Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 40

Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 40
rannsókn 40 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H ulda Þórisdóttir lauk nýverið doktorsnámi í sálfræði frá New York University. Doktorsritgerð hennar byggðist á rannsóknum sem hún gerði á því hvernig ótti hefði áhrif á stjórnmálaskoðanir fólks. Rannsóknirnar gerði hún bæði á meðal bandarískra há- skólanema og fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hópana tvo ekki hafa brugðist við með sama hætti. Óttinn rekur fólk til íhalds- semi Hulda lauk á sínum tíma BA- gráðu í sálfræði frá Háskóla Ís- lands en hefur nú búið í Bandaríkj- unum í 6 ár. „Ég fór reyndar út til að fara í doktorsnám í vinnusálfræði, segir Hulda. Mér þótti skemmtilegt að læra hana en rannsóknir á því sviði höfðuðu ekki til mín. En þá var ég svo heppin að prófessor frá Stan- ford, John Jost, var ráðinn til NYU en hann stundaði rannsóknir sem féllu algjörlega að mínu áhugasviði. Rannsóknir hans tilheyra stjórn- málasálfræði, sem er undirgrein fé- lagslegrar sálfræði og þar eru að- ferðir og kenningar sálfræðinnar notaðar til að reyna að skilja stjórnmálahegðun. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum og ekki síst innviðum þeirra eins og því hvernig fólk móti skoðanir sínar. Ég og John Jost höfum því unnið saman að rannsóknum allar götur síðan. Doktorsritgerðin mín fjallar um það hvernig ótti hefur áhrif á þankagang okkar og mótar í kjöl- far þess viðhorf, sér í lagi stjórn- málaviðhorf. Þetta efni hefur verið sálfræðingum hugleikið í allnokk- urn tíma, í raun frá síðari heims- styrjöld þegar fólk fór að reyna að skilja þróun mála í Þýskalandi, hvernig heil þjóð gat sefast svo og hversu margir hefðu gerst nasistar. En það er ekki hægt að neita því að áhuginn á slíkum spurningum margfaldaðist eftir árásirnar 11. september í New York og Wash- ington og með öllu sem þeim fylgdi. Það sem gerir þetta rann- sóknarefni svo frjótt og spennandi nú er að það er mikill áhugi á því en líka góður eldri grunnur að byggja á. Rannsókn mín fylgdi klassískri rannsóknaraðferð í félagslegri sál- fræði. Þetta eru fimm litlar til- raunir sem saman mynda eina stóra rannsókn. Ég leitaðist við að breyta þankagangi fólks tímabund- ið og það án þess að fólk áttaði sig á því að ég væri að hafa áhrif á það. Til dæmis í einni rannsókninni lét ég hóp bandarískra há- skólanema svara spurningum um hversu líklegt þau teldu að gerð yrði önnur hryðjuverkaárás á New York. Það fengu allir sömu spurn- ingarnar en helmingur úrtaksins sem valinn var með tilviljun, fékk svarmöguleika sem hreinlega knúðu fólk til að segjast óttast mikið aðra hryðjuverkaárás. Svar- möguleikarnir voru skekktir upp á við þannig að ekki var til dæmis hægt að segjast laus við hryðju- verkaótta. Hinn helmingur úrtaks- ins fékk á hinn bóginn svarmögu- leika sem knúðu fólk til að segjast lítið eða ekkert hrætt við aðra hryðjuverkaárás. Svona með því að ráðskast örlítið með það hvort fólk er einfaldlega látið segjast meira eða minna hrætt, nægir til að breyta þankagangi fólks og um leið stjórnmálaviðhorfum þess. Með þessu er ég að sýna fram á að þeg- ar fólk er óttaslegið þá leitar það í vissu og öryggi. Af þessu leiðir að það verður síður tilbúið að velta fyrir sér hlutunum, sjá fleiri en eina hlið á hverju máli og það hef- ur minna umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru ósammála því. Þetta mæli ég með viðhorfsspurningum, ég spyr fólk hversu viljugt það sé til að velta fyrir sér öllum hliðum mála, hversu erfitt það eigi með að taka ákvarðanir og svo framvegis. Ég komst að því að þegar ég er búin að „gera fólk“ örlítið óttasleg- ið, jafnvel þótt það átti sig alls ekki á því, þá segist það síður vilja velta fyrir sér hlutunum o.s.frv. og í kjölfarið verður það íhaldssamara. Í Bandaríkjunum er fólk þá lík- legra til að færast í átt til þess að vera andvígt fóstureyðingum, fylgj- andi