Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 31 út bæjarlífinu Rösle hefur framleitt fyrsta flokks eldhúsáhöld í meira en öld. Skálarnar eru úr ryðfríu stáli og skilja því ekki eftir aukabragð, tryggja hreinlæti og endast lengur en eigendur þeirra. Þær eru ekkert vandræðalega ljótar heldur. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Ryðfríar og fríðar laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is             sem feta ekki troðnar slóðir. Maturinn, sem þeir bjóða upp á er bæði óvenjulegur, spennandi og góður – en líka dýr og sjálfsagt ekki við öðru að búast. Það er að verða til áður óþekkt þjón- ustustig í Reykjavík á ýmsum sviðum, sem kostar áður óþekktar fjárhæðir. Þar er um að ræða bæði hótel og veitingastaði, fataverzl- anir o.fl. Í hliðargötu frá Laugavegi má sjá kvenskó í glugga fata- verzlunar, sem kosta yfir 60 þúsund krónur! Væntanlega væri slík þjónusta ekki í boði nema vegna þess, að eft- irspurn er eftir henni. Einu sinni voru stöku bílar, sem á nútímaverðlagi kosta yfir 10 millj- ónir til á Íslandi. Nú er fjöldi bíla á götum Reykjavíkur, sem kosta á bilinu 10-15 milljónir króna. Þess vegna þarf kannski engum að koma á óvart að á hinu gamla hót- eli í miðborg Reykjavíkur er kominn framúrskarandi veitingastaður. Hvað sem öðru líður er ástæða til að óska eigendum Hótel Borgar og veitingastaðarins til hamingju með þessa endurreisn. Það hafa margar til-raunir verið gerð- ar til þess að end- urreisa veitingasali Hótel Borgar til fyrri frægðar. Þær hafa yf- irleitt mistekizt. Annað hvort hafa breytingar á innréttingum eða húsgögnum ekki heppnazt eða það sem í boði hefur verið á þess- um fornfræga veit- ingastað í hjarta borg- arinnar hefur ekki staðið undir nafni. Nú hafa enn verið gerðar breytingar á þessum gamalþekkta veitingastað og að þessu sinni hefur betur tekizt til. Nú er betra sam- ræmi í frágangi salarins og hús- gagnanna, sem þar eru, en oftast áð- ur þótt betur mætti gera. Víkverji hefur löngum verið þeirrar skoð- unar, að taka hefði mátt mið af sam- bærilegum sal á Plaza hótelinu í New York, þegar það var og hét. En jafnframt er alveg ljóst, að í gamla veitingastaðnum á Hótel Borg er nú verið að byggja upp mat- stað, sem stendur undir nafni og meira en það. Yfirleitt er boðið upp á sama eða svipaðan mat á veit- ingastöðum í Reykjavík. En á Hótel Borg eru nú augljóslega kokkar,        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Mikil umskipti hafa orðið í tíðarfari hér í Húnaþingi eftir einstaklega þurrt sumar. Frá í septemberbyrjun hefur verið mikil úrkomutíð og oft á tíðum vindasamt. Sumum bændum gekk illa að ná seinni slætti, sem var á seinni skipum vegna þurrkanna. Ýmsir stefndu á heyskap um og eftir miðjan september og tókst misjafn- lega. Á einu kúabúi taldist hafa tapast jafngildi 100 heyrúlla, sem bæði fauk burt og rigndi niður. Almennt eru fóðurbirgðir þó góðar og ágætar horfur með vetrarásetning. Hjá Sláturhúsi KVH ehf. á Hvammstanga var slátrað rúmlega 70 þúsundum sauðfjár og gekk slátr- un vel. Um 80 manns unnu að slátrun, þar af tveir þriðju hlutar útlendingar.    Áfundi Landbúnaðarnefndar Húna- þings vestra var skýrt frá fjölda sauð- fjár sem farið hefur milli varnarhólfa sumarið 2007, en um 100 kindur komu þannig í haustréttum í hér- aðinu. Skorar landbúnaðarráð á Landbúnaðarstofnun að sjá til þess að viðhald á þessum girðingum verði aukið og því betur sinnt. Það er mjög alvarlegt mál þegar sauðfjárvarnir landsins eru svo vanbúnar, því sífellt eru að koma upp smitsjúdómar í búfé. Miðfjarðar- og Hrútafjarð- arhólf hafa verið „hrein svæði“ um langt skeið.    Mikið æskulýðsmót var á vegum kirkjunnar um helgina á Hvamms- tanga og komu ungmenni víðs vegar af landinu til að blanda geði við jafn- aldra sína. Unga fólkið skemmti sér á ýmsan máta, í sundlauginni, Hvammstangakirkju og safn- aðarheimilinu og eins í gömlu kirkj- unni í Kirkjuhvammi. Sundfélagið Húnar á Hvammstanga fékk fyrir skömmu heiðursheitið „Fyrirmyndarfélag UMFÍ“ sem er viðurkenning fyrir góða starfsemi og skipulag innan félagsins. Það voru Lí- ney Rut Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, og Sigríður Jóns- dóttir, formaður fræðslusviðs ÍSÍ, sem færðu félaginu viðurkenninguna en félagið er fyrsta félagið innan USVH sem hlýtur viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Sigríður afhenti Þorleifi Karli Eggertssyni, formanni sundfélagsins, innrammaða viðurkenningu ásamt fána fyr- irmyndarfélaga. Sundfélagið Húnar stóð fyrir maraþonsundi þennan dag og því fjöldi fólks auk sundmanna saman kominn í og við sundlaugina á Hvammstanga.    Nýhafnar eru framkvæmdir við ný vegamót á Miðfjarðarvegi, norðan Laugarbakka. Þar kemur ný tenging vegarins við hringveginn, fast austan við Miðfjarðarárbrúna. Lengi hefur staðið til að breyta þessum vegamót- um og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Gamla tengingin var svo kröpp frá suðri að stórir bílar fóru stundum á gatnamótin til Hvamms- tanga til að koma rétt að vegamót- unum. Það er Guðmundur Vilhelms- son vélaverktaki sem átti lægsta tilboð í verkið, 13,4 milljónir króna og skal því lokið í ágúst 2008. Hvammstangakirkja og safn- aðarheimilið. HVAMMSTANGI Karl Á. Sigurgeirsson fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.