Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is SNYRTIVÖRUFYRIRTÆKIÐ Avon er eitt það stærsta í Banda- ríkjunum og veltir allt að 8 millj- örðum á ári. Það er jafnframt öfl- ugur bakhjarl kvenna um allan heim og er m.a. einn stærsti veit- andi örlána til kvenna, auk þess að standa fyrir herferðum gegn heim- ilisofbeldi, brjóstakrabbameini o.fl. Edwina Sorkins, sölustjóri hjá Avon, heimsótti Ísland nú fyrir helgi og kannaði hér m.a. aðstæður til hvataferðar fyrir duglegt starfs- fólk. „Við erum mjög stolt af þessu starfi okkar og það er líka ástæða til. Við reynum að axla félagslega ábyrgð sem stórfyrirtæki og höfum raunar safnað um 500 milljónum Bandaríkjadala til ýmissa mála- flokka.“ Avon styrkir reglulega hjálparstarf á alþjóðavettvangi vegna neyðartilfella, s.s. flóðbylgj- unnar í Taílandi. Fyrst og fremst einbeitir fyrirtækið sér þó að mála- flokkum kvenna og hefur það að sögn Edwinu verið stefna Avon allt frá stofnun þess, árið 1886. Konur starfi á eigin vegum Sölukerfi Avon hefur orðið fyr- irmynd margra annarra fyrirtækja, en það byggist á persónulegu sam- bandi milli kaupenda og sölu- manna, sem eru yfir 5 milljón að tölu í 120 löndum. Fyrirtækið styrkir konur með örlánum til að gerast sölufulltrúar, oftar en ekki með heimasölu, og verða þar með fjárhagslega sjálfstæðar þar sem heimilishald og barnauppeldi væru annars fyrirstaða. „Ég held að það sé þetta persónulega kerfi sem hef- ur stuðlað að velgengni okkar, og á sama tíma gefum við konum tæki- færi til að byggja upp sína eigin at- vinnustarfsemi og verða sjálf- stæðar. Við heyrum sögur alls staðar að frá konum sem gátu menntað börnin sín með hjálp Avon, konum sem gátu keypt sér hús eða bíl og svo framvegis, og um það snýst þetta allt saman.“ Örlánastarfsemi ýmissa samtaka beinist nú í auknum mæli til kvenna og þykir það sýnt að þann- ig komi lánin sér oft betur fyrir fjölskyldur í örbirgð auk þess að styrkja félagslega stöðu kvenna. „Avon er einstakt að því leyti hve mikið kvennafyrirtæki það er. Við vinnum með og fyrir kon- ur og þannig viljum við hafa það, við erum með heilan her af kon- um sem selja vörurnar okkar og það gefur okkur brodd og sér- stöðu.“ Í mars síðastliðnum fór Avon svo af stað með nýjan styrkt- arsjóð sem gengur undir nafninu „Hello Tomorrow“ eða „Halló morgundagur“ með það að leið- arljósi að gefa konum von um betri framtíð. Í hverri viku eru veittir 5.000 dollarar úr sjóðnum til karla og kvenna sem standa fyrir hvers konar starfsemi eða samfélagsþjónustu í þágu kvenna. Meðal verkefna sem hlotið hafa styrkinn má nefna ókeypis tannviðgerðir fyrir fórn- arlömb heimilisofbeldis, verkefni til að styrkja konur úr minni- hlutahópum til náms í stærð- fræði og vísindum og stuðnings- hóp sem aðstoðar kvenfanga við að fóta sig í samfélaginu á ný. Allt frá árinu 1992 hefur Avon staðið fyrir herferð gegn brjósta- krabbameini. Sjálf segist Edwina sérstaklega áhugasöm um þann málaflokk, ekki síst eftir að eldri dóttir hennar greindist með brjóstakrabbamein. Avon styrkir félög um brjóstakrabbamein í um 50 löndum, en stendur líka árlega fyrir maraþongöngu í helstu stórborgum Bandaríkj- anna þar sem safnað er áheitum til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. „Ég ætla sjálf að fara í maraþongönguna í New York í október. Það er mjög ánægjuleg leið til að taka afstöðu og safna pening um leið.“ Krabbameinsfélagið til fyrirmyndar Meðal þess sem Edwina gerði í heimsókn sinni á Íslandi var að heimsækja Krabbameinsfélagið og kynna sér starf þess. „Það var óvænt ánægja og ég verð að segja að ég var mjög hrifin af því hvernig þar er staðið að mál- um. Þau eru mjög vel skipulögð og ég held það mætti nota Krabbameinsfélagið hér sem fyr- irmynd annars staðar.“ Hún hefur þó ekki tíma til að staldra hér lengi við því næst liggur leiðin til Sádi-Arabíu, þar sem Avon hefur fjölmargar sölu- konur á sínum snærum, á áhuga- verðum en afar erfiðum markaði að sögn Edwinu. Hún stefnir þó á að snúa aftur til Íslands í febrúar 2008, og þá með hóp duglegra dreifingaraðila með sér. „Þetta er hluti af þeirri stefnu okkar að vera besti stað- urinn til að vinna á. Við viljum verðlauna dreifingaraðilana okk- ar fyrir frábært ár með hvata- ferð til Íslands. Í fyrra fórum við með þau til Höfðaborgar, og ég hugsaði sem svo að nú yrði Ís- land algjör andstæða.“ Edwina segist stolt af starfinu sínu og segist aldrei verða þreytt á vinnunni. „Þetta er gefandi og skemmtilegt starf. Þetta er fyr- irtæki með langa sögu og hefur stutt konur frá því áður en þær fengu kosningarétt. Ég hef unnið þarna frá því ég var 25 ára göm- ul, en ég verð ennþá áköf og ástríðufull þegar ég tala um það.