Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 54

Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 54
Þetta er bara spurning um að kunna að dansa - ekki stíga á tærnar … 60 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÉG er kominn með þrjá söngvara sem eru alveg ótrúlegir. Tveir strák- ar og ein stelpa. Rokksöngur þeirra er slíkur, að ég hef ekki heyrt annað eins í yfir áratug,“ segir Bubbi Mort- hens sem lauk fyrir stuttu yfirreið sinni um landið vegna þáttar síns, Bandið hans Bubba, sem fer í loftið í febrúar komandi á Stöð 2. Bubbi hef- ur setið yfir vongóðum söngvurum um land allt og hlýtt á það sem þeir hafa fram að færa, og hefur auk þess tekið lagið í lok prufanna. „Já, þetta er búið að vera ansi fróðlegt og skemmtilegt,“ segir Bubbi. „Það er nú einu sinni svo, að það er óvíst að þetta fólk hefði komið fram með þessa hæfileika sína ef það væri ekki fyrir þessar heimsóknir mínar. Einn sótti ég til dæmis í sundlaug, þar sem hann var að vinna. Það er athyglisvert hvernig rokksöngur fellir sig að íslenskunni. Segja má að íslenskir rokksöngvarar þurfi að leggja enn meira á sig en kollegar þeirra erlendis, vegna þess hvernig sérhljóðarnir og samhljóð- arnir liggja hjá okkur. Það er bara þannig.“ Aðspurður hvort að hann hefði á sínum tíma skráð sig til þátttöku í svona þætti segist hann fastlega bú- ast við því. „Þetta er annars snúin spurning. Tímarnir voru svo ólíkir þá og við- horfið annað og ansi fjarlægt öllu svona. En ... þegar ég var tvítugur ... þá tróð ég upp á kvöldum vísnavin- anna á Hótel Borg, með það að markmiði að koma mér á framfæri. Þannig að ég hefði ábyggilega stokk- ið á svona tækifæri, hefði það gefist þá,“ segir Bubbi. Áheyrnarprufurnar í Reykjavík fara fram á Gauki á Stöng í dag. Skráning hefst kl. 9 á staðnum og stendur til 15. Prufurnar hefjast svo fljótlega eftir það. Til mikils er að vinna í þættinum en sigurvegarinn mun standa uppi með plötusamning og þrjár milljónir í reiðufé. „Þetta er ótrúlegt“ Morgunblaðið/Einar Falur Hljómsveitarstjórinn Bubbi hefði sjálfur stokkið á svona tækifæri hefði honum boðist það á sínum tíma. Tróð upp á kvöldum vísnavina á Borginni. Bubbi prufar inn í bandið sitt á Gauknum í dag og í kvöld.  Nú er farið að hilla undir bókina um umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, en „Öll trixin í bók- inni“ eins og ritið kallast mun skríða upp í bókahillur eftir tvær vikur eða svo. Þeir Einar og höfundur bókarinnar, Arnar Eggert Thoroddsen, hafa forðast að fara í smáatriði varðandi inni- hald bókarinnar en hafa nú látið eftir sér að í henni fari Einar ít- arlega yfir Eldborgarhátíðina al- ræmdu sem haldin var 2001 og hvaða áhrif eftirmál hennar höfðu á hann. Af öllum ævintýrum Einars er Eldborg það sem hann hefði helst viljað sleppa við með öllu. Ein- ar segir að þar hafi hann fengið al- gjöra „eld“-skírn í fræðunum en hann hefur ekki viljað tala op- inberlega um hátíðina síðan haustið 2001. Útihátíðin, sem haldin var við Kaldármela, hefur verið kölluð eit- urlyfjahátíðin mikla í fjölmiðlum þrátt fyrir að magn eiturlyfja sem þar fannst blikni í samanburði við útihátíðir samtímans. Eldskírn Einars Bárðar  Reikna má með æsispenn- andi þætti í Laugardagslög- unum í kvöld þar sem lög þeirra Barða Jóhanns- sonar, Gunna Hjálmars og Magnúsar Þórs keppa um hylli landsmanna. Barði teflir að þessu sinni fram vöðvabúntunum Ceres 4 og Gillzenegger auk þess sem heyrst hefur að Gaz-Man(?) og Partí- Hjenz komi við sögu. Búningar verða víst af skornum skammti og segja menn að með þessari fram- línu sé Barði búinn að tryggja sér á einu bretti atkvæði samkyn- hneigðra karlmanna og ungra kvenna. Líklega ekki ósvipaður hópur og kaus Silvíu Nótt um árið. Vöðvabúntin á svið Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÞAÐ að horfa á listamann pissa upp í sig getur sjokkerað fólk svo mikið að það verður