Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 21 TÓNLEIKAR Í HÁTEIGSKIRKJU 3.OG 4.NÓVEMBER 2007 KL.17.00 VOX FEMINAE frumflytur STABAT MATER eftir John Speight Einnig verða flutt verk eftir Rheinberger, Schubert, Deutschmann, Brahms, Durante og Þorkel Sigurbjörnsson Stjórnendur Margrét J. Pálmadóttir John Speight Mezzo-sópran: Sigríður Aðalsteinsdóttir Englahorn: Daði Kolbeinsson Strengjakvintett: Sif Tulinius Pálína Árnadóttir Svava Bernharðsdóttir SigurgeirAgnarsson HávarðurTryggvason Orgel: Antonía Hevesi F A B R I K A N Miðasala við innganginn SIGURÐUR Pálsson rithöfundur fór fyrst út fyrir landsteinana haust- ið 1967, nítján ára, og þá til náms í Frakklandi. Í nýrri minningabók sinni fjallar hann um árin sín í París, 1967-1974 og 1978-1982, einkum þó fyrra tímabilið. Eins og fram kemur í glettnum „smásögum“ sem dilla lesandanum, var hann ekki ýkja reynslumikið ung- menni þegar hann mætti til leiks, en ekki skorti anda- giftina, og líklega var þetta góð blanda þegar verð- andi skáld eignaðist að félaga þessa borg sem var um margt skuggsjá tímans á Vesturlöndum sirka 1968. Og ekki bara sirka, því Sigurður er staddur á sam- komum og í mann- þrönginni á götum úti þegar ólgan varð sem mest í París í maí 68; ólga sem fljótt breyttist í goðsagna- kenndar frásagnir er fóru sem eldur í sinu um Vesturlönd. Sigurður er skeptískur á allar einfaldar útlist- anir; hann rýnir raunar ekki í að- draganda þessara atburða, heldur lýsir hinni mótsagnakenndu deiglu sem opinberaðist í þeim og ýmsu öðru sem á seyði var. Minnisbókin geymir einum þræði þroskasögu ungs manns sem kemur til móts við veröldina með opnum huga en lærist að hann á ekki heima í liði sem geng- ur í takt samkvæmt valdskipun að ofan. Vissulega má greina í frásögn- inni óútkljáða togstreitu milli þess að vera þátttakandi og áhorfandi, en niðurstaðan af þroskaferli Sigurðar í París er persónulegt andóf gegn hvers konar hugmyndalegu og póli- tísku trúboði, einnig gegn „yf- irráðafíkn frelsisklerkanna“, úr hvaða átt sem þeir koma. Og hann segir maí ’68 ekki vera eign nokkurs manns né hóps. „Að þessu leyti finnst mér maí ’68 á vissan hátt áþekkur sjálfri París. Það er ekki hægt að slá eign sinni á París, hún hörfar undan þeim sem ætlar að eignast hana, eigna sér hana í formi skilgreininga.“ Ekki vantar hins vegar söguleg kennileiti eða andlega framherja í borginni eins og Sigurður kynnist henni. Það er honum eiginlega trúarleg reynsla að horfast í augu við Samuel Beckett á gangstétt. Hann á harkalegri götufund við Jean-Paul Sartre, því þegar Sig- urður snarar sér eitt sinn fyrir horn, rekast þeir saman og hrasa báðir. Þetta eru lykilmenn leiklistarinnar og tilvistarstefnunnar og hvort tveggja mótar Sigurð á Parísar- árunum. En hljómfall tímans er einnig beinlínis í tónlistinni og Sig- urður lýsir vel hvernig nýja tónlistin flæðir inn í hann: Bítlarnir, Rolling Stones, Bessie Smith, Janis Joplin – en þó í félagsskap við Bach og Moz- art, að ógleymdum ljóðum Sigurðar sjálfs sem fá sum að fljóta með og lesandi fær innsýn í það hvernig einstakir textar þessa öndvegisskálds kvikna við ákveðnar að- stæður í Parísarborg. Endurminningar sínar fellir Sigurður ekki í form „skáldævisögu“; hann hleypir fortíðinni ekki á skeið þannig að sögulegur æviveruleiki og skáldvit- und spinnist saman í „skáld“-sögu. Á hinn bóg- inn viðurkennir hann úr- vinnslu minnisins; minnis- bók hans verður þannig syrpa af fjölbreytilegum textum sem góma augna- blik í