Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FIMM ungir listamenn sýna í Lista- safni Akureyrar undir sýning- arstjórn Francis McKee sem er gestasýningarstjóri. McKee er rit- höfundur og sýningarstjóri og starf- ar í Glasgow, en listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám þar. Þeir koma frá ýmsum lönd- um, tveir þeirra eru frá Íslandi. McKee gerir titli sýningarinnar, „Taktföst tortíming“, ágæt skil í sýn- ingarskrá og leggur áherslu á skap- andi afl eyðileggingar, ferli rotnunar og hnignunar sem nauðsynlegt er öll- um vexti. Þetta þema birtist á ýmsan máta í listaverkum ungu listamann- anna, sem ekki eru endilega gerð sér- staklega fyrir sýninguna heldur frek- ar valin með hana í huga. Hnignun sjálfsímyndar ungs fólks í dag má sjá í pennateikningum Ericu Eyres frá Kanada, þar sem kúlupennadúllur á spássíum ung- lingsáranna eru hafnar upp í æðra veldi og öðlast nýtt líf sem beinskeytt og persónuleg portrett af fórn- arlömbum samtímans, helteknum af yfirborði og neyslu. Sömu sögu segja óþægilega áleitin myndbandsverk hennar. Samtíminn birtist nöt- urlegur og ógnvekjandi í mynd- böndum hins enska Wills Duke. Tölvugerðar byggingar vaxa og um- breytast eins og æxli eða vís- indaskáldskapur en mannlausir leik- vellir um nótt lifa sjálfstæðu, hrollvekjandi lífi á mörkum hins raunverulega. Duke skapar eft- irminnilegar borgarmyndir undir áhrifum frá kvikmyndum og arki- tektúr 20. aldarinnar. Skúlptúr eftir Jónu Hlíf, „Breathing Room“, er í góðum samhljómi við verk Wills Duke í innri sal en innsetning Jónu Hlífar í fremri sal er ekki eins hnit- miðað verk. Baldvin Ringsted, sem einnig starfar sem tónlistarmaður, sýnir nokkuð flókna innsetningu er byggir á umbreytingu götuhorna þriggja borga í tónverk, píanórúllur sem hann sýnir á vegg en hljóma líka á sýningunni, fluttar af píanólu. Baldvin sýnir einnig þrjú málverk af píanólu, gerð af þremur málurum í Kína, sem sérhæfa sig í málverkum eftir ljósmynd. Sú staðreynd kemur þó ekki fram á sýningunni. Hér er umbreyting og ummyndun í for- grunni og margt er áhugavert í þessu verki, en innsetningin er of flókin, hana skortir þann tærleika sem þarf til þess að hugmyndin lifni við. Óvænt stela síðan verk Lornu Macintyre senunni, þau eru ofur- einföld og láta lítið yfir sér. Hér er enginn boðskapur, heldur er áhorf- andanum látið eftir að upplifa fundna hluti, svarthvítar ljósmyndir og við- kvæma skúlptúra upp á eigin spýtur. Í bakgrunni er óljós tilfinning fyrir rökkri, íhygli og tíma, sem er kannski einmitt það sem samtímann skortir. Á sýningunni kemur vel fram sú mikla fjölbreytni sem ríkir í sam- tímalistum, gildi lífs og listar eru til heitrar umræðu í verkum þessara listamanna, gildi í sífelldri mótun og umbreytingu. Rökkurmyndir MYNDLIST Listasafn Akureyrar Baldvin Ringsted, Erica Eyres, Jóna Hlíf, Lorna Macintyre, Will Duke. Til 16. desember. Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Taktföst tortíming Ragna Sigurðardóttir ÞAÐ VAR ekki í lítið ráðist af Snorra Sigurðarsyni trompetleikara og félögum hans, Ásgeiri Ásgeirs- syni gítarleikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara, er þeir fluttu 11 lög af efnisskrá meistara Chets Bakers, þar af átta sem hann lék í félagsskap Dougs Raneys og Niels-Hennings á sögufrægum tón- leikum í Montmartre í Kaupmanna- höfn 4. október 1979. Þar var spilað samfellt í hálfan þriðja tíma fyrir ut- an hlé og hafa herlegheitin komið út á þremur hljómdiskum. Eitt laganna sextán, valsinn úr Mjallhvít Disneys, ,,Someday My Prince Will Come“, hafði Chet aldrei hljóðritað áður og greinilegt var að tríóið hafði ekki æft fyrir tónleikana en þeir höfðu þó hljóðritað