Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 41 ✝ GunnlaugurBirgir fæddist á Víðilæk í Skriðdal 24. ágúst 1938. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Seyðisfirði 22. október 2007. Foreldrar hans voru hjónin Níels Björgvin Sigfinns- son, bóndi á Víði- læk, og Aðalbjörg Metúsalemsdóttir Kjerúlf, húsfreyja á sama stað. Birgir átti 11 systkini. Fyrstu störf Birgis á opinberum vettvangi voru á vertíð í Vest- mannaeyjum eftir áramótin 1956 til vors. Þá starfaði Birgir nokkur misseri við byggingu Gríms- árvirkjunar. Var eftir það tvær vertíðir í Vestmannaeyjum. Birg- ir sótti vélstjóranámskeið á Seyð- isfirði haustið 1958 og tók í fram- haldi af því vélstjórapróf. Birgir var 2. vélstjóri á m.b. Leifi Eiríks- syni RE-355 er báturinn fórst 30. ágúst 1963 norðaustur af Raufar- höfn. Birgir lauk sveinsprófi í vél- virkjun árið 1964 og öðlaðist meistara- réttindi nokkrum árum síðar. Hann vann hjá Þór h/f í Reykjavík 1967-71, setti upp mjalta- kerfi hjá bændum og annaðist vítt um sveitir eftirlit og viðhald á drátt- arvélum sem fyrir- tækið flutti inn. Þá vann Birgir hjá Ísal 1971-74, hjá Landsvirkjun við Sig- ölduvirkjun 1975-77, hjá Austur- landsveitu Rarik 1977-82. Hann vann hjá Kaupfélagi Héraðsbúa við gæslu frystivéla og ýmsa járn- smíði frá 1982 til 2001. Síðustu þrjú ár starfsævi sínnar starfaði Birgir við eftirlit á Egilsstaða- flugvelli. Birgir var ókvæntur og barnlaus. Útför Birgis fer fram frá Egils- staðakirkju í dag laugardaginn 3. nóvember og hefst athöfnin kl. 14. Mín fyrstu kynni af Birgi voru í kringum 1960 þegar við Lilla systir hans hófum sambúð, síðan höfum við verið bestu vinir og félagar. Birgir var duglegur og fær verk- maður, vélaviðgerðir fóru honum sérstaklega vel úr hendi. Birgir hafði gaman af að ferðast, jafnt innanlands sem utan. Fór hann m.a. í hnattferð, til Austurlanda, Afr- íku, Kína og Evrópu. Birgir tók mikið af myndum á sín- um ferðalögum og hafði gaman af að sýna öðrum þegar heim kom. Hann var sérstaklega minnugur og sagði skemmtilega frá ferðum sínum og var næstum eins og maður hefði ver- ið með honum. Birgir var duglegur í skógrækt- inni á Víðilæk og fór ófáar ferðirnar milli Egilsstaða og Víðilækjar með plöntur og annað sem með þurfti. Einnig var hann mjög áhugasamur um fegrun og endurbætur á húsun- um á Víðilæk. Við Birgir ræddum nær vikulega saman í síma en oftar eftir að hann veiktist. Ég þakka Birgi fyrir trygglyndi í minn garð. Kveðja frá Lillu. Góða ferð, mágur. Við hittumst í Sólarlandinu. Sigurður Kristjánsson. Allsnarplega hefur hinn slyngi sláttumaður dauðans reitt til höggs orf sitt og ljá er hann nú hefur hrifið á brott hann Birgi bróður minn héð- an úr lífsins hrjóstri, til fegurri stranda, þar sól hnígur aldrei að sævi. Birgir lést af völdum bein- krabbameins eftir fremur erfið veik- indi, á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, þar sem hann vildi umfram allt heyja sitt lokastríð. Þar leið honum tiltölu- lega vel við líknandi meðalagjöf og frábæra umönnun starfsfólks, sem mikilsvert er að þakka. Það var ákaf- lega erfitt og sárt að sjá hinn áður feikisterka og hrausta mann verða að lokum ósjálfbjarga á aðeins örfá- um mánuðum. Þó heyrði ég hann aldrei mæla æðruorð. En svona er lífið og í kjölfarið dauðinn. Allt stefn- ir að sama ósi og ekki tjóir að deila við „dómara allra tíma“. Birgir bar haga hönd til ýmissa starfa, einkum þó járnsmíði, var einnig vel liðtækur við trésmíðar. Þá léku margs konar vélaviðgerðir í höndum hans. Við 9 systkin af 12 keyptum fyrir réttum 13 árum jörðina Víðilæk þar sem við erum flest fædd og alin upp. Höfum við síðan stundað þar skóg- rækt og ýmsar aðrar landbætur, auk viðhalds á húsakosti. Var Birgir ein aðaldriffjöðrin í þeim framkvæmd- um og dró hvergi af sér í sínum frí- stundum, á meðan heilsan leyfði. Fyrir u.