Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 64

Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 64
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Synjað um landgöngu  Átta meðlimum bifhjólasamtak- anna Vítisengla var í gær synjað um leyfi til landgöngu við komuna til landsins. Fólkið dvaldi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. » Forsíða Ótti við miltisbrand  Mikill viðbúnaður var settur af stað í gær vegna hugsanlegrar hættu á miltisbrandi á byggingarsvæði í Garðabæ. » 4 Lækka þarf skattbyrði  Landssamband íslenskra versl- unarmanna (LÍV) leggur í komandi kjarasamningaviðræðum áherslu á að skattkerfið verði nýtt til að minnka skattbyrði lágtekjufólks og efla velferðarkerfið. » 2 Áfall fyrir tamíl-tígra  Óttast er að vopnahléið á Sri Lanka fari endanlega út um þúfur eftir að S.P. Thamilselvan, leiðtogi stjórnmálaarms tamíl-tígranna, lét lífið í árás stjórnarhersins í gær. » 18 SKOÐANIR» Staksteinar: Tapið á áætlun? Forystugreinar: Óvissuástand á fjármálamörkuðum | Brýn þörf á framtíðarsýn UMRÆÐAN» Jafnaðarm., vínhn. og miskunnsemi Af ýmsum málum á Akranesi Ný tegund gagnrýni: Farið að lögum Sala bjórs og léttra vína Þýðandi þjóðarinnar Hvít hallarbylting Kristjáns Dalamaður frá Amsterdam Fyrir utan jábræðralag LESBÓK» 3  3  3 3    4(## 5$%( . !#$+ ! 6(!*# "!#!*$$2$!&(.("$ 3 3 3 3 3 3  3  -# 7 0 %   3  3 3     89::;<= %>?<:=@6%AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@%7$7<D@; @9<%7$7<D@; %E@%7$7<D@; %1=%%@2$F<;@7= G;A;@%7>$G?@ %8< ?1<; 6?@6=%1+%=>;:; Heitast 8 °C | Kaldast 3 °C Vaxandi suðvesta- nátt, 15–20 m/s norð- vestantil síðdegis, víða 8–15 m/s annars stað- ar. Rigning SV-lands. » 10 Artímariti er ætlað að fylla upp í tóma- rúm í íslenskri myndlistarumræðu og gera myndlistina aðgengilegri. »54 MYNDLIST» Nýtt tímarit um myndlist FÓLK» Stjörnurnar voru skæl- brosandi á BAFTA. » 56 Tónlistarþróun- armiðstöð verður starfrækt næstu þrjú ár, þökk sé Reykjavíkurborg og Landsbanka. » 60 TÓNLIST» Reksturinn tryggður FÓLK» Paris Hilton ætlar að láta frysta sig. » 60 TÓNLEIKAR» Fimmtu íslensku Frost- rósatónleikarnir. » 58 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Viðbúnaður vegna miltisbrands 2. 15 ára morðingi myndaði fórnarl. 3. Stórtapaði á að þiggja bætur 4. Alvarl. umferðarsl. á Selfossi ÓLAFUR Elías- son myndlist- armaður og Hans Ulrich Obrist, sýningarstjóri hjá Serpentine- galleríinu í Lundúnum, munu leiða sam- an hesta sína í miklu sýning- arverkefni á næstu Listahátíð sem hefst á vormánuðum. Sýningin mun fylla allt Hafn- arhúsið og verður þema hennar listir og vísindi, en þeir félagar unnu út frá svipuðu þema í sumar í Serpentine. Þar hannaði Ólafur sumarskála með arkitektinum Kjet- il Thorsen. Sérstök áhersla verður á myndlist á Listahátíð í vor. 20 Listir og vísindi á Listahátíð Hans Ulrich Obrist HANN hefur fært okkur öll leikrit Shakespeares, mörg ljóða hans, grísku harmleikina, fjölda ljóða eft- ir Hóras, helstu skáld Vesturlanda, kynnt fyrir okkur ljóðlist Kínverja og Japana, sígilda ljóðleiki og Kór- aninn sjálfan; bókmenntakanon sem er svo mikill að vöxtum og gæðum að sá sem læsi hann einan og ekkert annað teldist afbragðsvel lesinn maður víðast hvar í heim- inum,“ segir Gauti Kristmannsson um Helga Hálfdanarson þýðanda en í vikunni var opnuð sýning á verkum Helga í Þjóðmenning- arsafninu. Gauti segir Helga sannarlega standa undir því að vera kallaður þýðandi þjóðarinnar.