Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórir Gunnars-son fæddist á Stokkseyri hinn 19. september 1920. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands mánu- daginn 22. október. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 12.11. 1883 í Gríms- fjósum á Stokkseyri, látin 14.10. 1976, og Gunnar Gunnarsson járnsmiður, f. 22.6. 1877 í Byggðarhorni í Sandvíkur- hreppi, látinn 29.10. 1962. Þau bjuggu á Vegamótum á Stokks- eyri. Syskini Þóris voru: Sigríður, f. 1906, d. 1990, Gunnar, f. 1908, d. 1996, Sigurgeir, f. 1911, d. 2001, Ingólfur, f. 1913, d. 1995, Hrefna, f. 1917, d. 2004, og Þorvarður, f. 1923. Þorvarður lifir systkini sín. Hinn 20.12. 1947 gekk Þórir að eiga Ólöfu Jónsdóttur íþróttakenn- ara, f. 1920 á Eiði á Langanesi, d. 2004 á Selfossi. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Árnason, f. 1894, frá Hróaldsstöðum í Vopnafirði, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1887 í Urðaseli í Bakkafirði, en þau bjuggu lengst af á Hóli á Langa- nesi. Þórir og Ólöf bjuggu allan sinn búskap á Selfossi, lengst af á Heið- arveginum. Þau byggðu sitt fyrra hús á Heiðarvegi 10 um 1950 og Barnabörn Gunnars og Loftveigar eru átta. Á yngri árum vann Þórir ýmis störf til sjávar og sveita, m.a. við vegagerð á Suðurlandi og hann var á vertíðum á Stokkseyri. Hann vann einnig sem verkamaður í Reykjavík og hjá breska hernum á Kaldaðarnesi um 1941-1942. Árið 1943 fékk hann fast starf hjá Kaupfélagi Árnesinga, í fyrstu sem lærlingur. Hann tók síðan sveinspróf í plötu- og ketilsmíði 1961 en var þá mörgum árum áður orðinn verkstjóri yfir rafsuðudeild í kaupfélagssmiðjunum. Árið 1946 fór hann til Stokkhólms á vegum K.Á. til að læra rafsuðu hjá sænska fyrirtækinu ASEA. Var hann í því námi fram á seinni part ársins 1947. Vinnsla jarðhita hófst að undir- lagi forráðamanna K.Á. í landi Laugardæla árið 1948, og má kalla það frumkvöðlastarf á þeim tíma. Tók Þórir þátt í suðu á hitaveit- urörunum sem lögð voru til Sel- foss. Þórir átti farsælan starfsferil hjá K.Á. á Selfossi, sem hann hélt tryggð við mestallan sinn starfs- feril. Hann vann hjá K.Á. allt til ársins 1994-1995 þrátt fyrir að hann væri kominn á eftirlaun en hann vann síðustu árin „eftir hend- inni“ hjá fyrirtækinu. Í mörg ár eftir að hann hætti í fullri vinnu tók hann að sér ýmis verkefni og viðgerðir heima hjá sér. Útför Þóris verður gerð frá Sel- fosskirkju í dag, laugardaginn 3. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. bjuggu þar til ársins 1967 er þau fluttu á Heiðarveg 3 í nýtt hús sem þau höfðu reist og lifðu þar til æviloka. Þau Þórir og Ólöf eignuðust fimm syni: 1) Jón, f. 21.2. 1948. Kona hans var Sig- ríður Ólöf Guð- mundsdóttir og eign- uðust þau fjögur börn: Ólöfu, Sverri Björn, Ingva Bjarmar og Esther Erlu. Barnabörn Jóns og Sigríðar eru níu. 2) Gunnar, f. 29.8. 1950, kvæntur Vilborgu Þorgeirsdóttur og eiga þau tvo syni: Þormar Vigni og Þóri. Gunnar og Vilborg eiga tvö barnabörn. 3) Þórir Már, f. 7.6. 1954. Kona hans var Sigurlaug Helga Emilsdóttir og eiga þau eina dóttur, Hrund. Þórir og Sigurlaug eiga eitt barnabarn. 4) Steinþór Ingi, f. 27.9. 1955. 5) Árni Óli, f. 19.7. 1960. Kona hans var Þjóð- björg Hjarðar Jónsdóttir og eiga þau tvö börn: Ragnheiði Ágústu og Andra Frey. Fyrir hjónaband eignaðist Þórir soninn Gunnar Hafstein, f. 7.12. 