Morgunblaðið - 02.09.2007, Side 69

Morgunblaðið - 02.09.2007, Side 69
Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 12-17 Kennsla hefst 10. september www.schballett.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 69 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Postulínsnámskeiðin hefjast 4. og 5. september nk. Myndlistarnámskeið hefst fimmtudaginn 6. september. Útskurðarnámskeið hefst fimmtudaginn 6. september. Skráning í Aflagranda 40 og í síma 411-2700. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Farið verður í berjaferð fimmtudaginn 6. september. Brottför frá Gull- smára kl. 13 og Gjábakka kl. 13.15. Leitað verður berja í Hvalfirði og nágr. Eigið nesti. Verði veður óhagstætt til berjatínslu verður farið í óvissuferð „út í bláinn“. Skráning í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Farið verður í berjaferð fimmtudaginn 6. september. Brottför frá Gull- smára kl. 13 og Gjábakka kl. 13.15. Leitað verður berja í Hvalfirði og nágr. Eigið nesti. Verði veður óhagstætt til berjatínslu verður farið í óvissuferð „út í bláinn“. Skráning í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudags- kvöld kl. 20. Klassík leikur fyrir dansi . Dagsferð-Grillveisla í Goðalandi 8.sept. Farþegar vinsamlegast greiðið ferðina sem fyrst s.588-2111 Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30, er fjölbreytt dagskrá, unnið er að gerð haust- og vetrardag- skrár, óskir og ábendingar óskast. Glerskurður byrjar þriðjud. 4. sept. og myndlist fimmtud. 6. sept. Postulíns- námskeið byrja 10. og 11. sept. Hvassaleiti 56-58 | Kynning á starfi vetrarins verður miðvikudaginn 5. sept. kl. 13.30. Kaffi og meðlæti. Heiða Baldvinsdóttir mætir með gítarinn sinn og leiðir söng. Ný dagskrá kynnt. Allir velkomnir. Hæðargarður 31 | Opið öllum! M.a. skrautskrift, maga- dans, skapandi skrif, tölvuleiðbeiningar, framsagnarhópur, vöðvauppbygging 50 ára + (einstakt tilboð) og Mullersæf- ingar. Kíkið við! s. 568-3132 Vesturgata 7 | Spænskukennsla fyrir byrjendur byrjar miðvikud. 5. sept. kl. 10.15, fyrir lengra komna föstud. 7. sept kl. 10.15. Enskukennsla fyrir lengra komna hefst þriðjud. 11. sept. kl. 10.15. Tréútskurður byrjar miðvikud. 12. sept kl. 13. Nánari upplýsingar og skráning í síma 535- 2740. Kirkjustarf Fella- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Það verður mikil hátíð, söngur, kirkjubrúðurnar koma í heim- sókn börnin fá kirkjubók og límmiða fyrir mætingu. Prest- ur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson, Sigríður Rún Tryggvadóttir, æskulýðsfulltrúi, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni og Ingvi Örn Þorsteinsson. Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma í kvöld kl. 20. Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð og fyrirbænir fyrir þá sem vilja. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag. Allir hjartanlega velkomnir. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Mánudagar félags- vist kl. 13. Kaffi. Miðvikudagar fyrirbænastund kl. 11. Súpa. Brids kl. 13. Kaffi. Föstudaga brids-aðstoð kl. 13. Kaffi. 