Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „VIÐ hófum sölu Neyðarkallsins í fyrra og salan fór fram úr öllum vonum,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hleypti átakinu formlega af stað í gær og seldi fyrsta Neyð- arkallið í Smáralind. Átakið stendur fram á sunnudag. Góð viðbrögð landsmanna Kristinn segir það hafa komið björgunarsveitarmönnum ánægju- lega á óvart hversu vel landsmenn tóku átakinu í fyrra. Sveitirnar hafi ekki staðið í söfnunarátaki í langan tíma en áður fyrr hafi happdrætti og söfnun hvers konar verið algeng. Árangurinn í fyrra hafi hins vegar sýnt að landsmenn séu fullir velvild- ar í þeirra garð og því ljóst, að Neyðarkallið verði árviss viðburður. Ágóði söfnunarinnar rennur beint til hverrar björgunarsveitar fyrir sig og verður notaður þar sem þörf er á hverjum stað. Mætti þar telja til tækjakaup, námskeiðahald eða þjálfun hvers konar. Í fyrra var Neyðarkallið björgun- arkarl en þar sem fjölmargar konur sinna störfum innan björgunar- sveita og slysavarnafélaga þótti við hæfi að hafa Neyðarkallið að þessu sinni í formi björgunarkonu. Félagsskapurinn stór Að sögn Kristins eru starfandi um hundrað björgunarsveitir víðs vegar um landið og eru virkir björgunar- sveitarmenn um 3.000 talsins. Þeir eru viðbúnir allan sólarhringinn, alla daga ársins til að sinna neyð- arútköllum af ýmsu tagi. Björgun- arstarfið fer fram á landi og sjó og eru 14 björgunarskip hringinn í kringum landið. Í Slysavarnafélag- inu Landsbjörgu einu starfa um 18.000 manns, svo félagsskapurinn er mjög stór og virkur. Verkefni slysavarnafélaganna eru margvís- leg og koma inn á ýmsa þætti sam- félagsins, t.a.m. endurskinsmerkj- anotkun barna, öryggi aldraðra og svo mætti lengi telja. Skilningur og þakklæti Kristinn segir björgunar- og slysavarnafólk afar þakklátt lands- mönnum fyrir þann skilning og stuðning sem starf þess hefur hlotið. Kristinn segir, að þeir sem lenda í þeirri aðstöðu að þurfa á þjónustu björgunarsveitar að halda, séu yf- irleitt furðu lostnir þegar þeir átti sig á því að allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu. „Í allri þeirri efnishyggju sem ríkir í samfélaginu finnst okkur við finna fyrir meiri skilningi og þakk- læti en áður. Sjálfboðaliðinn er meira metinn í öllu þessu kapp- hlaupi,“ segir hann að lokum. Landsmenn geta fundið sölufólk Neyðarkallsins á flestum fjölsóttum stöðum landsins um helgina en einn- ig verður gengið í hús. Neyðarkallið kostar 1.000 krónur. Morgunblaðið/G.Rúnar Neyðarkall Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands seldi Neyðarkall björgunarsveitanna í Smáralind í gærdag. Finna fyrir auknu þakklæti og skilningi Björgunarsveitir landsins standa fyrir átaki um helgina Í HNOTSKURN »Neyðarkallið er lykla-kippa með áfastri björg- unarkonu. »3.000 björgunarsveit-armenn um allt land eru viðbúnir útköllum allan sólar- hringinn, allt árið um kring. »Neyðarkallið hefur fengiðgóðar móttökur hjá lands- mönnum. »Átakið hófst í gær ogstendur fram á sunnudag. BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni verður sérstök ljósmyndasýning opnuð í dag, mál- þing og pall- borðsumræður verða um helgina og afmælisfagn- aður með útgáfu bókar eftir hálf- an mánuð. Arna Schram, formaður BÍ, segir að mark- miðið með