Morgunblaðið - 09.10.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 09.10.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 31 Atvinnuauglýsingar ⓦ Blaðbera vantar í Innri- og Ytri Njarðvík Upplýsingar gefur Ólöf í síma 899 5630 Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Hluthafafundur Boðað er til hluthafafundar í Fasteignafélaginu Stoðum hf. sem verður haldinn miðvikudaginn 17. október 2007 kl. 10:00 í starfsstöð félagsins, Kringlunni 4-12, Reykjavík. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um breytingu á nafni félagsins og breytingu sem af því leiðir á samþykktum þess. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillagan liggur frammi til sýnis fyrir hluthafa í starfsstöð félagsins í Kringlunni 4-12, í Reykjavík. Stjórn Fasteignafélagsins Stoða hf. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Hólabraut 18, 01-0101, og bílskúr, Akureyri (222-5938), þingl. eig. Níels Kristinsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur og nágr, föstudaginn 12. október 2007 kl. 10:00. Setberg, Svalbarðsstrandarhreppur (216-0359), þingl. eig. AUTO ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 12. október 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 8. október 2007. Eyþór Þorbergsson, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kaupvangstorg 1, 1. hæð, fastanr. 213-1924, Skagafirði, þingl. eig. Júllinn ehf, gerðarbeiðendur Kaupþing banki hf og Sparisjóður Siglu- fjarðar, þriðjudaginn 16. október 2007 kl. 10:00. Giljar, landnr. 146165, Skagafirði, ehl. gþ. ( 50% ), þingl. eig. Anna Lísa Wium Douieb, gerðarbeiðandi Síminn hf, þriðjudaginn 16. október 2007 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 8. október 2007. Tilboð/Útboð Mat á umhverfisáhrifum: Efnistaka af hafsbotni í Hvalfirði Björgun ehf. kynnir drög að tillögu að matsáætlun Hafið er mat á umhverfisáhrifum vegna efnis- töku af hafsbotni í Hvalfirði. Efnistakan felst í útvíkkun á núverandi námum Björgunar sem hafa verið nýttar undanfarna áratugi. Björgun ehf. er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af VGK- Hönnun hf. og Jarðfræðistofu Kjartans Thors ehf. Á vefsíðu VGK-Hönnunar, www.vgkhonnun.is eru nú til kynningar drög að tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar og stendur kynningin til þriðjudagsins 23. október 2007. Öllum er frjálst að leggja fram athugasemdir og ábendingar og skulu þær berast fyrir 26. október til VGK-Hönnunar hf, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík eða á netföngin: rb@vgkhonnun.is og kthors@centrum.is . Auglýsing um samþykkt á breytingartillögu við aðalskipulag Hveragerðis 2005 - 2017 ,,Svæðið austan Varmár” Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur samþykkt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvera- gerðis 2005-2017 ,,Svæðið austan Varmár”. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar á bæjarskrifstofum Hveragerðisbæjar frá 26. apríl til 25. maí 2007. Athugasemdafrestur rann út 8. júní 2007 og bárust 7 athugasemdir. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Til að koma til móts við framkomnar athugasemdir þá hefur bæjarstjórn Hvera- gerðisbæjar samþykkt eftirfarandi breytingar á auglýstri tillögu:  Tenging við Suðurlandsveg færð til austurs um 210 metra.  Reiðstígur færður meðfram Varmá og í undirgöng undir Suðurlandsveg.  Legu tengivegar að Ölfusborgum breytt.  Afmörkun landnotkunarsvæða aðlöguð til samræmis við breytta legu tengivega.  Greinargerð og umhverfismatsskýrsla lagfærð til samræmis við samþykktir skipu- lags- og byggingarnefndar dags. 03/07/2007, 17/07/2007 og 03/09/2007, bæjarráðs dags. 05/07/2007 og 19/07/2007, bæjarstjórnar dags. 06/09/2007 og ábendingar Skipulag- stofnunar dags. 03/08/2007. Greinargerð færð af aðalskipulagsuppdrætti í fylgihefti með aðalskipulagsuppdrætti. Í heftinu eru einnig umhverfismatsskýrsla og önnur fylgiskjöl. Tillagan með ofangreindum breytingum hefur verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hveragerðis- bæjar. Bæjarstjórinn í Hveragerði. Félagslíf Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Símon Bacon og Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR I.O.O.F. Rb.1  1571098 - 9.* HAMAR 6007100919 I FJÖLNIR 6007100919 I EDDA 6007100919 III Fréttir í tölvupósti FRÉTTIR Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 7.10. mættu 28 pör til leiks í Breiðfirð- ingabúð. Spilaður var eins kvölds tvímenningur. Ba- rómeter. Stjórnandi Ómar Olgeirsson. Röð efstu para var eftirfarandi: Unnar A. Guðmss. – Gróa Guðnad. 