Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Húsnæði óskast Par óskar eftir íbúð á höfuðborgarsvæðinu.Greiðslugeta 100-120 þús. á mán. Upplýsingar í síma 847 1337 og 848 6593. Bátar Til sölu Sómi 860 , dekkaður, árg. 1987. Bátur í góðu standi, í 0. kerfi. Tæki: radar, talstöð, dýptarmælir, gps, sjálfstýring og fl. Ath. ýmis skipti: bíl, bát, bústað, lóð og fleira. Verð 4.800.000 kr. Sími 864 7622. 2 HERBERGJA ÍBÚÐ ÓSKAST! Reglusöm hjón á fimmtugsaldri frá Portúgal óska eftir snyrtilegri 2 her- bergja íbúð. Skilvísum greiðslum heitið! Uppl. í síma 824 4797 Lr- henning kúrinn Ég léttist um 20 kg á aðeins 16 vikum. Þú kemst í jafnvægi, sefur betur, færð aukna orku og grennist í leiðinni. www.dietkur.is - Dóra 869-2024. Fáðu nýja orku, nýtt útlit og sálarró. Leiðsögn, trúnaður, öryggi. Farðu á www.SuperHerbalife.com og fylltu út Lífsstílsskýrslu. Sími 894- 6009. Netfang: info@superherbalife.com WWW.SUPERHERBALIFE.COM Nudd Iðnaðarmenn Húsasmíðameistari Getum tekið ný verkefni núna vegna tímabreytinga á verkum. Uppl. í síma 663 5555 eða senda inn nafn, símanúmer og uppl. um verk á gpals@internet.is Getum bætt við okkur vinnu. Tek að mér minni viðhaldsverk og ný- smíði ásamt innréttinga-uppsetning- um, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Upplýsingar veitir Rafn í s. 863-1929. r.gislason@simnet.is Meðferðabekkir Glæsilegir bekkir frá USA. Ath. 7,6 cm svampþykkt Nálastungur Íslands ehf. www.nalar.net Sími 5200120 og 8630180 Barnavörur Tómstundir Revo TRX 2,5 Bíllinn minn er til sölu fyrir sann- gjarnt verð, hann er lítið notaður. Uppl. í síma 664 8588. Rauðir jólakjólar á 0-24 m Verslunin Skírn , Listhúsinu v / Engja- teig 17 S: 5687500 Opið 12-18 virka daga Hljóðfæri Stagg Þjóðlagagítar Poki, ól, stilliflauta, auka strengja- sett, eMedia tölvudiskur. Kr.13.900. Fáanlegir litir: viðarlitaður, sunburst, svartur og blár. Gítarinn Stórhöfða 27. S, 552 2125 www.gitarinn.is Óska eftir Óskast keypt Óska eftir að kaupa stóra frystikistu, veltipönnu fyrir mötuneyti og litla fasvél sem fyrst. S. 893 6787. Málarar Málun og viðgerðir Ath.! Málaraverktaki getur bætt við sig verkum, endurmálun, spörslun, faglærðir aðilar. Komum og veitum ráðgjöf og gerum tilboð þér að kost- naðarlausu. Grunnur og Tvær ehf. Uppl. í síma 696 6986 og 659 7903. Ferðalög Klúbbar og félagasamtök Skipuleggjum sérferðir til Barcelona, Bayern, Búdapest, Ítalíu, London, Rínardals, Skotlands, Slóveníu, Svartaskógar og Utah. Hjólaferðir, hallargisting, gönguferðir, golf, vínsmökkun, skíðaferðir, jólamarkaðir og bjórmenning - bara gaman! Nánar á www.isafoldtravel.is. Ferðaskrifstofan Ísafold, sími 544-8866. Heilsa Pallbíll TILBOÐ! TIL SÖLU FORD F250 árg.00, sk .08. ek. 193 þ.km,5.m., dr.krókur, festingar f. camper o.fl. V. 2.200 þús. eða tilboð. Uppl. í s. 863 8686. Hjólbarðar Vetrarjeppadekk f/ 17"felgur Til sölu eru nýleg Nokia negld vetrar- dekk í stærðinni 275,60 á 17" felgur, eins og ný. S.692 4059. Nýleg ónegld snjódekk á stálfelgum, stærð 195/65-15 til sölu. Eru undan Subaru. Seljast á 25.000.- Upplýsingar í síma 840 6643. Húsnæði í boði Meðleigjandi óskast í 90 fm íbúð á svæði 105. Hentar vel háskólafólki, aðeins reyklausir einstaklingar koma til greina. Upplýsingar í síma 696 3639. Íbúð í Hveragerði Til leigu er íbúð í nýju húsi. Íbúðin er með einu svefnheergi, þvottahúsi, stóru baði, borðstofu, stofu, eldhúsi, og góðri geymslu. Íbúðin sem hefur sérinngang er á 2. hæð, og er með 6 fm svölum. Uppl. í gsm 891 7565 Atvinnuhúsnæði á Akranesi Til leigu er 190 fermetra húsnæði á jarðhæð. Þá er í húsnæðinu um 60 fermetra skrifstofu og starfsmanna- rými á 2. hæð. Stórar innkeyrsludyr, og lóð. Uppl. í gsm 891 7565 og 893 4800. Kerrur STHAL-HENGIVAGN árg. 1994 Burðargeta 12,7 tonn. Í topp- standi, uppl. í síma 893 0306. