Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 43
og voru myndir eftir hann á heim- ilinu og í skúrnum. Dói var mjög frændrækinn og áhugasamur um okkur systkinin langt fram á fullorðinsár. Hvernig gengur? Hvað er að frétta? Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þeirra hjóna á Heiðarveg 3, enda mikill samgangur á milli heimila. Þórir hafði sérstaka sýn á sam- félagið og sló menn oft út af laginu með meitluðum og snjöllum spurn- ingum eða athugasemdum sem listamenn einir kunna. Blessuð sé minning um kæran frænda. Marteinn, Hrafnhildur, Gunnar og Hörður Ingi. Hann fór sinna ferða á gömlu, grænu hjóli. Gráhærður og góðleg- ur hjólaði hann rólega frá Heiðar- vegi upp í Kaupfélag, í bankann eða Höfn. Stór og sterkbyggður á svört- um klossum. Það þurfti ýmislegt að útrétta. Aldrei var farið erindis- leysu. Eitt sinn lá nærri að illa færi þegar hraðskreiður bíll spændi hjá og felldi hjólreiðamanninn sem féll í götuna. Bílstjórinn var eitthvað tímabundinn. Mátti ekki tefja þótt gamall maður lægi á götunni. Veg- farandi sá hvað gerst hafði og hjálp- aði manninum á fætur. Sjálfsögð framkoma gagnvart öldruðum manni og lítið tiltökumál þætti flestum. Og í stað þess að amast yf- ir aksturslagi bílstjórans var keypt- ur blómvöndur fyrir kurteisa veg- farandann. ,,Mikið lifandis skelfing var stúlkan góð að hjálpa mér. Ég mátti til að færa henni blóm.“ Svona var hin ,,dóíska“ skynjun á lífið. Gestrisni, hlýja og gjafmildi voru samofin persónu plötu- og ketil- smiðsins Þóris Gunnarssonar. Hann bar virðingu fyrir lífinu hvort sem það voru fuglar í trjám, börn í næstu húsum eða kettir í hverfinu. Allir voru velkomnir og frá stórum manni í stuttum buxum stafaði óendanleg gæska og velvild. Þessa mannkosti erfði hann frá for- eldrum sínum, Ingibjörgu og Gunn- ari frá Vegamótum á Stokkseyri. Í skúrnum sínum við Heiðarveg starfaði Dói við rafsuðu og þótti flestum færari við þá iðju. Haft var á orði að gæti Dói ekki lagað þetta þá gæti það enginn. Stóru hend- urnar hans höfðu sérstakt lag á hlutunum. Vantaði rétta áhaldið til verksins gafst hann ekki upp heldur skapaði nýtt. Á fallegum haustdegi stend ég í garðinum hans og tíni sólber. Hann á stuttbuxm og klossum að sýsla í skúrnum en lítur reglulega til mín og dásamar dugnaðinn. Finnst svo gott þegar einhver getur gert sér gott úr berjunum. Heimagerð sulta það besta sem hann fær. Svo segir hann eins og við sjálfan sig: ,,Það er svo fallegt að sjá konu teygja sig eftir berjum og hengja þvott á snúru. Þá kemur svo falleg teygja á silhouettuna.“ Svona tala bara þeir sem kunna að teikna og skynja form. Dói var í eðli sínu viðkvæmur listamaður með næmt auga fyrir fegurð og formi. Lífið sá hann á sinn sérstaka ,,dóíska“ hátt þar sem máttur hins smáa og jafnvel ósýni- lega var í fyrirrúmi. Falleg tónlist hljómaði oft hátt í stofunni hans. Robertino, Bocelli, Morthens og Jón Kr. Stundum var stigið dansspor. En það vantaði elsku Ollu. Húsfreyjan á Heiðarvegi var horfin og söknuðurinn sár fyrir viðkvæman mann með stórt hjarta sem þótti svo innilega vænt um konu sína. Við skulum trúa því að nú hafi orðið endurfundir á nýja staðnum þar sem alltaf er sól