Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 26
|laugardagur|3. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Fimmtíu ár eru frá andláti goð- sagnakennda tískukóngsins Christian Dior sem fann upp stundaglasakonuna. » 30 Glamúr og glys Fjallasýn og fögur hönnun heill- aði unga parið sem flutti nýlega inn í einbýlishús í Jónsgeisla í Grafarholti. » 28 Mói og pláss Já, ég kalla þá kuldakjóla,“segir GAGA Skorrdal sposká svipinn. ,,Mér finnst þaðbara nafn við hæfi á svona hlýjum og notalegum kjólum. Ég vinn að mestu leyti með íslensku ullina sem ég kaupi prjónaða á ströngum og út frá efninu fæ ég svo oft hugmyndir og sauma í takt við þær. Áður prjónaði ég allar flík- ur sjálf en það hefur farið ansi illa með axlirnar svo mér datt í hug að breyta til og fara að sauma frekar flíkur úr prjónaðri ullinni. Ég held þó samt áfram að handprjóna húf- urnar mínar sjálf en það er hluti af því að viðhalda húmornum og per- sónuleikanum í þeim.“ Sennilega eru þeir ekki margir hönnuðirnir í dag sem sérhanna hvern hlut og vinna hann frá grunni. „Meginreglan virðist vera orðin sú að flíkur eru hannaðar hér heima og síðan sendar í fjöldafram- leiðslu erlendis,“ segir GAGA. „Kúnnahópurinn minn, sem fer stækkandi og er að hluta í útlönd- um, vill fá fréttir af því nýjasta sem ég er að fást við hverju sinni. Mér finnst hins vegar mjög mikilvægt að styðja við íslenskan iðnað og halda alla vega stórum hluta hans innanlands.“ GAGA hefur prjónað frá unga aldri. „Upphafið af fatahönnuninni má rekja til þess þegar ég var barn og hannaði föt á dúkkulísurnar mínar. Til þess notaði ég pappír og ýmsar tuskur. Og hugmyndaflugið! Það var nú ekki mikið úrval af leik- föngum á þessum tíma. Ég lék með dúkkulísurnar, barna-bollastellið og notaði vindlakassa undir þykj- ustupeninga í búðarleikjum. Móðuramma mín, Anna O. Sig- urðardóttir, var kjólameistari og rak stórt verkstæði í Hafnarfirði svo ég hef kannski ekki langt að sækja hönnunarhæfileikana enda lærði ég afar mikið hjá henni ömmu. Það var ómetanlegt að hanga í pilsfaldinum hennar.“ Húfuskúlptúr ,,Það er gaman að segja frá því að kona nokkur, sem hafði safnað húfum sem ég geri, lét sérsmíða statív sem hún hafði í forstofunni til að hengja húfurnar á. Þetta varð því eins og myndlistarverk eða jafnvel skúlptúr. Svona geta flíkur orðið að hálfgerðum söfnunar- gripum.“ Hún segir að fólk kunni greini- lega að meta einstakan hand- verknað. „Ég er komin með tals- vert af fastakúnnum. Það er líka mjög skemmtilegt umhverfi fyrir fatahönnun hér í StartArt; að vera innan um alls kyns listmuni. Föt og önnur list er hér í góðri sambúð þar sem hver listgrein styður við aðra. Ég var áður með hönnun mína í litlu búðinni hérna á Laugaveginum sem margir þekktu áður undir nafninu Meyjarskemman. Þetta var pínulítið pláss og ég fékk augastað á húsinu við hliðina eða Laugavegi 12b. Ég var ekkert að tvínóna neitt heldur stakk upp á við Önnu systur Eyjólfsdóttur myndhöggvara að við myndum slá til og opna stórt gallerí í því húsnæði. Henni leist strax ljómandi vel á það og fyrr en varði vorum við orðnar sjö listakonurnar sem lögðum saman krafta okkar og stofnuðum Startart.“ Heimili í helli á hálendinu Að sögn GAGA er hver flík ein- stök, „rétt eins og í myndlistinni, og hönnunin tengist mest mínum stærstu áhugamálum eins og nátt- úrunni, íslenska landslaginu og síð- ast en ekki síst hálendinu. Á þeim slóðum líður mér best og ég segi stundum að helst vildi ég búa í helli á hálendinu en mér líður alltaf best á fjöllum og inni í dölum. Kannski var ég bara Halla í fyrra lífi og oft hef ég velt því fyrir mér hvar Ey- vindur sé niðurkominn. Ég er því heilluð af jarðlitum en er samt frekar upptekin af rauðum lit í dag, einhverra hluta vegna, og reyndar einnig ljósum litum. Mér finnst rauði liturinn vera svo mikið í kringum mig núna …“ segir hönn- uðurinn hugsandi. Blaðamaður veitir því einmitt eft- irtekt að GAGA er í rauðri úlpu, með rauða leðurhanska, rauða gler- augnaumgjörð og rautt hár. Og rauðan varalit. Er þetta uppáhaldsliturinn þinn? ,,Já, í augnablikinu er hann það, greinilega! Kannski er ég bara svona ástfangin, af lífinu,“ segir listakonan og það er ekki laust við að smávegis af umræddum lit fær- ist í vanga hennar. Morgunblaðið/Golli Hönnuðurinn GAGA Skorrdal vildi helst búa í helli á hálendinu og líður best á fjöllum og inni í dölum. Hlýtt Kápurnar hafa vakið lukku líkt og kuldakjólarnir. Húmor Húfurnar halda hita á heilanum yfir veturinn. Litríkt GAGA fær hugmyndir út frá prjónaströngunum. Dúkkulísur fyrstu kúnnarnir Margar af sprellfjörugum hugmyndum hönnuðarins GAGA Skorrdal eru sprottnar úr náttúrunni. Nú hann- ar hún kjóla úr prjónaðri ull sem hún kýs að kalla „kul- dakjóla“ en það er nokkuð sem Hrund Hauksdóttur fannst spennandi að kynna sér í vetrarkuldanum. ,,Kannski var ég bara Halla í fyrra lífi og oft hef ég velt því fyrir mér hvar Eyvindur sé nið- urkominn.“ www.gaga.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.