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl FRÉTTIR ELEA Network hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna um- mæla talsmanna Hagstofunnar og Seðlabanka Íslands um gagnrýni Elea á hugbúnaðargerð innan þessara stofnana: „Alvarlegur misskilningur virð- ist hafa komið upp vegna fréttar í Morgunblaðinu þann 30. október sl. þar sem margir virðast hafa skilið fréttina sem svo að Elea Network hafi í hyggju að kæra Hagstofuna og Seðlabankann til Samkeppnisstofnunar vegna þess að þessar stofnanir hafi ekki keypt hugbúnað Elea Network. Slík hug- mynd er að sjálfsögðu fásinna og snýst málið að engu leyti um Elea Network-hugbúnað eða fyrirtækið. Varðandi tilvitnun hagstofustjóra að kerfi Elea Network hafi „yf- irburði yfir innanhúskerfi Hagstof- unnar“ er verið að taka hluti úr samhengi, enda var skýrt tekið fram að það væri skoðun viðmæl- anda, sem er ekki hlutlaus aðili í þessu máli. Hallgrímur Snorrason, hag- stofustjóri segir að „Elea Network sé í raun að biðja um einokun á viðskiptum við Hagstofuna.“ Slíkt fer beint gegn stefnu Elea Net- work, sem er að tryggja öruggt og hratt streymi upplýsinga til þeirra sem á þeim þurfa að halda. Einn liður í því er að efla opinbera gagnadreifingu með því að láta viðeigandi stofnunum í té þá tækni sem til þarf, en fyrirtækið stýrir í kjölfarið ekki gjaldtöku af þeim gögnum sem þannig er miðlað á neinn hátt. Hagstofan gæti þess vegna veitt gögnum beint inn í kerfi samkeppnisaðila Elea Net- work væri því að skipta. Umræða um einokun er því fráleit. Hallgrímur segir ennfremur að „til að byrja með hafi þeir viljað gerast framseljendur á gögnum hennar. Í sjálfu sér sé ekkert við það að athuga, en þeim hafi verið bent á að öll gögn Hagstofunnar væru ókeypis á vefnum og hún væri því ekki í því að endurselja gögn eða matreiða þau til end- ursölu.“ Rétt er að gögn Hagstof- unnar eru aðgengileg án endur- gjalds á vefnum, en að Hagstofan stundi ekki endursölu né sé að hugleiða slíkt er rangt. Elea Net- work hefur gert samning við Eu- rostat (Hagstofu Evrópusam- bandsins) um dreifingu og sölu gagna sem birt eru á Eurostat. Nýlega sendi Eurostat út tilkynn- ingu þar sem tekið er fram að ekki sé heimilt að dreifa gögnum þeirra ríkja sem ekki eru hluti af Evr- ópusambandinu, heldur aðilar að EFTA (Ísland, Noregur, Liechten- stein og Sviss) þar sem þessi lönd hefðu hug á að „selja þau gögn sjálf“. Það að fram fari „ákaflega lítil ef nokkur hugbúnaðargerð á Hag- stofunni“ má skilja sem svo að þar fari fram hugbúnaðargerð, sem óheimil er skv. samkeppnislögum. Einnig kemur fram að „Stofnunin noti mest algengan, aðkeyptan hugbúnað og þeir sérfræðingar, sem við hann starfi, starfi við hag- nýtingu á þeim hugbúnaði en ekki við hugbúnaðargerð sem slíka.“ Hagnýting á hugbúnaði er veru- lega loðið orðalag sem getur tákn- að allt frá smávægilegum breyt- ingum í smíði á nánast nýjum kerfum. Skoðum auglýsingu frá Hagstof- unni sem birt var 7.–16. október 2007 undir fyrirsögninni Hugbún- aðarsérfræðingur. Þar stendur orðrétt: „Hagstofa Íslands leitar að metnaðarfullum hugbúnaðarsér- fræðingi í Upplýsingatæknideild til að vinna að þróun útgáfukerfa, sérstaklega að veflausnum og út- gáfuferlum fyrir hagtölur. Starfs- svið: Hönnun og uppbygging út- gáfukerfa Hagstofunnar. Menntunar- og hæfniskröfur: Þekking og reynsla af forritun, sérstaklega í ASP.NET, SQL og XML. Ef fram fer lítil sem engin hug- búnaðarþróun innan Hagstofunn- ar, hvers vegna er verið að aug- lýsa eftir aðila sem fást á við það? Þetta stöðugildi er í beinni sam- keppni við hugbúnaðarfyrirtæki og það verður ekki liðið – Hagstofan hefur ekki heimild til þess að nota almannafé í samkeppnisverkefni. Það þarf að rannsaka umsvif Hag- stofunnar í þróunarverkefnum, því þau eru að öllum líkindum mun meiri en marga grunar og ærin ástæða til að fá aðila