Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 32
söngur 32 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ F jölskyldan er ákaflega sterk í okkur systk- inunum. Við höldum vel saman, þau hafa stutt mig gegnum súrt og sætt og varið mig með kjafti og klóm, þegar á hefur þurft að halda. Í svona stórri fjölskyldu lærist manni að taka tillit til annarra og ég sem er næstyngstur sá fljótt, að það þýddi ekkert að vera með neinn kjaft! Þetta fjölskyldusamband er heilt og því fylgir mikill kærleikur. Pabbi og elzti bróðirinn eru horfnir okkur, en við erum sex systkinin og mamma stendur á níræðu. Tónleikarnir eru haldnir af því tilefni. Í mínu einkalífi er ég ríkur og hamingjusamur maður. Ég á dásam- lega eiginkonu og bý við barnalán; ég varð afi fyrir sjö mánuðum og verð það aftur núna einhvern dag- inn. Elztu börnin mín eru búsett á Íslandi og drengirnir okkar Sig- urjónu eru komnir með ítalskar kærustur, sem ég hygg að dragi úr líkunum á því að þeir setjist að á Ís- landi. Svo er það pabbastelpan, sem er syngjandi frá morgni til kvölds. Hún er heilmikið talent!“ – Hvers konar tónleika færir þú móður þinni í afmælisgjöf? „Má ég fyrst þakka öllum þeim sem hafa lagt okkur lið við að gera tónleikana að veruleika?“ – Sem eru? „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn hér. Þau eiga efalaust eftir að koma í ljós seinna. En ég ætla tónleikunum „Fyrir mömmu“ að vera mikil og eft- irminnileg uppákoma; alvöru óp- erutónleikar. Auk mín syngja nem- andi minn, baritonsöngvarinn Corrado Alessandro Cappitta, sem er að detta í heimskarríerinn, og ungur grískur sópran; Sofia Mitropoulos, sem er fantagóð söngkona. Þetta verða gullkorn, flest ítölsk og frönsk. Sjálfur ætla ég að gleðja áheyrendur í byrjun með þremur sönglögum, sem allir þekkja. Svo er ég sérstaklega glaður yfir því að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar að spila með okkur og ekki þurfum við að sækja stjórnandann út fyrir landsteinana, því hann Guðmundur Óli verður við stjórnvölinn og þar fer maður sem eflist við hverja raun.“ – Verða aðrir tónleikar syðra? „Það er ekkert útilokað.“ – Ertu mikill mömmudrengur? „Já, ég er mjög mikill mömmustrákur. Við höfum alltaf verið góðir vinir og tölum saman minnst vikulega til að fylgjast hvort með öðru.“ Kristján hefur komið nokkuð reglulega og sungið á Íslandi. „Nú er augnablikið gott. Ég vildi líka koma og sýna að ég er á lífi.“ Síðast kom hann fram á fjáröflunartónleikum fyrir krabbameinssjúk börn 2004. Nokkur umræða varð um hans þátt þar og fjallað um hann í Kastljósþætti, þar sem Kristján missti m.a. stjórn á skapi sínu. – Fórstu eitthvað kalinn á hjarta frá okkur síðast? Kristján horfir smástund upp í loftið. Svo segir hann. „Mér fannst umræðan um söfnunartónleikana fyrir krabbameinsveiku börnin og minn þátt í þeim ósanngjörn. Um Kastljósþáttinn hef ég þetta að segja. Það var komið aftan að mér. Ég var plataður í hann. Ef ég hefði heyrt kynninguna á þættinum, þar sem ég var beinlínis þjófkenndur, þá hefði ég snúizt á hæli og farið heim aftur.“ – Finnst þér þetta mál hafa bitnað á þér? „Ekki hef ég fundið það, nema hvað mér sjálfum finnst það óskaplega leiðinlegt. Ég hef engan Íslending hitt síðan þetta var, að hann hafi ekki tjáð mér virðingu og þakklæti fyrir söng minn. En sjálfsagt hafa einhverjir kætzt yfir því að ég hljóp á mig. Hælbítar eru ekki séríslenzkt fyrirbæri, því stærri sem listamaður er, þeim mun fleiri óvildarmenn á hann. Þetta gildir alls staðar. Ég segi bara eins og maðurinn: Ég veit af flugnagerinu, en læt suðið ekki trufla mig.“ Í austurvíking Mikil umskipti hafa orðið í óperuheiminum síðustu tvo áratugina eða svo; Vestur-Evrópa opnaðist fyrir Austur-Evrópu og nú er A-Evrópa að opnast fyrir V-Evrópu. Kristján hefur því lagzt í austurvíking. „Ég hef farið dálítið austur fyrir að undanförnu, var til dæmis í vor á óperuhátíð í Prag, ég hef líka sungið í Belgrad og ég fór með Turandot til Ljúblíana.“ – Þú varst nú lengra kominn í austurveg en til Tékklands, Serbíu og Slóveníu. „Já, ég hef meðal annars verið á ferðinni í Kína, Japan og Suður-Kóreu. Þeir hafa tekið mér sérstaklega vel þarna austur frá. Reyndar er ég innan skamms á leiðinni til Kína einn ganginn enn að beiðni ítalskra stjórnvalda. Utanríkisráðherrann fer fyrir sendinefndinni og við eigum að kynna ítalska menningu og iðnað. Ég er eini óperusöngvarinn í hópnum og ég neita því ekki að ég er ákaflega stoltur yfir þeim heiðri sem mér finnst þetta vera.“ – Að Ítalir skuli kveðja þig einn manna til að kynna ítalska óperu? Ertu kominn í raðir heimamanna á Ítalíu? „Já. Þeir líta á mig sem sinn mann. En þeir gleyma því ekki hvaðan ég er kominn. Þeir kalla mig bóndadurginn frá norðrinu, en það er mikil væntumþykja í röddinni, þegar þeir segja þetta.