Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞAÐ er mikilvægt að bæta laun
þeirra sem eru á lægstu laununum.
Þá erum við að ræða um marg-
þættar aðgerðir og það þarf ákveðna
sátt til að það gangi að hækka þau
laun umfram önnur í samfélaginu,“
sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
formaður Landssambands íslenzkra
verzlunarmanna, LÍV, um áhersl-
urnar í kjarasamningunum í haust.
26. þing sambandsins fór fram í gær
og gerði Ingibjörg ofangreindar
áherslur að umtalsefni í ræðu sinni.
„Það þarf að nýta skattkerfið til
að lækka skattbyrði lágtekjufólks og
efla velferðarkerfið, m.a. með því að
hækka barna-, vaxta- og húsa-
leigubætur og síðan erum við með
áherslu á að draga úr tekjutengingu
í velferðarkerfinu. Það eru geysi-
legar tekjutengingar í kerfinu. Við
höfum innan Alþýðusambands Ís-
lands rætt við Samtök atvinnulífsins
í rúmt ár um breytingar, m.a. í því
skyni að ná fram heildstæðri lausn
fyrir þá sem verða veikir í langan
tíma og þá sem búa við örorku.
Tekjutengingar eru mjög grimmar í
kerfinu eins og það er. Þetta er fá-
tækragildra og ógagnsætt kerfi,
sem gerir öryrkjum erfitt fyrir með
að komast út á vinnumarkaðinn.
Hvað varðar launamálin, þá leggj-
um við sérstaka áherslu á þá sem
hafa setið eftir í launaþróuninni.
Meðaltalshækkun var ágæt hjá okk-
ur á síðasta samningstímabili en aft-
ur á móti eru hjá okkur hópar sem
ekkert hafa fengið nema umsamdar
hækkanir og kaupmáttur þeirra hef-
ur lækkað.“
Stjórnin komi á stöðugleika
Ingibjörg sagði jafnframt að þess
yrði krafist af ríkisstjórninni að hún
axlaði ábyrgð á hagstjórninni og
kæmi á stöðugleika.
Hún vildi ekki tjá sig um hversu
miklar launahækkanir yrði farið
fram á eða með hvaða hætti yrði
reynt að breyta skattkerfinu þeim í
hag sem lægst hafa launin. Sest yrði
yfir launamálin með viðsemjendum
og leitað lausna og þær kröfur sem
sneru að ríkisstjórn væru á sameig-
inlegu borði ASÍ.
LÍV hefur samið við SA um að
reyna í þessum samningum nýja að-
ferð, svokallaða hagsmunamiðaða
samningaaðferð, sem talin er auka
líkur á árangri í samningum.
Ráðast gegn tekjutengingu
LÍV með nýja að-
ferðafræði í samn-
ingaviðræðum
Morgunblaðið/Sverrir
Vel mætt Fjölmenni var á þingi LÍV í gær þar sem rætt var um komandi
kjarasamninga. Verður meðal annars farið fram á hækkun lægstu launa.
ÍRSK stjórnvöld greindu frá því í
gær að þau hefðu lagt fram mála-
miðlunartillögu um það hvernig Ís-
land, Írland, Bretland og Danmörk
gætu skipt með sér yfirráðum yfir
Hatton Rockall-svæðinu.
Ríkin gera öll tilkall til land-
grunns á Hatton Rockall-svæðinu
suður af Íslandi og vestan Bret-
landseyja. Yfirráðum yfir land-
grunni fylgir m.a. réttur til að nýta
auðlindir á eða undir hafsbotninum,
t.d. olíu.
Ríkin fjögur hafa fundað um
svæðið í Kaupmannahöfn sl. tvo
daga. Írar segja að í tillögu sinni sé
útlistað hvernig löndin geti skipt
landgrunninu á milli sín.
AP-fréttastofan greinir frá því að
Dermot Ahern, utanríkisráðherra
Írlands, sem tók ekki þátt í viðræð-
unum, hafi sagt að sanngirnissjón-
armið væru höfð að leiðarljósi í
áætluninni sem nota mætti til að ná
lokasamkomulagi milli ríkjanna.
Hann segir að sendifulltrúar Fær-
eyja hafi brugðist við tillögunni með
jákvæðum hætti en að afstaða Ís-
lands sé enn óbreytt.
Ahern neitaði að tjá sig um mót-
bárur Íslendinga. Hann lagði hins
vegar á það áherslu að grundvöllur
ætti að vera fyrir samningum þegar
fundað verður í Dublin um miðjan
janúar 2008.
