Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 4. september 1977: „Náin samskipti við önnur Norð- urlönd eru okkur Íslend- ingum mjög mikilvæg eins og fjallað eru um í Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins í dag. Með nokkrum hætti eru þau tengsl kjölfestan í sam- skiptum okkar við umheim- inn. Þau tengja okkur upp- runa okkar og veita okkur styrk á alþjóðavettvangi, sem við ella mundum ekki hafa. Þess vegna skiptir máli fyrir okkur að rækta tengsl okkar við önnur Norðurlönd. Norðurslóðir eiga eftir að öðlast vaxandi þýðingu á næstu áratugum. Talið er, að mikil auðæfi megi finna á hafsbotni norður í höfum, m.a. olíu.“ . . . . . . . . . . 30. ágúst 1987: „Sú stað- reynd að mestallt erlent fjár- magn á Íslandi er í formi lána en ekki framtaksfjár merkir að Íslendingar verða að greiða vexti og afborganir af þessu fé hvernig sem árar hjá íslenzkum fyrirtækjum. En þetta mundi breytast ef útlendingar fengju sömu heimildir, innan vissra marka, til að kaupa íslenzk verðbréf og Íslendingar til að kaupa hluti í erlendum fyr- irtækjum. Þá tækju útlend- ingar sem hér fjárfestu sína áhættu, en ekki íslenzkir skattþegnar. Í ágústbréfi Iðnaðarbankans er klykkt út með þessum orð- um: „Af öllum þessum ástæð- um verður að vona að rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar haldi áfram afnámi hafta í gjaldeyrisverslun hér á landi. Ef til vill styttist í þá stund að menn geti sjálfir tekið ákvörðun um á hvaða mark- aði þeir kjósa helst að ávaxta sparnað sinn – og hvernig þeir kjósa að skipta honum til að dreifa áhættu.““ . . . . . . . . . . 31. ágúst 1997: „Það er nauð- synlegt að styrkja skólana og kennsluna. Það verður að gera kennarastarfið meir að- laðandi en það nú er til þess að góðir kennarar fáist til skólanna og í námsefni þarf einnig að leggja ríka áherzlu á það sem séríslenzkt er, arf- leifð þjóðarinnar og tunguna, sem gerir okkur að sérstakri þjóð. Þetta er nauðsynlegt í minnkandi heimi, þar sem sí- fellt er lögð áherzla á meiri al- þjóðahyggju og æ meiri bein tengsl við umheiminn. Ís- lenzkt þjóðfélag er lítið og persónulegt og það ætti því að vera hægt að koma hverjum og einum betur til manns hér en erlendis í hinum stóru þjóðfélögum. Hér ætti ein- staklingurinn að geta notið fá- mennisins og því fengið meiri aðhlynningu á þroskaferli sín- um en meðal stórþjóða.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FORYSTUMENN Í VANDA Forystumenn Vinstri grænna ogFramsóknarflokksins, þeirSteingrímur J. Sigfússon og Guðni Ágústsson eiga við sama vanda að stríða ef marka má ræðu Stein- gríms á flokksráðsfundi Vinstri grænna á Flúðum í fyrradag og viðtal við Guðna Ágústsson hér í Morgun- blaðinu í gær. Hvorugum hefur tekizt að fóta sig við breyttar aðstæður. Steingrímur hefur ekki endurheimt sjálfstraust sitt og Guðni er ekki búinn að jafna sig á því að missa völdin. Það er ekki gott að báða helztu stjórnarandstöðu- flokkana reki stjórnlaust fyrir veðri og vindum. Vandi Steingríms er auðleystari en Guðna. Vinstri grænir eiga auðvitað að grípa á lofti einn þeirra megin- strauma, sem nú eru að brjótast upp á yfirborðið. Kristján G. Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins er að beina þeim upp á yfirborðið. Þá er átt við óánægju almennings með vaxandi misskiptingu í þjóðfélaginu. Það hefur alltaf verið ljóst og það hef- ur verið meginstef í málflutningi Morgunblaðsins um þjóðfélagsmál áratugum saman, að of mikill efna- munur mundi valda djúpstæðri óánægju meðal fólks í þessu fámenna samfélagi. Nú er það að gerast. Ef Vinstri grænir hefðu einhvern snefil af pólitískri skynjun mundu þeir sigla inn í tómarúmið og taka for- ystu fyrir þessum umbrotum og beina þeim í ákveðinn farveg. Ef marka má ræðu Steingríms