1944, með Sólveigu Steinunni Ebenesardóttur, f. 1908, d. 1956. Kona hans er Loftveig Kristjáns- dóttir og eiga þau tvö börn: Ólöfu og Grím. Áður átti Loftveig dótt- urina Halldóru Björnsdóttur. Látinn er vinur minn og hjálp- arhella, Þórir Gunnarsson plötu- og ketilsmiður á Selfossi. Ekki kannast allir við það starfsheiti. En Raf- suðu-Dói er öllum kunnur. Færasti rafsuðumaður á Suðurlandi – og þótt víðar væri leitað. Hann kom ungur að árum, 23 ára, til starfa hjá Kaupfélagsverkstæðunum á Sel- fossi. Var kennt að rafsjóða og vann eitthvað í eldsmíði. En svo var hæfni hans við rafsuðuna augljós, að hann var sendur til Svíþjóðar 1946 í nám hjá færustu vélsmiðju Svía, ASEA, og kom heim með mikla kunnáttu í þessu framtíðar- fagi. Alla tíð síðan vann Dói hjá Kaup- félagsverkstæðunum, lengst undir markvissri stjórn Guðmundar Á. Böðvarssonar. Ég man hann fyrst í miðbragganum á verkstæðisplan- inu. Ýmist var hann þar einn eða með aðstoðarmenn – eða þá nema í vélsmíði. Það var þá skylda að nem- arnir færu til Dóa í nokkurn tíma og fengju þar almennilegan „kúrs“ í rafsuðu. Veit ég að margir bjuggu vel að því síðan og hitt veit ég einn- ig að þeim þótti maðurinn óvenju- legur og nemendur mínir í Iðnskól- anum kunnu af því sögur. Ég reyndi vináttu hans og hjálp- semi sem ungur bóndi. Hann var öðruvísi en hinir gömlu og reyndu verkstjórar við hlið hans. Þeir höfðu nokkurs konar hreppstjóravald sem Dói tók sér aldrei. Í þessi tæplega 50 ár tel ég að hann hafi aldrei dregið við sig að brasa saman hlut- ina. Oftast með bros á vör og mátti svo til með að segja góða sögu. Og svo var spurt endalaust. Dói fylgd- ist vel með því sem var að gerast. Hann var mikill útvarpshlustandi og þá vildi hann fá betri og ná- kvæmari skilning á hlutum. Mörg voru þau símtöl sem hann átti við okkur hjónin. Það síðasta fjallaði um orðið „færleikur“. Hvað var það nákvæmlega? Orðabókin sagði: far- arskjóti – hestur, einkum meri. Okkur kom saman um að færleikur væri ákaflega hversdagsleg meri, höfð til að eignast folöld, notuð í heybandslestir. Og þar með lauk fróðleikssamtölum okkar nú um miðjan október. Dói var mikið á ferðinni, oftar en ekki á reiðhjóli. Þeir sem sáu hann þannig til reiðar, í léttri skyrtu og stuttbuxum að sumarlagi, vissu ekki allir að þar fór einn færasti iðnaðarmaður okkar héraðs. – Og allt átti hann til. Hann hreifst mjög af Bandaríkjunum og bandarísku þjóðinni. Hann fylgdist með hvers kyns sendimönnum þaðan hingað til Íslands. Og eins sendiherrunum. Þegar nú stórveldið sendi hingað fallega kvenveru í líki sendiherra, Carol van Woorst, dáðist Dói mjög að framgöngu hennar. Til að sýna álit sitt og þakklæti smíðaði hann úr góðmálmum statíf fyrir kertastjaka og gaf henni. Hún mat þá gjöf mik- ils, bauð honum í sendiráðið tvisvar og gaf honum skrautritað þakkará- varp. Mér finnst að margir fleiri standi í þakkarskuld við Þóri Gunnarsson. Hann stóð seinast vaktina í bílskúr sínum að Heiðarvegi 2. Þangað var hægt að leita í tíma og ótíma – með engum fyrirvara – allt leyst jafnfag- mannlega af hendi og fyrr. Þangað leitar maður nú ekki meira. Þórir Gunnarsson er farinn annað, til móts við sína heittelskuðu, Ólöfu Jónsdóttur, sem lést fyrir tæpum fjórum árum – og verði þeim þá fagnaðarfundir. Páll Lýðsson. Látinn er Þórir Gunnarsson, plötu- og ketilsmiður á Selfossi. Dói var hann oftast kallaður, og sagði að sér líkaði það vel. Hann var fæddur og uppalinn á Vegamótum á Stokkseyri. Framan