og enginn er veikur. Þau hella sér upp á gott kaffi, setja eitthvað fallegt á fóninn, Dói tekur Ollu sína í stóra faðminn, býður í dans og þau hlæja saman eins og áður. ,,Það er allt gott“ voru lokaorðin á kveðjustund okkar. Svo var hann horfinn inn í ljósið á þessu regnvota kvöldi. Dag- inn eftir skartaði himinninn yndis- legum regnboga. Gamall maður á grænu hjóli sést ekki framar á göt- um Selfoss. Vertu sæll elsku góði frændi minn og þakka þér alla elskusemina. Þín, Hrefna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 43 ✝ HildigunnurKristinsdóttir fæddist að Höfn á Dalvík 18. júlí 1930 og lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 29. októ- ber s.l. Foreldrar hennar voru Kristinn Jóns- son f. 1896, d. 1973 og Sigurlaug Jóns- dóttir f. 1901, d. 1980. Hildigunnur átti 5 hálfbræður, þá Þorstein, Guð- jón, Jónatan, Hauk og Val Krist- inssyni sem allir eru látnir. Þá átti Hildigunnur tvo albræður, þá Heimi og Níels Kristinssyni. Hildigunnur giftist á Dalvík 1951, Magnúsi Sigurbjörnssyni sem var fæddur 21.5. 1929 og dá- inn 5.4. 1976. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Benediktsson og Sigurbjörg Snæbjarnardóttir frá Ártúni í Höfðahverfi. Börn Hillu og Magga eru: Kristinn Sigur- björn f. 28.9. 1951, d. 14.4. 1988. Kristinn átti 6 börn, Hörpu, Hlyn, Eydísi, Hildigunni, Fríðu og Sæ- rúnu. Sveinn fæddur 30.8. 1952, d. 30.8. 1952. Sigurbjörg S. f. 28.11. 1953. Gift Jóni Garðarsyni, Neðra-Ási, Hjaltadal, Skagafirði. Eiga þau tvö börn. Magnús Helga og Soffíu. Guðrún Helga f. 1.8. 1956, gift Kristni Viðarssyni og eiga þau eitt barn, Viðar Loga. Ing- ólfur f. 5.10. 1957, sambýliskona Þór- dís Aradóttir. Á hann 3 syni, Ingólf Helga, Magnús Helga og Hlyn Snæ. Júlíus f. 7.12. 1962, giftur Lilju Vil- hjálmsdóttur og á hann 4 börn. Egil Örn, Ara Jóhann, Júlíu Ósk og Viktor Huga. Fjóla f. 30.03. 1964, sam- býliskona Lisa Moren. Jóhann f. 29.07. 1966, sambýliskona Guð- rún Hreiðarsdóttir, á hann 2 börn, þau Sólveigu Eir og Jakob Mána. Hilmar f. 20.3. 1970, d. 30.3. 1970. Hildigunnur ólst upp á Dalvík og bjó þar nánast alla sína ævi. Vann hún við ýmis verkakonu- störf utan þess að vera húsmóðir með stóran barnahóp. Hennar líf snerist um það að vera að hugsa um og sinna öðrum. Mikinn áhuga hafði hún á ýmsum tóm- stundum og spilaði meðal annars á píanó. Dugleg var hún að prjóna og var öll jarðfræði ofar- lega í huga hennar. Hildigunnur verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju, laugardaginn 3. nóvember kl. 13:30. Þula um móður okkar Hildigunni Kristinsdóttur. Þulu vil ég kveða um móður mína nú, sem lengi átti heima í Ásvegi þrjú. Sem lengi átti þar heima og húsmóðir þar var Börnin sín sjö ól hún upp þar. Börnin sín sjö þó fleiri hún átti, velgjörða hennar þó njóta eigi mátti. Velgjörða hennar þó fleiri þar nutu þar veisla var oftast sem allir þar hlutu. Þar veisla var oftast og hlaðið var borð og gestunum gaf hún sín hlýlegu orð. Og gestunum gaf hún síðan kveðjur góðar, inn var hún komin-í eldhúsið óðar. Inn var hún komin og stóð þar við bakstur og lífið hjá henni var eilífur akstur. Og lífið hjá henni var gleði og sorg þó eigi bæri hún hugsanir sínar á