Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 28
samfélag 28 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g skrifaði þessa bók bara vegna þess að einhver verður að tala tæpitungulaust um ástandið sem við búum við. Ég held að margir séu sammála því sem ég skrifa, en það segir enginn neitt því áróður frjáls- hyggjunnar hefur skilað tilætluðum árangri,“ segir Einar Már Jónsson. Bókin sem um ræðir, og kom út ekki alls fyrir löngu, heitir Bréf til Maríu. Einar, sem kennir norræna menningarsögu, málvísindi og bókmenntir við Parísarháskóla, er alveg eins og maður ímyndar sér há- skólaprófessor. Hann er vel máli farinn og nokkuð forn í tali. Sér við hlið hefur hann gamla, fallega leðurtösku og hann klæðist gráum flauelsbuxum og ullarjakka. Einar horfir ekki á sjónvarp og notar ekki Netið. Hann les bækur, og þangað sækir hann allan sinn fróðleik. Ef til vill auðveldar þessi fjarlægð frá hraða og tækni nútímans Einari að skoða samtímann nánast eins og hann standi utan hans, en það er einmitt það sem hann gerir í Bréfi til Maríu. Margt af því sem hann sér líkar honum mið- ur vel. Velferðarsamfélag úr sögunni? „Fyrir 40 árum virtust allir sammála um hvert markmiðið sem stefnt var að væri. Ætl- unin var að skapa velferðarsamfélag. Menn greindi bara á um leiðir til þess að ná því mark- miði. Rökin sem gamla stéttaskiptingin hvíldi á voru úr sögunni og öllum bar saman um að ekki væri æskilegt að fámennur hópur væri vellauð- ugur en aðrir blásnauðir,“ segir hann. „Skyndilega, nokkrum áratugum síðar, breyttist þetta og farið var að tala um að vel- ferðarsamfélagið væri í blindgötu.“ Hann segist ekki viss um hvers vegna þessi umskipti urðu. Hann telur þó hugsanlegt að peningavaldið hafi metið það svo að velferðar- samfélagið yrði að dafna. Annars gæti orðið bylting og Sovétkommúnistar náð undirtökum. Nú, þegar kommúnisminn sé hruninn, hefji peningavaldið gagnsókn sína, að þessu sinni með nýfrjálshyggjuna að vopni. Í bók sinni leitast Einar við að draga fram og skýra þau umskipti sem hann telur nú verða í heiminum. Í Bréfi til Maríu gengur Einar út frá kenn- ingum franskra sagnfræðinga um bylgjulengd- ir tímans. Þeir hafa skilgreint þrjár mismun- andi bylgjulengdir sögunnar: Skammtíma, miðtíma og langtíma. Skammtími er atburðir líðandi stundar. Til miðtíma teljast 30 til 50 ára sveiflur. Langtími tekur svo til atburða eða tilhneiginga sem ná yfir löng tímabil, jafnvel fleiri aldir eða árþús- und. Sjálfur bætir Einar við fjórðu bylgju- lengdinni, lengsta tíma, sem tekur til enn lengri tíma, og mælist nánast á jarðsögulegan kvarða. Miklar sviptingar Nútímann telur Einar einkennast af miklum sveiflum í miðtíma, langtíma og lengsta tíma. „Eftir á að hyggja er ég ekki frá því að vel- ferðarsamfélagið hafi verið 50 ára sveifla í mið- tíma, sem nú er að ljúka.“ segir Einar. „Þá ætti frjálshyggjan líka að vera sveifla í miðtíma sem lognast út af, en ég er ekki viss um að þær breytingar sem hún hefur fram- kallað í langtíma séu afturkræfar. Því er hugs- anlegt að hún haldi velli,“ útskýrir hann. Í bókinni telur Einar upp fimm atriði sem hafa verið til í langtíma, en eru ýmist að hverfa eða breytast. „Fyrsta atriðið sem ég bendi á er breytingin á borgarumhverfinu, sem er mjög til hins verra,“ segir hann. „Borgir hafa í megin- dráttum verið eins öldum saman, hannaðar fyr- ir fólk. Nú spretta hvarvetna upp fáránlegar og forljótar turnbyggingar, bílahverfi og hrað- brautir. Við búum í bílaborgum! Þetta er alveg nýtt.“ Annað atriðið sem Einar bendir á er að í Vestur-Evrópu hafi tækni- og vísindadýrkun tekið stað trúarbragða. Í þriðja stað telur hann að ný siðferðisviðhorf hafi rutt sér rúms, t.d. hvað snertir persónuleg sambönd fólks. Í fjórða lagi segir Einar að hrun klassískrar menntunar sé tímanna tákn, og breyting í lang- tíma. Klassískar bókmenntir og forn tungumál séu ekki lengur kennd, eins og þau voru öldum saman. Fimmta breytingin er uppgangur þeirrar kenningar að þjóðir séu ekki til. „Þar á ég við þessi svokölluðu andþjóðlegu viðhorf. Þau eru ný. Ekki alls fyrir löngu hefði verið hlegið ef einhver hefði haldið því fram að þjóðir væru ekki til,“ útskýrir hann. „Þetta eru allt umskipti í langtíma. Þjóðir Evrópu hafa verið til öldum saman. Borgir hafa frá fornu fari verið skipulagðar með svipuðum hætti. Menntun hefur lengi verið með sama sniði og siðferðis- og trúarviðhorf hafa verið áþekk í mörg hundruð ár. Nú er þetta allt að breytast,“ segir hann. „Samfara því er velferðarsamfélagið að láta undan, það er breyting í miðtíma. Auk þess er ég ekki frá því að nú sé að verða breyting í lengsta tíma. Þá á ég við breytingar á loftslagi jarðar og dauða tungumála, en þeim fækkar nú jafnt og þétt.