af ævi vann hann ýmis störf, í vegavinnu og um tíma var hann brúarvörður við gömlu Ölfusárbrúna, og í Breta- vinnu í Kaldaðarnesi. Einnig var hann í vinnu í Auðsholti í Ölfusi, þar bjó þá Grímur Hákonarson fyrrver- andi togaraskipstjóri. Lengst af starfsævi sinni vann Dói hjá Járn- smiðju Kaupfélags Árnesinga. Bíla- verkstæðið og Járnsmiðjan voru stofnuð til að þjóna flutningabílum Kaupfélagsins og Mjólkurbúi Flóa- manna, einnig til að þjóna ört fjölg- andi landbúnaðartækjum á Suður- landi. Á þessum tíma voru varahlutir í tæki og bíla illfáanleg, þá urðu verkstæðismenn að smíða og galdra varahluti eftir bestu getu. Á þessum árum hóf Dói störf við rafsuðu hjá Járnsmiðjunni. Það voru ótrúleg- ustu varahlutir í bíla og aðrar vélar, sem þurfti að rafsjóða saman, t.d. fjaðrablöð, pústgreinar, vélarblokk- ir og strokklok. Mig minnir að Dói hafi rafsoðið saman brotna öxla í Chevrolet vörubíla, og þegar öxl- arnir brotnuðu aftur þá brotnuðu þeir ekki við rafsuðuna, hann náði slíku lagi við öxulsuðurnar, að ekki þurfti að stilla þeim upp í rennibekk eftir suðuna til að rétta þá. Dói hafði næmt auga fyrir raf- suðu mismunandi málma, þess vegna leituðu menn víða af landinu til hans með vandasöm rafsuðu- verkefni. Margir vinnufélagar hans minnast þess, þegar hann náði brotnum pinnboltum úr bílvélum. Þá smáhlóð hann rafsuðupunktum á brotna boltann, þar til hann náði út úr stykkinu, þá gat hann skrúfað boltann úr. Það kom fyrir að verk- efni, sem Dói fékk, voru óleysanleg að mati vinnufélaganna, þá tókst Dóa hvað best upp. Dói fór tvisvar í námsferðir í rafsuðu til Svíþjóðar, á vegum Járnsmiðjunnar. Ég kynntist Dóa fyrst eftir 1960, þegar ég hóf vélvirkjunarnám í Járnsmiðjunni. Þá var Dói verk- stjóri í rafsuðudeild Járnsmiðjunn- ar. Fljótlega heyrði ég hjá vinnu- félögunum sögur af rafsuðuafrekum Dóa, einnig varð ég vitni að mörg- um göldrum hans með rafsuðupinn- ann. Mér er minnisstæður gamall jeppi sem Dói gerði upp, það var eigulegur gripur. Eftir að hann hætti störfum hjá Járnsmiðjunni, smíðaði hann hurðalamir í gripahús, og rafsauð fyrir menn, það sem aðr- ir gátu ekki gert. Dóa var margt til lista lagt, hann smíðaði úr tré, mál- aði og teiknaði myndir. Dói var sérstaklega einlægur, velviljaður og hjálpsamur maður. Ég votta sonum hans og fjölskyld- um þeirra samúð mína. Blessuð sé minning Þóris Gunnarssonar. Pétur Kristjánsson. Þegar mér barst frétt um lát Þór- is Gunnarssonar rafsuðumeistara á Selfossi, komu minningarnar ört upp í hugann. Þarna var fallinn frá fagmaður í flokki bestu rafsuðu- meistara Evrópu. Þetta er mikið sagt en bara rétt. Þórir Gunnarsson var einn margra góðra fagmanna, sem ég kynntist 1944 þegar ég hóf störf hjá KÁ. Þórir var, að ég hygg, fyrsti maðurinn sem ráðinn var al- farið til rafsuðu hjá KÁ. Hann lagði strax mikla alúð við starf sitt, raf- suðuna, sem á þeim tíma var ekki orðin sérfag hér á landi, en hluti af námi annarra sérgreina. Náði Þórir fljótt góðum tökum á starfinu svo að eftir var tekið. Ráðamennirnir Guðmundur Á. Böðvarsson og Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri voru þá þegar búnir að koma á ákveðinni verkaskiptingu í bifreiðasmiðjum kaupfélagsins, en þar unnu þá um 30 manns. Verkstjóri í smiðjunni var Ágúst Friðriksson meistari í eldsmíði. Fyrsti nemandi hans var Hjalti Þórðarson frá Reykjum á Skeiðum, af vel þekktri völund- arætt. Með samstarfi Ágústs, Hjalta