildi styrkja mig í raungreinum til þess að hafa meira val.“ Og í þeim styrkingum kom tölvan til sögunnar. „Við vorum að forrita vestur í Háskóla, á vélar hér,“ segir hún svo og brosir, en samtal okkar fer fram á skrifstofu hennar í Verkfræðideild- arhúsi III við Suðurgötu. „Mér fór að finnast tölvunámið eftirsóknarvert, þegar ég áttaði mig á því, að ég gat skapað eitthvað, búið eitt- hvað til og fengið það til að virka, taka á vandamálum og leysa þau. Til þess lá engin ein leið, heldur var þetta flókið samspil ýmissa þátta, sem síðan þurfti að velja úr réttu lausn- ina. Og svo ánægjan, þegar hún lá fyrir. Ég held að þetta hafi verið helzti hvatinn að tölvu- náminu.“ Hún útskrifaðist BS í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands 1981, vann í eitt ár hér heima, en hélt svo vestur um haf til framhaldsnáms í New York, við Rensselaer Polytechnic Insti- tute, þaðan sem hún lauk MS-námi í tölv- unarfræðum 1984. Fjórum árum síðar varð hún doktor frá sama skóla. Hún stundaði rannsóknastörf í Bandaríkjunum 1988-90, kom þá til starfa við Raunvísindastofnun og síðan Verkfræðistofnun. Hún varð lektor við tölv- unarfræðiskor HÍ 1997, dósent 1999 og pró- fessor 2006. Eiginmaðurinn, Helgi Þorbergs- son, er menntaður á sama sviði og er dósent við tölvunarfræðiskorina. Þau eiga þrjú börn á grunnskólaaldri; tvær telpur og einn dreng. Þegar ég spyr hvort annað þeirra hafi á sínum tíma heillað hitt með sér inn í tölvuheiminn, brosir hún bara og segir: „Nú heillar það mig hve tölvutæknin felur í sér mikla möguleika til að leysa margháttuð verkefni. Verkfræði og tölvunarfræði eiga það sam- merkt að það er verið að hanna, byggja og koma í rekstur mannvirkjum, tækjum, hug- búnaði, framleiðsluferli og flóknum verk- efnum, nota til þess nýjustu tækni og þróa enn nýrri, finna hagkvæmar lausnir sem falla vel að umhverfi og fólkinu sem notar þær.“ – Kom til greina að ílendast vestra? „Við sáum svo sem ýmis tækifæri í Banda- ríkjunum. En það kom aldrei til greina að setj- ast þar að til frambúðar. Við vissum því alltaf að fyrr en síðar myndum við flytja heim aftur og okkur fannst þá bara eins gott að gera það með fyrra fallinu. Enda má segja að hér heima vinnum við í svo alþjóðlegu umhverfi, að við höfum ekki misst af neinu hvað það varðar við flutninginn til Íslands.“ Mörg sóknarfæri eru í rannsóknum og þróun Margháttuð verkefni segir hún. Undanfarin ár hefur hún meðal annars rannsakað sam- skipti manns og tölvu. Hún nefnir í því sam- bandi rannsóknir á hjálp við blinda til þess að læra stærðfræði gegnum svonefndan þreifi- staf, sem gerir þeim kleift að þreifa á gröfum, og vonir standa til að hægt sé að nota á fleiri sviðum. Hún nefnir einnig rannsóknir á náms- stjórnarkerfum og flugumferðarstjórn, en allt er þetta enn á rannsóknastigi. „Við þreifum okkur áfram með því að prófa afurðina með notendum og öllu miðar þessu í rétta átt.“ – Telur hún það hafa einhverja sérstaka þýðingu að hún er fyrst kvenna til að verða forseti verkfræðideildar? „Það er augljóst merki um vilja deildarinnar til að auka jafnrétti. Í verkfræðideildum og verkfræðiháskólum á hinum Norðurlöndunum eru konur í auknum mæli stjórnendur og leiðtogar. Það hlaut því líka að verða hér. En ég er afskaplega ánægð með að það skyldi verða mitt hlutskipti, ég lít á það sem bónus. Þetta er fyrst og fremst táknrænt, en kannski getur það orðið ákveðin fyrirmynd, rétt eins og ég hef átt mínar fyrirmyndir í skóla og starfi.