J. Sigfússonar á Flúðum í fyrradag sýnist hann hins vegar ekki vita af þessum umbrotum. Úrlausnarefni Guðna Ágústssonar er flóknara. Hvaða flokkur er Fram- sóknarflokkurinn? Hann var flokkur sveitanna og landsbyggðarinnar. Halldór Ásgrímsson reyndi að breyta honum í þéttbýlisflokk, gekk vel í fyrstu en fór svo út á rangar brautir þegar hann hóf áróður fyrir aðild Ís- lands að Evrópusambandinu, sem mæltist illa fyrir innan Framsóknar- flokksins. Það hlaut að vera verkefni Jóns Sigurðssonar, eftirmanns Halldórs í formennsku Framsóknarflokksins að ná einhverju jafnvægi en honum tókst það ekki og hafði kannski of stuttan tíma til þess. Hvert ætlar Guðni að stefna með Framsóknarflokkinn? Þess sjást eng- in merki í viðtalinu við hann í Morg- unblaðinu í gær á hvaða leið hann er. Ætlar hann að hverfa aftur til róta Framsóknarflokksins? Það er alltaf skynsamlegt þegar menn hafa villzt af leið og sjálfur stendur formaður Framsóknarflokksins traustum fót- um í þeim jarðvegi en það dugar tæp- ast til. Hann stendur eftir sem áður frammi fyrir sama vanda og Halldór Ásgrímsson reyndi að horfast í augu við, að kjósendafjöldinn er í þéttbýl- inu. Framsóknarflokurinn þarf að finna sér hillupláss en það er ekki endilega víst að það sé til. Báðir flokksformennirnir standa líka frammi fyrir þeim vanda eða þeirri ógn að nú eru áskorendur í augsýn. Það er augljóst að samstaða er að skapast um Svandísi Svavars- dóttur sem eftirmann Steingríms J. Sigfússonar en hún hefur ekki upp- lýst hver hennar framtíðarsýn er fyr- ir Vinstri græna. Það verður hún að gera fyrr en síðar ef hún ætlar ekki að missa af því tækifæri, sem hún hef- ur nú. Það er nýtt ættarveldi að verða til í íslenzkri pólitík. Björn Ingi Hrafnsson borgar- fulltrúi er augljóslega að byggja upp stöðu sína sem eini hugsanlegi áskor- andinn í Framsóknarflokknum og hann er byrjaður að hreyfa sig. Það sama á hins vegar við um hann og Svandísi Svavarsdóttur, að fyrr en síðar verður hann að upplýsa, hvort hann hefur eitthvað meira fram að færa um framtíð Framsóknarflokks- ins en Guðni Ágústsson. Og jafnframt skynsamlegt fyrir Björn Inga að muna, að fyrir rúmu ári reyndist Guðni hafa meiri krafta innan Fram- sóknarflokksins en ýmsir héldu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ D agar Morgunblaðsins, sem borg- aralegs blaðs eru liðnir“, sagði einn af lesendum Morgunblaðs- ins í bréfi til ritstjórnar vegna leiðara blaðsins fyrir nokkrum dögum, þar sem fjallað var um hvort Danir væru haldnir sjúklegri öryggisþörf vegna andstöðu við skattalækkanir. Annar les- andi hafði á orði við viðmælanda sinn: þetta er ekki sósíalismi. Þetta er kommúnismi. Af þessu tilefni er kannski ekki úr vegi að fjalla um afstöðu Morgunblaðsins til heilbrigðismála en um þau var fjallað í fyrrnefndum leiðara og geta þá lesendur Morgunblaðsins sjálfir metið hvort blaðið hafi horfið frá borgaralegum gildum og tekið að boða kommúnisma í heilbrigðismálum. Í grundvallaratriðum hefur skoðun Morgun- blaðsins verið sú, eins og hún hefur verið kynnt í ritstjórnargreinum síðasta einn og hálfan áratug- inn eða svo, að hið opinbera heilbrigðiskerfi ætti að vera kjarninn í heilbrigðisþjónustu lands- manna. Hins vegar væri skynsamlegt að þróa og byggja upp einkarekinn valkost í heilbrigðismál- um sem veitti hinu opinbera kerfi samkeppni og aðhald. Fyrir nokkrum árum urðu töluverðar um- ræður um þetta efni á milli Morgunblaðsins og Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi landlæknis. Landspítalinn er auðvitað kjarninn í hinni op- inberu heilbrigðisþjónustu. Engin spurning er um að spítalinn veitir á mörgum sviðum frábæra faglega þjónustu. Hins vegar hefur verið býsna hart að honum gengið í fjárframlögum í allmörg ár. Sjálfsagt