fráhverft myndlist að mati Þórunnar Helgu Benedikz, rit- stjóra Artímarits. Hún segir að meiri umræða og notendavænni umbúðir séu nauðsynlegar til þess að laða fólk í sýningarsalina. Félag listfræðinema heitir Artíma og það ligg- ur í augum uppi að viðskeytið –rit á vel heima þar fyrir aftan. Það var því aldrei um neitt annað að ræða en gefa út tímarit. „Við eiginlega gátum ekki annað. Ég hef líka sjálf alltaf verið með svo- lítið mikla bakteríu fyrir útgáfu og við ákváðum að skella okkur út í þetta í janúar,“ segir Þórunn. „Okkur tókst svo á endanum að kreista út þetta blað.“ Útgáfan er tilraun til þess að fylla upp í tóma- rúm í íslenskri myndlistarumræðu. „Okkur fannst vanta einhvern ákveðinn stað, einhvern vettvang. Ekki bara stundum eina grein í Lesbókinni þegar það hentar. Við viljum virka umræðu þar sem hægt er að kalla eftir viðbrögðum. Þetta er okkar framlag til hennar.“ Hún segir Artímarit samt ekki geta fyllt skarðið nema að litlu leyti. „Þetta er gert af áhugamennsku og vanefnum og kemur bara út einu sinni á ári. En það má segja að þetta sé nokkurs konar útkall.“ Snobbstimpillinn ástæðulaus Það hika fáir við að lýsa umbúðalaust skoð- unum sínum á nýrri skáldsögu eða bíómynd, en einhverra hluta vegna er fólk mun tregara til þess að segja álit sitt á myndlistarsýningu. Þórunn seg- ir að þessi feimni sé byggð á misskilningi. „Eins og þetta horfir við mér þá er bara einhver upphaf- inn snobbstimpill á myndlist. Að hún sé bara fyrir þá sem eiga fullt af peningum eða hafa svaka mik- ið vit á henni. Auðvitað er það ekki þannig. Mynd- list er ekki bara til þess að eignast hana heldur líka til þess að njóta hennar. Það er frítt á alla- vega eitt listasafn og mikið um hana í umhverf- inu,“ segir Þórunn. Þórunn segir að það sé nauðsynlegt að setja listina í notendavænni búning og skýra forsendur hennar og samhengi. Fólk hræðist það sem það skilur ekki. „Það er ríkjandi trú að myndlist- armenn vilji alltaf vera að sjokkera. Það var til dæmis talað um það í marga daga þegar Hrafn- kell Sigurðsson pissaði upp í sig í Kastljósinu. Fólk skilur ekki tilganginn og oft er erfitt að vita hvað listamaðurinn er að meina. Ég held að það mætti laga þetta inni á söfnunum og gera mynd- listina notendavænni með því að koma skilaboð- unum betur á framfæri og ræða um hvað verkin snúast. Sú vinna er í gangi, en það er bara svo þröngur hópur sem sækir málþing og leiðsagnir um sýningar.“ Í leiðara Artímarits segir Þórunn myndlist bók- staflega mæta afgangi í samfélaginu þegar henni er skipað í pláss sem ekki sé þörf á lengur, t.d. til þess að slátra búfénaði. Aðstöðuleysi list- fræðinema sé algjört. „Við höfum hingað til hrein- lega ekki fengið skólastofur til að vera í og höfum stundum ekki haft nema einn fastráðinn kennara. Óskastaðan væri að hafa allt á sama stað. Að það yrði byggt myndlistarhús rétt eins og tónlistarhús þar sem væri allt til alls, gallerí, bókasafn, sýning- araðstaða, fyrirlestrarsalir og svo framvegis.“ Þórunn er með vikugamalt BA-próf í frönsku og listfræði og vinnur hjá Kaupþingi. Ætlar hún að láta bankakerfið gleypa sig, eins og heyrst hef- ur að séu algeng örlög ungs og hæfileikaríks fólks þessa dagana? Hún neitar því hlæjandi. „Ég komst ekki inn í meistaranám í sýningarstjórn í haust því ég útskrifaðist svo seint á árinu, en ég ætla að reyna aftur á næsta ári. Mig langar að starfa við listaverkasölu og gallerírekstur. Svo ég hef áhuga á viðskiptum, það er ekki að ástæðu- lausu að ég vinn hérna.“ Notendavænni umbúðir fyrir samtímalist Ritstjóri Artímarits vill að fólk njóti myndlistar og ná af henni snobbstimplinum Morgunblaðið/ Frikki Áhugamennska og vanefni „Þetta er gert af áhugamennsku og vanefnum og kemur bara út einu sinni á ári. En það má segja að þetta sé nokkurs konar útkall,“ segir ritstjóri Artímarits.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.