París, staði og stund- ir, tímabil, tilverusneiðar, minn- ingaleiftur. „Kaflar“ bókarinnar mótast þannig af þeim persónum, aðstæðum og ekki síst andrúmslofti sem sest hefur að í minninu. Sú persóna sem hann á mest sam- neyti við er auðvitað hann sjálfur, hans yngra sjálf. Þau samskipti – andspænis lesandanum – einkennast af persónulegri grannskoðun sem þó eru sett skýr mörk af einkalífi höf- undar. Sé einhver forvitinn um ásta- líf Sigurðar verður hann að láta sér nægja að ung kona, Kristín að nafni, lítur „þráðbeint“ í augu skáldsins: „ég hafði ekki búist við því“. Fram- haldið getur hver átt við sig og er það fagnaðarefni á vorum risaskrá- argatatímum. „Sá sem ég er núna stendur al- gjörlega með þeim sem ég var þá, þó svo hann sé stundum hlægilegur í fjarvíddarmynd tímans, því húm- oríska perspektífi.“ Sögubrot Sig- urðar fjalla meðal annars um það hvernig hann forvitnast um ýmis til- vistarmörk en tekst þó að forðast þá djúpu pytti sem valda því að margur getur ekki staðið með sinni yngri tví- faramynd. Sumir eiga að baki för til einhvers konar vítis sem þeir telja sig hólpna að hafa sloppið úr. Frá- sagnir um slík ferðalög geta verið heillandi en minnisbók Sigurðar Pálssonar sýnir að átökin eru mörg og nógsamleg á giftusamlegri veg- ferð. Hún er vissulega mörkuð teiknum hverfleikans en þau eru hér umvafin lífsgleði, þeim dýrmæta elexír. Félagi borg Ástráður Eysteinsson Sigurður Pálsson BÆKUR Sigurður Pálsson Minnisbók 295 bls. JPV-útgáfa 2007 Hótel d́Angleterre við Kóngs-ins nýjatorg í Kaupmanna-höfn, sem nú er komið í ís- lenzka eigu og var á dögunum valið bezta hótel Danmerkur í fjórða skipti, var gististaður Halldórs Lax- ness á ferðum hans síðari árin, seg- ir Guðlaugur Arason í Kaup- mannahafnarbók sinni. Jónas Kristjánsson segir í sinni leið- sögubók að burðarmaður á Angle- terre hafi rætt um Halldór Laxness og Vigdísi Finnbogadóttur sem gamla vini meðan hann vísaði til herbergis. Efalaust hafa fleiri Íslendingar komið í Englahöll, eins og Íslend- ingar kölluðu hótelið, og ef ekki gist þá notið þar veitinga. Sögur fara af fundi Stefáns Íslandi og Jussi Björling. Við Kóngsins nýjatorg eru tvær stofnanir, sem tengjast íslenzkri menningu sterkum böndum, þar sem eru Konunglega leikhúsið og listaakademían. Á fyrrnefnda staðnum lögðum við inn í danskt listalíf með m.a. leikritum Jóhanns Sigurjónssonar og Guðmundar Kamban, leik Önnu Borg og söng Einars Kristjánssonar og Magnúsar Jónssonar auk Stefáns Íslandi, en á hinum staðnum tókum við út stabb- ann af íslenzkum listamönnum; Ás- grím, Kjarval, Sigurjón og Svavar svo aðeins fjórir séu nefndir. Af kunnum Íslendingum fyrri tíð- ar sem vöndu komur sínar í Engla- höll má nefna Þorleif Guðmundsson Repp, en Björn Th. Björnsson segir í bók sinni Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn: „Þegar Gísli Brynjólfsson leitar hans og finnur hann hvorki heima, á Njáli né Mjóna fer hann iðulega niður í Englahöll, þ.e. Hótel d’Angleterre, þar sem Repp virðist vera tíður gestur.