Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 77 Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Firma Consulting leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu með áherslu á gæði, trúnað og traust í vinnubrögðum sínum. Firma Consulting veitir m.a. eftirtalda þjónustu: • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja á Íslandi. • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja erlendis í samstarfi við sérhæfð fyrirtæki á því sviði. • Aðstoð við sameiningu fyrirtækja. • Aðstoð við verðmat á fyrirtækjum. • Aðstoð við gerð kaupsamninga. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskipta- fræðingur og löggiltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endur- skoðunarstörfum, sem rekstrar- ráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgefandi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smárahvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Magnús er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Við finnum kaupendur og seljendur að fyrirtækjum Tónlist Austurbær Jazzhátíð Reykjavíkur Eivör Pálsdóttir og Stórsveit Reykjavíkur  Fimmtudagskvöldið 30.8. 2007. EINHVERN veginn kemur mið- bindi Reykjavíkurtríólígíu Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar upp í hugann er ég hlusta á Eivöru Pálsdóttur flytja tónbálk sinn Tröllaslag. Kannski vegna þess að þrátt fyrir forn minni er hvort tveggja óður um nútímann, þar blunda hin óræðu öfl óbeisluð auk þess sem titill Ólafs rímar svo vel við þann galdur er Eivör fremur á sviði í stórbrotnum söng og seið- magnaðri tónlist; frumsaminni jafnt sem færeyskri. Þegar Tröllaslagur var gefinn út á plötu fyrir um tveim- ur árum söng Eivör með Stórsveit danska útvarpsins. Sú sveit hefur lengi verið flaggskip evrópskra stór- sveita og þess vegna var maður eilít- ið spenntur, svo vægt sé til orða tek- ið, er ,,Stórsveitin okkar“ glímdi við verkefnið. Útsetningarnar á lög- unum voru sem fyrr Peters Jensens og Jespers Riis en í stað Riis, er stjórnaði Danabandinu, var Kópa- vopsbúinn Össur Geirsson við stjórnvölinn. Það er skemmst frá því að segja að honum fórst starfið vel úr hendi og Stórsveitin lék útsetn- ingar með glæsibrag og ef eitthvað var, komst hinn magnþrungni seiður Eivarar enn betur til skila í flutningi okkar manna en danskra. Hið sam- íska blóð vegur þyngra því þýð- verska. Ekki ollu einleikararnir von- brigðum og leyfi ég mér að fullyrða að Jóel Pálsson og Haukur Gröndal hafi slegið hressilega við sólóum Uffe Markussen og Peter Fuglsang í frumútgáfunni. Eivör er engum lík og þó að ég hafi ekki hrifist að þeim lögum er hún söng án Stórsveit- arinnar verður hún eftir þetta uppá- haldið mitt í norrænni seiðtónlist og minnir mig, þegar best lætur, á söngkonurnar mögnuðu; Agnes Bu- en Granås og Marie Boine, í fé- lagskap Garbareks. Vernharður Linnet Seiður og hélog Morgunblaðið/Sverrir Góð „Eivör er engum lík og þó ég hafi ekki hrifist að þeim lögum er hún söng án Stór- sveitarinnar verður hún eftir þetta uppá- haldið mitt í no- rænni seið- tónlist.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.