dag- skránni sé að skapa umræðu um blaðamennsku, velta því fyrir sér hvort einhver hætta steðji að henni, hver staða hennar sé, hvað megi bæta, hvernig þróunin sé og hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af henni. „Umræðan hlýtur alltaf að vera af hinu góða, að heyra ólíkar raddir og misjafnar skoðanir,“ segir hún. Sýning og málþing í dag Ljósmyndasýningin „Fréttaljós- myndir í 110 ár“ verður opnuð á jarðhæð í norðurenda Kringlunnar klukkan 13.00 í dag. Þar verður hún í tvær vikur en síðan í bóka- safni Háskólans á Akureyri. Þor- valdur Örn Kristmundsson, fyrr- verandi formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, valdi myndirnar, sem sumar hverj- ar hafa aldrei komið fyrir sjónir al- mennings. Málþingið „Að skrifa fréttir fyrir lýðræðið“ verður á Hótel Holti og hefst klukkan 15.00 í dag. Banda- ríska fjölmiðlakonan Amy Good- man, sem heldur úti sjónvarps- og útvarpsþættinum Democracy Now í New York, flytur erindi sem og rússneska fjölmiðlakonan Jelena Larionova, yfirmaður Barents Press í Murmansk. Arna segir að tilvalið hafi þótt að fá raddir að utan og því hafi verið leitað til þessara tveggja kvenna frá ólíkum ríkjum, en þær muni ræða um stöðu fjölmiðla og blaða- mennskuna í sínum heimalöndum. Baráttudagur til varnar blaða- mennskunni verður víða um heim 5. nóvember. Þá heldur BÍ Pressu- kvöld á Kornhlöðuloftinu klukkan 20.00 þar sem Jón Ólafsson heim- spekingur og Birgir Guðmundsson fjölmiðlafræðingur flytja erindi um gæði íslenskrar blaðamennsku en síðan verða pallborðsumræður. Afmælisfagnaður verður síðan á Rex 17. nóvember og þá verður bókin Íslenskir blaðamenn kynnt. Þar eru meðal annars viðtöl við handhafa blaðamannaskírteina 1- 10. Skapa umræðu um blaðamennsku Myndasýning, málþing og útgáfa bókar vegna afmælis Blaðamannafélagsins Arna Schram Í HNOTSKURN » Bókin Íslenskir blaða-menn er viðtalsbók við 10 landsþekkta og reynda blaða- menn. Í bókinni er sérstakur ljósmyndakafli með frétta- ljósmyndum frá undanförnum 110 árum, yfirlit yfir fjöl- miðlasögu Íslands og stiklur úr sögu BÍ. » Blaðamannafélag Íslandsfagnar 110 ára afmæli sínu um þessar mundir með ýmsum hætti. Formaður félagsins er Arna Schram. FERMINGARBÖRN úr 67 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús á mánudaginn kemur, 5. nóvember, og þriðjudaginn 6. nóvember og safna peningum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar og starfsfólk kirkjunnar fræða hátt í 3.200 fermingabörn um aðstæður í fátækum löndum Afr- íku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Um leið fræðast fermingar- börnin um árangur af verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar, sem þau safna til. Þetta er í níunda skipti sem söfn- unin er haldin. Í fyrra söfnuðu fermingarbörn á íslandi sjö millj- ónum króna. Ef sú upphæð er umreiknuð mið- að við kostnað við einn brunn, sem þjónað getur um eitt þúsund manns, fengu 47.