“ – Hver er hlutur kvenna í verkfræðinámi? „Konur í verkfræðideild eru um 28% af heildarfjöldanum, en af nýnemum eru þær um 30%. Þetta skiptist svolítið eftir námsbrautum: í iðnaðarverkfræði og umhverfis- og byggingaverkfræði er hlutfallið á bilinu 35-40%, en fer niður í 10% á öðrum sviðum. Það sem skiptir máli eru fyrirmyndir, en einnig er það vilji stjórnenda skólans og starfsmanna deildarinnar að jöfnuður verði. Það má sýna það í verki á ýmsan hátt, til dæmis með því að bjóða upp á fjölskylduvænt vinnuumhverfi fyrir stúdenta og kennara. Námsframboðið þarf líka að vera aðlaðandi fyrir konur og við þurfum að sýna strax í grunn- og framhaldsskólum að verkfræði og tölvunarfræði eru eftirsóknarverð störf. Háskóli unga fólksins, sem HÍ hefur rekið í nokkur ár, er dæmi um leið sem má nota til að ná til ungra kvenna jafnt sem karla. Annað dæmi er Lego-hönnunarkeppni grunnskólabarna, sem verkfræðideild er bakhjarl fyrir. Það skiptir svo líka máli að atvinnulífið bjóði konum jafnt sem körlum í verkfræði upp á spennandi verkefni og jöfn laun og láti þær finna að þær eru eftirsóttur starfskraftur.“ – Eru næg atvinnutækifæri? „Í nágrannalöndunum óttast menn að skortur verði á verkfræðimenntuðu fólki. Við heyrum slíkar raddir líka hér, til dæmis í raforkugeiranum og hugbúnaðargeiranum. Þörfin fyrir verkfræði- og tölvunarfræðimenntun er því mikil. En það er ekki nóg að mennta fólk bara einhvern veginn. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir þörfum markaðarins og um leið viljum við vera í fararbroddi og innleiða nýja strauma.“ – Með rannsóknavinnu? „Það eru mörg sóknarfæri í rannsóknum og þróun og við þurfum að herða róðurinn á þeim sviðum. Nýlegar tölur sýna, að við eyðum 2,8% af vergri þjóðarframleiðslu í rannsóknar- og þróunarvinnu, en markmið Evrópusambandsins er 3%. Af heildarársverkum við rannsóknir og þróun er hlutur fyrirtækja 47%, en á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið hærra og hæst í Svíþjóð; 73%. Verkfræði og tæknivísindi standa öðrum fræðasviðum langt að baki varðandi fjölda doktorsútskrifta, ef frá eru talin landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar. Þjálfun í rannsóknum undirbýr stúdenta ekki aðeins fyrir vinnu í mennta- og rannsóknastofnunum, heldur einnig fyrir rannsóknir og þróun í atvinnulífinu, þar sem mikilvægt er að skapa nýja tækni, þróa nýja vöru og svo framvegis. Þetta á kannski sérstaklega við um tölvunarfræði og verkfræði, þar sem sköpun og mat á lausnum er stór þáttur í atvinnulífinu. Það er svo mikilvægt að kunna að lesa í þann aragrúa upplýsinga sem til er, kunna að velja þær upplýsingar sem nýtast og maður treystir. Rannsóknir eru líka mikilvægar til þess að við kennarar viðhöldum þeirri þekkingu, sem við höfum aflað okkur og getum boðið stúdentum í grunnámi upp á það bezta. Það er líka mín reynsla, að nemendur í grunnámi hafa áhuga á að taka þátt í litlu rannsóknaverkefni, þeir vilja fá innsýn inn í þennan heim, þar sem við erum sífellt að spyrja spurninga. Nemendur í grunnámi vilja líka vera þátttakendur í rannsóknaumhverfinu.