á borð við Samkeppnisstofnun í þá athugun. Sé það rétt sem Hagstofustjóri segir, „að Elea Network sé langt því frá eina fyrirtækið á umrædd- um markaði,“ þá er bersýnilega verið að brjóta á fleiri fyrirtækjum og væri ágætt að fá þau í þessa umræðu. Snýst ekki um kaup á kerfi Elea NÝBIRTAR niðurstöður rannsókna íslenskra vísindamanna benda til að íslenskir skógar bindi meira kolefni en talið hefur verið fram að þessu. Alcoa Fjarðaál og Skógrækt rík- isins hafa gert með sér samning um áframhaldandi rannsóknir á kolefn- isbindingu í Vallanesi á Fljótsdals- héraði. Skógrækt ríkisins hefur um nokkurra ára skeið staðið fyrir um- fangsmiklum rannsóknum til að áætla kolefnisbindingu með skóg- rækt á landsvísu. Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá hóf beinar mælingar á flæði kolefnis yfir ung- um lerkiskógi í Vallanesi haustið 2003, en lerki er lykiltrjátegund á Austurlandi. Rannsóknirnar eru hluti af dokt- orsverkefni Brynhildar Bjarnadótt- ur við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Niðurstöður fyrir árið 2005 voru birtar í erlendu vísindatímariti ný- lega. Helstu niðurstöður voru þær að hver fermetri af skógi batt 727 g af koltvísýringi á ári. Þetta er meiri árleg kolefnisbinding en notuð hef- ur verið fram að þessu í spám um kolefnisbindingu með nýskógrækt (624 g CO2 / m2 á ári). Einungis reyndist hægt að útskýra 12% af mældri heildarkolefnisbindingu skógarins með bindingu í trjám og botngróðri. Vísindamenn telja því mikilvægt að vinna að frekari rann- sóknum á kolefnisbindingu í jarð- vegi skógræktarsvæða. 10 milljón króna framlag Alcoa Fjarðaál og Skógrækt rík- isins hafa gert með sér samkomu- lag um að Alcoa Fjarðaál styrki áframhaldandi rannsóknir á kolefn- isbindingu í Vallanesi næstu tvö ár- in, með tíu milljóna króna fjárfram- lagi. Rannsóknirnar munu meðal annars styðja við útreikninga á kol- efnisbindingu í þeim umhverfis- verkefnum sem Alcoa er nú þegar þátttakandi í, hér á landi og erlend- is. Má þar nefna áætlanir um að planta tíu milljón trjám um allan heim og Loftslagsverkefni Land- verndar, segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Stórvirkari Íslenskir skógar binda meira kolefni en áður var talið. Alcoa Fjarðaál styrkir rann- sóknir á kolefnisbindingu AÐALFUNDUR Hollvina Ríkisút- varpsins var haldinn 31. október sl. Á fundinum var Þorgrímur Gestsson rithöfundur kosinn for- maður í stað Margrétar Sverris- dóttur, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Margrét situr þó enn í stjórninni, nú sem meðstjórnandi. Aðrir stjórnarmenn eru: Valgeir Sigurðsson rithöfundur varafor- maður, Þór Magnússon, fyrrver- andi þjóðminjavörður, gjaldkeri, Viðar Hreinsson bókmenntafræð- ingur ritari; varamenn eru Hörður Áskelsson tónlistarmaður, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerð- armaður og Ragnheiður Tryggva- dóttir, framkvæmdastjóri Rithöf- undasambands Íslands. Höfuðviðfangsefni samtakanna hefur til þessa verið að berjast gegn því að Ríkisútvarpið verði gert að hlutafélagi. Sem kunnugt er voru samþykkt á Alþingi á liðnu vori ný lög um Ríkisútvarpið þar sem ríkisstofnuninni var breytt í svonefnt opinbert hlutafélag. Á að- alfundinum var samþykkt að sam- tökin skyldu engu að síður starfa áfram en aðalmarkmið þeirra verða héðan í frá að berjast gegn því að Ríkisútvarpið eða einstakar deildir þess verði seldar, sem stjórnin telur að hætta sé á þótt núverandi ráðmenn fullyrði að það sé ekki fyrirhugað. Hollvinir Ríkisútvarpsins hyggj- ast einnig leggja áherslu á að efla almenna umræðu um hlutverk RÚV sem almannaútvarps og um eðli almannaútvarps (e.: public broadcasting) og hlutverk þess í samfélaginu, segir í fréttatilkynn- ingu frá Hollvinum Ríkisútvarps- ins. Nýr formaður Hollvina- Ríkisútvarpsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.