skífuna ,,The Touch Of Your Lips“ um sumarið. Af henni var ,,But Not For Me“ eftir Gers- hwin á efnisskránni og leikið enn hraðar en Chet gerði er hann hljóð- ritaði söngdansinn fyrst 1954, og Snorri var traustur í blæstrinum. Hann er eini íslenski trompetleik- arinn sem ég get ímyndað mér að nái andblæ Chets, enda hefur hann greinilega lært mikið af ljóðrænustu kúlbopptrompetleikurum allra tíma: Miles, Chet og Farmer. Það væri óréttlátt að bera hann saman við þessa meistara, en öll sóló hans þetta kvöld voru þrungin smekkvísi og músíkalíteti. Stundum voru þau aldeilis frábær, eins og í ,,Way To Go Out“ eftir Ursho og ,,The Sad Walk“ eftir Zieff, sem Chet hljóðritaði í París rétt fyrir fyrri Íslands- heimsókn sína 1955 og gæti hafa verið á efnisskránni í Austurbæj- arbíói. Ásgeir lék sömuleiðis frábær- lega þetta kvöld og skiptust á leik- andi línur og hljómar í spuna hans. Gunnar Hrafnsson hélt þessu svo öllu gangandi, oft með göngubassa, og var Henning-legur á köflum eins og í trillunum í ,,For Minors Only Heaths“, og blúsuðum Niels- hljómalikkum hér og þar, sér- staklega í ,,Love For Sale Porters“ sem þeir félagar luku á tilbrigðum um riffkennd lok Chets í Mont- martre. Þetta voru einhverjir fínustu Múlatónleikar vetrarins. Snorri slær í gegn TÓNLIST Múlinn á DOMO Miðvikudaginn 28.10. 2007 Tríó Snorra Sigurðarsonar  Vernharður Linnet SÆNSKI trompetleikarinn og hljómsveitarstjórinn Lasse Lind- gren kom hingað fyrir fjórum árum og stjórnaði Stórsveit Reykjavíkur í Ráðhúsinu; hann kom aftur árið eftir til að leika með Stórsveit Jagúars undir stjórn Samúels Jóns og nú var hann hér í þriðja skiptið, enn á rauð- um skóm, en með trompet Mayn- ards Fergusons í höndunum og væn- an nótnabunka úr safni háasés-trompetistans kanadíska. Ferguson var feikimagnaður blásari og stjórnaði fantagóðri hljómsveit þar sem ekkert skorti á kraftinn og stuðið þótt ekki væri kafað djúpt í tónlistinni. Þemalagið úr Rocky, Gonna Fly Now, var feikivinsælt með Fergusonbandinu og það var upphafslag þessara tónleika. Ein- hvern veginn féll það dautt til jarðar eins og margt annað sem þarna var leikið. Þó að Kjartan Valdimarsson og Gunnar Hrafnsson stæðu sig með prýði í Birdland Zawinuls, á flygil og kontra, vantaði synta og rafbassa- kraftinn sem Ferguson nýtti sér í anda Zawinul og Pastorius. Versta útreið fékk I Can’t Get Started sem Lindgren söng. Þetta var helsti smellur eins fremsta hvíta tromp- etleikara djasssögunnar, Bunny Berigans, en hann gat sungið! Lind- gren er fínn trompetleikari þótt sóló hans hafi fæst hrifið mig að þessu sinni. Samt var margt vel gert. Ólaf- ur Jónsson var einleikari á tenór í kynningarlagi Tommys Dorseys, I’m Gettin’ Sentimental Over You, og fórst það vel úr hendi; Jóel Páls- son skerpti á sálarsýninni eins og Booker Ervin í New Bag Blues, sem samið var í anda Mingusargospels- ins í 6/8, Better Git It In Your Soul, og Airegin Rollins var nokkuð skemmtilega flutt. Lasse blés líka í takkabásúnu, m.a. með Samma á sleðabásúnu í El Dopa, en Sammi kom nokkuð á óvart á þessum tón- leikum með fínum sólóum og það er spurning hvort hann hefði nokkuð staðið Lasse að baki sem stjórnandi. Lindgren og Stórsveitin TÓNLIST Ráðhús Reykjavíkur Sunnudaginn 28.10. 