“ Fólk er ruglað í ríminu Einar telur allar þessar samtíða sveiflur og sviptingar gera nútímann róstusaman og óskipulegan. Þess vegna eigi fólk erfitt með að átta sig á hversu alvarleg afturför sé að verða. „Frá frönsku byltingunni hefur lengst af ver- ið stöðug þróun í átt til jafnaðar. Fyrir nokkr- um árum varð svo kúvending. Á tiltölulega skömmum tíma hefur ójöfnuður vaxið gróflega. Jafnvel á blómatíma gamla kapítalismans var munurinn á launum þeirra ríkustu og þeirra fá- tækustu fjarri því jafn mikill og nú,“ segir hann. Honum finnst undarlegt að fólk kippi sér ekki upp við þetta og láti eins og þessi öfugþróun sé bæði réttmæt og óumflýjanleg. Hann skýrir það þó þannig að fólk sé svo átta- villt og ruglað í ríminu vegna mikilla umskipta í langtíma að það átti sig ekki á hvað er að ger- ast. „Allt frá miðöldum hefur það viðhorf verið ríkjandi að ekki sé gott að sumir lepji dauðann úr skel á meðan aðrir lifa í vellystingum,“ segir Einar. „M.a.s. einvaldskonungar áttu að gefa kjör- um alþýðunnar einhvern gaum. Þetta kemur t.d. skýrt fram í Konungsskuggsjá. Hlutverk konungs var ekki bara að koma í veg fyrir upp- reisn almúgans, heldur líka að varna því að yfirstéttin gerðist of frek við alþýðu manna. Nýfrjálshyggjan gerði út af við þennan hugs- unarhátt. Nú mega þeir sem eiga næga pen- inga gera hvað sem þeim sýnist.“ Einar telur að hrun trúarbragða hafi rutt veginn fyrir þessari viðhorfsbreytingu. „Trú fylgdi visst siðferði og skyldur við náungann sem fólk telur sig ekki lengur þurfa að axla. Þegar tæknidýrkunin kemur í stað trú- arinnar verður allt hömlulaust og siðferðið vík- ur,“ segir hann. Í tímum hjá Foucault og Lévi-Strauss Í umfjöllun um Bréf til Maríu hefur því verið haldið fram að bókin sé uppgjör Einars við franska marxista, póstmódernisma, tilvistar- stefnu og formgerðarhyggju. Einar segir þetta ekki alveg rétta túlkun. Hann hafi alls ekki ætlað sér að skrifa heim- spekisögu, heldur skrifi hann út frá eigin reynslu. Einar sat tíma hjá þekktum fræðimönnun á borð við Foucault og Lévi-Strauss. Í bókinni lýsir hann því og er óvæginn í gagnrýni sinni á frönsku menntamennina. „Hvað varð um alla róttæklingana sem óðu uppi ’68? Af hverju var ekkert andóf af þeirra hálfu þegar nýfrjálshyggjan tók völd?“ spyr hann. Niðurstaða hans er sú að kenningar og hug- myndir þeirra hafi, þegar upp var staðið, verið lítið annað en innantómt málskrúð sem var móðins um stund. Geymslustöð fyrir ungt fólk Spurður hvernig honum falli að vera sjálfur kennari segist Einar ekki hafa yfir neinu að kvarta. Þó telur hann að óskapleg afturför hafi orðið í háskólum. „Stjórnvöld hafa tekið upp á því að gera há- skóla að geymslustöð fyrir ungt fólk. Þannig má fresta því að það fari út á vinnumarkaðinn og atvinnuleysi aukist enn meir. Háskólar fyll- ast af ungu fólki sem hefur engan raunveruleg- an áhuga á náminu. Þetta getur gert kennsluna nokkuð erfiða,“ segir hann. „Ég finn ekki mikið fyrir þessu af því að mál- vísindi eru þess eðlis að nemendur leggja þau ekki fyrir sig nema þeir hafi áhuga. Samkenn- arar mínir sem kenna vinsælli fög, t.d. ensku og félagsfræði kvarta hins vegar mikið yfir þessu.“ Einar segir háskólakennurum stundum finn- ast þeir vera nokkurs konar menningarlegir skemmtikraftar í unglingabúðum. Ekki vongóður Í ljósi þeirra breytinga sem Einar fjallar um segist hann ekki bjartsýnn á framtíðina. „Ég kann engin úrræði gegn firringunni sem við stöndum frammi fyrir. Ef menn vilja lifa góðu lífi er þó líklega ágætis byrjun að slökkva á sjónvarpinu,“ segir hann. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og eina ráðið sem ég hef er að hver og einn reyni að afla sér sem mestra upplýsinga og átta sig á því hvað er að gerast í heiminum.“ Heimur versnandi fer Morgunblaðið/Frikki Málskrúð Niðurstaða Einars Más Jónssonar er sú að kenningar og hugmyndir róttæklingana’68, hafi verið lítið annað en innantómt málskrúð, sem var móðins um stund. Bókin Bréf til Maríu er greining Einars Más Jónssonar á sam- tímanum. Hann telur að óaftur- kræfar grundvallarbreytingar séu að verða á högum fólks. Hann sagði Oddnýju Helgadótt- ur frá bílaborgum, hruni klass- ískrar menntunar, loftslags- breytingum, tæknidýrkun og breyttu siðferði. Hann segir frjálshyggju eina orsök þessara breytinga og er ekki bjartsýnn á framtíðina. » Á tiltölulega skömmum tíma hefur ójöfnuður vaxið gróflega. Jafnvel á blómatíma gamla kapítalismans var mun- urinn á launum þeirra ríkustu og þeirra fátækustu fjarri því jafn mikill og nú.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.