Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ vín Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Salou í september Sértilboð - frábær gisting frá kr. 34.995 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð í viku á Cye eða Aqua & Golden. Aukavika kr. 14.000 á mann. Brottför 31. ágúst, 7., 14. eða 21. september. Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð í viku á Cye eða Aqua & Golden. Aukavika kr. 14.000 á mann. Brottför 31. ágúst, 7., 14. eða 21. september. Aðeins örfáar íbúðir í boði Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð með gistingu á Cye íbúðahótelinu í Salou eða Aqua & Golden hótelíbúðunum á Pineda ströndinni við Salou. Í Salou er Port Aventura skemmtigarðurinn og Aquapolis vatnsrennibrautagarðurinn er staðsettur í hjarta Pineda. Á báðum íbúðahótelunum eru nýlegar loftkældar íbúðir með góðum aðbúnaði fyrir gesti. Strönd, sól og skemmtun á frábæru verði. B læjubíllinn þaut með okkur félagana í gegn- um svalt sjávarloft San Francisco-borgar og sem leið lá yfir Golden Gate-brúna þar sem hlýrra loftslag virtist bíða okkar. Við keyrðum í heiðríkju í norðurátt framhjá smá- bæjum ríkustu íbúa svæðisins. Vín- viður þakti aflíðandi dalina og auglýs- ingaskilti við veginn staðfestu tilvist mikils víniðnaðar. Með takmarkaða þekkingu og áhuga naut ég þess að- eins að virða fyrir mér landslagið. Óslitnar raðir af vínviði líktust keðj- um sem teygðu sig yfir hóla og hæðir og voru áhrifin dáleiðandi. Eftir klukkustundar akstur gegnum hin frægu vínræktarsvæði Napa-dalsins komum við til Mendecino-sýslu þar sem við ætluðum að dvelja í góðu yf- irlæti hjá skyldfólki vinar míns. Norður-Kalifornía Karen og Dave búa í útjaðri smá- bæjarins Hopland ásamt þremur ungum sonum sínum. Þau tengjast bæði víniðnaðinum hvort á sinn hátt. Karen sem hönnuður merkimiða á flöskur en Dave sem hönnuður vél- rænnar þrúguskóflu sem getur komið í veg fyrir dauðsföll verkamanna sem enn þann dag í dag moka út úr koltví- sýringsfylltum eimingartönkum. Um kvöldið sátum við á veröndinni og gæddum okkur á litlum sætum vínberjum. Faðir Karenar sagði mér frá hinum litríka ungverska her- manni Agoston Haraszthy sem talinn er upphafsmaður víniðnaðar í Kali- forníu. Árið 1855 hóf hann umfangs- mikla ræktun í Sonoma-dalnum, en hann nam um skeið vínrækt í Evrópu og sneri aftur með hundrað þúsund græðlinga. Ræktun og framleiðsla víns á heimsmælikvarða fylgdi í kjöl- farið. Fyrr á tíð voru vínber nátt- úrulegur hluti af landslaginu og frumbyggjar svæðisins tíndu þau. Síðar hófu spænskir munkar að nýta lönd klaustranna til ræktunar og vín- gerðar. Rótarlús (phylloxera) eyði- lagði mestalla ræktun árið 1873, en með nýjum tegundum vínviðar hafði iðnaðurinn náð sér á strik þremur ár- um síðar. Það var svo setning áfengisbanns árið 1919 sem ógnaði tilveru iðnaðar- ins allt til ársins 1933, og hafði þá gengið frá flestum víngerðum Norð- ur-Ameríku auk þess að ýta undir skipulagða glæpastarfsemi og van- virðingu almennings fyrir stjórn- arskránni. Bættur efnahagur þjóð- arinnar og nýir drykkjusiðir leiddu til þess að iðnaðurinn óx jafnt og þétt fram til dagsins í dag og er vín frá Kaliforníu talið sambærilegt hinu franska að gæðum. Við lok kvöldsins, einni og hálfri öld eftir fyrstu ræktun Ungverjans, var rökrætt um kosti og galla líf- rænnar ræktunar, málefnið sem virð- ist auðveldlega skipta fólki í flokka. Mexíkó til bjargar Fetzer er stærsta víngerðin í Men- decino-sýslu og hefur Dave þróað uppfinningu sína í samstarfi við fyr- irtæki sem hóf starfsemi árið 1958 og hefur frá 1984 eingöngu ræktað og framleitt eftir lífrænum aðferðum. Mér fannst ég ósköp lítill inni í þessu gímaldi. Að undanskildum þremur starfsmönnum og stöku vínberjastilk á stálgrindargólfinu var ekkert lif- andi eða lífrænt milli rúmlega sextíu þúsund lítra eimingartankanna sem í öllu sínu krómveldi drottnuðu yfir svæðinu. Áður en við héldum heim á leið kíktum við inn í geymslurýmið þar sem vínið er látið eldast. Við gengum inn steypt göng sem lágu að þykkri stálhurð með talnalás. Augna- blikið hefði minnt á atriði úr James Bond-mynd ef dyrnar hefðu ekki ver- ið ólæstar. Sterka viðarlykt lagði frá háum trétunnustöflum og aðeins skein ofur- lítil ljóstíra í þessu svala og raka rými. Við yfirgáfum svæðið áður en viðvörunarkerfið færi í gang og við eflaust álitnir njósnarar. Næsta dag keyrðum við um þá vegi svæðis sem hippar frá San Francisco í sambýli við skógarhöggsmenn mót- uðu sem frjálslegt samfélag sem í dag byggist á vínrækt og hugmyndinni um einstaklingsfrelsi. Á leiðinni til San Francisco hugsaði ég um þann fjölmenna hóp sem seint að sumri vinnur boginn í baki við að klippa vín- berjaklasana fyrir um tvö hundruð og fimmtíu til fjögur hundruð krónur á tímann. Ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó eru í dag gríðarstór og sam- ofinn hluti hins ameríska landbún- aðar. Uppskerutími í Frakklandi Líkaminn var stirður og kaldur svona snemma morguns. Klukkan var rétt rúmlega átta og dropar runnu niður handleggina þegar ég klippti unga þrúguklasana lausa. Allt var rakt og fötin voru hörð og klístr- uð af vínberjasafanum. Flestir voru þöglir við vinnu sína. Loks kom sólin upp og raddir vinnufólksins hófu að yfirgnæfa skrjáfið í greinunum. Þeg- ar kom að fyrsta hléi klukkan hálftíu lágu peysur á víðavangi. Sólin var enn sterk um miðjan september og vinnufólk um allan Rhone-dalinn í Frakklandi átti viku vinnu fram- undan, bogið í baki. Eftir morgunmat safnaðist mann- skapurinn saman á tröppum bónda- bæjarins og beið eftir traktornum sem keyrði hópinn á akrana. Vafðar sígarettur fylgdu ávallt eftir máltíðir og meirihlutinn af um tuttugu manna hóp reykti. Flestir voru franskir að uppruna en ávallt mæta nokkrir út- lendingar. Þetta ár var það ég ásamt stelpum frá Perú, Mexíkó og Svíþjóð. Aksturinn í traktornum var ánægjulegur þar sem tími gafst til að virða fyrir sér aflíðandi landslagið. Við fórum eftir einbreiðum vegum framhjá fornlegum húsum í átt að akri þar sem rödd yfirmannsins skip- aði okkur að hefjast handa. Skipanir hans höfu tilætluð áhrif en öfluðu honum aldrei vinsælda. Hann var vin- ur þegar hann kallaði til hlés en óvin- ur að því loknu. Unnið var beggja vegna vínviðarins og voru sumir af- kastameiri í samræðum en tínslu. Sömu nöfn þeirra seinustu voru hróp- uð hvað eftir annað meðan hlutskipti þeirra sem fyrstir kláruðu var að hjálpa þeim seinustu. Við klipptum rauð og hvít ber til skiptis. Stundum afburða góð ber, en einnig heilu akrana með rotnuum berjum sem kröfðust þess að við hreinsuðum klasana. Þá gekk vinnan hægt og bakið varð fljótt aumt. En með veðurfar sem minnti á bestu sumur heima, átta tíma vinnudag og tveggja tíma hádegishléi var lítil ástæða til að kvarta. Dagarnir liðu fljótt og stemningin var góð. Eftir sturtu og kvöldmat tók við hófsöm drykkja sem er á leið fyrstu vikuna vatt ærlega upp á sig og svefn flestra náði sjaldan meira en fjórum klukkustundum. Svefnskáli karlanna var vettvangur gleðskap- arins og aðeins stelpurnar áttu kost á góðum nætursvefni. Eftir átta daga var vinnunni lokið. Seinustu dagana hafi vínberjakast aukist svo að yfirmaðurinn réð ekki Mannkynssagan í gerjun Í yfir fjögur þúsund ár hefur áfengisneysla verið partur af sam- félagsmynstri manns- ins og trúarhefð. Svav- ar Jónatansson bragðaði á sögu víns víðsvegar um heiminn. Tilviljun réð uppgötvun víngerðar fyrir um sex til átta þúsund árum í núverandi Íran. Afleiðing skemmdra vínberja og áhrif þeirra á menn hafa alla tíð síðan verið samofin þróun samfélaga og trúar- braga. Tvö þúsund og sex hundr- uð árum fyrir Krist hafði vín- drykkja meðal presta og konungsstéttar öðlast traustan sess í samfélagi forn Egypta, þó að verkamenn mættu láta sér nægja bjór. Þúsund árum síðar í Grikklandi var vín í fyrsta sinn notað til lækninga auk þess að hljóta heiðursess meðal heimspek- inga. Þúsund árum fyrir Krist hófu Rómverjar að skrá og flokka teg- undir vínviðar og fluttu vínrækt til Vestur-Evrópu í kringum Krists- burð. Með aukinni vínrækt setti Rómaveldi innflutningsbann á er- lent vín til verndunar ítalska vín- iðnaðarins. Kirkjan og klaustur kaþólsku kirkjunnar komu vín- rækt á legg í mestallri Evrópu og viðhéldu henni fram yfir miðaldir. Árið 1863, sex árum eftir uppgötv- un Louis Pasteur um þátt gerla í víngerð, voru sprotar af amerísk- um vínviði fluttir til Englands. Með þeim barst skætt afbrigði af rótarlús sem á tuttugu árum hafði dreifst yfir flest vínræktarhéruð Evrópu. Hugmynd plöntufræðings frá Texas um að rækta evrópska vínviðinn með ónæmum amerísk- um tegundum er talin hafa bjarg- að evrópskri vínrækt en í kjölfarið glötuðust aldagamlar hreinrækt- aðar tegundir. Með ört vaxandi iðnaði var tekið upp gæðakerfi í Frakklandi og er það nú staðlað kerfi um mestallan heim. Ávallt bætast fleiri lönd í hóp vínræktenda og er Kína þar fremst í flokki. Vín og viður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.