70ára afmæli. Kristinn Krist-mundsson fyrrverandi skóla- meistari á Laugarvatni, verður sjötug- ur í september. Af því tilefni ætlar hann, ásamt fjölskyldu sinni, að taka á móti gestum í FRAM-heimilinu við Safamýri í Reykjavík, föstudagskvöldið 7. september nk. frá kl. 20 og vonast til að sjá sem allra flesta. Kristinn biðst undan afmælisgjöfum en leyfir sér að benda á nýstofnaðan sjóð til styrktar efnilegum nemendum við Mennta- skólann að Laugarvatni. Kennitala sjóðsins er 630807-1070, banka- og reikningsnúmer 0120-05-570537. Orð dagsins: Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? (Lúk. 16, 12.) Tónlist Laugarborg í Eyjafirði | Dívan og djassmaður- inn. Sólrún Bragadóttir mezzosópran og Sig- urður Flosason saxo- fónleikari flytja dag- skrá kl. 15 þar sem þekkt íslensk sönglög eru færð í nýstárlegan búning. Að tónleikum loknum reiðir Kven- félagið Iðunn fram sunnudagskaffi. Dans Dansskóli Ragnars Sverrissonar | Lummukaffi, danssýn- ingar og línudans í Dansskóla Ragnars Sverrissonar Bílds- höfða 18 í Reykjavík. Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir. Sjá www.dansskoli- ragnars.is Mannfagnaður Samtökin 7́8 | Lauga- vegi 3, 4. h. Ungliða- hópur Samtakanna 7́8 hittist hvert sunnu- dagskvöld í félags- heimilinu. Hópurinn er ætlaður samkyn- hneigðum og tvíkyn- hneigðum ungmennum á aldrinum 14-20 ára. Fjölbreytt dagskrá í boði svo sem víd- eókvöld, fyrirlestrar, bíóferðir og margt fleira. árnað heilla ritstjorn@mbl.isdagbók Í dag er sunnudagur 2. september, 245. dagur ársins 2007 Kattavinafélag Íslands varstofnað árið 1978 og hefuralla tíð síðan unnið aðbættum hag katta. Sigríð- ur Heiðberg er formaður félagsins og segir þörfina fyrir þjónustu þess síst fara minnkandi: „Árið 1991 opnaði Kattholt í Stangarhyl 2, og hefur þungamiðja starfsemi félagsins verið þar síðan,“ segir Sigríður. „Í Katt- holti er rekið kattahótel þar sem gista milli 500 og 600 kettir á hverju ári á meðan eigendur þeirra bregða sér í frí, á sjúkrahús eða standa í flutn- ingum. Í Kattholti búa líka óskila- kettir, og berast félaginu hátt í 600 kettir árlega og margir þeirra finna ný og góð heimili.“ Kattavinafélagið leggur sig fram um að búa vel um þá óskilaketti sem þangað berast. Hlúð er að veikum og slösuðum köttum, dýrin eru örmerkt og högnar geltir. „Við tökum vel á móti gestum sem vilja taka að sér kött, en um leið leggjum við á það áherslu að fólk geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að eiga kött,“ segir Sigríður. „Kettir eru ynd- isleg dýr og skemmtileg, þeir eru sjálfstæðir og elska húsbændur sína – en fólk þarf samt að hafa hugfast að það er dýrt að eiga gæludýr og krefst einnig mikillar fyrirhafnar. Að eiga kött fylgir líka sú ábyrgð að taka af- stöðu gegn offjölgun katta; gelda högna og láta taka læður úr sam- bandi. Það er alltof algengt að fólk hugi ekki að þessu, og þarf árlega að svæfa fjölda kettlinga vegna ábyrgð- arleysis eigendanna.“ Eins og fyrr segir fá gestir góðar móttökur í Kattholti: „Þeir sem hing- að koma fylla út einfalda umsókn og fá að skoða kisurnar, en kettir eru aldrei afhentir án þess að vera fyrst geltir, örmerktir og hreinsaðir af mögulegum sníkjudýrum,“ segir Sig- ríður. „Það er til marks um persónu- leika kattanna að margir koma hing- að með ákveðnar hugmyndir um hvernig ketti þeir leita að, en það ger- ist síðan að kettirnir taka frumkvæðið og virðast sjálfir velja sér eigendur sem þeim geðjast að. Fara gestir héð- an alsælir með nýjan og kærkominn heimilismeðlim sem var allt öðruvísi en þeir höfðu í huga í upphafi.