Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 74
… þetta geti skilað þeim svo mörgum stig- um í Skrafli (Scrabble) … 81 » reykjavíkreykjavík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÍRSKI rithöfundurinn Eoin Colfer er einn þekktasti barnabókahöfundur heims í dag enda hafa bækur hans um þrjótinn Artemis Fowl notið mik- illa vinsælda, ekki síst hér á landi. Hann hefur þó ekki bara setið við skriftir, heldur hefur hann líka tekið þátt í líknarstarfi og kom hingað til lands í síðustu viku í tilefni af ljós- myndasýningu sem haldin er til að afla fé til að styrkja starf íslensku þróunar- og mannúðarsamtakanna IceAid, en ljósmyndarinn er sveit- ungi Colfers, Pádraig Grant, annar stofnanda IceAid. Það tók Eoin Colfer nokkurn tíma að slá í gegn, ef svo má kalla það, en hann starfaði sem kennari í fimmtán ár áður en hann gat snúið sér að rit- störfum eingöngu. Samhliða kennsl- unni var hann þó sífellt að skrifa, að- allega leikrit. Hann segist hafa samið sex eða sjö slík sem sett voru upp, en yfirleitt voru þau flutt af áhuga- leikhópum nema eitt sem náði meiri útbreiðslu. Áður en lengra var haldið í þeim efnum ákváðu Colfer-hjónin, bæði starfandi kennarar, að ráða sig sem kennara í Sádi-Arabíu í tíu mán- uði. „Það var smávegis ævintýraþrá að verki en aðallega það að okkur langaði til að kaupa okkur hús og við sáum fram á að við gætum haft góðar tekjur af þessu enda tókum við bæði að okkur tvöfalda kennslu.“ segir Colfer. Kátir Írar í Arabíu Hann segir að þetta hafi verið ánægjuleg dvöl, mikið af Írum þar staddir í sömu erindagjörðum og alla- jafna hafi þeir safnast saman á kvöld- in og um helgar til að fá sér í glas saman. „Ég gerði nú lítið af því að drekka þarna úti því það eina sem var í boði var heimabrugg og eftir að hafa drukkið vel af því einu sinni gerði ég það aldrei aftur,“ segir hann og grett- ir sig við tilhugsunina. Hann segir að í raun sitji lítið eftir af dvölinni þar ytra nema að hann hafi lært nokkur orð í arabísku. „Ég lærði þó aldrei að biðja um bjór á arabísku, enda hefði það svo sem ekki komið að miklum notum.“ Eins og getið er fóru þau hjón til Sádi-Arabíu að ná sér í fé til íbúðar- kaupa heima á Írlandi, en bauðst tímabundin vinna á Ítalíu sem þau þáðu, dvöldu þar í ár, og síðan tók við tveggja ára starf í Túnis. Þá þótti þeim líka nóg komið í bili og sneru aftur til Írlands að nýju. Colfer segist hafa verið iðinn við að skrifa á þessum árum, en ekkert af því hefur komið út. „Ég fékk þannig hugmynd að bók um fjöldamorðingja, gamansögu, ekki hryllingssögu. Hug- myndin var fín en útfærslan hjá mér mjög slæm. Aðra bók skrifaði ég, barnabók, og sendi til útgefenda og fékk ekki svar fyrr en átta árum síð- ar, en þá hafði ég vit á að segja nei. Það er nefnilega ekki svo algengt að fyrstu bækur höfunda séu hæfar til útgáfu og mínar voru það alls ekki.“ Á endanum fann hann þó fjölina sína og skrifaði tvær bækur um írska strákinn Benny, Benny and Omar og Benny and Babe sem náðu vinsæld- um á Írlandi undir lok aldarinnar. Það var svo með The Wish List, sem kemur út undir nafninu Óskalistinn í haust, að útgefendur utan Írlands tóku eftir honum. Söguhetjan deyr á síðu tvö Óskalistinn er óvenjuleg bók um margt, barnabók sem hefst þar sem söguhetjan deyr þegar hún er að ræna farlama gamalmenni. Þar sem hún er ekki alvond fær hún annað tækifæri sem felst í að hjálpa ellilíf- eyrisþeganum sem hún var að ræna, að láta óskir sínar rætast, en margar þeirra eru furðulegar. Hún er ólík- seinni bókum Colfers að því leyti að í henni er ekki eins mikill hamagang- ur, sjá til að mynda bækurnar um Artemis Fowl, en þess má geta að fimmta bókin um hann er eiginlega líkari Óskalistanum en fyrirrenn- urum sínum því í henni er meiri per- sónusköpun og minni hasar. Hann rifjar það upp að bókin hafi meðal annars vakið athygli kverúl- anta sem hafi gert athugasemdir við það að hann geri grín að dauðanum. „Það hafa verið skrifaðar ótal bækur um það að fá annað tækifæri og eins Colfer tók því verkið að sér með leikstjóranum Jim Sheridan og skil- aði því af sér fyrir stuttu. „Þetta var þreytandi vinna en ekki erfið,“ segir hann. „Ég var smátíma að átta mig á hvernig ætti að vinna handritið, hverju þyrfti að breyta til að sagan gengi upp sem kvikmynd, en svo fannst mér svo gaman að breyta að samstarfsmenn mínir tóku í taum- ana, þeim fannst ég vera kominn of langt frá upprunalegum sögu- þræði.“ Í framhaldi af spjalli okkar um Artemis Fowl ræðum við þau æv- intýri sem við lásum sem börn þar sem tröll og óvættir drápu og lim- lestu sem mest þau máttu, en síðan mátti eiginlega ekkert ljótt sjást í bókum; meira að segja Rauðhetta var endurskoðuð og úlfurinn geltur. Hann tekur undir það að barna- bækur síðustu áratuga hafi margar verið óttalega útþynntar og að for- eldrar hafi ofverndað börn sín. „Það er þó alltaf ástæða til að hafa augun hjá sér, til að kynna sér hvað börnin eru að lesa, því þó þau eigi ekki í erf- iðleikum með að lesa ævintýra- ofbeldi, og hafi reyndar gott af því, þá þola þau ekki eins vel það ofbeldi sem nú er í tísku að sýna í sjónvarpi, kvikmyndum og bókum, of- urraunsæislegt ofbeldi.“ Of margar seríur Eing og getið er vinnur Colfer nú að sjöttu Artemis Fowl-bókinni og hyggst síðan hvíla sig á honum í ein- hvern tíma. Hann er þó með fleiri járn í eldinum, hyggst skrifa fram- hald af bókinni Half Moon Inve- stigations, sem kom út á síðasta ári og segir frá skólapilti sem gerist einkaspæjari. Hann er líka með í smíðum framhald af bókinni The Supernaturalist sem kom út 2004, hét Barist við ókunn öfl í íslenskri þýðingu. „Ég er alltaf með of marg- ar framhaldsbókaraðir í gangi í einu,“ segir hann og dæsir. Nýverið lauk Colfer við bókina The Airman sem kemur út á næsta ári, en allajafna skrifar hann tvær bækur á ári. „Ég myndi gjarnan vilja skrifa fleiri bækur, það vantar ekki hugmyndirnar, en ég get bara ekki skrifað hraðar,“ segir hann og gælir við þá hugmynd um stund að haga málum eins og Alexandre Du- mas eldri sem var með fjölda fólks í vinnu við að skrifa bækur eftir sinni forskrift. „Það er þó sama hvað ég myndi skrifa margar bækur, útgef- endur vilja ekki nema tvær á ári til að kreista sem mest út úr þeim.