torg. Þó eigi bæri hún hugsanir sínar á völl við elskum hana alltaf systkinin öll. Við elskum þig alltaf og í huga okkar geymum og hugsum þá til þín og dag hvern um þig dreymum. Ó mamma okkar kæra við söknum þín mikið og sárt er að vita að frá okkur hefur vikið. Þig Guð hefur kallað á góðan vinafund, þar innst inni við vonum að þú eigir góða stund. Nú þulan er búin þó í eyrum mér suði en gott er að vita að þú ert nú hjá Guði. (Júlíus Magnússon) Elsku mamma, farðu í friði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku amma mín, síðustu dagar hafa verið erfiðir en minningarnar um elskulega, umhyggjusama og einlæga konu streyma fram. Það var alltaf svo gott að koma til þín, þú gafst svo mikið af þér, sýndir okkur svo mikla hlýju og umhyggju og hafðir mikinn áhuga á því sem við höfðum fyrir stafni. Þú varst fé- lagslynd og naust þess að hafa fjöl- skylduna í kringum þig og ekki var það verra ef þú áttir von á öllum í mat eða kaffi. Þú lagðir þig fram við að kynnast tengdabörnum þín- um og ég veit að Agli þótti ofsalega vænt um að fá að kynnast þér. Þið áttuð sameiginlegt áhugamál, tón- listina, og þú hrósaðir honum í há- stert fyrir sönghæfileikana. Þú varst búin að biðja Egil að lofa þér því að hann myndi syngja fyrir þig eitt af þínum uppáhaldslögum, Rós- ina, þegar kæmi að kveðjustund þinni og er það honum bæði ljúft og sjálfsagt að uppfylla það loforð. Ég er svo þakklát fyrir þær dýrmætu stundir sem við áttum með þér á spítalanum. Í veikindum þínum varst það þú sem huggaðir okkur eins og þín var von og vísa. Þú hafðir mikinn áhuga á mat og matseld og varst mikill sælkeri. Lummurnar þínar voru þær bestu og man ég svo vel þegar ég og afi Gaui vorum að spila Olsen. Þú varst alltaf að brasa í eldhúsinu og við fengum svo að njóta kræsinganna. Mér fannst alltaf svo skondið sem barn að þú settir sykur í gosdrykk- ina til að losna við gosið úr drykkj- unum og svo vaskaðir þú alltaf upp í vaskafati ofan í vaskinum. Einnig þegar afi Gaui var að keyra Ólafs- fjarðarmúlann þá settirðu sjalið yf- ir augun á þér og hélst dauðahaldi í mig, þú varst svo bílhrædd. Þessir hlutir gerðu þig svo einstaka, amma mín. Þín er sárt saknað en minning- arnar um yndislega ömmu og þann tíma sem við áttum saman hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning þín, elsku amma Æsku minnar leiðir lágu Lengi vel um þennan stað Krjúpa niður, kyssa blómið Hversu dýrðlegt fannst mér það Að finna hjá þér ást og unað Yndislega rósin mín Eitt er það sem aldrei gleymist Aldrei, það er minning þín. (Úr Rósinni – Guðm. Halldórss.) Þín, Soffía. Elsku besta amma mín. Mér þykir svo vænt um þig og þú verður alltaf sama besta amma. Ég elska þig og öll barnabörnin gera það. Vertu engillinn okkar allra. ég vona að þú hafir það gott á himn- inum. Það var alltaf rosa gaman að hitta þig heima og gista hjá þér. Þú varst alltaf svo góð og blíð við mig og við áttum svo góðar stundir saman. Við elskuðum báðar kjöt- súpuna. Ég sakna þín mjög mikið. Þín besta stelpa, Júlía Ósk. „Ja, nú helli ég á könnuna.“ Með það var hún farin að stússa við eldavélina. „Ég á kleinur í kistunni og skrepp og sæki þær.