Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 www.heimili.is Opið hús Þorláksgeisla 3, bjalla 305 í dag frá kl. 15.00 til 17.00. Góð 4ra herbergja 127 fm endaíbúð á 3ju hæð í nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Í íbúðinni eru þrjú rúmgóð svefnherbergi öll með skápum. Stór og björt stofa og er gengið út á flísalagðar suðvestur sval- ir. Eldhús er með eikarinnréttingu og borðkrók. Sjónvarpshol. Baðher- bergi flísalagt í hólf og gólf með baðkari, sturtuklefa, upphengdu salerni og innréttingu. Þvottahús er innan íbúðar með flísalögðu gólfi og skol- vask í borði. Geymsla er innan íbúðar ásamt sérgeymslu í sameign. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. Verð 29,9 m. Áhv. c.a. 18,0 m. í hagstæðu erlendu láni. Heiðar tekur vel á móti gestum. 530 1800 34.900.000 Falleg 149,5 fm. 5 herbergja neðri sérhæð, eignin er á mjög góðum stað í botnlangagötu í smáíbúða- hverfinu. Helgi Már 897 7086 sölumaður Draumahúsa verður á staðnum. Rauðagerði 45 - 108 Rvk Opið hús í dag frá kl. 15-16 Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is Opið virka daga frá kl. 9:00-18:00 Sími 575 8585 Sigrún Stella Einarsdóttir löggiltur fasteignasali TRÖLLATEIGUR, GLÆSILEGT, NÝLEGT 182,2 FM ENDARAÐHÚS Á tveimur hæðum með innb. bílskúr í Mosfellsbæ. Eignin er innr. á vandaðan hátt og með góðum tækjum. 3 rúmgóð svefnh. með skápum. Góður flísal. bílskúr. Hornlóð með mikla möguleika, hellulagt bílaplan og lóð að framanverðu. Þetta er afar áhugaverð eign með miklu útsýni á vinsælum stað í Mosfellsbæ. V. 52,7 millj. Sími 533 4800 Góð 3-4 herbergja, 101,2 fm íbúð á góðum stað í Grafarholti. Eignin skipt- ist í 2-3 svefnherbergi (eitt þeirra skráð sem geymsla), stofu, baðherbergi, eldhús og þvottahús. Frágengin og snyrtileg grasflöt er í kringum húsið. Íbúð 104. V. 26,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 14:00 og 15:00. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Þórðarsveigur 13 – Opið hús Góð 94,6 fm, 4ra herbergja íbúð. Eignin skiptist í gang, geymslu, baðher- bergi, eldhús, stofu og 3 svefnherbergi. Fallegur ca 25 fm sólpallur fylgir eigninni og girðir af sérinngang frá lóð. Sameign er hin snyrtilegasta, þar er meðal annars hjólageymsla og sameignargeymsla. V. 26,4 millj. Gullsmári Falleg 116 fm, 5 herbergja íbúð á góðum stað í Kópavogi með timburver- önd í garðinum. Eignin skiptist í 2 stofur, 3 svefnherbergi, forstofu, baðher- bergi, eldhús og þvottaherbergi. V. 26,9 millj. Hjallabrekka Glæsileg 116,7 fm, 3ja herbergja íbúð í húsi byggðu 2004. Eignin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, barnaherbergi, svefnher- bergi, þvottahús, sérstæði í sameiginlegri bílageymslu ásamt sérgeymslu í sameign. V. 36,9 millj. Norðurbrú SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. SÖLUSÝNING Í DAG KL. 14 – 15 LITLIKRIKI 33 - MOSFELLSBÆ EINBÝLI MEÐ AUKAÍBÚÐ. Sýnum í dag stórglæsilegt og vel staðsett, 342 fm, tveggja íbúða ein- býlishús á frábærum stað í krikahverfi í Mosfellsbæ. Stærri íbúðin er 247 fm á tveimur hæðum auk 35 fm bílskúrs, alls 281 fm. Minni íbúðin er 60 fm með sérinngangi. Möguleiki á tveimur íbúðarlánum. Mjög gott skipulag á húsi, góðar svalir í aðalíbúð með glæsilegu útsýni yfir Mosfellsbæ og óskert útsýni í átt að Esjunni. Skilast fullbúið að utan & rúmlega fokhelt að innan. V. 54,8.