“ „Við reynum að axla félagslega ábyrgð“ Morgunblaðið/Sverrir Herferð Edwina Sorkins sölustjóri og snyrtivörufyrirtækið Avon hef- ur í 15 ár staðið fyrir herferð gegn brjóstakrabbameini. Vinnur í þágu kvenna jafnt með snyrtivörum sem hjálparstarfi HIÐ íslenska biblíufélag hefur haft veg og vanda af byggingu biblíuhúss í Konsó-héraði í Eþíópíu, en húsið var vígt á dögunum. For- saga málsins er sú að harðduglegir Konsó- búar, sem unnið hafa hörðum höndum að þýðingu Gamla testamentisins, hafa und- anfarin ár búið við þröngan kost; hafst við í litlu herbergi í húsi fjölskyldufólks með til- heyrandi þrengslum og ónæði. Félögum í Biblíufélaginu fannst aðstöðu- leysi þeirra ótækt og efndu þeir til söfnunar í því skyni að veita þýðendunum viðunandi athvarf. Söfnunin tókst með afbrigðum vel. Gáfu íslensk hjón stærstan hluta hússins en því sem eftir stóð af söfnunarfénu var varið til kaupa á húsgögnum og nauðsynlegum búnaði. Þegar í stað var hafist handa við smíði hússins sem nú hefur verið vígt og tekið til notkunar. Er það von Biblíufélagsins að ráðstöfunin flýti fyrir því að Biblían öll komi út á máli Konsómanna, en Nýja testamentið kom út á tungumálinu árið 2002 og lagði sú þýðing í raun grunninn að ritmáli Konsó, sem fram að því hafði aðeins verið talað. Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Hins ís- lenska biblíufélags, segir að framkvæmd- irnar hafi ekki kostað háar fjárhæðir í aug- um Íslendinga, sem nú til dags líti á allt í milljónum. Upprunalega hafi verið áætlað að kostnaðurinn yrði 550 þúsund krónur, en lokatalan varð rúmlega helmingi hærri þar sem ákveðið var að stækka húsið talsvert og bæta aðstöðuna. „Þessi fjárveiting er engu að síður mjög mikilvæg á þeirra mæli- kvarða. Það þarf svo lítið til að hjálpa þeim að verða sjálfbjarga og bjargálna,“ segir Jón. Hann kveður þýðingu Gamla testa- mentisins gríðarlega umfangsmikið verk, sem ekki muni sjá fyrir endann á fyrr en eftir sjö til átta ár. Skjólshúsi skotið yfir biblíu- þýðendur Ljósmynd/Jónas Þórisson Reifur Þýðendurnir fjórir geta nú unnið að þýðingu Gamla testamentsins yfir á Konsó- mál án þess að búa við mikil þrengsli. EIRÍKUR Björgvin Eiríksson fæddist í Dagverðargerði í Tunguhreppi, N-Múla- sýslu, 16. desember 1928. Hann lést á elli- heimilinu Grund 25. ágúst sl. Hann var yngstur í hópi fjögurra systkina en tvö komust til full- orðinsára. Foreldrar Eiríks voru Anna Gunn- arsdóttir húsfreyja og Eiríkur Sigfússon bóndi í Dagverðargerði. Eiríkur stundaði nám í Eiðaskóla í tvo vetur en gerðist síð- an fyrirvinna heimilisins og annaðist búskapinn fram til 1967. Sinnti hann ýmsum tilfallandi verkamanns- og ritstörfum eftir að heilsa hans leyfði ekki frekara búsýsl. Haustið 1975 hélt Eiríkur svo til Reykjavíkur og gerðist bókavörður hjá Alþingi. Þeim starfa hélt hann fram til ársins 1995 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Ei- ríkur var fræðimaður af Guðs náð og sinnti ýmsum ritstörfum og menningarsýsli. Hann var nafntogaður hag- yrðingur og vel að sér um sagnfræði og bók- menntir; gat sér m.a. gott orð fyrir frammi- stöðu í spurninga- keppni í sjónvarpi árið 1972. Þá ritaði hann ábúendatal og sveitar- lýsingar í ritið „Sveitir og jarðir í Múlaþingi“, tók saman hinar ítar- legu nafnaskrár og skýringar við seinni útgáfu Þjóð- sagna Sigfúsar Sigfússonar er út kom 1980–1985 og er höfundur að mörgum tímaritsgreinum og út- varpsþáttum um austfirskan fróðleik af ýmsu tagi. Eiríkur var ókvæntur og barnlaus. Útför Eiríks Björgvins fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 3. september og hefst athöfnin kl. 11. Andlát Eiríkur B. Eiríksson SKEMMTANAHALD fór víðast hvar vel fram á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags og virðist sem veðrið hafi sett þó nokkurt strik í reikninginn þrátt fyrir útborgunar- dag hjá flestum – sem tengt hefur verið við mikinn eril. Hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu fengust þær upplýsingar að venju samkvæmt hefði verið nokkuð af fólki í miðborg Reykjavíkur en engin stórmál hefðu komið upp. Til að mynda var aðeins einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Það telst afar lítið en að með- altali eru á 6-9 ökumenn teknir hverja nótt um helgi. Lögreglan á Suðurnesjum átti þá fremur náðuga nótt þrátt fyrir að þar færi fram Ljósanótt. Margt fólk tók þátt í hátíðarhöldunum sem fóru vel fram, að sögn lögreglu. Þar var jafnframt einn ökumaður tekinn ölv- aður undir stýri. Að endingu má nefna, að upp komu fá sem engin mál á Akureyri og Selfossi. Afar rólegt víðast hvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.