er að opinberum stofnunum sé veitt strangt aðhald í fjárveitingum. Hins vegar eru allmörg ár síðan þeirri skoðun var lýst í ritstjórn- argreinum hér í blaðinu að nú væri svo komið að það væri gengið of nærri spítalanum í takmörkun fjárveitinga sem koma mundi niður á faglegri þjónustu. Þess vegna hefur Morgunblaðið frá því snemma á tíunda áratugnum lýst þeirri skoðun að ef landsmenn yrðu spurðir hvort þeir vildu greiða sérstakan skatt, sem eyrnamerktur væri Landspítalanum og heilbrigðisþjónustunni til þess að tryggja ungum sem öldnum fullkomna heilbrigðisþjónustu, mundi tillögum um slíkan skatt vel tekið af skattgreiðendum. Þessi skoðun hefur nokkrum sinnum verið ítrekuð í forystu- greinum Morgunblaðsins og má það merkilegt heita ef hún telst ekki í samræmi við almenn borgaraleg sjónarmið. Líklegra er að hún sé í samræmi við sjónarmið þorra venjulegra borgara á Íslandi, þótt einhverjir einstaklingar á hægri kanti Sjálfstæðisflokksins eða þeir, sem hefur jafnvel ekki liðið nægilega vel þar, séu annarrar skoðunar. Sú skoðun Morgunblaðsins er óbreytt að geng- ið hafi verið of nærri spítalanum í fjárveitingum og að tími sé kominn til að snúa við á þeirri braut. Hins vegar hefur Morgunblaðið gagnrýnt yf- irstjórn Landspítalans á allt öðrum forsendum. Sú gagnrýni hefur beinzt að tilhneigingu yfir- stjórnar spítalans til þess að koma í veg fyrir frjálsar umræður innan spítalans og utan af hálfu starfsmanna hans. Um það eru fjölmörg dæmi sem áður hafa verið tíunduð hér í blaðinu og skulu ekki endurtekin að sinni. Það er auðvitað ljóst að það er mikilvægt fyrir allar umræður í samfélagi okkar að starfsmenn þessarar mikil- vægustu stofnunar í heilbrigðiskerfi okkar geti lýst skoðunum sínum án þess að þurfa að óttast refsingar í einhverju formi eins og t.d. að koma ekki til greina við stöðuveitingar innan spítalans vegna þess að sjónarmið og skoðanir viðkomandi þykja óþægilegar. Allar hugmyndir um að gjörbreyta heilbrigð- iskerfinu á Íslandi t.d. til samræmis við það kerfi sem byggt hefur verið upp í Bandaríkjunum eru áreiðanlega eitur í beinum hins almenna borgara hér og þeir sem láta sér detta slíkt í hug eru ekki talsmenn borgaralegra gilda í íslenzku samfélagi. Þeir eru þvert á móti talsmenn jaðarsjónarmiða sem eiga engu fylgi að fagna hér. Einkarekinn valkostur Í þessu felst hins vegar ekki að það sé ekki sjálfsagt að byggja upp einkarek- inn valkost sem veitir opinbera kerfinu samkeppni og aðhald. Það eru margar vísbendingar um að skortur á slíkri samkeppni hafi orðið til þess að við- halda úreltum vinnubrögðum í heilbrigðisþjón- ustunni. Fyrir nokkrum misserum var t.d. frá því skýrt hér í blaðinu að til þess að fá upplýsingar á Landspítala um hvenær tiltekin aðgerð færi fram væri fólki bent á að hringja í ákveðið símanúmer milli kl. eitt og þrjú einn tiltekinn vikudag. Þetta símanúmer var að sjálfsögðu upptekið viku eftir viku og þess vegna ómögulegt að fá umræddar upplýsingar. Hverjum dettur í hug að veita svona „þjónustu“ nú til dags? Annað dæmi um slíka þjónustu má finna á opinberum heilsugæzlu- stöðvum þegar þau svör fást að lyfseðlar séu ekki gefnir út eftir hádegi á föstudögum! Hvers vegna ekki? Þegar viðskiptavinurinn kvaðst þá mundu fara á Læknavaktina var allt í einu hægt að gefa út lyfseðil eftir hádegi á föstudegi. Hin opinbera heilbrigðisþjónusta á langt í land með að laga sig að gjörbreyttum kröfum í sam- félaginu til þjónustu sem þessarar. Af þessum ástæðum og mörgum öðrum er ástæða til að ýta undir einkarekinn valkost í heil- brigðisþjónustunni. Hann hefur smátt og smátt orðið til. Þau fjölmennu læknasetur sem nú eru starfrækt, þar sem margir læknar með mismun- andi sérgreinar koma saman og veita ekki aðeins viðtalsþjónustu