Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
VIÐ Hólmaslóð úti á Granda hef-
ur í fjögur ár verið starfrækt svo-
kallað æfingarhúsnæði sem alla-
jafna gengur undir heitinu
Tónlistarþróunarmiðstöðin (TÞM)
og þar hafa margir okkar bestu
og efnilegustu tónlistarmenn
fengið æfingaaðstöðu. Nægir þar
að nefna Björk, Quarashi, Mínus,
Ske, Trabant, Q4U, Nylon, Botn-
leðju, Lay Low, Stuðmenn og Am-
pop. Reksturinn hefur hins vegar
ávallt verið erfiður og því urðu
tímamót í gær þegar skrifað var
undir samning við Reykjavík-
urborg og Landsbankann um að
tryggja rekstur TÞM næstu þrjú
árin.
Skínandi framtíðarstjörnur
Við undirritunina rifjaði Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri upp
þegar hann kom fyrst í húsnæðið.
„Þá var þetta bara einn geimur
og þau hafa innréttað þetta allt
sjálf. Starfið hér er borið uppi af
hugsjónafólki og ég er sann-
færður um að í a.m.k. öðru hverju
herbergi eru hljómsveitir sem
eiga ekki aðeins eftir að skína
skært hér innanlands heldur líka
erlendis,“ sagði hann og við þetta
bætti Björgólfur Guðmundsson,
formaður bankaráðs Landsbank-
ans: „Við erum líka aðilar að
byggingu Tónlistarhússins sem rís
hér fyrir austan höfnina og þar
verða þrír salir sem þarf að fylla
á hverju kvöldi. Þannig að; æfið
ykkur hér og komið svo yfir,“
sagði Björgólfur og beindi orðum
sínum til þess fjölda tónlistarfólks
sem var á staðnum en hljóm-
sveitin Rökkurró spilaði við und-
irritunina.
Vill tengingu
við landsbyggðina
Í núverandi húsnæði eru 15 æf-
ingaherbergi og er húsnæðið um
1.200 fermetrar. Þegar undirrit-
aður ræddi við Daniel Pollock við
Rokksjoppuna (sem er við inn-
gang húsnæðisins) sagði hann þó
stefnuna vera að flytja sem fyrst í
stærra húsnæði. „Þá viljum við
tengjast betur við staði eins og
Akureyri, Egilsstaði og Ísafjörð,
vera í sambandi við svona 4-5
staði á landinu.“ En hvernig var
svo að sannfæra peningamennina
um að fá styrk? „Þetta er bara
spurning um að kunna að dansa –
ekki stíga á tærnar,“ sagði Danni
að lokum og þakkaði Björgólfi og
Degi hjartanlega fyrir aðstoðina.
Úr æfingasalnum í Tónlistarhúsið
Starfsemi TÞM
tryggð til næstu
þriggja ára
Morgunblaðið/Ómar
Tímamót Viggó Ásgeirsson markaðstjóri Landsbankans, Björgólfur Guð-
mundsson, Dagur B. Eggertsson og Daniel Pollock við undirritunina í gær.
www.tonaslod.is
NÝJASTA hug-
mynd Paris Hilton
er að tryggja sér
upprisu eftir dauð-
ann og eilíft líf.
Hún hefur því
samið við fyr-
irtækið Cryonics
Institute um að lík-
ami hennar verði
geymdur í frysti-
geymslu þar til að
tæknilega verður
mögulegt að lífga
hann við aftur.
Hún hefur þegar
greitt háar fjár-
hæðir í þetta verk-
efni og samið um
að hundarnir hennar, Tinkerbell og
Cinderella, fái sömu meðferð. „Ég
gæti lifað í hundruð, ef ekki þúsundir
ára,“ segir Hilton. „Ef maður er
kældur strax er hægt að varðveita
mann í fullkomnu ástandi.“
Hún sagði jafnframt að partístand
síðustu ára hefði vakið hjá henni tóm-
leikatilfinningu og hún hygðist nú
snúa sér að verðugri verkefnum. Í því
skyni skipulagði hún ferð til Rúanda
til þess að láta gott af sér leiða, en
þeirri ferð var svo frestað án þess að
frekari skýringar væru gefnar á því.
Paris að
eilífu, amen
Paris Hilton
WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA
MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára
THE INVASION kl. 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL
DARK IS RISING kl. 2 - 4 - 6 B.i. 7 ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
IN THE LAND OF WOMEN kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
THE KINGDOM kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
BRATZ kl. 3:40 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
HEARTBREAK KID kl. 5:30 - 8 B.i.12.ára
THE BRAVE ONE kl. 10:30 B.i.16.ára
STARDUST kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára
ASTRÓPÍA kl. 1:30 - 3:30 - 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1 - 3:30 LEYFÐ
MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára
MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP
THE GOLDEN AGE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára
THE INVASION kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:30 LEYFÐ
eee
A.S.
eeee
- V.J.V., TOPP5.IS
eeee
- S.F.S, FILM.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI
SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeee
- S.V, MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA
GEORGE CLOONEY
LEIKUR LÖGFRÆÐING
Í EINUM AF BETRI
„ÞRILLERUM“ SEM SÉST
HAFA Á ÞESSU ÁRI.
ÓSKARSVERÐLAUNAHAFARNIR CATE BLANCHETT OG GEOFFREY RUSH
ÁSAMT CLIVE OWEN Í EPÍSKRI KVIKMYND BYGGÐRI Á ÁSTUM OG
ÖRLÖGUM ELÍSABETAR ENGLANDSDROTTNINGAR.
SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB