Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 19
kl. 08 :00 ÁFÖSTUDAGINN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 19 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is MIKILL kurr er í starfsmönnum bandarísku utanríkisþjónustunnar vegna þeirrar ákvörðunar Banda- ríkjastjórnar að skylda stjórnarer- indreka til að starfa í Írak. Starfs- menn utanríkisþjónustunnar eru mjög tregir til að vinna í Bagdad vegna hættunnar á sprengjuárás- um þótt verið sé að reisa þar nýj- ar, sprengjuheldar sendiráðsbygg- ingar sem lýst hefur verið sem risastóru, víggirtu byrgi. Þær kosta 600 milljónir dollara, sem svarar 36 milljörðum króna. Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna í Bagdad, varði í gær ákvörðun stjórnarinnar og sagði að starfsmönnum utanrík- isþjónustunnar bæri skylda til að setja þjóðarhagsmuni ofar eigin öryggi. Stjórnarerindrekar sem létu eigið öryggi sitja fyrir en ekki öryggi bandarísku þjóðarinnar, væru „ekki í réttu starfi“. „Núna þegar við reynum að manna sendiráðið í Írak er gott að allir starfsfélagar okkar muni að við sórum þess eið að þjóna þjóð okkar um allan heim þegar við gengum í utanríkisþjónustuna, al- veg eins og hermenn sverja eið,“ hafði fréttastofan AP eftir Crocker á blaðamannafundi í Dubai. Mikill urgur hefur verið í starfs- mönnum utanríkisþjónustunnar frá því að tilkynnt var fyrir rúmri viku að þeir ættu á hættu að verða leystir frá störfum ef þeir neita að starfa í Írak. Nokkur hundruð starfsmanna utanríkisþjónustunnar ræddu mál- ið á fundi í Washington í fyrradag og margir þeirra klöppuðu ákaft þegar einn þeirra lýsti nauðung- arvinnu í Írak sem „hugsanlegum dauðadómi“. Condoleezza Rice utanrík- isráðherra hyggst senda öllum bandarískum sendiráðum bréf þar sem hún útskýrir ákvörðunina, að sögn talsmanns utanríkisráðuneyt- isins. Hann sagði að Rice tæki þar fram að stjórnarerindrekum bæri skylda til að halda þann eið að framfylgja stefnu Bandaríkja- stjórnar og vera tilbúnir til að starfa hvar sem væri í heiminum. Ráðuneytið hefur haft samband við 200-300 stjórnarerindreka sem álitnir eru koma helst til greina í 48 stöður sem losna í Írak á næsta ári. Þeir þurfa að svara boði um ráðningu innan tíu daga og ef þeir sem þiggja það verða ekki nógu margir verður nokkrum þeirra skipað að starfa í Írak. Aðeins þeir sem hafa gilda afsökun, t.a.m. vegna veikinda, verða und- anþegnir refsingu. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins sagði að frá því að skýrt var frá ákvörðuninni hefðu fimmtán stjórnarerindrekar boðist til að starfa í Írak. Er það aðeins um 0,1% af öllum starfsmönnum utan- ríkisþjónustunnar en þeir eru um 11.500. Er þetta í fyrsta skipti frá Víet- namstríðinu sem svo margir stjórnarerindrekar hafa verið kvaddir til starfa í bandarísku sendiráði. Yfir 600 sprengjuheldar íbúðir Crocker sendiherra viðurkenndi að Írak væri „hættulegur staður“ og stjórnarerindrekar sem störf- uðu þar legðu líf sitt í hættu. Verið er að reisa nýtt bandarískt sendiráð í Bagdad og verður það stærsta og dýrasta sendiráð heims. Alls verður reistar um 20 bygg- ingar meðfram Tígris-fljóti á af- girtu svæði sem er á stærð við Páfagarð. Þar verða meðal annars 619 sprengjuheldar íbúðir og skrif- stofurými fyrir hundruð starfs- manna. Byggingarkostnaðurinn er áætlaður um 36 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir því að rekstr- arkostnaður sendiráðsins nemi 1,2 milljörðum dollara á ári, hvorki meira né minna en 72 milljörðum króna, að því er fram kemur í grein í tímaritinu Vanity Fair. Sendiráðið verður að miklu leyti sjálfu sér nógt, til að mynda með eigin rafala, vatnsból, vatnshreins- unarstöð, skolphreinsistöð, slökkvistöð, nettengingu við fjar- skiptatungl, öruggt heimanet, sím- stöð, farsímakerfi, pósthús, bens- ínstöð, vörugeymslu, bílaverkstæði og fleiri verkstæði. Innan öryggismúra sendiráðsins verða einnig tennisvellir, sundlaug, sprengjuheld afþreyingarmiðstöð með líkamsræktarsal, stór verslun, félagsmiðstöð, snyrtistofa, kvik- myndasalur og bar, auk veit- ingastaða. Þar geta menn valið á milli skyndibita, heilsufæðis og krása sem fluttar verða þangað í brynvörðum bílum frá grannríkinu Kúveit. AP Víggirt sendiráð Hluti af afgirtum sendiráðsbyggingum Bandaríkjanna við Tígris-fljót í Bagdad. Framkvæmdunum á að ljúka síðar á árinu. Verða skyldaðir til að starfa í Írak Ryan C. Crocker sendiherra. Fáir vilja fara í dýrasta sendiráð heims » Gert er ráð fyrir því að rekstrarkostnaður sendiráðsins nemi 1,2 milljörðum dollara á ári, hvorki meira né minna en 72 milljörðum króna. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.