“ Hún haltr- aði fram og niður á sínum lúnu fót- um og kom upp með kleinurnar og meira brauð. Þetta er minningin um Hillu systur á seinni árum. Hún tók ætíð á móti öllum með hlýju og fyrir- höfn. Hún hafði gaman af að taka á móti gestum. Alltaf boðin og búin til að gera öllum til hæfis. Hún naut þess. Við bræður minnumst margra ljúfra stunda með systur okkar. Fyrst eru það bernskuárin í Dals- mynni og síðar árin hennar í Höfða- hverfi; Ártúni og Litla-Gerði. Svo var ætíð gaman og gott að koma til þeirra Magga í Ásveginum. Síðustu árin hennar voru svo við Skíðabrautina og þar var alltaf yndislegt að koma og móttökurnar ætíð eins og fyrr greinir. Segja má að Hilla hafi lifað fyrir stóra hópinn sinn, börnin, tengdabörnin, barna- börnin og barnabarnabörnin. Hóp- urinn hennar var henni sönn ham- ingja. Á fiskidaginn mikla í sumar hitt- umst við mörg, afkomendur pabba. Ungur drengur fyrir sunnan átti hugmyndina að því móti. Honum fannst að hann þyrfti að kynnast frændfólkinu hér fyrir norðan. Segja má að Hilla hafi komið hug- myndinni í framkvæmd með sinni dæmigerðu elju. Þarna hittumst við mjög mörg og var þetta ógleym- anleg stund þó ekki væri hún svo löng. Ég veit að Hilla gladdist mjög af þessu móti og svo var vitanlega um alla þá sem þar voru. Indæl stund. Við þessi tímamót sendum við bræður öllum hennar afkomendum, svo og tengdabörnum hugheilar samúðarkveðjur og biðjum alföður að blessa minningu hennar. Vinur okkar sendi okkur tvær vísur og mættu þær hugga alla syrgjendur við þessi tímamót. Þegar dauðinn hrópar hrjúfur hrynur það sem áður var, af lífinu er leystur kúfur sem líka fljótt að höndum bar, nú hefur loksins fengið frið, þá flögrar sálin upp á við. Munið ykkar unaðsstundir er þið voruð saman hér, hið efra verða fagnafundir fyrst nú Hilla komin er, í dásemdum með Drottni þar hún dvelja mun til eilífðar. (Björgúlfur Þorvarðarson.) Hvíl nú í Drottins friði, systir góð, og blessist þín fagra minning. Heimir og Níels. Kæra Hilla. Hvar byrjar maður? Ekki grun- aði okkur að við þyrftum að huga að þessum skrifum á næstunni, og alls ekki um þig. En … það er alltaf þetta en. Nú lítum við yfir farinn veg og minnumst góðrar konu – Hillu frænku. Systur pabba. Elsta af þeim alsystkinum og óneitanlega límið sem hélt þessum hluta fjöl- skyldunnar saman. Stuðlaði að fjöl- skyldutengslum og hittingi – nú síðast í sumar, á Fiskidaginn mikla á Dalvík. Eftir að við systkinin fluttum frá æskustöðvunum á Dalvík, eitt af öðru, var það skylda að sækja Hillu heim í Skíðabrautina. Ekki þessi leiðinlega skylda, eins og orðið kann að bera með sér. Nei, heldur ánægjuleg skylda. Vafalítið hallar ekki á neinn þegar við fullyrðum að hún hafi verið meiri gestgjafi en flestir aðrir. Heimabakað bakkelsi í hrönnum, stanslaus ábót á mat og drykk blandað hlýju og notalegu viðmóti. Það er merkilegt hvað lifir í minningunni. Að banka á innri hurðina hjá Hillu og bíða eftir svari að innan er ein slík. Laufabrauðið á veggnum inni í eldhúsi frá barna- börnum hennar er önnur. Einnig hvernig hún nostraði við eldhús- bekkinn og vask með tuskunni. Ótrúlega lífsreynt handbragð og endalaust fægður vaskur. Hilla var ein af hvunndags- hetjum okkar tíma. Margra