“ Eins og getið er var tilgangur heimsóknar Colfers til Íslands að vera við opnun Pádraig Grant, en sýningin er haldin á vegum þróunar- og mannúðarsamtakanna IceAid. Hann hefur tekið þátt í starfi sam- takanna í á annað ár, en Grant er sveitungi hans, er frá Wexford á Ír- landi líkt og Colfer. Myndirnar á sýningunni eru til sölu og rennur andvirði þeirra til starfa IceAid við uppbyggingu munaðarleysingja- heimila í Líberíu, en samtökin hafa komið upp munaðarleysingjahæli í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, og einnig tölvusetri í nágrenni bæjarins fyrir tilstilli Colfers. ÓÞOKKARNIR ALLTAF FLOTTIR ÍRSKI RITHÖFUNDURINN EOIN COLFER ER FRÆGUR VÍÐA UM HEIM FYRIR BARNA- BÓKARÖÐ UM ÓÞOKKA MEÐ GULLHJARTA. HANN KOM HINGAÐ TIL LANDS Í LIÐINNI VIKU TIL AÐ KYNNA LÍKNARSTARF Í LÍBERÍU OG LÍKA TIL AÐ RÆÐA UM BÆKUR SÍNAR. Afkastamikill Írski rithöfundurinn Colfer vonar að Tommi nái að éta Jenna. Morgunblaðið/Sverrir gerðar margar kvikmyndir svo ég reyndi að fara aðeins aðra leið og kryddaði það svo með því að láta þá glíma um stúlkuna, djöfulinn og Lykla-Pétur. Það er líka rétt hjá þér að Artemis Fowl-bækurnar séu að breytast, eiginlega að verða líkari Óskalistanum, enda finnst mér skemmtilegra að skrifa um samskipti fólks en að skrifa hasarsögur, í það minnsta eins og er.“ Artemis Fowl slær í gegn Fyrsta Artemis Fowl bókin kom út 2001 og sló rækilega í gegn. Svo rækilega reyndar að Colfer hætti að kenna og sneri sér alfarið að rit- störfum. Allar bækurnar hafa selst metsölu og seljast enn, en hann er sem stendur að skrifa sjöttu Fowl- bókina en svo hyggst hann taka sér frí frá Artemis Fowl í einhvern tíma, kannski nokkur ár. Hugmyndina að Artemis Fowl, glæpastráknum snjalla, segist hann hafa velt fyrir sér lengi. „Mér fannst glæpamennirnir alltaf svo flottir í gömlu James Bond-myndunum og í Pétri Pan; kapteinn Krókur er frá- bær óþokki, séntilmaður sem vill að öll illvirkin fari rétt fram. Óþokkarnir í þessum myndum eru svo flottir að eina leiðin fyrir hetjuna til að vinna á þeim er ef óþokkinn gerir einhver heimskuleg mistök, eins og til að mynda að standa og tala í hálftíma í stað þess að skjóta Bond um leið og hann er búin að ná honum. Mig lang- aði því að skrifa bók þar sem bófinn fengi að vinna,“ segir hann og trúir mér fyrir því að hann haldi alltaf með Wile E. Coyote og Tomma. Hið illa sigrar Þessi áhersla á að sá vondi beri sig- ur úr býtum stóð í ýmsum og stendur enn eins og Colfer komst að þegar skrifa átti kvikmyndahandrit upp úr fyrstu Artemis Fowl bókinni. „Það voru fjórir hópar búnir að reyna að skrifa handrit upp úr bókinni en réðu ekki við það. Ég gat ekki skilið af hverju, enda hélt ég það væri ekkert mál, en svo komst ég að því að fólk átti svo erfitt með að skrifa handrit að barnabók þar sem hið illa sigraði.“ Margar bækur eftir Colfer hafa ver- ið þýddar á íslensku og þeim á örugglega eftir að fjölga. Helsta út- gáfan er bókaröðin um Artemis Fowl, en fyrsta Fowl bókin kom út á íslensku 2003. Hér fer listi yfir bæk- ur eftir Colfer á íslensku og útgáfu- ár. Guðni Kolbeinsson þýddi allar bækurnar og JPV gaf þær út. Artemis Fowl, 2001 / Artemis Fowl Artemis Fowl – Samsærið, 2002 / Artemis Fowl: The Arctic Incident Artemis Fowl – Læsti teningurinn, 2003 / Artemis Fowl: The Eternity Code Artemis Fowl – Blekkingin, 2005 / Artemis Fowl: The Opal Deception Artemis Fowl – Týnda eyjan, 2006 / Artemis Fowl: The Lost Colony Barist við ókunn öfl, 2004 / The Supernaturalist Óskalistinn, 2007 (væntanleg) / The Wish List Colfer á íslensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.