Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 39 í kringum okkur eru iðjagrænir vellir, blautt graslendi með hvítum fífum og kvíslar Fúlukvíslar liðast eftir völlunum. Við förum í vaðskóna og leggjum af stað. Það tekur okkur einn og hálfan tíma að komast í skálann. Við vöðum ána ótal sinnum, stundum þurfum við að hverfa frá vegna sandbleytu. Degi er tekið að halla og fannirnar á Kerlingarfjöllum lýsa í kvöldroðanum. Við skálann lendum við í pytti í Tjarná og neðsti hluti bakpokans fer undir vatnsborðið. Ég þakka guði fyrir að svefnpokinn minn er í plastpoka. Pétur Þorleifsson tekur á móti okkur glaðbeittur við skálann. Hann segir að við hefðum átt að fara aðra og auðveldari leið, en síðan býðst hann til að taka blaut föt mín, vinda þau og leggja til þerris. Okkar bíður heit súpa í boði Ferðafélagsins. Hvílík súpa, hvílíkt brauð, svo heit og góð eftir allt erfiðið. Einn úr hópnum ákveður að hætta göngunni vegna fótameiðsla og halda akandi til Hveravalla daginn eftir. Í skálanum eru fáeinir útlendingar, meðal þeirra Max Fritz ljósmyndari, sem segir mér á íslensku að hann hafi verið skálavörður í Hvítárnesi endur fyrir löngu og sé kominn til að rifja upp gamlar minningar. Á Kjalvegi hinum forna Föstudagur 13. júlí. Pétur Þorleifsson ætlaði að ganga með okkur tvær síðustu dagleiðirnar.Við vorum komin á hinn forna Kjalveg, sem venjulega er genginn á þremur dögum. Í dag ætlum við í Þverbrekknamúla og það verður stysta dagleiðin, 16 km löng. Talað er um hvíldardag. Á þessari leið er að finna gamlar götur eftir hesta og fé, vörður vísa veg og hér má finna vatn. Í þessari ferð hef ég skynjað sterkt tilfinningu eyðimerkurfarans um verðmæti vatnsins, drykkjarvatnsins. Við fylgjum Fúlukvísl. Þarna er fé á ferð og hleypur undan okkur, gróðurinn er þurr og moldin þyrlast upp. Það ber aðeins á norðanvindi á leið okkar um Kjöl. Lengst af er Baldheiðin á vinstri hönd en framundan er Kjalfell, eins og bátur á hvolfi og rís 400 m upp úr hraunbreiðunni, Kjalhrauni. Hið fagra Hrútfell við Langjökul er sveipað skýjum. Veðrið er yndislegt og okkur liggur ekkert á. Hvað eftir annað tökum við pokana af okkur og slöppum fullkomlega af. Það er friðsælt og ilmur úr jörðu. Svo komum við að brúnni yfir Fúlukvísl þar sem hún rennur í þröngu gili við Þverbrekknamúla. Í skála Ferðafélagsins sitja tveir ungir menn, spila á spil og borða harðfisk. Þeir eru á sinni fyrstu alvörugöngu, að eigin sögn, hafa gengið frá Gullfossi og ætla til Hveravalla. Þetta kvöld gefst loks ráðrúm til að lesa dagbók Haraldar Matthíassonar af gönguferð þeirra Kristínar konu hans og Kristins Kristmundssonar skólameistara á Laugarvatni um ferð þeirra norður frá Hveravöllum, vestur og suður fyrir Langjökul allt til Hvítárness og þaðan til Laugarvatns sumarið 1974. Sú frásögn birtist í árbók Ferðafélagsins árið 1980. Síðan lásum við upphátt frásögn prestanna af ferð þeirra í Þórisdal og fyrr hefur verið getið. Svo tekur nóttin við. Gengið á Kjalfell Laugardagur 14. júlí. Síðasta dagleiðin er framundan. Pétur hefur slasast á fæti og ákveður að fara með bíl að Hveravöllum. Í ferðinni er læknir sem lítur á meiðsl hans og lætur hann hafa verkjatöflur. Sólin heldur áfram að skína. Leið okkar liggur fyrst eftir stígnum norður en síðan sveigjum við í átt að Kjalfelli því að leiðin mun liggja um Strýtur. Við Tómas og María höfum ákveðið að ganga á Kjalfell (1008 m). Við höldum upp fjallið austanfrá, upp lausar skriður. Í austri blasa við hin ljósu Kerlingarfjöll, en Hofsjökull liggur við fætur okkar, kringlóttur og nokkuð flatur. Við göngum eftir endilöngu fjallinu að hæsta punktinum, en þar er varða með einskonar krossi og bognu járndrasli. Uppi á fjallinu er grámosi í litlum þúfum. Í vestri ber mest á Hrútfelli sem býr yfir mikilli tign. Það kólnar og byrjar að blása uppi á fjallinu. Við höldum niður það að norðan og að Strýtum. Úr gíg þeirra er Kjalhraun runnið. Komið kvöld og að Hveravöllum komum við klukkan átta, tveimur tímum síðar en ferðafélagarnir. Þarna er margt um manninn, ys og þys. Við förum