dauðarefsingum og það er mjög áberandi að það verður meira fylgjandi hörðum refsingum gegn glæpum. Þjóðerniskennd eykst líka og umburðarlyndi gagnvart öðrum siðum minnkar. Þar sem þessi mál- efni eru að jafnaði tengd repúbli- könum, þá fæ ég fólk yfirleitt líka til að aðhyllast Repúblikanaflokk- inn eilítið meira en þegar það er ekki hrætt. Önnur og beinni aðferð sem ég beitti var að biðja fólk um að rifja upp atvik úr fortíð sinni þar sem það hefði orðið mjög hrætt. Þetta sagði ég tilheyra alveg aðskilinni könnun. En þarna fengust sömu viðbrögð og niðurstöður. Í þriðja lagi lét ég fólk horfa á brot úr bíó- myndum, annars vegar hryllings- myndinni The Shining, hins vegar gamanmyndinni Meet the Parents. Og áhrifin voru enn á þá vísu að fólk sækir í öryggi og vissu í kjöl- far ótta. Ein niðurstaða ritgerð- arinnar er því sú að það er í raun afskaplega auðvelt að eiga við stjórnmálaviðhorf fólks, þótt flestir myndu sjálfsagt harðneita því að slíkt ætti við um þá sjálfa. Rann- sóknir hafa þó til að mynda sýnt að ef fólk er innt eftir viðhorfum sín- um til ýmissa samfélagsmála þegar það stendur fyrir utan útfararstofu verða svörin önnur en ef til dæmis er staðið fyrir utan tannlækna- stofu. Dauðinn hefur mjög sterk áhrif á okkur þótt við gerum okkur ekki grein fyrir því. En þegar fólk er óbeint minnt á dauðann birtist svipað mynstur og í mínum rann- sóknum: það verður íhaldssamara í skoðunum og umburðarlyndi minnkar.“ Óttinn sem stjórntæki Var annars eitthvað sérstakt sem vakti athygli þína við nið- urstöðurnar eða kom þér á óvart? „Já, það sem vakti athygli mína er í fyrsta lagi það hversu auðvelt er að breyta skoðunum fólks. Mér finnst magnað að með svo litlum tilfæringum skuli ítrekað vera hægt að fá háskólanema, sem eru allajafna frjálslyndir, til þess að færast í átt til íhaldssemi. Og það sem ég sýni fram á líka er að það skiptir öllu máli að óttinn leiði til aukinnar þröngsýni. Það sem rit- gerðin mín gengur út á að sýna er Vald óttans Morgunblaðið/Kristinn Hulda Þórisdóttir: „Sem sálfræðingur tel ég að þegar öllu er á botninn hvolft þá hugsum við öll með áþekkum hætti.“ Þegar óttinn hreiðrar um sig tekur íhaldssemin völdin. Þetta eru nið- urstöður Huldu Þór- isdóttur, sem kannað hef- ur áhrif ótta á stjórnmálaskoðanir fólks. Hallgrímur Helgi Helga- son talaði við hana. »… upp rann sá dagur að ég þorði ekki að taka neðanjarðarlestina af ótta við efnavopnaá- rás. Þá hitti ég mér vitr- ari konu og hún spurði einfaldlega: „Hefurðu verið að horfa mikið á sjónvarpsfréttir?“ „Já, á hverju kvöldi,“ svaraði ég. Þá sagði hún bara: „Prófaðu að hætta því í viku.“ E N N E M M / S IA / N M 29 3 0 6 Barcelona í 15 ár hjá Heimsferðum frá kr.19.990 Frá 19.990kr. Flugsæti báðar leiðir með sköttum 1.-4. okt., 8.-11. okt.,15.-18. okt., 21.-25.okt., 28. okt. - 1. nóv., 5.-8. nóv.,12.-15. nóv. 19.-22. nóv., 10.-13. mars, 24.-28. mars., 31. mars - 3. apríl, 7.-10. apríl, 14-17. apríl., 21-24. apríl, 28. apríl - 1. maí., 5-8. maí. Netverð á mann. Frá 34.990kr. Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Atlantis með morgunmat 5. nóv., 12. nóv. eða 19. nóv. Frá 39.990kr. Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Del Comte með morgunmat 22.- 26. nóv. Frá 49.990kr. Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Catalonia Plaza með morgunmat 22. - 26. nóv. Heimsferðirhafaboðiðbeint leigu- flug til Barcelona undanfarin 15 ár. Í haust og á næsta ári verðum við með tvö flug í viku til Barcelona og m.a. beint morguflug næsta vor. Þessi einstaka borg býður allt það sem maður óskar sér í borgarferð. Góð hótel í boði. Sérpöntum miða á leiki með Barcelona og Espanol ef óskað er. • Frábært að versla • Iðandi mannlíf • Fjörugt næturlíf • Fjölskrúðugt menningarlíf • Áhugaverðar kynnisferðir með íslenskum fararstjórum Heimsferða • FC Barcelona - spænski boltinn BÓKAU NÚNA! Borgin sem allir elska! Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.