Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is AUKIN aðsókn að Landspítalanum, m.a. vegna fjölgunar landsmanna – sérstaklega í röðum eldri borgara – og aukinnar tíðni alvarlegra sjúkdóma, er ein ástæða þess að starfsemi spítalans er meiri en fjárveitingar rúma. Á fyrstu sex mánuðum árs- ins voru gjöld af reglubundinni starfsemi 4,7% um- fram það sem gert var ráð fyrir í rekstraráætlun spítalans fyrir árið 2007. Á fyrri helmingi ársins námu rekstrargjöld Landspítalans 17.756 milljónum króna en tekjur 16.964 m.kr. Hefðbundið er að launagjöld séu stærsti kostnaðarliðurinn, eru um 68% kostnaðar, og voru 650 milljónir umfram áætlun. Kemur þar helst til hin mikla þensla sem verið hefur á vinnu- markaði. Erfiðlega gekk að ráða í lausar stöður og til sumarafleysinga en jafnframt hefur aukin starf- semi kallað á fleiri ársverk. Við því hefur verið brugðist með meiri yfirvinnu starfsfólks auk þess sem meiri þjónusta verktaka hefur verið keypt. Greiðslustaða spítalans afar erfið Kostnaður við S-merkt lyf er um 100 m.kr. um- fram áætlun (10,2%) og hefur hækkað um tæp 20% frá fyrra ári. Sértekjur spítalans eru hins vegar 21,1% hærri en gert var ráð fyrir. Skammtímakröfur Landspítalans voru 968 milljónir eftir fyrstu sex mánuðina. Það er aukning um 113 milljónir frá áramótum. Mest er um skuld- ir ýmissa heilbrigðisstofnana sem hafa átt erfitt með að standa í skilum. Skammtímaskuldir nema 2.348 milljónum og hafa hækkað um 386 milljónir frá áramótum. Neikvæður höfuðstóll er 1.570 milljónir. „Greiðslustaða spítalans er því afar erfið og leiðir hún af sér dráttarvaxtakröfur á hendur [LS] ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri,“ segir m.a. í Starfsemisupplýsingum Landspítalans. Rekstrargjöld 4,7% umfram tekjur á fyrri helmingi ársins Skammtímaskuldir Landspítalans aukast og nema nú 2,3 milljörðum króna EINSTAKLINGUM sem leitað hafa til Landspítalans á fyrstu sex mánuðum ársins hefur fjölgað um tæplega 2.400 frá síðasta ári. Til að mæta því hefur m.a. verið leitast við að færa þjónustu af legudeildum og yfir á dag- og göngudeildir. Legum hefur því fækkað um 1,3% og legutími styst um tæp 5%. Þeir sjúklingar sem þurfa á innlögn að halda eru þá áberandi veikari en áður og þurfa meiri þjónustu. Milli ára vex bráðleiki sjúlinga um ríf- lega 4%, og er það í takt við þróunina undanfarin ár. Komum á bráða- og slysamóttökur spítalans hefur einnig fjölgað ár frá ári; þessa fyrstu sex mánuði ársins um 1,5% miðað við síðasta ár. Enn vaxandi bráðleiki LITLAR líkur eru á fjölgun misl- ingatilfella hér á landi líkt og þeirri sem nú veldur við- vörunum heil- brigðisyfirvalda í Bretlandi til for- ráðamanna barna. Haraldur Briem sóttvarnalæknir sagði Breta hafa átt í erfiðleikum með mislinga vegna sterks andróðurs þar í landi gegn bólusetningum. Andróðurinn hefur einkum beinst gegn þrígildu bóluefni, svonefndu MMR, gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Haraldur segir að uppi hafi verið kenning um að þessi bólusetning geti valdið einhverfu. Ítrekað hafi verið sýnt fram á að það eigi ekki við rök að styðjast. Kenningin byggðist á rann- sóknum manns að nafni Wakefield og birtist í Lancet um 1989. Kenningin gekk út á að bólusetningin ylli bólg- um í görn og þær hleyptu eiturefnum út í blóðið. Það hefði aftur einhver áhrif á höfuðið. „Það hefur verð sýnt fram á að bóluefni valda ekki svona bólgum. Samt sem áður er þessi um- ræða mjög þrautseig og hefur dregið úr þátttöku í bólusetningum,“ sagði Haraldur. Skortur á almennri bólusetningu veldur því að sjúkdómar á borð við mislinga og hettusótt blossa upp. Haraldur sagði að ekki alls fyrir löngu hefði blossað upp hettusótt hér á landi sem rakin var beint til Bret- lands. Hér var hópur fólks 18-25 ára sem ekki hafði náðst inn í ungbarna- bólusetningu á sínum tíma og var því næmt fyrir hettusóttinni. Fólki á þessum aldri var boðin bólusetning og sóttin hjaðnaði. „Mislinga höfum við ekki séð hér og eigum ekki von á að þeir komi upp, vegna þess að það var bólusett fyrir mislingum allan tímann þótt þeir hafi síðar verið teknir upp í þessa þrígildu bólusetningu. Við reiknum ekki með neinum faraldri hér,“ sagði Haraldur. Ekki hætta á mislinga- faraldri hér Haraldur Briem LÖGREGLAN á Hvolsvelli vekur athygli á því að undanfarið hefur orðið vart við hrun í Gígjökli. Jakar hafa hrunið ofan í lónið og valdið minniháttar flóðbylgjum niður ána. Við þetta hefur áin dýpkað og jakar og hröngl borist niður ána. Ferða- löngum er því ráðlagt að hafa varann á, þó sérstaklega í myrkri. Vart við hrun í Gígjökli SAUTJÁN ára piltur gisti fanga- geymslur lögreglunnar í Vest- mannaeyjum eftir að hafa lent í um- ferðarslysi við Hamarsveg um fjögurleytið aðfaranótt laugardags. Mikil mildi þykir að hann skyldi ekki slasa sig eða aðra en hann var ofur- ölvi við stýrið. Að sögn varðstjóra lögreglunnar í Vestmanneyjum fór fram dansleikur í Týsheimilinu á vegum framhalds- skólans í bænum á föstudagskvöld og varð atvikið í kjölfar þess að hon- um lauk. Pilturinn steig þá upp í bif- reið sína og ók af stað en að sögn vitna komst hann ekki nema u.