“ Vill forðast fræði- legan fílabeinsturn – Er vaxandi aðsókn í verkfræðina? „Við höfum séð aukningu undanfarin ár. Hún er svolítið misjöfn eftir greinum, en við þyrftum að hafa enn fleiri til að anna eftirspurn markaðarins. Verkefnin eru líka alltaf óþrjótandi, því þó okkur takist að leysa tæknileg vandamál, þá koma alltaf ný í staðinn. Það er alltaf sægurinn af verkefnum.“ – Er eitthvað sérstakt sem þú vilt ganga í að breyta, nú þegar þú ert setzt í stól deildarforseta? „Ég legg áherzlu á að við búum nemandanum gott starfsumhverfi og að hann nái að gera sitt bezta. Hins vegar er svo ákveðin sýn sem ég hef á námið; að nemandinn sjái vel þegar fræðilegi grunnurinn er lagður að hann er mikilvæg undirstaða fyrir hugmyndavinnu, hönnun og byggingu sem tengist vel umhverfi, manninum og því verðmæti sem það skapar, hvort sem það er beinn fjárhagslegur ávinningur eða þjóðfélagslegur.“ – Ertu að fjalla um fræðilegan fílabeinsturn? „Já. Ég tel afar brýnt að slík bygging rísi ekki, heldur störfum við í nánum tengslum við okkar umhverfi og tengjum praktísk verkefni við fræðilega þekkingu, hönnun og nýsköpun. Við þurfum að geta tengt saman ólíkar faggreinar, kunna að bregðast við breytingum og geta horft inn í óljósa framtíð. Til að ná þessu þurfum við að bjóða upp á aukið og fjölbreyttara námsframboð. Fólk vill beita verkfræðilegum aðferðum á nýjum sviðum. Eitt dæmi er hugbúnaðarverkfræði og önnur eru fjármálaverkfræði, orkuverkfræði og lífverkfræði. Þessari þróun viljum við svara. Það getur tekið þessar greinar nokkur ár að þróast og fyrir okkur að skilgreina nákvæmlega hvað í þeim felst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að þróa þessar námsbrautir vandlega og oft er það þannig að við höfum verið að kenna þessi fög í mörg ár áður en við stígum fram og erum tilbúin til þess að útskrifa nemendur með þessar prófgráður. Við verðum stöðugt að vera á tánum, en við leggjum mikla áherzlu á gæði. Það gerir okkur auðveldara fyrir, að við byggjum á geysilega sterkum verkfræði- og raunvísindagrunni og höfum unnið náið með atvinnulífinu að ýmsum verkefnum. Nálægðin á Íslandi skapar okkur sérstöðu, vel menntaða stjórnendur, sem hafa skilning á mikilvægi rannsókna og menntun verkfræðinga og eru okkur sérlega velviljaðir.“ – Óttast tölvunarfræðingurinn ekkert að tölvurnar taki völdin? Ebbu Þóru er greinilega skemmt við þessa spurningu. „Okkur finnst stundum að þær ráði miklu, en það er nú alltaf notandinn sem er við stjórnvölinn. Auðvitað er hægt að misnota tölvur eins og allt annað. Það er hins vegar ekki tilgangurinn. Tölvur eiga að hjálpa okkur en ekki stjórna okkur.“ Það er alltaf sægurinn af verkefnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Deildarforseti Ebba Þóra Hvannberg vill skapa nemandanum gott starfsumhverfi og forða honum frá faglegum fílabeinsturni. Nýr deildarforseti verkfræði- deildar Háskóla Íslands, Ebba Þóra Hvannberg, var nýbúin að taka á móti sínum fyrsta ný- nemahópi, þegar Freysteinn Jó- hannsson hitti hana að máli. » Fólk vill beita verk- fræðilegum aðferðum á nýjum sviðum. Eitt dæmi er hugbúnaðarverkfræði og önnur eru fjármálaverkfræði, orkuverkfræði og lífverkfræði. Þessari þróun viljum við svara. freysteinn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.