og Þóris var strax myndaður mjög öflugur kjarni fagmanna sem byggðist á fjölþættri kunnáttu Ágústs, meðfæddum hæfileikum og áhuga Hjalta og Þóris um að ná ávallt góðum tökum á hverju verk- efni sem unnið var að. Verkefnin voru mjög fjölbreytt, stundum vandasöm. Varahlutir voru oft ekki fáanlegir fyrir bíla vegna stríðsins. M.a. fjaðraklossar úr hágæðastáli, sem brotnuðu oft daglega í ófærð, en var bjargað að kvöldi með rafsuðu og réttri hita- meðferð. Margan öxulinn sauð Þór- ir saman með góðum árangri. Hann var strax sérstaklega vel vakandi yfir að læra af þeim verkefnum sem hann vann og ennfremur að afla sér fróðleiks um fagið eftir því sem kostur var á. Almennt má segja að hann væri orðinn góður rafsuðu- maður þegar ég kom til KÁ, en hug- ur hans stóð til frekara náms. Það leiddi til þess að Egill Thorarensen samdi við ASEA í Svíþjóð, kom Þóri í nám hjá þeim vorið 1946. Þar lærði Þórir ítarlega fjölþætt fræði um fagið, varðandi mismunandi efni, hitameðferð, kælingu ofl. Þórir var þarna með um tuttugu Svíum í skól- anum og kom út með hæstu ein- kunnina á lokaprófinu. Á þessum tíma var rafsuðan ekki viðurkennt sérstakt fag á Íslandi og almennt var rafsuðutækni og kunn- áttan í heiminum ekki orðin meiri en svo að eitt af fyrstu Líberty skip- unum, sem smíðuð voru í Banda- ríkjunum brotnaði í tvennt, vegna vöntunar á varmameðhöndlun eftir rafsuðuna, sem seinna sýndi sig nauðsynlega. Þessi námsferð til Sví- þjóðar var góður undirbúningur fyrir lífsstarfið sem beið Þóris heima á Íslandi. Til margra ára voru rafsuðuverkefni send KÁ úr öllum landsfjórðungum í hendurnar á honum. Þórir var maður sem hafði góða nærveru, var hvers manns hugljúfi og ávallt reiðubúinn að leysa hvers manns vanda er til hans leitaði. Það var alltaf jafn ánægju- legt að koma á heimili Þóris og Ólafar konu hans. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt með þeim samferð nokkurn hluta af lífsleiðinni. Ég votta bræðrunum og fjölskyldum þeirra innilega hluttekningu. Guð blessi heimferð Þóris Gunnarsson- ar. Jón Þ. Sveinsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast látins heiðursmanns sem setti svo sannarlega svip sinn á samfélagið okkar Selfoss. Hann var einn af samtíðarmönnum staðarins sem allir þekktu að góðu einu. Þórir Gunnarsson ketil- og plötusmiður eða Dói eins og hann var kallaður af öllum var mikill gæðamaður, hjálp- samur og greiðvikinn. Það voru örugglega margir sem til hans leit- uðu, í vandræðum sínum með bilaða hluti sem hann oftast gerði við eða sérsmíðaði ef þörf var á. Lengst af starfaði hann hjá Kaupfélagi Árnes- inga, en hin síðari ár var bílskúrinn á Heiðarveginum hans aðalvett- vangur. Það var alltaf gaman að koma í skúrinn til Dóa, sem var hlaðinn verkfærum og tækjum. Þar var nóg af verkefnum og margt fróðlegt að sjá. Þá var líka áhugavert að hlusta á hann spá í lífið og tilveruna og hugmyndir um framtíðina. Hann var víða heima og hafði skoðanir á mörgum hlutum og góðan húmor. Dói velti oft fyrir sér ýmsu og spurði til baka hvort þetta eða hitt gæti nú verið svona. Ég kom einu sinni sem oftar í skúrinn til Dóa ýmist með hluti sem hann gerði við fyrir mig eða til að ræða við hann. Hann var einstak- lega fær á sínu sviði og sannaði að ekki þurfti alltaf að henda hlutum þó að bilaðir væru. Það var mikil gæfa að fá að kynn- ast þeim heiðurshjónum Dóa og Ólöfu konu hans. Fyrir utan það að sjá um