“ Kristján Jóhannsson varð fyrstur óperusöngvara til að syngja í Forboðnu borginni í Peking, þar sem hann söng Calif í Turandot, sem einmitt gerist á kínverskum slóðum. Síðast söng hann fyrir Kínverja fyrir tveimur árum á Ólympíuleikvanginum fyrir 30.000 manns. Það var í Aidu Verdis og þá hagaði svo til að hann söng sama hlutverkið í Peking og Seoul. „Ég byrjaði í S-Kóreu, en Ítalirnir höfðu sagt mér að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vegabréfsárituninni til Kína, ég fengi hana á einum eftirmiðdegi í Seoul. Ég var því ósköp rólegur í tíðinni, en þegar til kom gekk náttúrlega ekkert eftir, því í Seoul er ekki kínverskt sendiráð. Nú voru góð ráð dýr. Jóna var með mér og við brugðum á það ráð að fljúga til Parísar. Þar gekk Sigríður Snævarr sendiherra í málið, fór með mér í kínverska sendiráðið og linnti ekki látum fyrr en ég var kominn með vísa í passann. Á leiðinni út á flugvöll lentum við í umferðarteppu og ég missti af flugvélinni. Ég varð því að kaupa nýjan flugmiða með næstu vél, en var þá kominn yfir á kortinu, svo sendiherrann varð að leggja út fyrir miðanum. Við höfum oft hlegið að þessum ósköpum síðan. En til Peking kom ég einum og hálfum tíma fyrir generalprufuna og það stóð á endum að ég var kominn í búninginn, þegar ég var kallaður á svið. Þar gekk allt að óskum.“ Í Japan söng Kristján fyrst 1992; í ferð Arena de Verona með Turandot. Japanir hafa byggt mjög glæsilegt óperuhús í Tókýó, sem Kristján hefur sungið nokkrum sinnum í, nú síðast Óþelló. Í Peking eru Kínverjar að byggja óperuhús, sem verður opnað á næsta ári, og hafa þeir lýst áhuga á því að Kristján komi fram á opnunarhátíðinni. Aida í sjö húsum En Kristján hefur líka sungið sér nær í sumar. „Ég fór um Ítalíu með óperu St. Pétursborgar; við fluttum Óþelló undir stjórn Valery Gergiev, en menn gera því skóna að hann verði eftirmaður Levin hjá Metrópólitan. Ég söng líka í skemmtilegri tónleikaröð á Suður-Ítalíu; undir hælnum á stígvélinu. Í Reggio Calabria heitir óperuhús eitt Anfi Teatro og stendur við sjóinn. Ég man hvað mér þótti mikið til um að syngja aríuna Celesta Aida og heyra öldurnar skella í fjöruborðinu fyrir utan. Þessi Anfi Teatro eru sjö talsins og meiningin er að fara á næsta ári og flytja Aidu í þeim öllum. Stærsta verkefnið á næstunni er flutningur á Wozzeck eftir Alban Berg í óperunni í Róm. Ég hef verið að berjast í því í sumar að læra þetta.“ Þegar óperusöngvarar streymdu vestur yfir, hrundu launin um 30-50% á einni nóttu. Kristján fór ekki varhluta af þessu frekar en aðrir. Hann þraukaði sem bezt hann gat, en á endanum varð hann að slá af kröfunum. „Þetta var orðið svolítið erfitt svo við settumst niður hjónin og fórum yfir stöðuna, hvað þyrfti að gera til þess að ég fengi notið mín til fulls í söngnum. Umhverfið var einfaldlega orðið allt annað. Um leið og ég gaf upp boltann aftur fékk ég meira en nóg að gera.“ Kristján segir, að síðustu fimm árin hafi verið lægð í óperuhúsum í V-Evrópu. Þjóðverjar byrjuðu að skera niður kostnaðinn, síðan komu Frakkar og Spánverjar í kjölfarið og fyrir tveimur árum tóku Ítalir fram hnífinn. Afleiðingarnar segir Kristján að megi til dæmis sjá í Arena de Verona, þar sem hann hefur komið 13 sinnum fram á 18 árum; fyrst 1990 í Turandot. Þar sem áður var troðfullt hús og slegizt um alla miða, er nú sungið fyrir hálftómu húsi, þegar stóru nöfnin eru fjarri. Þetta segir Kristján vera ranga stefnu, því stóru nöfnin dragi að. „En ég er ekki að segja að allt sé slæmt. Fjarri því. Ég sé glæsilegar og fallegar Öldurnar léku undir Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Glaðbeittur Kristján Jóhannsson : Meðan heilsa og vilji eru í lagi, þá eru mér allir vegir færir. Ég er enn í toppformi. Mér líður bara eins og ég sé 35 ára. Röddin leynir honum ekki. Hún er þessi öfl- uga, hábjarta syngj- andi, sem gerir hann einstakan og berst frá einu óperuhúsinu til annars umhverfis heiminn. Nú er Krist- ján Jóhannsson kominn heim og ætlar að syngja næsta sunnudag „fyrir mömmu“ í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri. Freysteinn Jó- hannsson talaði við hann og spurði hann eðli málsins samkvæmt fyrst um fjölskylduna. » Á leiðinni út á flugvöll lentum við íumferðarteppu og ég missti af flugvélinni. Ég varð því að kaupa nýjan flugmiða með næstu vél, en var þá kominn yfir á kortinu, svo sendiherrann varð að leggja út fyrir miðanum ... til Peking kom ég einum og hálfum tíma fyrir generalprufuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.