flest í heitu baðlaugina og látun þreytuna líða úr okkur. Að baki er um 130 km ganga með þungar byrðar. Þetta er erfiður og krefjandi ferðamáti, en styrkir líkama og sál, og veðrið hefur leikið við okkur. Í reynd hefði þetta getað verið trússferð, ólíkt þeirri fyrri, þegar farið var á mjög afskekktar slóðir. Hér á Hveravöllum hafði ferð okkar hafist fyrir sjö árum. Morguninn eftir gekk ég um hið mikla hverasvæði, sem hefur svo mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Á heimleiðinni var komið við á Gullfossi en síðan haldið að Laugarvatni. Þar hafði Haraldur Matthíasson og félagar lokið Langjökulsferð og einmitt þar ritaði Haraldur sína merku dagbók sem birtist í árbók Ferðafélagsins undir nafninu Langjökulsleiðir. Þegar rútan rennir að húsinu stendur Ólafur Örn forseti Ferðafélagsins á hlaðinu og tekur okkur fagnandi, leiðir okkur inn í húsið með þeim orðum að þar sé allt óbreytt frá því foreldrar hans bjuggu þar. Hann sýnir okkur skrifstofu föður síns, bendir á skrifborðið og segir: Við þetta borð var árbókin rituð. Okkur er boðið upp á konjak og við skoðum hvíta bjarndýrsfeldinn á gólfinu og virðum fyrir okkur uppstoppaðan örn með þanda vængi. Ætli örninn hefji sig til flugs? Gönguhópurinn Fyrir framan skálann á Hveravöllum í lok ferðar. Heimildir: Arnór Karlsson og Oddur Sigurðsson: Kjölur og Kjalvegir. Árbók F.Í. 2001. Eysteinn Sigurðsson: Þórisdalur og ferð prestanna 1664. F.Í. 1997. Haraldur Matthíasson: Langjökulsleiðir. Ár- bók F.Í.1980. Íslandshandbókin. Ritstjórar: Tómas Ein- arsson og Helgi Magnússon. Örn og Örlygur 1989. Höfundur er fv. ritari Ferðafélags Íslands Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Perlur Kúbu 5.-18. desember Heimsferðir bjóða 14 daga ævintýraferð til Kúbu þar sem þú nýtur og upplifir allt það besta sem þessi fagra eyja hefur að bjóða. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn og perlur Kúbu er ferð sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá far- þegum Heimsferða á liðnum árum. Gríptu þetta frábæra tæki- færi á einstakri ævintýraferð. • Havana • Guamá • Cienfuegos • Trinidad • Topes de Collantes • Varadero • Santa Clara • o.fl., o.fl. • Havana 5 nætur • Ævintýraferð um Kúbu 6 dagar • Varadero 3 nætur Fegurstu staðir Kúbu í einni tveggja vikna ferð! - ævintýraferð á einstökum kjörum! Ótrúlegt verð! Verð frá kr. 169.900 - 13 nætur, mikið innifalið - Innifalið í verði: Flug, gisting á 4 hóteli með morgunverði í Havana (5 næt- ur), 4 hótelum með fullu fæði í ævintýraferð (5 nætur) og 4 hóteli með "öllu inniföldu" á Varadero (3 nætur). Akstur á milli áfangastaða. 6 daga Ævintýra- ferð á Kúbu með kynnisferðum. Flugvallaskattar og fararstjórn. Aukagjald fyrir einbýli er kr. 30.000. Ekki innifalið: Kynnisferðir í Havana og Varadero og vegabréfsáritun kr. 2.900. Fararstjóri: Ólafur Gíslason Auglýsing vegna aukningar stofnfjár Ákveðið hefur verið að auka stofnfé um kr. 2.971.234.536 með útboði þar sem stofnfjáreigendum verður boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé sbr. samþykktir sparisjóðsins þar að lútandi. Heildarnafnverð nýs stofnfjár í útboðinu er kr. 1.565.854.263 og er verð hvers stofnfjárhlutar kr. 1,89751665. Útboðið sem nú fer í hönd er forsenda þess að hægt sé að ná skiptihlutföllum sem gert er ráð fyrir í fyrirhuguðum samruna við Sparisjóð Kópavogs, en samrunaáætlun var undirrituð af stjórnum sjóðanna 27. júní síðastliðinn. Í dag hafa allir stofnfjárhlutir í BYR - sparisjóði verið skráðir rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Svo mun einnig verða um nýtt stofnfé sem gefið verður út í tengslum við aukningu þessa. Útboðslýsingu vegna stofnfjáraukningarinnar er að finna á heimasíðu BYRS - sparisjóðs www.byr.is. Jafnframt má nálgast lýsinguna í útibúum BYRS - sparisjóðs. Þjónustuver veitir upplýsingar um útboðið í síma 575 4000. Áskriftartímabil stendur yfir frá og með 3. september, til og með 17. september næstkomandi. Eindagi áskrifta er 24. september 2007. Reykjavík, 31. ágúst 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.