Morgunblaðið - 02.09.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.09.2007, Qupperneq 27
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 27 Markmið námskeiðsins er að þjálfa fólk til starfa við bókhaldsstörf. Námið er byggt upp á kennslu í verslunar- reikningi (24 st.), bókhaldi (36 st.) og tölvubókhaldi (48 st.). Allar námsgreinar eru kenndar frá grunni. Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára og hafa grunnþekkingu á tölvum. ÞAÐ VANTAR ALLTAF BÓKARA! Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is 108 stundir - Verð: 105.000.- Morgunnámskeið byrjar 10. september. Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 10. september. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Grunnnám í bókhaldi Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. Síðumúla 3, sími 553 7355 Útsala 30-60% afslátturSíðustu dagar útsölunnar15% aukaafsláttur af völdum vörum Al Gore sagði fyrir stuttu aðást hans á pólitík væri liðintíð. Hann er nú eins og allirvita niðursokkinn í að bjarga heiminum frá tortímingu. Í því samhengi verður auðvitað persónu- legt framapot afskaplega ómerkilegt og nú beinir Gore öllum sínum kröft- um að því að vekja fólk til vitundar um þá vá sem stendur fyrir dyrum. Fólk virðist loks farið að verða með- vitað um þá nauðsyn að snúa aftur til fortíðar. Þetta kemur ekki hvað síst fram í þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað um mikilvægi líf- rænnar fæðu. Ekki bara vegna þess hversu holl sú fæða er heldur líka sökum þess hversu alvarlegar afleiðingar fjölda- framleiðsla matvæla hefur fyrir nátt- úruna. Ég er svo barnaleg að ég vil trúa því að samsteypuheimurinn sé á fall- anda fæti. Og ég trúi því að almenn- ingur geti haft þar stórfelld áhrif. Nú eru skólarnir að byrja og þá förum við að fylla allar hillur af skóladrykkj- um handa börnunum okkar. En hvað stendur okkur til boða? Fjölda- framleiddir skóladjúsar fullir af rot- varnarefnum og næringarlausir fitu- snauðir jógúrtdrykkir uppfullir af kemískum sætuefnum. Er ekki kom- inn tími til að við hættum að láta bjóða okkur það að mjólkursamsalan selji börnunum okkar eitur á flöskum. Ég held að tími bænda og smá- kaupmanna sé kominn ef þeir eru þá einhverjir eftir sem treysta sér til að halda baráttunni áfram. Við fluttum fyrir skömmu til San Diego, í hverfi sem heitir Golden Hills. Hér í hverfinu er ekki að finna neina verslunarrisa. Hér sjást ekki matarverslanir af þeirri stærð sem vanalega tröllríða öllu hér í BNA. Hér eru eingöngu reknar litlar per- sónulegar verslanir þar sem kaup- maðurinn kaupir ferskvöru af bænd- um úr héraði. Þar er kaupmaðurinn sjálfur á staðnum og ég get rifist í honum með að kaupa inn lífrænt þvottaefni svo ég þurfi ekki að eiga það á hættu að vera að smádrepa fjöl- skylduna með efnahernaði. Hér eru rekin kaffihús sem eiga ekkert skylt við kaffirisann Star- bucks og þá gervimenningu sem þar þrífst. Kaffihúsin hér eru rekin af ein- staklingum sem skapa þá stemningu sem þeir kjósa. Persónuleg þjónusta, ætt bakkelsi bakað á staðnum og kaffidrykkir sem bera karakter- einkenni höfundar vitni. Eitt hverf- iskaffihúsið er opið allan sólarhring- inn og þar situr fólk í gömlum sófum og les og vinnur á tölvurnar sínar. Í hverfinu er líka blómaverslun sem rekin er af sérkennilegri mad- dömu. Það virðist engin regla vera á því hvenær er opið. Ég leit þar inn um daginn og þá var enginn sjáanlegur í búð- inni utan síamskisa ein sem heilsaði mér með virktum. Daginn eftir kom ég við hjá kellu og sagði henni af ferðum mínum og þá kvaðst hún hafa gleymt að læsa búðinni af því hún hefði þurft að rjúka heim og taka lyfin sín. Hún virtist ekki hafa af því miklar áhyggj- ur að hafa skilið búið eftir stjórnlaust. Nágrannar mínir eru með þrjár hænur og þurfa því aldr- ei að kaupa egg og ég er búin að finna eggjabónda sem ætlar að færa mér lífræn egg einu sinni í viku. Og í morgun rakst ég á upplýsingar um bóndabýli sem selur lífrænar vörur og sendir heim. Verðið þar virðist vera fullkomlega samkeppnishæft við aðrar verslanir og því þarf ég ekki lengur að fara út í búð og get verið sannfærð um að vera alltaf með allar kistur fullar af því ferskasta sem er á markaðnum hverju sinni. Í frétt í Morgunblaðinu í júlí sl. kom fram að hlutfallslegt mat- arverð á Íslandi er hæst eða 61% hærra en að meðaltali í öðrum ríkjum í Evrópusambandinu. Miðað við þess- ar upplýsingar hvernig geta þá ákveðnar verslanir á Íslandi haldið fram þeirri lygi að þær séu lág- vöruverslanir. Það er náttúrlega bara eins og hver annar brandari. Miðað við hvað? Ódýrastar miðað við mestu okurverslanir í heimi! Ég vil leggja til að almenningur segi stórkaup- mönnum stríð á hendur og reyni að leggja sig í líma við að kaupa matvöru frá þeim sem hana framleiða beint ef þess er nokkur kostur. Versla við bændurna sjálfa sem berjast í bökk- um við að framleiða matvöru sem er mönnum bjóðandi. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Er til líf fyrir dauðann? Teikning/Andrés mbl.is ókeypis smáauglýsingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.