- millj. Sveinn Eyland, gsm: 6-900-820, sölumaður Fasteign.is verður á staðnum. TILLÖGUR um breytt rekstr- arform OR ber að með mjög sér- stökum og flumbrulegum hætti. Framkvæmdastjóri og aðstoð- arframkvæmdastjóri fyrirtækisins hafa lagt fram tillögu í stjórn fyr- irtækisins um að stjórnin beini því til eigenda að rekstrarformi OR verði breytt úr sameignarfyrirtæki í hluta- félag hið snarasta. Eðlilegra hefði verði að hreyfa málinu á nýafstöðnum aðalfundi OR í ljósi þess að breyting á rekstrarformi er fyrst og fremst mál- efni eigenda. Þessi tillöguflutningur nú er ein- kennilegur. Ekki síst í því ljósi að ekkert nýtt hefur komið fram sem kallar á breytt rekstrarform síðan að- alfundur OR var haldinn. Ekki er síð- ur einkennilegt að leggja málið fram á almennum stjórnarfundi og velja til gjörningsins stjórnarfund þegar fyrir liggur að báðir aðalmenn minnihlut- ans í Reykjavík eru fjarverandi vegna fundar Sambands íslenskra sveitarfé- laga á Ísafirði. Til að bíta hausinn af skömminni fengu aðalmenn minni- hlutans ekki einu sinni send fund- argögn vegna fundarins. Eðlilega óskuðu þeir með formlegum hætti eftir frestun málsins fyrir fundinn. Í stað þess að verða við þeirri sjálf- sögðu beiðni fengust þau skilaboð frá stjórnarformanni að málinu yrði ekki frestað og það yrði afgreitt á fund- inum. Eftir að fulltrúar minnihlutans gerðu fjölmiðlum viðvart frá Ísafirði og fréttir um fyrirhugaða bráða- breytingu á rekstrarformi bárust út, sá meirihluti stjórnar loks að sér og frestaði formlegri afgreiðslu málsins til næstkomandi mánudagsmorguns. Aukinn áhættu- og samkeppn- isrekstur Meirihluti stjórnar ákvað þó að gefa sjálfum sér sem minnst svigrúm til að hugleiða málin yfir helgina og bókuðu fögnuð sinn yfir framkominni tillögu. Þannig liggur það algjörlega fyrir hvernig stjórnarmeirihlutinn í Orkuveitunni ætlar að afgreiða málið þó formlegri afgreiðslu hafi verið frestað. Í bókun meirihlutans er fullyrt að samþykkt tillögunnar um breytt rekstrarform „feli í sér sóknarfæri fyrir Orkuveituna, hér á landi og er- lendis“. Því er eðlilegt að spyrja; hvað stórhuga verkefni OR hyggist nú ráð- ast í umfram það sem fyrirtækið hef- ur getað gert innan sameignarfélags- formsins? Það kemur Reykvíkingum sem eiga 94% í OR nefnilega við hvaða áhættufjárfestingar fyrirtækið ætlar að ráðast í hérlendis og erlendis alveg óháð því hvort Reykjavík- urborg standi í ábyrgð fyrir lánveit- ingum eða ekki. Einnig er rétt að hafa í huga í þessu sambandi að útrás fyrirtækisins erlendis er nú í gegnum sérstök hlutafélög, vandræðalaust, í núverandi rekstrarformi. Ekki væri síður fróðlegt fyrir atvinnulífið að fá upplýsingar um það hvaða sam- keppnisrekstur verði aukinn á vegum fyrirtækisins en auknu svigrúmi til þess er teflt fram í fátæklegum rök- um fyrir hlutafélagavæðingunni. Lágt rafmagns- og vatnsverð meginmarkmiðið OR er verðmætasta einstaka eign okkar Reykvíkinga, stefna OR hefur alltaf verið að bjóða rafmagn, heitt og kalt vatn á notendasvæði sínu á sem hagstæðustu verði. Önnur starfsemi Hvert stefnir meirihlut- inn með Orkuveitu Reykja- víkur? Sigrún Elsa Smáradóttir og Dagur B. Eggertsson skrifa um breytt rekstrarform Orkuveit- unnar UMRÆÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.