| Lesbók Þýðandi þjóðarinnar Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÓMASI Helgasyni, flugmanni hjá Landhelgisgæslu Íslands, var fagn- að mjög þegar hann lenti fokkervél Gæslunnar TF-SYN á Reykjavík- urflugvelli síðdegis í gær. Var þetta í síðasta skipti sem Tómas lendir vélinni sem starfsmaður Landhelg- isgæslunnar en hann lét af störfum í gær – á 65 ára afmælisdegi sínum. Á flugvellinum biðu vinir, vanda- menn og starfsfélagar en Tómas hefur átt afar farsælum ferli að fagna hjá Gæslunni og starfað þar síðan árið 1973. Fyrstu fimmtán ár- in starfaði hann á TF-SYR en hin síðari á TF-SYN. Hann ber Sýn söguna vel. „Hún hefur reynst okkur alveg svakalega vel og á enn mikið eftir,“ sagði Tómas í samtali við Morgunblaðið. Hann reiknar ekki með að láta af flugi um leið og starfi hjá Gæslunni. „Nei ætli það, maður er jú enn með flugdell- una og vonast til að geta flogið áfram. Þetta er jú bara einn áfang- inn.“ Spurður út í eftirminnileg atvik á löngum ferli segir Tómas af- skaplega margt koma upp í hug- ann. „Það er til dæmis sjúkraflug til Englands og Danmerkur. Ferð- irnar til Skopje til að ná í flótta- fólk eru einnig mjög eftirminnileg- ar og svo fórum við fyrr á árinu á Sýn til Beirút með sprengjusveit Gæslunnar.“ Hann segir jafnframt standa upp úr að aldrei hafi neitt komið upp á í hinum fjölmörgu ferðum á ferlinum. Áður en Tómas stýrði TF-SYN til lendingar í síðasta skipti flaug hann henni í lágflugi framhjá flug- skýli Gæslunnar, og þaðan fylgd- ust yfirmenn hennar með. Eftir að vélin var lent sprautaði Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar síðan vatni í boga yfir hana í heiðursskyni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Við TF-SYN Guðjón Jónsson, fyrrverandi yfirflugstjóri hjá Gæslunni, var einn þeirra sem tóku á móti Tómasi. Kvaddur að loknu flugi Tómas Helgason, flugstjóri Gæslunnar, lætur af störfum Flogið hægt og lágt. VEFVARP mbl.is unum, m.a. dóttir hans Svala, Stef- án Hilmarsson og Ragnar Bjarna- son. Stór hljómsveit leikur undir, barnakór syngur, karlakór og gospelkór. Mikið í lagt, sem sé. „Ég er svolítið slappur í löpp- inni,“ svaraði Björgvin í gær, þegar blaðamaður spurði hvernig hann hefði það, nýbúinn að ljúka við plöt- una Jólagestir 4. En hvað hefur Bo sem aðrir hafa ekki? „Ætli ég sé ekki bara búinn að vera svolítið lengi í bransanum. Eins og Mick Jagger sagði: „Ef þú ert nógu lengi í bransanum þá venst fólk þér.““ Bo er búinn að vera í bransanum í 40 ár. MIÐAR á jólatónleika Björgvins Halldórssonar, sem haldnir verða laugardaginn 8. desember í Laug- ardalshöll, seldust upp á innan við klukkustund í gær. Nokkur hundr- uð miðar voru einnig seldir í fyrra- dag, í forsölu Mastercard. Skipuleggjandi tónleikanna, Ís- leifur Þórhallsson, segist ekki vita til þess að miðar á íslenska tónleika hafi selst jafnhratt áður. „Það voru eiginlega allir miðarnir farnir eftir hálftíma og svo tók álíka langan tíma að selja restina,“ sagði Ísleifur í gær, en 2.500 miðar voru í boði. Fjöldi þjóðþekktra listamanna mun koma fram með Björgvini á tónleik- Ljósmynd/Gassi Jólabarn Björgvin snyrtilegur til fara með hundinum Tuma. Uppselt á Bo Miðar á jólatónleika Björgvins seldust upp á innan við klukkustund

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.