“ Um 700 félagsmenn eru í Katta- vinafélagi Íslands og styrkja það um 2.500 kr. félagsgjald árlega. Félaginu berast einnig peningagjafir og munir sem seldir eru á flóamarkaði sem haldinn er í Kattholti þriðjudaga og fimmtudaga frá 14-17. Sjá nánar á www.kattholt.is Dýrahald | Nóg að gera í Kattholti enda margir kettir í heimilisleit Að eiga kött fylgir ábyrgð  Sigríður Heið- berg fæddist í Reykjavík 1938, dóttir Jóns Heið- berg heildsala og Þóreyjar Eyþórs- dóttur. Hún tók við starfi for- manns Kattavina- félags Íslands 1990 og hefur einnig starfað með félagasamtökunum Vernd frá 1984. Sigríður er gift Einari Jónssoni verktaka og á fóstursoninn Daníel Orra. MIKKI refur virtist vera í essinu sínu í Elliðaárdalnum í vikunni og heillaði unga sem aldna. Leikhópurinn Lotta hefur flutt leikritið Dýrin í Hálsaskógi alla miðvikudaga í Elliðaárdalnum í sumar. Sýningin tók um klukkustund en bæði fullorðnir og börn voru vel búin þar sem sýningin er að sjálfsögðu utandyra. Leiklist Öll dýrin í dalnum eiga að vera vinir Morgunblaðið/Kristinn FRÉTTIR SAMEIGINLEGUR fundur stjórna sjálfstæðisfélaganna þriggja, Fram, Vorboða og Stefnis, sem haldinn var fyrir nokkru samþykkti ályktun vegna breytingar á deiliskipulagi á byggingarreitnum Strandgötu 26, 28 og 30 í Hafnarfirði. Í tilkynningunni er lýst miklu efasemdum um að rétt sé að ráðast í fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Bent er á að framkvæmd- um fylgi aukin bílaumferð, vindálag og skuggamyndun. „Fyrir liggur nýlegt deiliskipulag fyrir Strandgötu 26, 28 og 30 sem sátt hefur verið um í bænum. En nú vilja lóðarkaupendur bæta við hæð- um umfram það sem tekið er til í deiliskipulagi bæjarins með það eitt í hyggju að auka hagnað sinn af við- skiptunum. Ekki er hægt að búa við það að kaupendur kaupi upp eignir með það að markmiði að kollvarpa útliti bæjarins. Það er í verkahring bæjaryfirvalda að skipuleggja bæinn og íbúar verða að geta treyst því að eitthvað sé að marka nýsamþykkt deiliskipulag. Enn síður er hægt að láta fyrirtæki hóta bæjarbúum því, að ef þeir fái ekki sínu framgengt, verði í staðinn byggt ljótt hús á lóð- inni en kaupendum var fullljóst hvert deiliskipulag miðbæjarins var er lóðin var keypt. Með breytingu á hæð húsanna, úr 4 í 9 hæðir, eykst skuggavarp veru- lega frá fyrra deiliskipulagi. Hærri byggingum fylgir aukinn vindur við Strandgötu og næsta ná- grenni sem myndar hvirfla og strengi sem gera umhverfið að verri útivistarstað. Meira byggingarmagn kallar á meiri umferð og fleiri bílastæði sem ekki hefur verið gert ráð fyrir. Ef leysa á bílastæðisvandann með byggingu einhvers konar bílastæða- húss á það ekki að vera á kostnað bæjarbúa heldur þess sem hagnast á stækkun hússins. Fordæmisgefandi fram- kvæmdir í miðbænum Bygging þessara turna í miðbæ Hafnarfjarðar mun þar að auki vera fordæmisgefandi fyrir aðrar álíka lóðir í miðbænum og verður erfitt að banna öðrum lóðareigendum að byggja álíka háhýsi í miðbænum. Ofangreind atriði hafa veruleg áhrif á útlit og möguleika til útivistar í miðbæ Hafnarfjarðar. Telja Sjálf- stæðisfélögin þessa breytingu á ásýnd bæjarins vera til hins verra. Það á að vera markmið bæjarins að bæta miðbæinn og gera hann vist- vænni. Hér með er mótmælt breytingum á hæð húsanna við Strandgötu og þess krafist að farið verði eftir nú- verandi deiliskipulagi og ekki verði byggðir fleiri turnar í miðbænum,“ segir í ályktun félaganna. Sjálfstæðisfélög álykta gegn háhýsum Háhýsi við Strandgötu í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.