þ.b. 3 árum greindist Birgir með illkynja meinsemd í blöðruháls- kirtli, var kirtillinn tekinn og allt virtist í góðu lagi. Það var því gríðar- legt áfall fyrir hann og að sömu okk- ur systkini hans, frændgarð allan og vini, þegar í ljós kom að meinsemdin hafði búið um sig í nokkrum beinum í líkama hans, nánast engin úrræði til hjálpar og biðin ein blasti við. En Birgir ætlaði sér að starfa áfram að þessu hugðarefni okkar hér á Víði- læk. Þá ætlaði hann að halda áfram ferðalögum um heiminn, af þeim hafði hann mikið yndi. Birgir var sannur fylgismaður virkjana og stóriðju, taldi að þar lægi hornsteinn þjóðfélagsins til hagsældar, og talaði glöðum rómi um framkvæmdir við Kárahnjúka og álver. Hreinskilni er einn mikilvægasti eiginleiki hvers manns. Hana tileinkaði Birgir sér í ríkum mæli. Hreinskiptinn var hann í samskiptum við aðra, beinskeyttur og stundum allóvæginn í orðavali svo sviðið gat í kaun ef til staðar voru. Birgir hlaut í vöggugjöf góða söngrödd og söng mikið sem barn bæði hér heima og á jólatrés- skemmtunum. Þessi hæfileiki Birgis nýttist honum þó ekki sem skyldi. Þó söng hann skamman tíma með Karlakór Fljótsdalshéraðs, einnig með kirkjukór Egilsstaðakirkju. Hann fór t.d. með kórnum í söng- ferðalag um Íslendingaslóðir í Kan- ada. Við Birgir vorum góðir félagar í leik og störfum fyrr og nú enda á svipuðu reki. Ég kveð þig með sökn- uði bróðir. Þegar ég frétti lát þitt var ég að snæða hádegisverðinn og þótt ég hafi búist við þessu síðustu vik- urnar varð mér svo mikið um að ég grét ofan í matardiskinn en tíminn mun lækna tregans sár. Við munum hittast handan landamæranna. Ætli guð eigi ekki ógróðursettan móareit, eða vélbúnað af ýmsu tagi, sem þarfnast aðhlynningar. Við slíkt mun gott að una. Bragi Björgvinsson, Víðilæk. Áttu nokkuð? Þannig ávörpuðum við hvor annan þegar við slógum á þráðinn, og hlóg- um svo ákaflega. Annars kynntumst við vegna ka- dettsins fyrir um fjörutíu árum. Nafnið var notað jafnt um bíl og bíl- stjóra. Kadettinn var ekki gerður fyrir það sem kallaðir voru vegir eystra en eru í raun misófærir mal- arslóðar. Eigandinn leit víst líka á sinn eðalvagn sem fjallabíl. Því kom kadettinn með kadettinn flesta mánudagsmorgna til Birgis sem þá vann á verkstæði Steinþórs. Mátti einu gilda hvað hafði gengið úr lagi eða losnað, kadettinn var tilbúinn að kvöldi í næstu atrennu. Fylgdu þá stundum athugasemdir um aksturs- lag og hæfileika eigandans. Síðar hittumst við á ný í höfuð- borginni og þá tók ljúfa lífið við. Vertshús bæjarins þurftu sína viku- legu skoðun, yfirleitt veitti ekki af tveimur kvöldum til þess. Menningin fékk líka sinn hlut, fá leikrit fóru fram hjá okkur eða aðrar bitastæðar sýningar. Á vetrarkvöldum var grip- ið í spil. Birgir var mikill verkmaður og vandvirkur, og var því í góðum störf- um. Það hélst að mestu þótt hann yrði um síðir hirðmaður í höll Bakk- usar konungs. Var svo um nokkur ár uns honum fannst kröfuharka þess höfðingja úr hófi fram og sagði sig úr lögum við áfengisguðinn. Á sama hátt gerði hann tóbakið útlægt. Þetta virtist honum ekki sérlega erf- itt enda voru ákvarðanir Birgis ákveðnar og ófrávíkjanlegar. Um það leyti var hann aftur kominn í heimahagana og undi þar síðan. Nú kom nýtt tímabil, frelsistíminn eins og hann orðaði það. Hófust ferðalög innanlands sem utan. Hann átti góða bíla til fjallaferða og hann kynnti mig fyrir stærstum hluta ís- lenskra öræfaslóða og fjallakofa. Það var lélegt sumar ef ekki var unnt að