Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐ Í DEIGLU hringveginn,“ segir Hilmar. Páll Kristjánsson hnífasmiður og íbúi Ála- fosskvosar er sammála því: „Þetta er rúmlega 2 mínútna krókur að fara á Þingvallaveginn á leið til Reykjavíkur og ég vil að íbúar Helgafells- byggðar fari þá leið. Sá vegur er tilbúinn og inni á skipulagi. En við höfum ekkert á móti hverf- inu, það verður bara flott. Þau geta labbað hing- að niður eftir, það verður fullt af göngustígum.“ Þrátt fyrir að tengibraut um brú austan Varmár sé í aðalskipulagi til 2024 virðist enginn lengur vilja veg á þeim stað. En bæjarfulltrúar saka Varmársamtökin um að vilja fá tengibraut þar til að losna við Helgafellsbrautina. Og fé- lagar í Varmársamtökunum segja bæjaryf- irvöld ætla að koma þeirri tengibraut í gegn með tíð og tíma. Þannig eru deilendur meira að segja ósammála um það sem þeir eru sammála um. Íbúar stofna samtök Þegar sjarma Álafosskvosarinnar er lýst rifja margir íbúar upp hversu gagnteknir þeir hafi verið við fyrstu komu sína þangað. Þannig er um Berglindi Björgúlfsdóttur, formann Var- mársamtakanna, sem hafði þá búið vestanhafs í rúman áratug. „Ég sá strax að hér vildi ég setj- ast að. Hvílíkur ævintýraheimur!“ En þegar hún heyrði hjá fasteignasalanum að það ætti að leggja „10 þúsund bíla braut við hlið- ina á húsinu“ blöskraði henni, gekk í hús og sá fljótlega að áhrifaríkast væri að stofna samtök. Fljótlega upp úr því, 8. maí 2006, stóð hún ásamt fleirum að stofnun Varmársamtakanna. Samtökin hafa ekki aðeins staðið í baráttu vegna fyrirhugaðrar tengibrautar, heldur beita þau sér fyrir verndun svæðisins meðfram Varmá. Svo stuðla þau að blómlegra mannlífi í kvosinni sjálfri með ýmsum viðburðum, svo sem íbúaþingum, hreinsunarátaki, tónlistarupp- ákomum, gönguferðum og lífrænum útimark- aði. Ef til vill lýsir Brynhildur Sigurðardóttir, 10 ára, best verunni í kvosinni: „Það eru margir krakkar hérna og mér líkar mjög vel. Ég fer stundum út að hjóla eða leik mér í ánni, að vaða og svona. Svo skauta ég á veturna.“ Þyngri tónn var í Unu Hildardóttur, þá 14 ára, sem skrifaði í athugasemd til bæjarins 21. mars 2006: „Ég hef alist hérna upp frá átta ára aldri og notið þess að vera örugg hérna í hverf- inu vegna lítillar umferðar … Þegar ég bý hér líður mér eins og ég sé í sveit … Þegar tengi- brautin er komin á mér eftir að líða eins og ég búi undir vegi í stórborg.“ Verndarsvæði Varmár Í lýsingu í náttúruminjaskrá segir að Varmá sé eitt fárra varmavatna á landinu og hafi mikið vísindalegt gildi. Við það er almennt miðað þeg- ar vötn, tjarnir og ár eru sett á náttúruminja- skrá að vernda beri vatnið sjálft, eða farveg þess, ásamt 100 metra breiðu belti ofan eðli- legra flóðmarka eða gljúfrabrúna. Gagnrýnt hefur verið að Helgafellsvegur fari inn fyrir verndarbelti Varmárinnar, en það sé 50 til 100 metrar frá bökkum áa og vatna á nátt- úruminjaskrá. Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar er miðað við að standa við 50 metra hverfisverndarmörk, en engu að síður ræðst það af aðstæðum hverju sinni og á umræddu svæði við Helgafellsveg nær hverfisverndin aldrei lengra en að veginum sjálfum, að sögn bæjarverkfræðings Mosfells- bæjar. Í greinargerð Umhverfisstofnunar er vakin athygli á því að nú þegar hafi verið þrengt að Varmá með ýmsum framkvæmdum: „Stofnunin telur því mikilvægt að við val á staðsetningu og hönnun nýrra mannvirkja sé ekki farið nær ánni en nú þegar hefur verið gert. Þar sem því verði við komið eigi að skilja eftir um 100 m breitt belti meðfram ánni þar sem ekki er gert ráð fyrir öðrum mannvirkjum en þeim sem tengjast útivist.“ Mosfellsbær gerir lítið úr þessu og svarar: „Eftir að dæling Hitaveitu Reykjavíkur hófst á Suður-Reykjasvæðinu lækkaði grunnvatns- staða heita vatnsins á svæðinu og um leið hurfu hverir og rennsli heits vatns í ána. Ekki er því lengur hægt að telja ána eitt fárra varmavatna á landinu.“ Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram af Varmársamtökunum að Orkukveita Reykjavík- ur geti dregið úr djúpborunum á Reykjum, sem gæti orðið til þess að áin endurheimti nátt- »En ég hef aldrei skilið, ég veit ekki hvaða orð ég á að nota, þessi sérkennilegu læti í mínum huga í kringum þennan vegarspotta. Morgunblaðið/Frikki Hnífasmiður Páll Kristjánsson á vinnustofu sinni, þar sem dyrnar standa ætíð opnar. Morgunblaðið/Golli 600 rútur Mikill fjöldi ferðamanna kemur á hverju ári í Álafoss sem er í eigu Guðmundar Arnars Jónssonar. Ljósmynd/Marisa Arason Útimarkaður Árlegur útimarkaður með lífrænar af- urðir var haldinn í Álafosskvosinni fyrir viku. Morgunblaðið/Golli Ásgarður Það eru miklir handverksmenn sem smíða allt milli himins og jarðar á verkstæði Ásgarðs. Morgunblaðið/Kristinn Sundlaugin Lukka, Kjartan og Orri í gömlu sundlauginni, þar sem Sigur Rós hefur komið upp hljóðveri. Lífið í Álafosskvosinni 1983 Gert er ráð fyrir tengibraut frá Vesturlandsvegi að Helgafells- landi í aðalskipulagi Mosfells- bæjar, sem er enn á skipulaginu fyrir 2002 til 2024. 2004 Efnt til samkeppni um ramma- skipulag fyrir Helgafellshverfi með 900 íbúðum á 75 hekturum. 2005 Eftir samkeppni er nýtt ramma- skipulag fyrir Helgafellshverfi samþykkt, 900 íbúðir á 75 hekt- urum, en árið 1983 var gert ráð fyrir 200 íbúðum á 40 hekturum. 2005 Tengibraut kynnt á haustfundi með íbúum Álafosskvosar á og kemur mörgum í opna skjöldu. 2005 Bæjaryfirvöld og landeigendur undirrita viljayfirlýsingu um Helgafellsbyggð í nóvemberlok. 2006 Bæjarstjórn samþykkir í febr- úar tillögu að deiliskipulagi fyrir tengibraut um Helgafellsland frá Álafossvegi. 2006 Skipulagsstofnun, Landbún- aðarstofnun og Heilbrigðiseft- irlit Kjósarsvæðis gefa þá um- sögn í apríl að ekki sé ástæðu til að framkvæmdin fari í mat á umhverfisáhrifum, þó að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. 2006 Varmársamtökin, íbúa- og um- hverfissamtök í Mosfellsbæ, stofnuð á 60 til 70 manna fundi í Þrúðvangi 8. maí í aðdraganda kosninga. 2006 Umhverfisstofnun segir í um- sögn til Skipulagsstofnunar í maí að tengibrautin kunni að hafa umtalsverð sjónræn áhrif og samfélagsleg áhrif vegna há- vaða, auk nálægðar og áhrifa á vistkerfi Varmár. 2006 Skipulagsstofnun úrskurðar 22. maí að tengibrautin sé ekki lík- leg til að hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Varmársamtökin kæra úrskurðinn til umhverfisráðherra. 2006 Úrskurður Skipulagsstofnunar staðfestur af umhverfisráðuneytinu 7. desember um að tengibraut sé undanþegin mati á umhverfisáhrifum. 2006 Deiliskipulag um tengibraut sem nú stendur lægra en áður samþykkt í bæjarstjórn í desember og veitt framkvæmdaleyfi. 2007 Varmársamtökin kæra úrskurð umhverfisráðherra til úrskurð- arnefndar skipulags- og byggingarmála í lok janúar. 2007 Hópur íbúa mótmælir framkvæmdum við tengibraut skömmu síðar og stöðvar eyðileggingu trjágróðurs í hlíðinniþar sem enn sé að vænta úr- skurðar í málinu. Vinnu við tengibraut hætt að ósk bæjaryfirvalda. 2007 Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála úrskurðar 15. febrúar að stöðva beri framkvæmdir við tengibraut þar sem skoða þurfi hvort deiliskipulagstillagan heyri undir lög um umhverfismat áætlana. 2007 Tónleikarnir „Lifi Álafoss“ haldnir til styrktar Varmársamtökunum 18. febrúar með Sigurrós og fleiri hljómsveitum og 700 gestum. 2007 Bæjarstjórn afturkallar deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir tengi- brautina í lok febrúar og Varmársamtökin draga þá sína kæru til baka. 2007 Skipulagsstofnun ákveður 5. mars að vinna þurfi deiliskipulagið að nýju í samræmi við lög um umhverfismat áætlana. 2007 Vinnuvélar rífa upp tré í trjálundi 14. maí í hlíðinni þar sem tengibraut- in á að liggja. Íbúar stilla sér upp við og stöðva gröfurnar þar sem deili- skipulag er ófrágengið. Samtökin kæra til lögreglu en kæru er vísað frá á grundvelli þess að um lagnaframkvæmd sé að ræða. Enn eru kærumál í gangi vegna þessarar veglagningar. 2007 Deiliskipulag vegna tengibrautar frá Vesturlandsvegi inn í Helgafells- land samþykkt 29. ágúst í bæjarstjórn. Tengibraut í tímans rás Sorg Íbúar mótmæla veglagningu og Bryndís Schram er helst á því að „skríða upp í rúm og gráta“. Vegur? Deilur hafa staðið yfir um hvað sé vegur og hvað eitthvað annað undanfarna mánuði. Skemmdarverk Menn voru þungir á brún þegar skemmdarverk voru unnin á sjö vinnuvélum í maí. Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/Frikki Morgunblaðið/RAX 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.