Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 76

Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 76
76 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hugsanlega þekkja fáirsem þetta lesa Stax-útgáfuna bandarískusem er svo sem skilj- anlegt því hún lagði upp laupana fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þó lifir sú tónlist sem fyrirtækið gaf út á sínum mektarárum og áhrif frá henni og ekki síður Stax- hljómnum sem má víða greina í vinsælli tónlist nú á dögum. Stax var stofnað af systkinunum Jim Stewart og Estelle Axton, en nafnið fengið með því að skeyta saman fyrstu stöfum í eftirnöfnum þeirra þó að því hafi síðar verið snúið upp í að vera orðlíking („stax of wax“ sögðu menn, plöt- ustæður). Fyrirtækið var stofnað fyrir hálfri öld, 1957, í bílskúr í Memphis-borg í Tennessee, en flutti síðar höfuðstöðvar sínar í gamalt bíó. Fyrstu útgáfurnar voru sveita- tónlist, en síðan sneru þau systk- ini sér að blús, enda meira upp úr því að hafa, meiri áhugi á blús á þeim slóðum og tíma, þjóðflutn- ingar í gangi og lituðum íbúum Memphis og annarra borga í Suð- urríkjunum fjölgaði ört á þeim ár- um. Sérstakur hljómur Fyrstu listamennirnir á vegum Stax sem eitthvað kvað að voru feðginin Rufus og Carla Thomas og eins naut sveitin The Mar-Keys vinsælda framan af. Það varð síð- an ákveðinn vendipunktur í sögu útgáfunnar þegar hljómborðsleik- arinn Booker T. Jones gekk til liðs við hana og breytti Mar-Keys í Booker T. & the MGs. Þar var kominn hljómurinn sem Stax- útgáfan varð þekkt fyrir og átti eftir að hafa svo mikil áhrif allt fram á síðustu ár. Hér hjálpaðist allt að, framúrskarandi hljóðfæra- leikarar með fínar hugmyndir, út- gefandi sem leyfði músíköntunum að ráða að mestu leyti og svo bíóið sem höfuðstöðvarnar voru í því hallandi gólfið í upptökusalnum, sem áður var bíósalur, hafði tals- verð áhrif á hljóminn þegar búið var að fjarlægja bíósætin. Á hátindinum Stax gerði dreifingarsamning við Atlantic-útgáfuna 1965 og óhætt að segja að bæði fyrirtækin hafi hagnast vel á þeim samningi. Atlantic nýtti sér líka aðstöðuna hjá Stax og þá sérstaklega hljóm- inn og sendi þangað ýmsa lista- menn að taka upp og vinna með Stax-genginu, til að mynda Wilson Pickett sem tók upp lög hjá Stax með Booker T. & the MGs sem síðan voru gefin út á vegum Atl- antic, og eins souldúettinn magn- aða Sam and Dave. Ekki var bara að skífur kæmu út á Stax-merkinu, heldur rak fyr- irtækið líka fjölmörg undirmerki; Volt, Enterprise, Chalice, Hip og Safice meðal annars en ástæða þessa var að útvarpsstöðvar voru tregar til að spila mörg lög með sömu útgáfunni. Vegur Stax var mestur um miðjan sjöunda áratuginn, enda var fyrirtækið með stjörnur eins og Otis Redding, sem er einn magnaðasti soulsöngvari sög- unnar, Sam and Dave, Carla Thomas, William Bell, Booker T. & the MG’s og The Bar-Kays. Hallar undan fæti Undir lok áratugarins var Atl- antic selt og þá kom í ljós að Jim Stewart hafði samið svo klaufa- lega af sér að Atlantic, eða fyr- irtækið sem keypti það, Warner, átti útgáfuréttinn á öllum gömlu Stax-upptökunum. Fyrir vikið neitaði Stax að semja við Warner og þurfti að hefja uppbygging- arstarf að nýju. Sam and Dave gengu til liðs við Atlantic og Otis Redding lést í flugslysi. Í þeirra stað kom ný kynslóð tónlistarmanna sem ruddi nýjar brautir, Johnnie Taylor, Isa- ac Hayes og The Staple Singers svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið leitaði líka í önnur hljóðver eftir upptökum, til að mynda í það magnaða hljóðver Muscle Shoals, enda kölluðu nýir tímar á nýjan hljóm. Þrátt fyrir góðan árangur um tíma hallaði smám saman undan fæti hjá Stax og fyrirtækið leið undir