Morgunblaðið - 09.10.2007, Side 36

Morgunblaðið - 09.10.2007, Side 36
MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Óvitar! Aukasýningar í sölu núna! Kortasala í fullum gangi! Fim 11/10 kl. 20 AUKASÝN UPPSELT Fös 12/10 kl. 20 12.kortas. UPPSELT Lau 13/10 kl. 16 AUKASÝN UPPSELT Lau 13/10 kl. 20 almenn sýn. UPPSELT Fim 18/10 kl. 20 AUKASÝN í sölu núna! Fös 19/10 kl. 20 13.kortas. UPPSELT Lau 20/10 kl. 20 14.kortas. UPPSELT Sun 21/10 kl. 20 AUKASÝN örfá sæti laus Fim 25/10 kl. 20 AUKASÝN í sölu núna Fös 26/10 kl. 20 UPPSELT Lau 27/10 kl. 20 UPPSELT Sun 4/11 kl. 14 UPPSELT Sun 4/11 kl. 18 AUKASÝN örfá sæti laus Sun 11/11 kl. 14 UPPSELT Fim 15/11 kl. 20 AUKASÝN Í sölu núna! Lau 17/11 kl. 14 AUKASÝN Í sölu núna! Sala hafin á sýningar í nóvember! Íslenski dansflokkurinn Sun 14/10 kl. 20 Ath! aðeins ein sýning! Ökutímar! Frums. 2. nóv. Forsala hafin!                              !   " #  $$$   %              ! "#  !$ % & '  $ &' (  )  *"   +  ,-.  / 0  1 2  3 "+   4    0 1     "+   4    5 1 2  / "+   4    „Það er flott fyrir Ís- land að fá að hafa hana,“ sagði ein en önnur var að frjósa úr kulda… 41 » reykjavíkreykjavík „VIÐ fengum hana í prufur og þá kom í ljós að hún var akkúrat það sem við vorum að leita að. Þannig að við erum mjög spennt að fara að vinna með henni,“ segir Þór Freysson, pródúsent hjá Stöð 2, en fegurð- ardrottningin Unnur Birna Vil- hjálmsdóttir hefur verið ráðin kynnir í þáttunum Bandið hans Bubba. „Hennar hlutverk er svipað hlutverki bæði Simma og Jóa og Höllu Vil- hjálms. Hún kom mjög vel út úr þess- um prufum enda gullfalleg, en um leið alveg vaðandi „talent“. Hún á bara að vera í sjónvarpi, þessi manneskja.“ Í Bandinu hans Bubba er leitað að hæfileikaríku tónlistarfólki, en fyrstu áheyrnarprufur fara fram í Bolung- arvík annað kvöld. Úrslitaþættirnir verða svo í beinni útsendingu eftir áramót. Unnur Birna kynnir Bubba Morgunblaðið/Kristinn Ekki bara falleg Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fegurðardrottning.  Enn eru mörg- um í fersku minni Tom Waits heiðr- unartónleikarnir sem haldnir voru í Óperunni í þarsíð- asta mánuði. Þóttu tónleikarnir takast með besta móti og fjöldi áskorana barst um að tónleikarnir yrðu haldnir aftur. Nú þykir líklegt að leikurinn verði end- urtekinn í byrjun næsta mánaðar með sömu listamönnum sem fram komu í Óperunni. Skipulagning er enn á frumstigi en líklegt er að skipt verði um tónleikastað. Við fylgjumst spennt með. Tom Waits heiðraður öðru sinni á Íslandi  Svo virðist sem algjört Lata- bæjaræði sé skollið á í Suður- Ameríku. Sportacus, Glanni glæpur og aðrir íbúar Latabæjar prýða risastór auglýsingaskilti í borgum álfunnar og aðalbarnaefni spænsku stöðvanna er Lazy Town eins og þátturinn heitir þar. Áður hefur verið greint frá því að leikrit byggt á Latabæ hafi verið sett upp í Arg- entínu en stutt mun vera í aðra upp- setningu á ævintýrum Sportacusar og félaga í Mexíkó. Latibær slær í gegn í S-Ameríku  Á Tónlist.is er nú að finna sér- staka undirsíðu tileinkaða Iceland Airwaves hátiðíðinni. Á síðunni