“ Njáll og Mjóni eru vinsælir sam- komustaðir Íslendinga á fyrri tíð og ekki fjarri Englahöll frekar en Skinnbrókin og Hvítur, sem stend- ur nú milli tveggja Íslandsstólpa; Englahallar og Magasin du Nord. Hvítur skipar sérstakan sess hjá Ís- lendingum fyrir það eitt að þar drakk Jónas Hallgrímsson sitt síð- asta full. Þar á vegg hangir mynd Örlygs Sigurðssonar af tímalausri samdrykkju Jónasar, Sverris Krist- jánssonar og Árna Pálssonar með þjónustu Jóhanns Sigurjónssonar. Á Skinnbrókinni þar hjá hanga á vegg Alfreð Flóki og Stefán Karls- son. Sögu Englahallarinnar má rekja aftur á miðja átjándu öld, þótt nafn- ið kæmi síðar, þegar þýzkur eig- andi nefndi hana upp á franskan móð eftir Enska klúbbnum, sem þar hafði bækistöðvar. Nærri má geta að hótelið hefur séð tímana tvenna á sínum 250 ár- um. Í fyrri heimsstyrjöldinni var það bústaður rússneskra flótta- manna og í síðari heimsstyrjöldinni aðalstöðvar nazista. Englahöll á Íslendingaslóðum Englahöllin „Sögu Englahallarinnar má rekja aftur á miðja átjándu öld, þótt nafnið kæmi síðar, þegar þýzkur eigandi nefndi hana.“ AF LISTUM Freysteinn Jóhannsson »Hvítur skipar sér-stakan sess hjá Ís- lendingum fyrir það eitt að þar drakk Jónas Hallgrímsson sitt síð- asta full. freysteinn@mbl.is ÍSLENSKT veður á sér mörg nöfn eins og sjá má á sýningu Sari Maarit Cedergren í Gryfju og Arinstofu Listasafns ASÍ. Hún sýnir lágmynd- ir úr gifsi og steinsteypu áþekkar því sem hún hefur unnið að undanfarin ár. Í Arinstofu bera myndir hennar nöfn á borð við Logn, Mistur, Súld og fleira sem tengist íslensku veðri. Í fyrstu fer ekki hjá því að maður reyni að heimfæra titla verkanna bókstaflega upp á myndirnar eins og listakonan býður upp á, en síðan taka litbrigði efniviðarins sjálfs yfir og endurspegla náttúruna á óhlut- bundnari máta. Steinsteypa og sí- breytilegt veður eru mjög íslensk fyrirbæri og það fer vel á því að tengja þetta tvennt saman, einnig er áhugavert að leitast við að fanga sjónrænar birtingarmyndir orðanna. Upp í hugann koma verk hollenska listamannsins Douwe Jan Bakker sem ljósmyndaði fyrirbæri í íslensku landslagi á borð við laut, hól o.fl., en hann gerði einnig gifsverk af hljóð- um stafanna í stafrófinu á seinni hluta síðustu aldar og reyndi þannig að fanga hið ósýnilega líkt og Ceder- gren. Í Gryfju sýnir Sari lágmyndir úr gifsi sem hún nefnir Frosið andartak hviðunnar, myndirnar minna á um- merki skafrennings í snjó, lágar, frosnar öldur varpa skuggum. Hér er þó erfiðara að ná því hugarflæði sem óræðar myndir Arinstofu bjóða upp á. Ákveðin rómantík svífur yfir sýn- ingunni, en lágmyndirnar minna til dæmis á málverk Caspars David Friedrich af hafís, og líka á gifs- myndir fyrri tíma, lágmyndir og skúlptúra. Svipaða stemningu má finna í Arinstofu, kannski er einhver örlítill andi Turner í flæðandi og óljósum litbrigðunum. Það felst ákveðið hugrekki í nálgun listakon- unnar við efniviðinn og veðrið, þar sem hún leitast við að fanga óefn- iskennda þætti í fast form, kannski dálítið rómantísk hugrekki. Að fanga hið óáþreifanlega MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 18. nóvember. Opið þri. til sun. frá kl. 13-17. Stemning í steypu og gustur í gifsi Sari Maarit Cedergren Ragna Sigurðardóttir Veður Frosið andartak hviðunnar TÉKKNESKT TÓNAFLÓÐ er yf- irskrift tónleika blásaraoktettsins Hnúkaþeys í Fríkirkjunni á morgun kl. 17. Þá spilar Hnúkaþeyr ásamt gestum sínum kvöldlokkuna ástsælu eftir Antonín Dvorák. Hnúkaþeyr spilar einnig slavneska dansa eftir Dvorák og Oktett-partítu eftir Franz Krommer. Flytjendur á tónleikunum á morg- un eru Peter Tompkins, Eydís Franzdóttir, Ármann Helgason, Rúnar Óskarsson, Emil Friðfinns- son, Anna Sigurbjörnsdóttir, Stur- laugur Björnsson, Kristín Mjöll Jak- obsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Snorri Heimisson, Pawel Panasiuk, Þórir Jóhannsson og Hallfríður Ólafsdóttir. Kvöldlokkandi Hnúkaþeyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.