heldur standa fyrir aðgerðum ut- an spítala, myndatökum og öðru slíku eru í raun einkarekinn valkostur í íslenzka heilbrigðiskerf- inu. Hins vegar er athyglisvert að fylgjast með því að þessi einkarekni valkostur virðist ekki hafa tekið á þjónustuskorti af því tagi sem nefndur var hér áðan hjá hinni opinberu heilbrigðisþjónustu. Þannig geta sjúklingar þurft að bíða vikum sam- an eftir viðtölum við lækni í þessu einkarekna kerfi í stað þess að fá viðtal nánast strax þegar þess er óskað. Það getur einfaldlega verið sál- rænt þrúgandi fyrir sjúklinga að bíða svo lengi eftir viðtali við lækni. Það er líka athyglisvert að það er upp og ofan hvort sjúklingar sem leita til læknis í þessum einkarekna geira heilbrigðisþjónustunnar fá þá sjálfsögðu þjónustu að fá skriflega greinargerð um krankleika sinn ef hann er á annað borð til staðar. Í kvikmynd Michael Moore um bandaríska heilbrigðiskerfið, sem hér hefur verið sýnd að undanförnu, er franska heilbrigðiskerfið hafið til skýjanna. Og það eru sennilega töluverð rök fyrir því. Alla vega hefur Morgunblaðið traustar heim- ildir fyrir því að á sama tíma og beðið er vikum saman eftir viðtali við lækni hér á Íslandi taki 2-3 daga að fá slíka þjónustu í Frakklandi. Einkarekin þjónusta í heilbrigðiskerfinu er þess vegna ekki allra meina bót og læknarnir hér sem vilja veita slíka þjónustu verða að grípa til róttækra ráðstafana til þess að bæta þessa þjón- ustu eigi hún að verða trúverðug. En það eru fleiri álitamál í sambandi við einka- rekinn valkost en þeir þjónustuþættir sem hér hafa verið nefndir. Er eitthvað ljótt við það að fólk noti peningana sína til þess að tryggja sér bót á veikindum sínum? Fyrir meira en tveimur áratugum spurði Morgunblaðið hvað væri at- hugavert við það að gamall maður notaði pen- ingana sína til þess að fá setta kúlu í mjöðm í staðinn fyrir að nota þá til þess að fara til sólar- landa sem sá hinn sami gat hvort sem er ekki not- ið vegna óbærilegra kvala. Það eru enn biðlistar vegna slíkra eða áþekkra aðgerða. Það getur tek- ið marga mánuði að komast í slíka aðgerð. Það eina sem gerist ef gamli maðurinn fær að kaupa sér slíka þjónustu fyrir peningana sína er að biðlistinn styttist og aðrir komast fyrr að. Þetta snýst ekki bara um það að ríka fólkið geti keypt sér þjónustu fram hjá biðröðinni. Þetta snýst líka um það að venjulegt fólk geti ákveðið að nota sparifé sitt frekar í þetta en sólarlanda- ferðir. Hvað er ljótt við það? Þetta var eitt af ágreiningsefnum Morgunblaðsins og Ólafs fyrr- verandi landlæknis á sínum tíma. Það er svo annað mál að sennilega erum við komin á yztu mörk í innheimtu svonefndra þjón- ustugjalda í heilbrigðiskerfinu. Þar má ekki ganga lengra og í sumum tilvikum hefur nú þegar verið gengið of langt. Skólar og heilbrigðiskerfið Þ að hefur verið athyglisvert að fylgj- ast með því hvernig einkareknir skólar hafa rutt sér til rúms. Þeir eru orðnir allmargir. Þekktastir eru áreiðanlega skólar Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Þar er orðinn til einkarekinn valkostur í skólakerfinu sem verður til með samstarfi tveggja kvenna sem koma úr mjög ólíkum áttum með mjög ólíkan hugmynda- fræðilegan bakgrunn, þ.e. Margrétar Pálu og Ás- dísar Höllu Bragadóttur, nú forstjóra Bykó en áður bæjarstjóra í Garðabæ. Það er áleitin spurning, hvort hægt er að nota þessa fyrirmynd til þess að byggja upp einkarek- inn valkost á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónust- unnar. Á undanförnum misserum hefur komið berlega í ljós að djúpstæður skoðanamunur er á milli fagfólks sem starfar við þjónustu við þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. Spurningin um Laugardagur 1. september Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.