er að finna umfjöllun um listamenn hátíðarinnar og sértilboð á tónlist þeirra. Einnig verður sérstök út- varpsstöð sem spilar tónlist þeirra sem troða upp á Airwaves. Þá er þar einnig að finna áskriftarleik þar sem heppnum notendum gefst kostur á að vinna miða á tónleika hátíðarinnar. Airwaves á Tónlist.is Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „OKKUR fannst vanta svona blað á Íslandi, enda hafa margir talað um að þeir vilji sjá blað um íslenska myndlist,“ segir Karlotta Blöndal sem ritstýrir Sjónauka, nýju tímariti um myndlist, ásamt Önnu Júlíu Frið- björnsdóttur. Fyrsta blaðið kom út á laugardaginn, en það mun koma út tvisvar á ári. „Núna er rétti tíminn fyrir svona blað því það er svo mikil gróska í myndlist á Íslandi, og af svo mörgu að taka,“ segir Karlotta, og bætir við að stefnt sé að því að hafa ákveðið þema í hverju blaði. „Við viljum ein- beita okkur að ákveðnum efnistökum í staðinn fyrir að fjalla bara um allt vítt og breitt. Þetta á að vera blað sem fer ofan í kjölinn á hlutum og við viljum gera þetta af alvöru, en samt á aðgengilegan hátt. Ef þú veist ekki mikið um myndlist áttu samt að geta lesið blaðið og orðið einhverju nær,“ segir hún, en þemað í fyrsta blaðinu er „stofnun“. „Bæði af því að við vor- um að stofna blaðið en svo líka af því að það er svo mikið að gerast í list- stofnunum á Íslandi, það eru svo miklar hræringar.“ Þá segir Karlotta að eitthvað verði um gagnrýni í Sjónauka. „Það verða einhverjar greinar í blaðinu sem eru bein gagnrýni á sýningar eða stofnanir á Íslandi. En það sem við getum ekki gert er að vera með gagnrýni um sýningar sem standa yfir í stuttan tíma því blaðið kemur út á sex mánaða fresti. Þannig að við getum ekki verið með þannig umfjallanir eins og Mogginn.“ Allt efni þýtt á ensku Loks velja ritstjórarnir sér- stakan listamann blaðsins. „Hann fær að búa til listaverk sérstaklega fyrir þennan miðil sem blaðið er, og verkið fylgir blaðinu í takmörk- uðu upplagi,“ segir Karlotta, en það eru Libia Castro og Ólafur Ólafsson sem ríða á vaðið. Á síðustu síðunum er svo nánast allt efni blaðsins þýtt yfir á ensku. „Það er takmark okkar, að allt efni blaðsins birtist líka á ensku. Þetta er bæði fyrir útlendinga á Íslandi en svo verður blaðið líka selt í Skandin- avíu og Þýskalandi,“ segir Karlotta, og bætir við að vissulega sé mikil vinna á bak við svona blað, en und- irbúningur hefur staðið yfir í tæpt ár. Allir sem hafa unnið við blaðið, þar á meðal ritstjórarnir, hafa unnið ókeypis. „En við vonum að allir fái borgað næst,“ segir Karlotta. Sjónauki fæst í flestum bókabúð- um og kostar 1.990 krónur, en 1.500 í áskrift. Karlotta segist bjartsýn á framhaldið, enda hafi blaðið fengið góðar viðtökur. „Það er einmitt það sem gerir þetta mögulegt, hvað allir eru ánægðir með þetta.“ Alvöru myndlist fyrir alla Morgunblaðið/Frikki Ritstjórar Anna Júlia og Karlotta með Sjónauka. „Þetta á að vera blað sem fer ofan í kjölinn á hlutum og við viljum gera þetta af alvöru.“ www.sjonauki.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.