Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 73 Krossgáta Lárétt | 1 óvináttu, 8 fer á hesti, 9 skúta, 10 for- skeyti, 11 ákveð, 13 enn innar, 15 dælir, 18 kvart- il, 21 eldstæði, 22 ekið, 23 töfrastafs, 24 erting í húð. Lóðrétt | 2 ysta brún, 3 líf- færið, 4 súld, 5 skynfærin, 6 glæða, 7 til sölu, 12 þjóta, 14 eyktamark, 15 poka, 16 held til haga, 17 upphafs, 18 ilmur, 19 þekktu, 20 blóma. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 múgur, 4 folum, 7 lufsa, 8 ýfður, 9 rær, 11 rýrt, 13 orri, 14 ýmsir, 15 skær, 17 fold, 20 far, 22 rolla, 23 efl- ir, 24 korti, 25 nöfin. Lóðrétt: 1 múlar, 2 gáfur, 3 róar, 4 flýr, 5 læður, 6 morði, 10 æðsta, 12 Týr, 13 orf, 15 sprek, 16 ætlar, 18 orlof, 19 dýrin, 20 fati, 21 regn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Finnst þér þú tilfinningalega dof- inn? Þú lætur það ekki á þig fá, en ættir kannski að gera það. Þá er betra að átta sig og komast aftur á réttan kjöl. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú færð gesti og kannski að á meðal þeirra leynist ólíklegur elskhugi. Þetta er þannig dagur að hið ólíklegasta verður mjög svo líklegt. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Fólk ætti ekki að vanmeta þig. Án þess að finnast nokkuð til þess koma, gengur þú inn í aðstæður og færir þær á betri veg. Mjög smart. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hvert sem þú kemur, færðu það á tilfinninguna að þetta sé rétti staðurinn til að vera á. Og ef þú lætur verða af hlut- unum sérðu ekki eftir því. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ákvarðanir þínar eru alltaf drama- tískar og flottar – en koma að litlu gagni. Þú gerir sem mest úr þessum hæfileika þínum, undir vanalegu lófataki. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Einmitt þegar allt er að ganga upp finnurðu hindrun á veginum. Kemstu yfir hana? Já, þúsund sinnum! Með réttu hug- fari verður útkoman mögnuð. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þegar gleðistundir bresta á, finnst þér þú heppinn í stað þess að þakka sjálfum þér fyrir. En það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hvað varðar fjármálin þá er allt á uppleið. En þér er sama um pen- ingana sjálfa. Þetta snýst um frelsið sem þú getur keypt með krónunum þínum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur mögulega fengið rangar upplýsingar um hvað þú getur og getur ekki. Skiptir ekki máli. Stjörnunar ætla að hjálpa þér að uppræta goðsögn um vanhæfni þína. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vinnan þín er hið fínasta félags- líf. Þar hittir þú fólk sem þér finnst til- heyra sama heimi og þú. Það er bæði þægi- legt og skemmtilegt! (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Nærveru þinnar er vænst ein- hvers staðar. Það þýðir ekki að þú verðir að mæta. En að þú verðir að láta vita ef þú sérð þér það ekki fært. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ertu of jarðbundinn til að trúa á andann í flöskunni? Einhver sem vill sjá óskir þínar rætast losar um efa þinn og fær þig til að viðurkenna hvað þú virkilega vilt. stjörnuspá Holiday Mathis STAÐAN kom upp á sterku lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Montreal í Kanada. Ind- verski stórmeistarinn Penthala Ha- rikrishna (2664) hafði hvítt gegn Sergei Tivjakov (2648). 57. c6! Hb6 58. Hxb5! Hxb5 59. Rd6 hvítur vinnur nú mann og nokkru síðar skákina. 