barna móðir. Það er mesta hetjuvirkið. Að eiga svona góðan hóp barna og njóta samvista við þau til síðasta dags. Varla er nokkuð betra til í heiminum. Bæði fyrir hana sem og börnin hennar og afkomendur þeirra. Í æsku dvöldum við oft hjá ömmu Sigurlaugu í kjallaranum í Dals- mynni. Amma spilaði þá gjarnan fyrir okkur á orgelið og við sungum öll hátt og snjallt. Okkar helsti samsöngur gekk út á kyrja lagið „Blátt lítið blóm eitt er“. Það tengir okkur að eilífu við ömmu. Móður Hillu. Okkur finnst því viðeigandi að kveðja okkar ástkæru frænku á þennan máta. Blátt lítið blóm eitt er ber nafnið: „Gleymdú ey mér“. Væri ég fleygur fugl flygi’ ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefir þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa.) Okkur eftirlifendum til huggunar má vitna í orð Halldórs Laxness; „Blóm eru ódauðleg [...]. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, – einhversstaðar!“ Elsku Hilla. Takk fyrir sam- veruna, kaffið og hlýjuna í gegnum árin. Við systkinin og fjölskyldur okkar vottum frændsystkinum okk- ar innilega samúð. Sindri Már, Sigrún Vilborg og Sigurlaug Elsa Heimisbörn. Hláturmild, gjafmild, svo létt í fasi, tilbúin að aðstoða, ljúfur ná- granni, hjálpsöm og úrræðagóð. Þannig minnumst við Hillu okkar sem nú hefur kvatt þennan heim svo snögglega. Þær eru margar samverustundirnar sem við eigum í minningunni um þessa mætu konu og í huga okkar er fyrst og fremst þakklæti fyrir allt. Það var gott að leita til Hillu þeg- ar aðstoðar þurfti við, alltaf var hún viðbúin að hjálpa, tilbúin að leysa málin, gefa ráð, hugga og hughreysta á ögurstundum. Við minnumst sérstaklega notalegheit- anna „fyrir handan“ : heitur kaffi- sopinn við eldhúsborðið, spjallað og spáð í lífið og tilveruna, spilað og sungið við píanóið í stofunni, gert að gamni sínu, guðað á gluggann og innilega beðið um nýbakaðar klein- ur. Þar sem krakkarnir í 3 og 6 voru á svipuðum aldri var tekist á um hlutina í leikjum hversdagsins, en yfirleitt var það í mesta bróðerni, ef upp kom misklíð stóð það yf- irleitt ekki lengi yfir. Margan vettlinginn þurrkaði Hilla af okkur systkinunum á ofn- inum í þvottahúsinu og margan mjólkursopann með góðgæti þáð- um við hjá henni. Þegar Hilla og fjölskylda flutti burtu úr Ásveginum var skarð fyrir skildi. Ljúft var þó að fá að hitta hana og rifja upp gamla góða daga þegar Ásgrillin voru annars vegar. Þá var líka Hilla sérstaklega boðin velkomin og henni tekið fagnandi sem heiðursgesti. Hún átti líka svo sannarlega það sæti skilið. Þá var rifjað upp og gert að gamni sínu og mikið hlegið. Í lífsins ólgusjó lenti Hilla í ýms- um áföllum. Þeim tók hún eins og þau komu fyrir, með sama æðru- leysinu út á við og alltaf, sýndi yf- irvegun og auðmýkt í hvívetna. En komið er að kveðjustund. Þegar Hilla okkar nú leggur upp í sína hinstu för héðan af þessu sviði, biðjum við algóðan Guð að blessa hana og varðveita. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Við sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fjölskyldan Ásvegi 6, Símon, María, Jónína, Kristín, Arnar og Svana. Hildigunnur Kristinsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.