Viðræðurnar hófust 2001 að frum-
kvæði Íslendinga en íslensk stjórn-
völd vilja að ríkin komist að sam-
komulagi um skiptingu svæðisins.
Málamiðlun
um Hatton
Rockall
Írar skýra frá tillögu
á fundi fjögurra ríkja
JÓHANNA Sig-
urðardóttir fé-
lagsmálaráð-
herra sagði í
ávarpi sínu á
þingi LÍV í gær
að „leita þyrfti
allra leiða“ til að
nokkrir lífeyr-
issjóðir hættu við
skerðingu ör-
orkulífeyris.
„Skerðingar lífeyrissjóðanna
munu að óbreyttu hafa tvennt í för
með sér, verri kjör þeirra öryrkja
sem fyrir þeim verða og tilfærslu
útgjalda frá lífeyrissjóðunum yfir á
ríkissjóð,“ sagði Jóhanna í gær.
„Niðurstaða mín eftir ítarlega
skoðun á þessu máli er eindregið sú
að ríkisvaldið og lífeyrissjóðirnir
verði í sameiningu að leysa þessi
mál, annars vegar tímabundið og
hins vegar til langframa og koma í
veg fyrir þá víxlverkun milli al-
mannatrygginga og lífeyrissjóða
sem bæði skerða lífeyrisgreiðslur
og rýra kjarabætur öryrkja.“
Vill stöðva
skerðingu
Jóhanna
Sigurðardóttir
MIKLAR tafir urðu á umferð vegna
umferðarslyss sem varð á gatna-
mótum Miklubrautar og Grens-
ásvegar rétt fyrir klukkan fjögur í
gærdag. Áreksturinn varð harður
og mildi þykir að ekki hafi orðið al-
varleg slys á fjórum einstaklingum
sem í bílunum voru.
Tildrög slyssins voru þau að
fólksbifreið og sendibifreið skullu
saman á gatnamótunum með þeim
afleiðingum að sendibifreiðin valt á
hliðina. Mikill viðbúnaður var hjá
lögreglu vegna árekstursins og þrír
sjúkrabílar sendir á vettvang ásamt
tækjabíl frá slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins.
Loka þurfti fyrir umferð vestur
eftir Miklubraut á meðan slökkvilið
hreinsaði upp olíu og bílarnir voru
dregnir af vettvangi. Á tíma náði
röð bíla nánast frá Grensásvegi að
Elliðaám. Umferð komst í samt lag
á fimmta tímanum.
Tafir vegna
áreksturs
Hreinsað Tíma tók að ná olíu upp.
Morgunblaðið/Golli
ÍBÚA í fjölbýlishúsi í Grafarvogi
fannst heldur hafa fjölgað í reið-
hjólageymslu húsnæðisins að und-
anförnu og bað því lögreglu að
grennslast fyrir um málið. Þegar
lögreglu bar að garði voru þar ung-
ir athafnamenn önnum kafnir við
að gera við hjól, breyta þeim og
bæta, að því segir á lögregluvefn-
um.
Að sögn lögreglu var geymslan
nánast full af reiðhjólum af öllum
stærðum og gerðum og gáfu dreng-
irnir þá skýringu að þeir hefðu
fundið þau víðsvegar um hverfið.
Gerði lögreglumaður þeim grein
fyrir að óskilamunum ætti að koma
til lögreglu sem síðan reynir að
hafa upp á eigendum. Drengirnir
könnuðust ekki við slíkar reglur, en
hyggjast bæta ráð sitt.
Sönkuðu að
sér reiðhjólum
BYGGINGAFULLTRÚINN í
Reykjavík var kallaður á vettvang
eftir aðgerðir lögreglu við félags-
heimili bifhjólaklúbbsins Fáfnis við
Hverfisgötu og segist hann ekki
hafa haft minnstu hugmynd um
hvað var í gangi í húsinu og að þar
væri verið að fara á svig við reglur
sem gilda um breytingar á húsum.
Er þar einkum átt við uppsetningu
víggirðingar. Þá hafi hvorki verið
komið á framfæri ábendingum né
kvörtunum um þessar fram-
kvæmdir við embætti byggingafull-
trúa, hvað þá að Fáfnir hafi sótt um
einhver leyfi.