2007. Stórsveit Reykjavíkur  Vernharður Linnet ÞEGAR íslenskur listamaður og hol- lenskur listamaður sýna saman verk sem fjalla um landslag verða viðhorf þeirra og upplifun á landslagi óhjá- kvæmilega í forgrunni og for- vitnilegt að velta fyrir sér ólíkum hugsunarhætti. Í verkum Monicu Schokkenbroek, sem sýnir ljósmyndir, prentverk og verk úr postulíni, er hverfulleiki landslagsins í fyrirrúmi, stöðug um- breyting hins manngerða landslags sem er nú umhverfi Hollendinga. Landslag er hér ekki lengur tákn stöðugleika heldur hið andstæða og þetta er undirstrikað með myndum sem teknar eru á ferðalagi, hreyf- ingin er í fyrirrúmi. Monica dregur upp mynd af leit nútímamanns að haldbærum gildum, horfið er lands- lag hinnar gullnu aldar hollensku málaranna, opnar víðáttur van Ru- ysdael eða kyrrlátar myndir Ver- meer, sem virðast fela í sér eilífa hugarró. Hér er breyting og hreyf- ing í fyrirrúmi og sú spurning vakn- ar hvar mannskepnan á að finna þann innri frið sem áður endurspegl- aðist í myndum af náttúrunni, hvað hefur orðið um almættið? Soffía Sæmundsdóttir sýnir teikn- ingar og málverk unnin eftir fyr- irmyndum úr náttúrunni, en einnig hér hefur heildarmyndin vikið fyrir brotakenndri upplifun, málverk unn- in með höndunum á pappírsarkir sem virðast hluti af stærra verki undirstrika enn frekar tilfinninguna fyrir broti af heild. Teikningar Soffíu eru lifandi og lífrænar, hún er hér á persónulegum nótum innan ís- lenskrar landslagshefðar og þessi verk, ásamt þeim teikningum sem hún hefur sýnt áður, skapa henni sérstöðu sem áhugavert er að fylgja eftir og fylgjast með. Það er gott samspil milli verka Soffíu og Monicu og framsetning verka þeirra gengur vel upp í rým- inu, í þessum hógværa sal tekst þeim að skapa ríka heild sem býður áhorfandanum upp á áhugaverða sjónræna upplifun ásamt nútíma- legum vangaveltum um samband manns og náttúru, eins og það horfir við innan hinnar tækniþróuðu Evr- ópu og á jaðrinum. Landið mitt og landið þitt Morgunblaðið/Sverrir Áhugavert „...í þessum hógværa sal tekst þeim að skapa ríka heild sem býður áhorfandanum upp á áhugaverða sjónræna upplifun,“ segir í dómi. MYNDLIST Grafíksafnið Til 11. nóvember. Opið fim. til sun. kl. 14-18. ISNL, Monica Schokkenbroek og Soffía Sæmundsdóttir. Ragna Sigurðardóttir Í FORSAL og hliðarsal Gallerís Foldar er sýning á 26 nýjum mál- verkum eftir Braga Ásgeirsson. Spannar sýningin allmarga þætti óhlutbundins málverks og verður þar af leiðandi óskipuleg að sjá, en á móti kemur að listamaðurinn virkar óheftur í verki og tilrauna- samur. Eru sumar myndanna í beinu í samtali sín á milli, s.s. Morgunn (nr. 10) og Ljósbrot (nr. 11), þar sem sams konar litir og form leysast upp frá einni mynd til annarrar, og Lóðlínur í himinhvolfi (nr. 22) og Sólgaman (nr. 23), sem flakka frá einlitum hvítum yfir í marglita samspil. Bragi hefur lag á að kalla fram birtuna í lit, jafnvel dökkum lit, og myndir eins og Mögnun (nr. 16) og Ást (nr. 17) virka því næst sem kirkjugluggar þar sem birtan sýnist koma innan frá myndunum og það eðli litar að varpa ljósi verður sem áþreif- anlegur partur af verkunum. Í þess- um myndum nær geometrískur hrynjandi einhverju sinfónísku flugi er litatónar þenja út skynjun manns og líða svo snurðulaust áfram inn í sjálfráðan myndheim eins og í verk- inu Lífleikur (nr. 3). Fyrir mitt leyti nær listamaðurinn hæstum hæðum í þessum myndum þar sem ólík tækni, krass og dekorasjón, massíf efniskennd og gegnsæi, er að finna innan eins myndramma. En Bragi er sérlega flinkur málari og kemst upp með eitthvað sem fáir íslenskir málarar geta leyft sér. Þ.e. að tefla saman ofgnótt af efni og aðferðum í einni mynd án þess að missa hana frá sér. Sinfónískt flug Lífleikur „Litatónar þenja út skynjun manns og líða svo snurðulaust áfram inn í sjálfráðan myndheim“. Jón B. K. Ransu MYNDLIST Gallerí Fold Opið mánudaga til föstudaga frá 10-18, laugardaga frá 11-16 og sunnudaga frá 14-16. Sýningu lýkur 11. nóvember. Að- gangur ókeypis. Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Frikki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.