59...Hf6 60. Rxb5 Hxc6 61. Rxa7 Hc5 62. Kg2 Kb7 63. Kg3 Kb6 64. Kg4 Kb7 65. Kf5 h5 66. Ha4 Kb6 67. h4 Kb7 68. He4 Kxa7 69. Hxe5 Hc3 70. f4 Hg3 71. Ke6 Hg6+ 72. Kf7 Hg4 73. f5 Hxh4 74. f6 Hh1 75. Ke6 h4 76. f7 Hf1 77. Hf5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Hvar er drottningin? Norður ♠ÁG106 ♥ÁDG74 ♦62 ♣KG Vestur Austur ♠D754 ♠3 ♥632 ♥1098 ♦G75 ♦109843 ♣D64 ♣9872 Suður ♠K982 ♥K5 ♦ÁKD ♣Á1053 Suður spilar 7♠. Útspil ♠4. Í keppnisbrids þykir nánast sjálf- sagt að spila út trompi gegn lita- alslemmum á þeirri forsendu að minnst hætta sé að gefa þar slag. En hvað ef eitthvað hefur brugðist í sögnum og í ljós kemur að t.d. tromp- drottninguna vantar? Getur sagnhafi dregið þá ályktun, komi ekki út tromp, að útspilarinn eigi drottninguna? Bandaríski spilarinn Mike Passell sat í vestur og fylgdist með NS fikra sig upp í alslemmu. Þetta var fyrir tíma lykilspilaspurninganna og ekki var hægt með góðu móti að spyrja um drottningar í tromplitnum. Passell gerði sér góðar vonir um trompslag en millispilin með drottn- ingunni voru heldur lág og hann ákvað að spila út trompi eins og ekkert hefði í skorist. Sagnhafi lét gosann í borði og taldi ljóst hvar trompdrottningin væri. Hann tók því næst spaðaás og al- slemman var töpuð. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hvalatalningar í sumar leiddu í ljós fækkun á hrefnuvið landið. Hver stjórnar verkefninu? 2 Bátakuml fannst við fornleifauppgröft í vikunni. Hvarer grafið? 3 Verk íslensks myndlistarmanns mun prýða nýja Há-skólatorgið. Hvað heitir hann? 4 Framherji FH skoraði þrjú mörk í deildarleik gegn KR-ingum. Hvað heitir hann? Svör við spurningum gærdagsins 1. Íslensk hljóm- sveit mun leika eig- in tónlist undir bal- letverki í Ástralíu í október. Hver? Svar: Sigur Rós 2. Fyrsti kvenforseti lagadeildar Háskóla Íslands var valinn í síðustu viku. Hvað heitir hún? Svar: Björg Thorarensen. 3. Fyrirtæki á ferðaþjónustu sagði upp á sjöunda tug starfs- manna. Hvaða fyrirtæki? Svar: Icelandair. 4. Ákveðið hefur verið að stækka golfvöll á höfuðborgarsvæðinu í 27 holur. Hvaða völl? Svar: Korpúlfsstaðavöll. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig SÖNGFÓLK ! Hefur þú áhuga á að taka þátt í skemmtilegu og metnaðarfullu kórstarfi? Ef svo er, þá er Skagfirska söngsveitin í Reykjavík rétti kórinn fyrir þig. Kórinn, ásamt Óperukórnum í Reykjavík, frumflytur nýtt verk í febrúar eftir stjórnanda kórsins. Verkið heitir Solveig á Miklabæ. Í maí flytjum við hið þekkta verk Carmina burana eftir Carl Orff ásamt Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes. Kórarnir taka einn- ig þátt í flutningi verksins í Carnegie Hall í New York í júní 2008. Hafðu samband við kórstjórann okkar, Björgvin, í síma 553 6561 eða 861 1255 eða sendu tölvupóst á bjorgvinva@simnet.is www.skagfirska.is FRÉTTIR Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn STJÓRNARNEFND Landspítala – háskólasjúkrahúss kom saman til síns síðasta fundar 30. ágúst sl. og gerði á fundinum eftirfarandi bók- un: „Ný heilbrigðislög taka gildi núna 1. september 2007. Í þeim felast margar breytingar á skipulagi og stjórnun heilbrigðisþjónustu á Ís- landi. Sumar þeirra snúa beint að Landspítala, eins og háskólasjúkra- húsið heitir framvegis. Samkvæmt nýju lögunum verður ráðgjafar- nefnd forstjóra og framkvæmda- stjórn til stuðnings í verkefnum sín- um. Stjórnarnefnd heyrir hins vegar sögunni til í stjórnskipulagi landssjúkrahússins, þar sem hún hefur verið allt frá árinu 1935. Undanfarin ár hafa verið tími um- róts, endurskipulagningar og upp- byggingar í tengslum við mótun nýja háskólasjúkrahússins. Þjónust- an hefur aukist og batnað á flestum sviðum en ýtrustu hagkvæmni verið gætt. Þannig hefur rekstrarkostn- aður staðið nánast í stað á föstu verðlagi undangengin sjö ár. Hins vegar þarf að treysta fjárhag stofn- unarinnar svo hún geti mætt þeim kröfum sem til hennar eru gerðar um framúrskarandi þjónustu. Landspítali er ung stofnun en býr að langri reynslu. Framundan er tími enn frekari sóknar til bættrar heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn með byggingu nýja sjúkrahússins við Hringbraut. Við þessi tímamót þakkar núver- andi stjórnarnefnd þeim fjölmörgu sem hún hefur átt samskipti við á undanförnum árum, innan spítalans og utan. Starfsmönnum Landspítala, stjórnendum hans og ráðgjafar- nefnd er óskað heilla og velgengni í vandasömum störfum á komandi ár- um.“ Treysta þarf fjárhag Landspítalans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.