Magnús Sædal byggingafulltrúi
segir að þegar notkun húsa sé
breytt sé skylt að sækja um bygg-
ingaleyfi. „Ef rétt er, að þarna hafi
verið félagsheimili einhvers klúbbs,
þá þarf að sækja um leyfi, því huga
þarf að brunavarnamálum, hrein-
lætismálum og þess háttar,“ segir
hann. Magnús segir að nú verði
málefni Fáfnis tekin til athugunar
hjá skipulags- og byggingasviði
Reykjavíkurborgar enda sé nú orðið
ljóst að framkvæmdirnar voru gerð-
ar í leyfisleysi. „Þegar svona mál
koma upp gefum við viðkomandi að-
ila kost á að sækja um bygg-
ingaleyfi fyrir því sem hann hefur
gert – sé það þess eðlis að það rúm-
ist innan skipulags.“
Magnús segir að sé hús talið
hættulegt geti slökkvilið látið loka
því. Sé húsnæðið talið heilsuspill-
andi tekur umhverfis- og heilbrigð-
issvið málið til meðferðar en skipu-
lags- og byggingasvið sér um þá
þætti sem varða húsnæðisbreyt-
ingar. „Ef búið er að breyta húsi og
við viljum að sótt sé um leyfi fyrir
breytingum fá menn frest til þess.
Ef þeir frestir eru ekki virtir getum
við lagt á dagsektir.“
Magnús segir embætti sitt gera
athugasemdir ef starfsmenn verði
varir við að vafasamar fram-
kvæmdir eigi sér stað, en oftast sé
gripið inn í mál eftir ábendingum
nágranna. Ekkert slíkt hafi verið
um að ræða í þessu tilviki. Ef ein-
hver hefði komið ábendingum til
hans hefði málið verið skoðað. „Við
hefðum þá beðið viðkomandi aðila
um skýringar og leiðbeint honum
við að sækja um leyfi til breytinga.“
Magnús segist ekki heldur kannast
við að lögreglan hafi bent bygginga-
fulltrúa á meintar óleyfilegar fram-
kvæmdir.
Segir hann óvanalegt að fólk setji
upp eftirlitsmyndavélar við hús,
eins og Fáfnir mun hafa gert. Það
sé þó ekki bannað. En uppsetning
girðinga sé háð samþykki lóðarhafa
aðliggjandi lóða og borgarinnar,
þegar girt sé meðfram gangstétt.
Gæti sektað Fáfni
Byggingafulltrúi segist enga hugmynd hafa haft um fram-
kvæmdir Fáfnis í miðbænum. Tekur málið til skoðunar.
Morgunblaðið/Júlíus
Girðingarvinna Byggingafulltrúi mun taka girðingarmál Fáfnismanna til nánari skoðunar, nú þegar hann hefur
frétt af málinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur litlar áhyggjur af brunavarnamálum hússins.
Í HNOTSKURN
»Sérsveitarmenn frá lögregl-unni ásamt rannsóknarlög-
reglumönnum réðust til inn-
göngu í húsnæði Fáfnis við
Hverfisgötu í fyrradag og var
byggingafulltrúinn látinn vita í
kjölfarið.
»Þeir sem ákveða að setja uppgirðingar í kringum húsnæði
sitt verða að fá sérstakt leyfi hjá
byggingafulltrúa fyrir fram-
kvæmdinni.
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð-
isins telur að lokinni vettvangs-
könnun á húsnæði Fáfnis að með
tilliti til brunavarna sé ekki al-
mannahætta á ferð. Lögreglan bað
Slökkviliðið að skoða húsið og varð
niðurstaðan sú að nokkrum ábend-
ingum var komið á framfæri. Þó
vitað sé að gist hafi verið í félags-
heimilinu telur Slökkviliðið samt
ekki að það jafnist á við óleyfilegar
íbúðir í atvinnuhúsnæði.
Ekki al-
mannahætta
♦♦♦
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur fundið sex 17 og 18
ára gamla unglinga seka um inn-
brot, þjófnaði og eignaspjöll, sem
framin voru frá desember á síð-
asta ári til febrúar á þessu ári. Sá
sem þyngsta dóminn hlaut, 17 ára
piltur, var dæmdur í 3 mánaða
fangelsi en aðrir hlutu skilorðs-
bundna refsingu, sektardóm eða
refsingu var frestað. Fram kemur
í dómnum, að piltarnir hafa flestir
áður hlotið dóma fyrir þjófnað eða
önnur brot.
Sex unglingar
dæmdir sekir