klippingar á þeim í áratugi kynntumst við hjónin þeim á dans- námskeiðum, sem þau lögðu mikla rækt við og höfðu yndi af. Á nám- skeiðunum voru þau elst en yngst í anda, svo gaman þótti þeim dans- menntin og félagsskapurinn. Á þorrablótum Hafnar í Tryggvaskála hér áður fyrr, sá Ólöf um matseld í rúman áratug, og henni til halds og trausts var ávallt Dói. Þau voru mjög samrýnd og samstiga hjón og miklir mannvinir, sem dæmi um það buðu þau til sín einu sinni á ári ein- stæðingum til mikillar veislumáltíð- ar. Það varð Dóa mikið áfall að missa konu sína eftir erfið veikindi. Á síðastliðnum árum var Dói all- ur að hressast og eitt af því sem hann hafði orð á var að hann hefði áhuga á að komast í siglingu. Dói var heimsmaður í sér en jafnframt mikill Íslendingur og var afar annt um sjálfstæði þjóðarinnar. Dói var trúaður maður og sagði skoðanir sínar, hann var snyrti- menni og smekklegur og hafði auga fyrir fallegum hlutum. Eitt af því sem við ræddum sam- an um var að á næsta ári eru sextíu ár síðan faðir minn stofnaði rakara- stofu á Selfossi. Það var mat okkar beggja að Dói væri einn elsti við- skiptavinur stofunnar, hefði alla tíð skipt við hana. Ég er þakklátur fyr- ir að fá að kynnast þessum manni sem kallaði sig stundum Dói.is – hann fylgdist með. Ég og við feðgar á stofunni vottum öllum aðstand- endum okkar dýpstu samúð um leið og við biðjum góðan Guð að varð- veita minningu Dóa á Heiðarveg- inum. Björn Ingi Gíslason. Þegar við systkinin af Lyngheið- inni fréttum að Dói frændi væri dá- inn birtust minningarbrot um þenn- an föðurbróður okkar sem var engum öðrum mönnum líkur. Fyrstu minningarnar tengjast veislum og jólaboðum á Heiðarvegi 10, sem var glaðvært og fjörugt heimili. Þar fór Ólöf kona hans fyrir og stjórnaði af mikilli snilld. Ólöf lést fyrir nokkrum árum og var það mikill missir fyrir Dóa og synina. Gamansemi og góðvild var ríkjandi í fari Dóa. Hann var ein- staklega barngóður og laðaði krakkana í hverfinu að sér. Dói eft- irlét okkur krökkunum bílskúrinn sinn, sem varð að menningarmust- eri hverfisins „Dóaskúr“. Þar voru haldnar hljómsveitaræfingar og leiksýningar, sem enn er verið að vitna til. Þennan félagsmálskóla fóstraði Dói um árabil af einstakri alúð og hvatti okkur til dáða. Einnig brást hann vel við þegar við þurft- um dekk á bílaflota okkar eða aðra aðstoð. Hann var mikill heimsborgari í sér og hafði sérstakan áhuga á Am- eríku. Eitt sinn kom hann á Lyng- heiði 13 með mynd af Lincoln og færði föður okkar að gjöf, þetta var mikilmenni og hafði afmáð þræla- hald. Nú nýlega var honum boðið í sendiráð Bandaríkjanna hér á landi og var það honum mikill heiður. Um 1960 bauðst honum að fara til náms til Svíþjóðar í rafsuðu og þeg- ar hann kom heim var hann með ýmislegt í pokahorninu sem gladdi augu og munn okkar krakkanna á tímum hafta og banna. Þórir Gunnarsson var mikill smiður og uppfinningamaður með afbrigðum og í öllu dótinu í skúrn- um, sem var eins og ævintýraver- öld, héngu myndir af Henry Ford og Edison til að vísa veginn. Ef ekki voru til vélar eða verkfæri til að vinna verkin smíðaði hann þau af stakri snilld, enda völundur á tré og járn. Dói var einstaklega bóngóður og margir leituðu til hans í vanda en lítið sem ekkert vildi hann taka fyr- ir verkið. Hann var mikill fagurkeri og hafði gaman af að teikna og mála Þórir Gunnarsson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.