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar fyrir þessa upphæð. Fermingarbörn knýja á dyr til styrktar hjálparstarfi RJÚPNAVEIÐI virðist hafa verið dræm fyrsta daginn í rjúpu. Kennt er um erfiðri færð og slæmu veðri dag- ana áður en veiðar hófust. Síðdegis í gær höfðu 27 veiðimenn skráð veiði- ferðir og afla fyrsta veiðidagsins í rafræna veiðidagbók Umhverfis- stofnunar. Þeir höfðu samtals verið 149 klukkustundir á veiðum og veitt 94 rjúpur. Þá lentu rjúpnaskyttur í erfiðleikum vegna ófærðar og festu bíla sína. Björgunarsveitir á Suður- landi fengu þrjú útköll af þeim sök- um. Viðmælendum Morgunblaðsins á Austurlandi, Norðurlandi og höfuð- borgarsvæðinu bar saman um að veiðin hefði verið lítil og erfið skilyrði til rjúpnaveiða. Margir veiðimenn komu aftur án afla og aðrir með fáa fugla. Víða hafði snjóað mikið og átta- skipti verið tíð áður en veiðar hófust og fuglinn því mjög dreifður. „Veðrið er að bjarga henni,“ sagði einn við- mælenda. Annar reyndur rjúpna- veiðimaður sagði að rjúpan dreifði sér mikið þegar snjór kemur yfir allt. Í Þingeyjarsýslum var víða erfitt að komast um á heiðum nema á snjó- þrúgum. Þegar snjórinn sjatnar og harðnar verður færið betra. Þar urðu menn varir við rjúpur í kjarri og mó- um en ekki á hefðbundnum rjúpna- stöðum. Á Suður- og Vesturlandi var sömu sögu að segja. Þar höfðu veiði- menn sem fréttir fóru af ýmist ekk- ert fengið eða verið með upp í fimm rjúpur. Ófærð setti strik í reikninginn Nokkuð var um að rjúpnaveiði- menn lentu í ógöngum vegna ófærð- arinnar. Björgunarsveitir á Suður- landi fengu t.d. tvö útköll fyrsta dag rjúpnaveiða vegna þess að menn höfðu fest bíla sína, m.a. við Bláfells- háls. Þá voru björgunarsveitir kall- aðar út klukkan 2.30 í fyrrinótt til að leita að feðgum sem skiluðu sér ekki til byggða. Þeir höfðu farið til rjúpna- veiða fyrsta daginn við Hlöðufell og ekki skilað sér heim á tilsettum tíma. Mennirnir létu vita af sér þegar leit var hafin. Þeir höfðu fest sig og gátu ekki látið vita af ferðum sínum. Dræm veiði fyrsta daginn Morgunblaðið/Ingó HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur sýknað karlmann af ákæru fyrir að hafa ekið á 163 km hraða á Reykjanesbraut á Strandarheiði þar sem hámarkshraði er 90 km. Taldi dómurinn að lögreglumenn hefðu ekki farið eftir verklagsreglum við hraðamælingu og ekki prófað ratsjá í lögreglubílnum áður en mælingin var gerð. Maðurinn, sem ákærður var, sagð- ist ekki hafa ekið á yfir 90 km hraða. Tók hann fram, að í bíl hans væri mjög sterkt hljóðkerfi, sem sendi út mikla hátíðni. Lét hann að því liggja að hátíðnin í hljóðkerfinu hefði truflað ratsjá lög- reglubifreiðarinnar. Þá sagði ökumaðurinn einnig, að loftflæmisskynjari hefði verið bilað- ur og útilokað að bíllinn hefði náð svona miklum hraða. Í dóminum var lagt fram álit sér- fræðings í mælibúnaði þar sem kom fram að þegar tónlist væri spiluð af afli léki yfirbygging bíla á reiði- skjálfi. Titringurinn í yfirbyggingu og rúðum bíls, sem stafaði frá afl- miklum hljómtækjum, gæti hæglega valdið skekkju í hraðamælingu lög- reglunnar með ratsjá. Möstur Vegagerðarinnar hafi getað valdið skekkju Þá taldi sérfræðingurinn einnig, að tvö mælimöstur Vegagerðarinn- ar, sem eru þarna við Reykjanes- brautina, gætu valdið mæliskekkju við ratsjármælingar. Dómurinn taldi að ekki hefði verið nægilega leitt í ljós að farið hefði ver- ið eftir verklagsreglum um prófun ratsjárinnar. Þá þóttu mælingar lögreglumann- anna ekki útiloka niðurstöður mæl- ingasérfræðingsins. Hljómtæki gætu verið áhrifavaldur Ökumaður var mældur á 163 km hraða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.