Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Leikkonan Danica McKellarkom nýverið mörgum áóvart með því að senda frásér bók um stærðfræði sem ætluð er stelpum á grunnskóla- aldri. McKellar hlaut frægð fyrir hlutverk sitt í bandarísku fjölskyldu- þáttunum The Wonder Years, sem sýndir voru vestra á árunum 1988- 1993. Hún lék Winnie Cooper, æsku- ást Kevins Arnold (Fred Savage). McKellar, sem er 32 ára, hefur tekist ágætlega upp með ferilinn síðan og er enn að leika. Hún kom t.d. fram í einni þáttaröð Vesturálmunnar í hlutverki Elsie Snuffin. Til viðbótar fór hún í háskólanám í stærðfræði við UCLA, útskrifaðist með láði, og hef- ur fengið birtar ritgerðir í faginu. Mikil þörf fyrir svona bók Í kjölfar námsins ákvað hún að skrifa bókina Math Doesn’t Suck: How to Survive Middle-School Math Without Losing Your Mind or Break- ing a Nail. Hún hefur lýst því í við- tölum að henni hafi fundist vera mikil þörf fyrir bók sem þessa. „Ég hafði tekið eftir því að það var ekki sérlega félagslega viðtekið að vera kyn- þokkafull og glæsileg stelpa, sem líka er klár. Mig langaði til að brjóta nið- ur ímyndina um stærðfræðinördinn,“ sagði hún í viðtali við Und- erGroundOnline. McKellar ákvað að einbeita sér að stelpum á aldrinum 9-12 ára. Hún segir aldurinn mikilvægan og þarna sé sjálfsmyndin í mótun. „Það er mjög mikilvægt að ná til þeirra og sýna þeim að það er vel hægt að reikna, stærðfræði getur verið bæði aðgengileg og gagnleg. Stærðfræði er æfing fyrir heilann. Hún gerir þig bæði sterkari og klárari.“ Vísindi og tíska Þrátt fyrir að leikkonan hafi lengi svarað stærðfræðispurningum les- enda á heimasíðu sinni kom hug- myndin að bókinni frá útgefandanum fyrir um tveimur árum. Reyndar fleiri en einum á sama tíma, svo McKellar gat valið úr útgáfum. Á þeim tíma komst McKellar í blöðin fyrir tvennt, hún var fyrirsæta í bað- fatamyndaseríu í Stuff Magazine á sama tíma og vísindahluti New York Times var með grein um ritgerð McKellar um stærðfræðikenningu, sem hún vonaðist til að geta sannað. Bókin kom út í síðasta mánuði og er McKellar oft spurð að því hvort tímasetningin hafi verið ákveðin í ljósi slæmrar hegðunar smástjarna í Hollywood. Átti bókin að vera ákveðið andsvar við ábyrgðarlausri hegðun, eit- urlyfjaneyslu og akstri undir áhrifum áfengis hjá Lindsay Loh- an, Paris Hilton og Nicole Richie? Hún segir það ekki vera svo, en út- gáfudagurinn var ákveðinn fyrir einu og hálfu ári, enda ágúst heppilegur útgáfumánuður fyrir námstengda bók. Ábyrgar ákvarðanir Hún telur þó óæskilegt að slík hegðun fari að þykja eðli- leg meðal unglingsstelpna. „Ég vil vissulega leggja mitt af mörkum til að sýna stelpum að eftir því sem þær þróa vits- muni sína meira, því betur eru þær í stakk búnar að takast á við mik- ilvægar ákvarðanir í lífinu. Og vonandi taka þær betri ákvarð- anir fyrir vikið og hugsa ekki með sér að það sé nauðsynlegt að vera kærulaus og óábyrgur til þess að vera heillandi.“ Henni mislíkar að skila- boðin sem ungar stelpur fái séu: Það er flott að vera heimskur. „Sjáðu bara Jessicu Simpson. Hún er fræg fyrir að vera heimsk. Ég hugsa að þetta hafi allt byrjað með Mari- lyn Monroe, hún var ekkert heimsk en þannig var litið á hana,“ sagði hún í viðtali við Wired. Sú spurning vaknar hvort fyrr- nefndar undirfatamyndir, en þær snúast eins og gefur að skilja mikið um útlitið, séu í andstöðu við þau skilaboð sem hún er að senda frá sér núna með stærðfræðibókinni. „Ég skrifaði stærðfræðibókina í anda unglingatímarita. Skilaboðin eru ekki: Hættu að hugsa um útlitið! Mér finnst í lagi að vera stelpulegur og leika sér með förðun og tísku. Það er ekkert að því svo framarlega sem stelpur halda ekki að þetta sé það mik- ilvægasta í lífinu.“ Það var hennar hugmynd en ekki útgefanda að láta bókina líkjast ung- lingatímariti. „Það er stjörnuspá í henni og persónuleikapróf. Þetta er það sem stelpurnar hafa áhuga á.“ Dæmi úr daglegu lífi Í bandarísku stærðfræðinámsefni eru dæmin sem notuð eru úr daglegu lífi gjarnan tekin úr hafnabolta, sem virðist höfða meira til stráka. Í Math Doesn’t Suck eru dæmin tekin úr barnagæslu, bakstri og verslunar- ferðum. McKellar hefur verið gagn- rýnd fyrir að ýta undir dæmigerðar kynjamyndir með þessu en hún tekur gagnrýninni létt. „Hvað finnst þér? Ef mér tekst að kenna stelpum, sem hafa gaman af því að baka og elska tísku, að þær geti notfært sér stærð- fræði, er ég með því að segja að stelp- urnar eigi bara heima í eldhúsinu eða í verslunarmiðstöðvum? Eða er ég að sýna þeim hvernig stærðfræði er hluti af lífi þeirra, jafnvel því sem þær héldu að tengdist stærðfræði alls ekki neitt?