lok í desember 1975. Fyrir stuttu hóf nýr eigandi út- gáfuréttar á Stax-upptökunum, Concord, að endurvinna og -pakka gömlu Stax-upptökunum til að minnast 50 ára afmælisins. Tvö- föld safnplata, Stax 50th Anni- versary Celebration, gefur ágæta hugmynd um hve mögnuð útgáfan var og kemur mönnum eflaust á bragðið. Brautryðjandi í soultónlist Magnaður Otis Redding var einn magnaðasti soulsöngvari sögunnar. » Fimmtíu ár eru síðanStax-útgáfan var stofnuð. Hún leið undir lok fyrir löngu en er enn minnst fyrir útgáfu á soultónlist. arnim@mbl.is TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson 2007–2008 Óvitar! Frábær fjölskyldusýning. Forsala hafin! Frumsýning 15. september kl. 20. UPPSELT Áskriftarkortasala hafin! Vertu með! Sunnud. 16/9 kl. 20 Fimmtud. 20/9 kl. 20 Föstud. 21/9 kl. 20 Laugard. 22/9 kl. 20 Fimmtud. 27/9 kl. 20 Föstud. 28/9 kl. 20 Laugard. 29/9 kl. 20 4 600 200 leikfelag.is LÍK Í ÓSKILUM Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 upps. Sun 9/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Í kvöld kl. 20 upps. Fim 6/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 upps. Sun 16/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 Fim 20/9 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 KILLER JOE Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20 DAGUR VONAR Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 HAUSTSÝNING Íd Sun 9/9 kl. 20 Sun 16/9 kl. 20 Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is Sinfóníudagurinn Vorblót að hausti Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nýtt starfsár með sérlega glæsilegum upphafs- tónleikum. Á efnisskránni eru flunkuný Mozart-hylling Atla Heimis Sveins- sonar, fiðlukonsert eftir Mozart sjálfan, þar sem einleikarinn snjalli, Ari Þór Vilhjálmsson, sýnir kúnstir sínar og loks sjálft Vorblótið eftir Stravinskíj, sem með sanni má telja áhrifamesta tónverk 20. aldarinnar. FIMMTUDAGINN 6. SEPTEMBER KL. 19.30 upphafstónleikar í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Ari Þór Vilhjálmsson Atli Heimir Sveinsson ::: Alla turca o.s.frv... Wolfgang Amadeus Mozart ::: Fiðlukonsert nr. 3 Ígor Stravinskíj ::: Vorblót 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarmeðlimir kynna hljóðfæri sín og spjalla við gesti, trúðurinn Barbara leiðir fólk um svæðið og „vitringarnir þrír“ veita ráðgjöf um áskriftaleiðir. Dagskránni lýkur með stuttum, aðgengilegum tónleikum fyrir alla fjölskylduna. Tveir heppnir gestir vinna áskrift að tónleikum Sinfóníunnar í vetur. Fyrsti konsert er frír Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is VIÐ BJÓÐUM ALLA, UNGA SEM ALDNA, VELKOMNA Í HÁSKÓLABÍÓ LAUGARDAGINN 8. SEPTEMBER KL. 13.00. AÐGANGUR ÓKEYPIS. COURTNEY Love segir að kenna megi Steve Coogan að hluta um sjálfsmorðstilraun Owens Wilsons. Love, sem átti í ástarsambandi við Coogan, segir hinn villta breska leikara hafa haft slæm áhrif á Wilson og dregið hann nið- ur í fíkniefnasvaðið með sér. „Undir venjulegum kringum- stæðum myndi ég ekki segja neitt um þetta en mér þykir of vænt um Owen til að gera það ekki. Ég gekk í gegnum þetta með Steve og ég reyndi að vara Owen og vini hans við,“ sagði Love um áhrif Co- ogan á Wilson. Talskona Coogans segir Love fara með rangt mál og særandi og að þau séu að leita lagalegs réttar síns vegna þessara ummæla. Wil- son og Coogan, sem urðu vinir þegar breska stjarnan flutti til Los Angeles, áttu að vinna að nýju Ben Stillers-myndinni, Tropic Thunder, saman. En Wilson hefur dregið sig út úr þeirri mynd til að geta ein- beitt sér að því að ná heilsu. Hafði slæm áhrif á Wilson Courtney Love Owen Wilson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.