henda tjaldi inn í bíl ásamt gnægð góðs nestis og halda úr byggð, oft sambíla öðrum góðum félögum. Á sama hátt voru utanlandsferðir nær árlega, þótt lítið kæmi ég þar við sögu. Lagði Birgir talsverða áherslu á, að fara um slóðir sem buðu upp á hluti sem fæstir sjá nema einu sinni á ævinni og margir aldrei. Síðasta ferð hans af því tagi var til Kína fyrir rúmu ári, sem ég fór með honum. Naut hann þeirrar ferðar til hlítar. Mikil var ánægja hans að sjá þriggja gljúfra stífluna og vildi hann vita sem gerst um allt henni viðkomandi. Slíkar framkvæmdir áttu hug hans allan. Það eru samt margar ferðir eftir utan- og innanlands. Og ýmislegt annað var hægt að taka sér fyrir hendur. Efni til smíða er á sínum stað, litla jarðýtan sem dytta skyldi að er á sínum stað, mótorinn úr gamla Lagarfljótsorminum, merkis- gripur, er á sínum stað, öll löndin eru á sínum stað. Aðeins sá sem ætlaði að koma miklu í verk næstu árin er ekki á sínum stað. Eða hvað? Hann efaðist ekki um að menn hittust á ný, einhvers staðar fyrir handan. Aðrir fullyrða ekkert um það. En verði svo munum við báðir hlægja stórlega og kalla hvor til ann- ars: Áttu nokkuð? Guðmundur R. Gunnlaugur Birgir Björgvinsson ✝ Þökkum veitta samúð og umhyggju vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS JÓNSSONAR (Steini tangó), Dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimil- inu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, einnig þökkum við öllu tónlistarfólki fyrir sitt framlag. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFÍU AUÐUNSDÓTTUR, Ásgarði 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans á Landakoti. Ragnar Auðunn Birgisson, María Vigdís Sverrisdóttir, Kristján Hólmar Birgisson, Gyða Sigurbjörg Karlsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI FRIÐFINNSSON bókari, Herjólfsgötu 10, Hafnarfirði, sem lést á sunnudaginn 28. október, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánu- daginn 5. nóvember kl. 15.00. Elín Eggerz Stefánsson, Elín Árnadóttir, Stefán Hákonarson, Vilborg Þórey Styrkársdóttir, Árni Reynir Styrkársson, Viðar Pétur Styrkársson, Rakel Stefánsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR FJÓLU SIGURÐARDÓTTUR, Lækjarhvammi 7, Búðardal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalar- heimilisins Silfurtúns í Búðardal fyrir einstaka alúð og umönnun. Hannes Gunnlaugsson, Sigurður Gunnlaugsson, Gunnlaugur Már Sigurðsson, Halla Steinsdóttir, Jökull Logi Gunnlaugsson, Sandra Rún Sigurðardóttir, Runólfur Gunnlaugsson, Sigríður Ásta Lárusdóttir, Elva Björk Runólfsdóttir, Ásta María Runólfsdóttir, Sunna Ösp Runólfsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, STEINGERÐUR JÚLÍANA JÓSAVINSDÓTTIR, Brakanda, Hörgárbyggð, lést á Dvalarheimilinu Hlíð að morgni miðvikudagsins 31. október. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför KOLBRÚNAR VALDIMARSDÓTTUR, Skipasundi 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut fyrir alúð og góða umönnun. Alfreð Hjaltalín, Ellý Helga Gunnarsdóttir, Sverrir Ólafsson, Guðrún Linda Ólafsdóttir, Skúli Heimir Sigurjónsson, Gísli Ólafsson, Guðrún Björg Lúðvíksdóttir, Sigurborg Ólafsdóttir, Börkur Brynjarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR V. HALLSSON, Lindargötu 57, Reykjavík, lést fimmtudaginn 18. október á líknardeild Landspítalans, Landakoti. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Friðjón Örn Friðjónsson, Anna Mariella Sigurðardóttir, Jakob Gunnarsson, Benedikt Sigurðsson, Eyjólfur Rósmundsson, Hekla Gunnarsdóttir, Elísabet Rósmundsdóttir, Páll Viðar Jensson, Unnur Rósmundsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.