þ.b. 150 metra. Þá missti hann stjórn á bifreiðinni og keyrði út af veginum. Við það valt bifreiðin niður slakka og hafnaði á toppnum inni á Týsvellin- um. Piltinn sakaði ekki. Þegar lögreglu bar að var ljóst að pilturinn var ofurölvi og reyndist í raun óviðræðuhæfur sökum þess. Var hann því fluttur á lögreglustöð og fékk að sofa úr sér áfengisvím- una. Að sögn varðstjóra hafði pilt- urinn fengið ökuskírteini til bráða- birgða fyrir aðeins tíu dögum. Ölvaður piltur velti bíl sínum Fékk ökuleyfið að- eins fyrir tíu dögum ENGIN slys urðu á fólki í umferð- arslysi við Vesturlandsveg, gegnt Korpúlfsstöðum, í gærmorgun, þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hringtorgi og hafnaði utan vegar. Bifreiðin, sem valt á hliðina, er töluvert skemmd og þurfti drátt- arbifreið til að færa hana af vett- vangi. Ökumaður var einn í bílnum þegar óhappið varð og getur þakk- að bílbeltum að ekki fór verr. Morgunblaðið/Sverrir Missti stjórn á bílnum í beygju ♦♦♦ EFTIR var að veiða um 420 hrein- dýr af úthlutuðum veiðikvóta þessa árs, samkvæmt tölum frá síðasta föstudegi. Jóhann G. Guttormsson, starfsmaður Veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum, sagði þá að alls væri búið að veiða 710 dýr á þessu veiðitímabili. Þar af um 390 tarfa og um 320 kýr. Þá var eftir að veiða rúmlega 250 kýr og um 170 tarfa. Jóhann taldi að veiðimenn hefðu þurft að nýta betur góða daga til veiða í ágúst, í stað þess að sitja þá af sér. Alls er heimilt að veiða 1.137 hreindýr í ár. Veiðitímabilinu lýkur 15. september nk. Nokkru hefur verið skilað af seld- um veiðileyfum, aðallega á svæði 2 enda langflest leyfi útgefin þar. Jó- hann sagði að til þessa hefði gengið vel að selja leyfi sem hefði verið skil- að. Jóhann taldi aðeins um að kenna skipulagi veiðimannanna sjálfra. Borið hefur á góma að erfitt sé að fá leiðsögumenn til að fara með veiði- mönnum og það hafi tafið einhverja frá veiðum. Jóhann kvaðst hafa heyrt þann orðróm. „Ég veit ekki hvað er til í því en það er ekki gott þegar veiðimenn eru að uppgötva það núna að þeir þurfa leiðsögu- mann. Ég hef heyrt að menn séu að hringja núna og kanna með leiðsögu- menn undir lok veiðitímans.“ Mikið enn óveitt af hreindýrum VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð mun í upphafi þings flytja tillögu um að ráðist verði í „mark- vissa könnun á afleiðingum mark- aðs- og einkavæðingar á undirstöðu- stofnunum almannaþjónustunnar“. Kom þetta fram á flokksráðsfundi VG sem lauk á Flúðum í gær. Í drögum að ályktun um velferð- armál, sem liggur fyrir flokksráðs- fundinum, er þess krafist að fallið verði frá öllum áformum um frekari einkavæðingu og einkarekstur að sinni. Tekið verði mið af niðurstöð- um umræddrar rannsóknar við stefnumótun í samfélagslegum efn- um og efnt til víðtækrar umræðu í þjóðfélaginu um framtíð velferðar- kerfisins og almannaþjónustunnar. Kanna verði áhrif breytinganna á þá sem nota þjónustuna og einnig starfsfólkið. Jafnframt verði tafar- laust að ráðast í aðgerðir til að styrkja stöðu og bæta rekstrarum- hverfi almannaþjónustunnar. Þegar sé erfitt að manna ýmsar stofnanir velferðarkerfisins. Einnig segir að tími sé kominn til að stjórnvöld horf- ist í augu við ábyrgð sína varðandi kjaramál starfsfólksins sem velferð- arþjónustan hvílir á. Kjör starfsfólks og þjónustan sem það veiti séu óað- skiljanlegir þættir. „Það er óviðunandi að stjórnmála- flokkar komist til valda á grundvelli fagurgala og loforðaflaums um fram- tíð heilbrigðisþjónustu, menntakerf- is, raforkukerfis, vatnsréttinda og annarra grunnþátta en ráðist síðan í breytingar sem hafa afgerandi nei- kvæðar afleiðingar um ókomna tíð,“ segir í drögunum. Fallið verði frá einka- væðingaráformum VG vill kanna áhrif markaðsvæðingar á almannaþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.