“ sagði hún líka í viðtalinu við Wired. Hún hvetur stelp- urnar til að sjá sjálfa sig fyrir sér gangandi niður Wall Street í háum hælum með flotta handtösku. „Þær þurfa að vera í góðri vinnu til að geta leyft sér að kaupa dýr föt og fylgihluti.“ Hún segir að með þessu móti geti þær bæði stækkað og minnkað köku- uppskriftir og verið í góðu starfi hjá verðbréfamiðlun, stærðfræðikunn- áttan geri þetta tvennt kleift. McKellar hefur sjálf kennt stærð- fræði og hélt árið 2000 ræðu fyrir al- þingi í Washington um mikilvægi kvenna í stærðfræði. „Þá var áhugi þingmanna mikill á að fá fleiri styrki til háskólanáms kvenna í stærðfræði. Ég sagði þeim að ég teldi það inngrip of seint. Tölfræðin sýnir að stelpur missa áhugann á faginu miklu fyrr og einkunnirnar byrja að lækka í mið- skóla. Það verður að setja fjármuni í uppbyggingarstarf fyrir þennan ald- urshóp.“ Kynþokkafull og klár  Leikkonan og stærðfræðingurinn Danica McKellar vill breyta ímynd stærðfræðinnar  Hún segir ungum stúlkum að stærðfræðingar séu ekki nördar og hvetur þær áfram í leit sinni að þekkingu Í HNOTSKURN »Danica McKellar kom íheiminn 3. janúar 1975 í La Jolla í Kaliforníu en fjöl- skyldan flutti til Los Angeles árið 1982. Hún byrjaði ung í leiklist og hóf ferilinn í sjón- varpsauglýsingum. Hún var ennfremur gestaleikari í The Twilight Zone á unga aldri en varð á táningsaldri fræg fyrir The Wonder Years. »Bók hennar Math Doesn’tSuck fæst á Amazon.com á ríflega 14 bandaríkjadali. »Heimasíða hennar erwww.danicamckellar.com. NÁM» »Henni mislíkarað skilaboðin sem ungar stelpur fái séu: Það er flott að vera heimskur. Stjarna og stærðfræðingur Da- nica McKellar segir stærðfræðinga ekki þurfa vera nörda og hvetur stelpur til að kynna sér fagið. AP » Þetta er lítið og náið sam-félag og það sýnir hvað and- inn er góður að við viljum ekki aðeins búa saman í Grímsey heldur einnig fara saman í gleði- ferðir til útlanda. Helga Mattína Björnsdóttir , kennari og kvenfélagskona í Grímsey sem ásamt flestum eyjarskeggjum hélt til Costa del Sol í vikunni. » Best væri ef við gætum lokiðobbanum af okkar samn- ingum fyrir jól. Vilhjálmur Egilsson , framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. » Ég var ekki alveg með á nót-unum í fyrstu skákinni, en þetta skánaði. Friðrik Ólafsson stórmeistari eftir að hann tók þátt í minningarmóti um Max Euwe í Hollandi. » Þegar maður stendur á móti30 metra eldhafi skilur mað- ur hvað maður er lítill í raun og veru. Jóhannes Lyberopoulos , sonur íslenska ræðismannsins í Grikklandi, en þar í landi hafa geisað einir mestu skógareldar í heiminum síðastliðin 150 ár. » Niðurrif í elstu hlutum borg-arinnar á auðvitað ekki að eiga sér stað. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörð- ur vegna ítrekaðra fregna af niðurrifi gamalla húsa í Reykjavík. » Fram til þessa hefur Íslandverið meira og minna þiggj- andi í varnarsamstarfi vest- rænna ríkja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra á málþinginu „Kapphlaupið um norðurpólinn“, sem haldið var í tengslum við NATO – og friðarsamstarfsæfinguna Northern Challenge 2007. » Þetta er nú orðið vanalegt áhaustin, þegar áætl- unarflugferðum fer fækkandi og vetrarskjálftinn kemur yfir. Jóhannes Bjarni Guðmundsson , formaður FÍA, eftir að Icelandair upplýsti að 25 flugmönnum og 39 flugfreyjum og -þjón- um yrði sagt upp frá og með 1. desember nk. » Hláturinn er svo mikið með-al. Læknar ættu að gefa út lyfseðla á miða í leikhúsið. Steinunn Knútsdóttir , leikstjóri farsans Líks í óskilum, sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu í gær. Ummæli vikunnar Afturför í húsfriðun? Heimild hef- ur verið veitt til niðurrifs húsanna við Laugaveg 4 og 6. Morgunblaðið/Ásdís Þátttökugjald kr. 1.500 með morgunverði Allir velkomnir – skráning á www.sa.is          L O F T S L A G S S A M N I N G A R O G A T V I N N U L Í F A T V I N N U L Í F O G U M H V E R F I F U N D A R Ö Ð S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S 2 0 0 7 Mánudaginn 3. september kl. 8:30-10:00 Á Grand Hótel Reykjavík – Gullteig Morgunverður hefst kl. 8:00 Halldór Þorgeirsson forstöðumaður hjá Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna ræðir um stöðuna í loftslagsmálum og áhrif alþjóðaskuldbindinga á atvinnulíf. Hvert stefnir? Hvernig má nýta verkefni í þróunarríkjum til að draga úr útstreymi heima fyrir? Hvernig starfa alþjóðlegir kolefnissjóðir? Hver verða áhrif á orkunýtingu og orkuvinnslu Íslendinga? Umræður og fyrirspurnir -
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.