Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 10
E ldar loga glatt víða í sam- félaginu vegna skipulags- mála. Einn af þeim stöð- um sem hafa verið í brennidepli er í Mos- fellsbæ, en þar hafa deil- ur risið um Helgafellsveg, fyrirhug- aða tengibraut frá Vesturlandsvegi inn í Helgafellsbyggð. Þrátt fyrir að deiliskipulag um veg- inn hafi verið samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sl. miðvikudag er mál- ið ekki útkljáð, kannski síður en svo. Að sögn Sigrúnar Pálsdóttur í Varm- ársamtökunum liggur m.a. fyrir kæra hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og lögreglu út af „ólöglegri vegagerð án deiliskipulags og einnig vegna rofs á hverfisvernd vegna byggingarframkvæmda við Skammadalsgljúfur.“ Eflaust mun vegurinn nýtast Ekki aðeins hafa deilur risið um hvort leggja eigi Helgafellsveg á þessum stað. Undanfarna mánuði hefur verið deilt um hvort vegur hafi þegar verið lagður á staðnum eða hvort um „vinnuveg“ eða „lagnafram- kvæmd“ sé að ræða. Varmársamtökin halda því fram að í raun hafi verið lagður vegur sem sé nánast tilbúinn undir malbik. „Þeir eru að snúa heilum trukki með tengi- vagni á þessu,“ segir einn íbúa. Þó að taka megi undir að lagnafram- kvæmda hafi verið þörf hafi aug- ljóslega verið gengið á lagið og fram- kvæmdir hafnar við tengibrautina utan deiliskipulags. Hannes Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri Helgafellsbygginga, bendir hins vegar á að að gera þurfi stóra og burðarmikla vinnuvegi til þess að stórar vinnuvélar geti mæst og aðrir sambærilegir vinnuvegir á framkvæmdasvæðinu séu mjög svip- aðir hvað breidd og burðarefni varð- ar. „Eflaust mun vegurinn nýtast okkur að miklu leyti í tengibrautina þegar hún verður samþykkt, þannig að við þurfum ekki að vinna veginn upp á nýtt, en ef hún verður ekki samþykkt er þetta alveg afturkræft, hægt að moka yfir aftur, sá og gróð- ursetja.“ Þegar borið er undir Ragnheiði Ríkharðsdóttur, oddvita sjálfstæð- ismanna og fyrrverandi bæjarstjóra, hvort verið geti að verktakinn hafi verið að stytta sér leið þegar vinnu- vegurinn var lagður, þannig að hann nýtist í tengibrautina þegar þar að kemur, svarar hún: „Ég get ekki svarað því hvað verktakinn var að hugsa en eftirlitsaðili sveitarfélagsins hefur fylgst með þessum fráveitu- framkvæmdum og þær eru eins og þær eiga að vera. Það er ekki sama vegaframkvæmdir og vegurinn því þó að hann liggi í áþekku stæði er hann samt sem áður utar og á honum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Umdeilt Vinnuvegur sem lagður hefur verið vegna lagnaframkvæmda út frá Álafosskvosinni. Á svipuðum stað verður umdeild tengibraut, Helgafellsvegur, yfir í Helgafellsbyggð sem er að rísa. VEGUR EÐA EKKI VEGUR? Lífið er ekki lengur með kyrrum kjörum í Álafosskvos. Nú eru hestarnir sem eru á beit í hlíðinni handan Varmár stórvirkar vinnuvélar. Og allt í einu kominn vegur sem þó er ekki vegurinn sem á að leggja. Eða hvað? Þar sýnist sitt hverjum, fulltrúum bæjaryfirvalda, land- eigenda, íbúa og bæj- arbúum sjálfum. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Í friði Halldór Ásgeirsson vill halda Álafosskvosinni eins og hún er. Það eigi að leggja tengibrautina inn á Reykjaveg eða Þingvallaveg. Vernd Soffíu Kristjánsdóttur stend- ur á sama en Klara systir hennar vill fleiri opin svæði og vernda kvosina. Inga Sara fylgdist með. Hræðileg Kristni Ísakssyni finnst tengibrautin hræðileg, spilla menn- ingu kvosarinnar og vill frekar að hún liggi fyrir ofan Álafossinn. Sveitin Fríða Halldórsdóttir vill halda kvosinni og finna aðra leið fyrir veginn: „Það á að vera hægt að halda í það gamla í sveitinni.“ Hvað segja bæjarbúar?  »Nú er á leiðinni þúsund íbúða byggð BYGGÐ Í DEIGLU 10 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.