Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 75 Jógaskólinn hefst að nýju í september en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nemendur sem ýmist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til þess að dýpka þekkingu sína. Námskeiðið er yfirgripsmikið og öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi en kennt er eftirfarandi helgar: 21.-23. sept., 19.-21. okt., 2.-4. nóv., 23.-25. nóv., 18.-20. jan. og 8.-10. feb (fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-15). Þjálfunin er viðurkennd af International Yoga Federation. Kennslustaður: Menningarmiðstöðin Gerðubergi. Allar nánari upplýsingar og skráning á www.jogaskolinn.is og í síma 862 5563. VILTU VERÐA JÓGAKENNARI? EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? DEMANTSSKREYTT hauskúpa eftir listamanninn Damien Hirst var keypt af fjárfestingahópi nokkrum fyrir 50 milljón bresk pund. Platínu-afsteypan, sem er af hauskúpu 35 ára manns frá 19. öld, er alsett gimsteinum og dýrgripum, samtals 8.601 stykki. Er listgripur þessi talinn hinn dýrasti í flokki nú- tímaverka. Talsmaður White Cube- gallerísins í Lundúnum tjáði sig ekki frekar um kaupendurna. Verk Damiens, sem hann hefur nefnt „For the Love of God“ eða „Fyrir náð Guðs“, er gríðarlega umdeilt; sumum finnst það ósmekk- legt, aðrir telja það endurspegla stjörnudýrkun nútímans. Dæmi nú hver fyrir sig ... Hauskúpa seldist fyrir morð fjár LEIKSTJÓRAR teiknimynda hafa lengst af lifað í sínum eigin heimi og lítið sem ekkert komið nálægt leiknum myndum. Þeir múrar virð- ast hins vegar vera að hrynja í kjölfar þess að Andrew Adamson, leikstjóri fyrstu tveggja myndanna um Shrek, settist í leikstjórastól- inn á Narníu-myndunum (en önnur myndin í seríunni, Prince Caspian, er væntanleg næsta vor). Nú hefur Dean DeBlois, sem leikstýrði Lilo & Stitch ásamt Chris Sanders, fylgt í kjölfarið og færir sig frá ströndum Hawaii alla leið til Ís- lands þar sem hann leikstýrir Heima, heimildarmynd um Sigur Rós sem frumsýnd verður á Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í lok september. Með- leikstjóri hans er Denni Karlsson, íslenskur auglýsingaleikstjóri og ljósmyndari en eftir hann er ný- komin út ljósmyndabókin Elves in Iceland. Denni sá um megnið af tökunum varðandi tónleikana sjálfa en DeBlois sá um upptökur á viðtölum og ýmsu öðru efni sem kallast á við tónleikamyndirnar auk þess að hafa yfirumsjón með lokavinnslu myndarinnar. Furðu lostin erlend augu DeBlois segir í spjalli við gigw- ise.com að hugmynd Sigur Rósar um að spila án þess að auglýsa á ólíklegustu stöðum á Íslandi hafi honum þótt göfug og yndislega furðuleg. „Þetta er fáheyrt í okkar kaldhæðna heimi. Ég vildi sýna mynd af hljómsveitinni í návígi og nota til þess mín eigin furðu lostnu erlendu augu,“ segir Kanadamað- urinn DeBlois sem var með 40 manna tökulið með sér á tónleika- stöðunum fimmtán sem Sigur Rós heimsótti á hringferð sinni um landið. DeBlois mun í kjölfar Heima leikstýra sinni fyrstu leiknu mynd, The Banshee and Fin Ma- gee, sem ku vera írsk draugasaga. Scott Colothan hjá gigwise.com fjallar einnig nokkuð ítarlega um myndina sjálfa í greininni og lýsir þeim sjaldgæfa atburði þegar sal- ur fullur af bransafólki og tónlist- argagnrýnendum stóð upp og klappaði í lok myndarinnar. Sjálf- ur segir Colothan sérhverja senu veislu fyrir augað, myndirnar eru ekki bara myndskreyting við tón- listina heldur jafngilt listaverk. Andi hlýju, hamingju og frelsis gegnsýri hvern ramma og hverja nótu. Lilo & Stitch Leikstjórar teiknimyndarinnar í heimsókn á Hawaii. Chris Sanders, sem einnig talaði fyrir Stitch, er til vinstri og DeBlois til hægri. Frá Hawaii til Sigur Rósar Sigur Rós Heima verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í lok september. SPÆNSKA leikkonan Penelope Cruz hefur mikinn áhuga á að flytja til Lundúna, en leikkonan fagra vinnur þar að sinni nýjustu kvik- mynd um þessar mundir og hefur að sögn fallið kolflöt fyrir borginni. Hún mun nú vera að leita sér að sómasamlegu húsnæði í höfuðborg- inni. „Penelope vill endilega eignast hús í Lundúnum eða í nágrenni borgarinnar, og hún hefur farið í fasteignaleiðangra þegar hún hefur haft til þess tíma,“ segir heimild- armaður. „Hún vill eignast húsnæði sem er nógu stórt til þess að öll fjöl- skylda hennar geti gist hjá henni þegar hún kemur í heimsókn.“ Falleg Penelope Cruz. Hrifin af Lundúnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.