461 Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss. 433 Marteinn Marteinss. – Kári Jónsson 431 Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 426 Vigdís Sigurjónsd. – Skúli Sigurðss. 423. Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 421 Næsta sunnudag hefst þriggja kvölda tvímennings- keppni. Spilað er í Breiðfirðinga- búð, Faxafeni 14 á sunnudög- um kl. 19. Deildakeppnin fyrri umferð Fyrri umferð deildakeppn- innar verður spiluð 13. og 14. október nk. Spiluð verða 56 spil á laug- ardag og 42 spil á sunnudag. Spilað verður í tveimur deild- um og er önnur deild öllum opin. Í báðum deildum eru veitt- ir verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin. Þá er veittur veg- legur ferðastyrkur á mót er- lendis fyrir sigurvegara fyrstu deildar. Átta spilarar mega spila í hverju liði og er veittur ferða- styrkur fyrir sveitir utan af landi. Spilarar eru hvattir til að fjölmenna í þessa skemmti- legu keppni. Skráning er á vef BSÍ, Bridge.is, eða í síma 587-9360. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FRUMKVÖÐLAKEPPNI ís- lenskra háskólanema verður hleypt af stokkunum í fyrsta sinn þann 10. október næst- komandi í tilefni heimsóknar Kenneth P. Morse fram- kvæmdastjóra frum- kvöðlaseturs MIT háskóla til Íslands. Við sama tækifæri mun Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, skrifa und- ir samstarfs- og styrkt- arsamninga við Samtök iðn- aðarins, Landsbanka Íslands, Nýsköpunarsjóð atvinnulífs- ins, Háskóla Íslands, Háskól- ann í Reykjavík og Háskól- ann á Bifröst. Keppnin verður formlega sett kl. 14 á Hilton Reykjavik Nordica. Frumkvöðlakeppni Innovit fyrir íslenska háskólanem- endur verður nú haldin í fyrsta sinn í vetur, en um ár- lega keppni verður að ræða. Keppnin er haldin að fyr- irmynd samskonar keppni sem haldin er árlega af MIT háskóla, MIT $100K Ent- repreneurship Competition. Frumkvöðlakeppni MIT hefur verið haldin í um tvo áratugi og hefur markað upphafið að fjölmörgum þekkingarfyrirtækjum vest- anhafs. Samanlagt markaðs- virði fyrirtækjanna sem orð- ið hafa til vegna keppninnar hefur hæst numið um 20 milljörðum bandaríkjadoll- ara eða yfir 1200 milljörðum íslenskra króna, segir í til- kynningu. Frumkvöðlakeppni háskólanema HÁDEGISFYRIRLESTUR verður miðvikudaginn 10. október kl. 12.15 í Odda, stofu 101. Magnús Árni Skúlason framkvæmda- stjóri Reykjavík Economics ehf. flytur erindið „Umbreyting- arnar á íslenskum íbúðamarkaði: staða, horfur og þróun“. Magnús var dósent og forstöðumaður Rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Háskólann á Bifröst fram í janúar á þessu ári. Í erindinu mun Magnús fjalla um formgerð íslenska húsnæð- islánakerfisins og ástæður breytinga á kerfinu, innkomu fjár- málastofnana á markaðinn og afleiðingar þess. Einnig mun Magnús fjalla um ástæður hækkandi fasteignaverðs heima og erlendis. Þróun lánamarkaðar og mögulega þróun íslenska íbúðalánakerfisins. Fyrirlesturinn er að hluta til byggður á erindi sem Magnús hélt hjá European Morgage Federation í vor, segir m.a. í frétta- tilkynningu. Allir velkomnir. Ræðir stöðuna á íbúðamarkaði NÝ TÆKNI – sama sagan – kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er yfirskrift ráð- stefnu á vegum Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem haldin verður í Norræna húsinu þann 11. október kl. 9– 17. Í fréttatilkynningu segir að meirihluti íslenskra barna noti Netið daglega til fróð- leiks og skemmtunar. En hversu berskjölduð eru börn fyrir áreiti og ofbeldi á Net- inu? Og hver er þáttur nýrrar tækni í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvar stendur íslenskt samfélag í þessum málum í alþjóðlegu samhengi, hver er ábyrgð okkar og hvaða stefnu eigum við að taka til að vernda börn okkar? Á ráðstefnunni verða þessi mál rædd og skoðuð út frá mörgum hliðum og þar gefst tækifæri til að taka þátt í stefnumótandi umræðum um málefni sem hafa verið tölu- vert í umræðunni undanfarna mánuði. Fyrirlesarar verða innlendir og erlendir og hafa þeir allir mikla sérþekkingu á þessu sviði. Meðal fyrirlesara verða dr Ethel Quayle sál- fræðingur og kennari við Há- skólann á Cork á Írlandi og framkvæmdastjóri COPINE (Combating Paedophile In- formation Networks in Eur- ope) og Terry Jones rann- sóknarlögreglumann hjá CEOP (Child Exploitation and Online Protection) í Bret- landi. Bæði hafa þau langa reynslu af rannsóknum og vinnu hvað varðar kynferð- islegt ofbeldi gegn börnum. Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem vinna að og áhuga hafa á málefnum barna. Ráð- stefnugjald er 5.000 kr. Skráning og nánari upplýs- ingar er að finna á www.barnaheill.is. Ráðstefna Barnaheilla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.